Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Fólk og fréttir í máli og myndum Sigursælir KR-pollar A-liöiö B-liðið Þróttur meistari í 1. flokki Á KR-daginn 8. ágúst sl. fór fram fyrsta Pepsi-mótið í knattspyrnu á Islandi. Ákveðiö var að koma móti þessu á fyrir 6. flokk þar sem KRR stendur aðeins fyrir tveimur hrað- mótum fyrir pessa stráka á sumrinu. Um var að ræða fjögurra liða mót í 6. fl. A og 6. fl. B. Keppt var með mini- knattspyrnufyrirkomulagi. KR, Stjarnan Garðabæ, Víkingur og Þróttur tóku þátt. Úrslit leikja urðu sem hér segir: 6. n. A: KR — Stjarnan 4:1 Víkingur — Þróttur 5:2 KR - Víkingur 7:3 Stjarnan — Þróttur 1-5 KR — Þróttur 5:2 Stjarnan — Víkingur 1:0 6. fl. B: Þróttur — KR 1:8 Stjarnan — Víkingur 0:0 Þróttur — Stjarnan 0:13 KR - Víkingur 2:1 Þróttur — Víkingur 1:9 KR — Stjarnan 3:2 KR sigraði því með fullu húsi stiga í báðum mótunum. En það geta ekki allir sigrað og svo sann- arlega sáust skemmtilegir taktar hjá mörgum úr öllum liðunum. Flestir leikirnir voru bráð- skemmtilegir á að horfa og sum mörkin alveg gullfalleg. Sanitas hf. gaf vegleg verðlaun til keppn- innar. Sigurvegararnir fengu gullhúðaða verðlaunapeninga og allir þátttakendur fengu Pepsi- flugdiska (frisbee), Pepsi-húfur og að sjálfsögðu Pepsi að drekka að mótunum loknum. Stefnt er að því að gera Pepsi-mótið í knattspyrnu að árlegum viðburði fyrir 6. flokk. • Það er greinik-ga ekki alltaf tekið út með sældinni að vera íþróttamaður eins og sést i þessari mynd. Djurgárdens IF og Ope voru að leika í 2. deild norður-sænsku knattspyrnunnar í Stokkhólmi ekki alls fyrir lóngu, og sigraði fyrrnefnda liðið með tveimur mörkum gegn einu. Það er þó ekki sérstaklega í frásögur færandi heldur hitt, að hlé þurfti að gera á leiknum í heilar fimmtán mínútur vegna hrikalegs hagléls sem skyndilega braust niður úr háloftunum. Leikmenn áttu fótum sínum fjör að launa, því þeir urðu allir að hverfa undir þak í skyndingu til að slasast ekki í látunum. N v*w Knattspyrnukylfingar Þróttur varð meistari 1. flokks í bikarkeppni KSl í síðustu vikn er liðið sigraði Val 3—1 í úrslitaleik. Á meðfylgjandi eru nýkrýndir bikarmeisUrar. ljí™,. gu*jíd. • Knattspyrnumenn eiga sín tóm- stundaáhugamál eins og annað fólk, en merkilegt er þó engu að síður hversu golfíþróttin í hugi margra þeirra erlendis. Á meðfylgjandi mynd er enski landsliðsmarkvörður- inn Ray Clemence að læra galdrana, en kennarinn er Ian Botham, einn frægasti „krikkef'-leikari BreU. Er ekki annað að sjá en að þeir félagar hafi afar gaman af ollu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.