Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGUST 1982 KA vann upp tveggja marka forystu ÍBV og krækti í stig KA NÆLDI sér í dýrmætt stig í hinni geysihórðu keppni i 1. deildinni þegar liðið gerði jafntefli við ÍBV í Eyjum á laugardaginn. Bæði liðin skoruðu tvö mörk í leik sem var dæmigerður fyrir þetta sérstæða mót sem nú fer senn að draga til úrslita í; barátta og taugaveiklun, en samleikur og afgerandi einstaklingsframtak sárgrætiiega af skornum skammti. Eyjamenn komust i 2—0 en með viljafestu tókst KA-mönnum að jafna metin og peir voru nær því að knýja fram sigur i leiknum en heimamenn. Páll Pálmason markvörður þeirra Eyjamanna gerði sér lítið fyrir og varði með tilþrifum vítaspyrnu Eyjólfs Agústssonar. mín. Friðfinnur Hermannsson 68. mín. Áminningar: Örn óskarsson ÍBV og Sigurlás Þorleifsson ÍBV. Dómari: Magnús V. Pétursson.hkj. ÍBV:KA 2:2 Strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum réði miklu um gang þessa leiks og kannski má skrifa það að mestu á þennan vind- skratta að liðunum tókst ekki bet- ur upp í því að leika góða knatt- spyrnu í leiknum. Eyjamenn léku fyrri hálfleikinn undan vindinum og voru afgerandi til að byrja með og þeir skora gott mark strax á 16. mínútu. Ómar Jóhannsson læddi boltanum þá laglega inn fyrir vörn KA og skyndilega voru þrír Eyja- menn komnir einir í gegn. Sigur- lás Þorleifsson var með boltann, lék léttilega á markvörð KA, Her- mann Haraldsson, og renndi bolt- anum auðveldlega í netið, 1—0. A 22. mínútu fengu svo KA- menn upplagt tækifæri til að jafna metin. Orn Óskarsson hrinti Ásbirni Björnssyni innan víta- teigs og réttilega dæmd víta- spyrna. Það var Eyjólfur Ágústs- son sem tók spyrnuna og fast skot hans stefndi neðst í hornið á markinu en Páll Pálmason sá við skotinu og varði hreint stórkost- lega. Eyjamenn voru mun atkvæðameiri fyrsta hálftímann en þá rífa KA-menn sig upp og gera harða hríð að marki ÍBV. Örn Oskarsson bjargar á línu eftir rnikinn darraðardans í vítateig IBV og úr hornspyrnu sem af því hlaust skallaði Erlingur Krist- jánsson naumlega yfir þverslá. Á 38. mínútu komst Gunnar Gísla- son svo í upplagt færi en Páll varði þrumuskot hans mjög vel. Og á 42. mínútu var dæmd óbein aukaspyrna innan vítateigs ÍBV en ekkert varð úr og hún færði KA jöfnunarmark. Því naum forusta IBV í hálfleik og KA-menn óheppnir að hafa ekki skorað mark. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks lá boltinn í netinu hjá IBV en markaskorarinn Ásbjörn var greinilega rangstæður og „markið" því dæmt af. Af og til náðu Eyjamenn góðum sóknariot- um uppí vindinn og á 62. mínútu skora þeir sitt annað mark. Kári Þorleifsson fékk góða sendingu fram völlinn frá Viðari Elíassyni, Kári lék skemmtilega á tvo varn- armenn KA sem sóttu að honum og skoraði með góðu skoti. 2—0 fyrir ÍBV og bjuggust margir við að þetta væri rothöggið sem myndi setja norðanmenn út af laginu, en annað átti svo sannar- lega eftir að verða uppi á teningn- um. Við þetta mótlæti tvíefldust leikmenn KA og tóku að sækja ákaft að marki ÍBV, jafnframt því sem Eyjamenn virtust slaka á og telja sigurinn vísan. Á 66. mínútu var dæmd horn- spyrna á ÍBV og hana fram- kvæmdi Eyjólfur Ágústsson, sendi boltann vel uppí vindinn sem bar boltann í sveig yfir Pál markvörð og beint í netið án þess að Eyja- menn kæmu nokkrum vörnum við. Og aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði KA metin mjög svo verð- skuldað. Eftir aukaspyrnu barst boltinn út úr vítateig IBV til Frið- finns Hermannssonar sem var óvaldur rétt utan við vítateigs- hornið vinstra megin, Friðfinnur skaut þegar á markið og boltinn hafnaði í netinu út við stöng, óverjandi fyrir Pál. Vörn ÍBV var oft óörugg í síðari hálfleik og mín- útu eftir jöfnunarmark Friðfinns varð misskilningur hjá varnar- mönnum ÍBV og boltinn féll fyrir fætur Gunnars Gíslasonar sem stóð fyrir opnu marki og skaut hörkuskoti, boltinn kom aðeins við fætur aðvífandi varnarmanns ÍBV og það nægði til að lyfta boltanum í þverslána. Þetta var siðasta marktækifær- ið í leiknum og eins og sjá má átti KA bæði fleiri og hættulegri færi, en Eyjamenn öllu meira með bolt- ann. Gæði knattspyrnunnar sem lið- in buðu uppá í leiknum voru ekki mikil en brá fyrir góðum köflum, en líka var mikið um kýlingar út í bláinn og sendingar mótherja í millum. KA-menn voru að berjast harðri lífsbaráttu og gáfu sig alla í leikinn. Þeir hefðu verðskuldað bæði stigin. Eyjamenn virðast ætla að endurtaka sama leikinn og í fyrra, missa af lestinni í síðustu umferðunum. í stuttu máli: Hásteinsvöllur 1. deild: ÍBV-KA2-2(l-0). Mörk ÍBV: Sigurlás Þorleifsson 16. mín. Kári Þorleifsson 62. mín. MÖrk KA: Eyjólfur Ágústsson 66. Ogmundu • Sigurlas Þorleifsson, sem skoraði fyrra mark Vestmannaeyinga í leiknum, aést hér í baráttu við Erling Kristjánsson, annan miðvörð KA-liðsins. Til vinstri er Haraldur Haraldsson, og í baksýn eru Friðfinnur Hermannsson sem skoraði seinna mark KA og Magnús dómari Pétursson. Mynd Sigurgeir. LEIKUR Víkings og Vals í I. deild- inni í gærkvöldi var ansi misjafn. Eins og fyrri hálfleikurinn var skemmtilegur og ágætlega leikinn, var sá siðari slakur og lítt fyrir aug- að. Valsarar voru mun sterkari fyrir leikhlé. Þeir sóttu meira og spiluðu mun betur, og fengu betri færi. En Ögmundur Víkingsmarkvörður bjargaði öðru stiginu fyrir sína menn með mjög góðri markvörslu. Arni og Kristján afgreiddu ÍBÍ ÍA VANN stóran sigur gegn ÍBÍ á ísafjarðarvelli á laugardaginn, 4—1 urðu lokatölurnar og er óhætt að segja Skagamenn hafa haft nóg við stigin að gera. Sigur ÍA var sanngjarn og vannst mest fyrir tilstilli Árna Sveinssonar og Kristjáns Olgeirssonar, en þeir skoruðu tvívegis hvor. Heimamenn léku oft ágætlega í leiknum, en þeir nýttu ekki færi sín og vörnin opnaðist um of á köflum. Fyrri hálfleikur var opinn og fjörugur, greinilegt að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt. Mikið fjör var strax á upphafsmínútunum, fyrst á 3. mínútu við mark ÍA, en Amundi Sigmundsson brenndi þá af úr dauðafæri eftir mjög skemmtilega sóknarlotu ÍBÍ. Mín- útu síðar áttu Skagamenn eina skæða sem endaði með góðum skalla Sigþors Ómarssonar, en Hreiðar markvörður varði vel. Heimaliðið var skeinuhætt næstu mínúturnar, Gunnar Pétursson óð inn í teig ÍA og skaut rétt yfir á 13. mínútu, og mínútu síðar skall- aði Örnólfur Oddsson naumlega yfir mark IA eftir sendingu frá Jóni bróður sínum Oddssyni. En Skagamenn svöruðu hrinu þessari með marki á 18. mínútu. Glæsileg sóknarlota, Sveinbjörn Hákonar- son skallaði fyrirgjöf Kristjáns Olgeirssonar í þverslá og Arni Sveinsson fylgdi vel og skoraði. Þremur mínútum síðar sóttu Skagamenn enn, en Hreiðar markvörður bjargaði naumlega í horn eftir að vörn hans hafði brugðist illa. ísfirðingarnir sóttu sig á ný og á 32. mínútu bjargaði Sveinbjörn Hákonarson skoti Gunnars Péturssonar á marklínu. Átta mínútum síðar fóru heima- menn síðan enn illa með dauða- færi, tveir þeirra voru í opnu færi eftir fyrirgjöf Halldórs Ólafsson- ar, en þeir misskildu hvor annan LIÐ ÍBV: LIÐ ÍBÍ: Lið Víkings: Lið ÍBK: l'áll Pálmason 7 Hreiðar Sigtryggsson 5 Ögmundur Kristinsson 8 Þorsteinn Bjarnason 7 Viðar Elíasson 5 Gunnar Guðmundsson 6 Ragnar Gíslason 5 Kristinn Jóhannsson 5 Snorri Rútsson 5 Halldór Ólafsson 5 IVlagnús Þorvaldsson 4 Rúnar Georgsson 6 Örn Oskarsson 6 Guðmundur Jóhannsson 5 Aðalsteinn Aðalsteinsson 5 Ingiber Oskarsson 6 Valþór Sigþórsson 6 Örnólfur Oddsson 7 Stefán Halldórsson 6 t.isli Eyjólfsson 7 Sveinn Sveinsson 6 Átnundi Sigmundsson 6 Jóhannes Bárðarson 7 Sigurður Björgvinsson 7 Omar Jóhannsson 6 Jóhann Torfason 6 Jóhann Þorvarðarson 4 Einar Ásbjörn Ólafsson 7 l'órour Hallgrímsson 5 < iústaf Baldvinsson 7 Omar Torfason 5 Magnús (.aroarson 5 Hlynur Stefánsson 5 Jón Oddsson 6 Sverrir Herbertsson 5 Ragnar Margeirsson 7 Sigurlás Þorleifsson 6 Gunnar Pétursson 6 Helgi Helgason 4 Óli Þór Magnússon 6 Kári Þorleifsson 5 Einar Jónsson 5 Heimir Karlsson 4 Kári Gunnlaugsson 5 LIÐ ÍA: Gunnar Gunnarsson (vm) 4 Daníel Einarsson vm. 5 Davíð Kristjánsson 5 Lið Fram: LIÐ KA: Guðjón Þórðarson 6 Lið Vals: Guðmundur Baldursson 7 Hermann Haraldsson 6 Jón Áskelsson' 5 Brynjar Guðmundsson 6 Þorsteinn Þorsteinsson 5 Eyjólfur Ágústsson 6 Jón Gunnlaugsson 6 lllfar Hróarsson 6 Trausti Haraldsson 7 Guðjón Guðjónsson 6 Sigurður Lárusson 6 Grímur Sæmundsson 6 Sverrir Einarsson 6 Haraldur Haraldsson 6 Sigurður Jónsson 7 Magni Pétursson 6 Marteinn Geirsson 6 Erlingur Kristjánsson 6 Sveinbjörn Hákonarson 7 Dýri Guðmundsson 6 Halldór Arason 6 Gunnar Gíslason 6 Árni Sveinsson 8 Þorgrímur Þráinsson 7 Gísli Hjálmtýsson 5 Steingrímur Birgisson 5 Kristján Olgeirsson 8 Ingi Björn Albertsson 5 Viðar Þorkelsson 7 Ormarr Örlygsson 5 Júlíus P. Ingólfsson 6 Hilmar Sighvatsson 7 Arni Arnþórsson 7 Hinrik Þórhallsson 5 Sigþór Omarsson 6 Valur Valsson 4 Guðmundur Torfason 5 Friðfinnur llermannsson 5 Björn H. Bjórnsson vm. 5 Guðmundur Þorbjórnsson 6 Hafþór Sveinjónsson 5 Ásbjörn Bjórnsson 6 (lUðbjörn Tryggvason vm. 5 Njáll Eið.sson 6 Björn Ingólfsson 5 og færið rann út í sandinn. Og eins og fyrri daginn syöruðu Skaga- menn fjórbrotum ísfirðinga með marki. Það skoraði Árni Sveins- son á 43. mínútu eftir laglega sókn, 2—0 í hálfleik. Síðari hálfleikur var fremur tíð- indasnauður framan af, mikil bar- átta reyndar, en fátt um færi. Skagamenn brutu hins vegar ísinn á 62. mínútu, Arni Sveinsson átti allan heiðurinn að markinu, góð sending hans rataði til Kristjáns Olgeirssonar sem skoraði laglega. Nokkrum mínútum síðar voru Skagamenn hársbreidd frá því að bæta fjórða markinu við, en Gúst- af Baldvinsson bjargaði af línu. Isfirðingarnir voru nú á því að tími væri kominn til að skora og það gerði Jón Oddsson úr víti sem IBÍ fékk á 75. mínútu. Markið kom hins vegar að litlum notum, því Skagamenn bættu fjórða markinu við aðeins þremur mínútum síðar, Kristján Olgeirsson var þar á ferðinni eftir góða fyrirgjöf frá Birni H. Björnssyni. Eftir þetta mark var sem bæði liðin sættu sig við orðinn hlut, Skagamenn hægðu ferðina með sigur í höfn, heimaliðið hægði ferðina því það gat ekkert að gert. Lokatölur því 4—1 eins og fyrr sagði. Þetta var á köflum allgóður leikur og hæst bar frammistaða þeirra Skagamanna Árna Sveins- sonar og Kristjáns Olgeirssonar, sem báðir áttu stórleik. Þá áttu Sveinbjörn Hákonarson og Sig- urður Jónsson góðan dag. Hjá ÍBV léku þeir Gústaf Baldvinsson og Ornólfur Oddsson manna best, aðrir voru jafnari. I stuttu máli: Islandsmótið í knattspyrnu, deild: ÍBÍ - ÍA 1—4 (0-2) Mark ÍBÍ: Jón Oddsson úr víti. Mörk ÍA: Árni Sveinsson 2 Kristján Olgeirsson 2 Spjöld: Kristján Olgeirsson ÍA. Áhorfendur: Um 600. Dómari: Þorvarður Björnsson. — Jens/gg. 1. og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.