Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. AGUST 1982 Liverpool átti alls kostar við hálf vængbrotið lið Tottenham Liverpool vann „Góðgerðarskjöld- inn" svokallaða á laugardaginn, er liðið sigraði Tottenham 1—0 á Wembley-leikvanginum. Enska knattspyrnan hefst jafnan á þessum árlega leik sem jafnan er milli Eng- landsmeistaranna og bikarmeistar- anna. I>etta er þriðji sigur Liverpool í leik þessum á fjórum árum. Meist- arar Liverpool unnu þarna sann- gjarnan sigur gegn Tottenham, sem lék án fimm fastamanna. Bseði liðin höfðu lofað mikilli knattspyrnusýn- ingu, en efndirnar voru ekki i sam- ræmi við loforðin. I'ó að fyrir brygði góðri knattspyrnu hjá báðum liðum, var andrúmsloftið þrungið spennu Kay Clemence varð enn að bíta í það súra epli að tapa fyrir sínutn gömlu félögum. og talsvert var um áflog bæði úti á vellinum og eins á áhorfendapöllun- um. Leikurinn var aðeins fárra mín- útna gamall, er dómarinn Neville Ashley, varð að ganga á milli stríðandi aðila. Graeme Souness freistaði þess að sparka í sitjand- ann á Glenn Hoddle, en í staðinn bæði sló og skallaði Garth Crooks Souness karlinn. Fáum andartök- um síðar var Crooks kominn í hringinn á ný og skilja varð þá, Crooks og Ken Dalglish, sem létu hnúa og hnefa tala. Liverpool var mun sterkara lið- ið framan af og Ray Clemence varði snilldarlega skot frá Dalg- lish á 15. mínútu, auk þess sem Alan Kennedy og Souness voru nærri því að skora áður en Ian Rush skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið á 33. mínútu. Phil Thompson átti heiðurinn af markinu, stórgóð stungusending hans rataði til Rush og hann lék á Ray Clemence áður en hann renndi knettinum í netið. Rush skoraði 30 mörk á síðasta tímabili og byrjar það nýja eins og hann lauk því síðasta. Tottenham lék betur í síðari hálfleik og þá kom nokkrum sinn- um til kasta Bruce Grobbelaar í marki Liverpool. Hann varði nokkrum sinnum frábærlega, sér- staklega er hann sveif eins og Enn einn frækinn sigurinn í höfn hji Liverpool. fuglinn fljúgandi og blakaði þrumuskoti Garry Mabbutt yfir þverslána á 66. mínútu. Mabbutt þessi lék áður með Bristol Rovers. Liðin voru annars skipuð eftir- töldum leikmönnum: Liverpool: Grobbelaar, Neal, Kennedy, Thompson, Hansen, Whelan, Dalglish (Hogdeson á 60. mín.), Lee, Rush og Souness. Tottenham: Clemence, Hough- ton, Miller, O'Reilly (Perryman á 65. mín.), Lacy, Hazzard (Palco á 77. mín.), Mabbutt, Archibald, Galvin, Hoddle og Crooks. Stórmarkvörður Bayern skoraði sjálfsmark í fyrsta leik sínum! Fall Bayern Miinchen á heimavelli sínum var talsvert og hálf neyðarlegt. Skoski deildarbikarinn KNATTSPYRNUVERTÍÐIN í Skotlandi hefst jafnan með leikjum í 1. umferð deildarbikarkeppninnar og á laugardaginn fóru fyrstu leikirnir fram. Leikið er heima og heiman og er því ekki útséð í mörgum tilvikum hvaða lið skreiðast áfram. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Aherdeen — Dumbarton 3—0 Albion R. — Stenhousmuir 0—0 Arbroath — Celtic 0—3 Ayr Utd. - Queen O.S. 0—2 Berwick — Hamilton 0—1 Clyde - Hearts 1—7 Clydebank — Rangers 1—4 Dundee Utd. — Raith R. 5—1 Dunfermline — Alloa 2—1 East Fife — East Sterling 0—1 Falkirk — St. Johnstone Hibernian — Airdrie Meadowbank — Cowdenb Montrose — Stranrare Motherwell — Forfar Morton — Dundee Partick — Brechin Queens Park — Kilmarnock 0—2 Stirling Alb. - St. Mirren 0-3 1-6 1-1 0-1 1-0 1-1 4-1 0-0 5Í JEAN Marie Pfaff, belgíski lands liðsmarkvörðurinn sem Bayern Miinchen keypti fyrir stórfé frá Bev- eren fyrir keppnistímabilið, kom heldur betur við sögu á Ólympíu- leikvanginum á laugardaginn, er Bayern mætti Werder Bremen í fyrstu umferð þýsku deildarkeppn- innar í knattspyrnu. Pfaff færði Bremen sigurmarkið á finpússuðu og gljáfægðu silfurfati einni mínútu fyrir leikhlé. Uwe Reinders tók þá innkast fyrir Bremen og þeytti knettinum langt inn í vítateig Bay- ern. Svo langt þeytti hann knettinum að enginn leikmaður náöi til hans. Pfaff ætlaði þá að góma knöttinn, en sló hann afar klaufalega í netið! Ef hann hefði ekki hreyft við knettin- um hefði markið ekki lalist gilt. Hugguleg byrjun hjá Pfaff eða hitt þó heldur. „Þetta var dýrmætur sig- ur fyrir okkur eins og gefur að skilja, en aldrei hefur lánið þó leikið jafn mikið við lið mitt," sagði Otto Renhagel þjálfari Bremen eftir leik- inn. Pal ('zernai hjá Bayern sagði: „Auðvitað er óþægilegt að tapa fyrsta leiknum, en við munum rifa okkur upp, ég er með nokkra nýja leikmenn og uppstilling liðsins er nokkuð breytt frá siðasta keppnis- tímabili. Þetta á allt eftir að smella saman." Urslit leikja á laugardaginn urðu annars sem hér segir: Nurnberg — Hamburger SV 2—2 Braunschweig — FC Köln 2—2 Mönchengl.bach — Schalke04 4—2 Karlsruhe — Frankfurt 1—0 Dusseldorf — VFL Bochum 2—0 Bielefeldt — B. Leverkusen 1—0 Þá voru tveir leikir á föstu- dagskvöldið og var greint frá þeim í Mbl. á laugardaginn. Við skulum samt rifja upp úrslitin: Kaiserslauter — Hertha 2—2 Bor. Dortmund — Stuttgart 1—1 Tvö þeirra liða sem margir spá Klaus Fiscber jafnaði fyrir Köln. frama í vetur stóðu sig ekki sem skildi þó svo að ekki hafi um tap- leiki verið að ræða. Reyndar léku Köln og HSV erfiða útileiki og því ekki ástæða fyrir áhangendur lið- anna að örvænta. HSV sótti Niirnberg heim og náði forystunni á 10. mínútu með marki Manny Kaltz. Dressel jafnaði aðeins þremur mínútum síðar, en Diet- mar Jakobs skoraði aftur fyrir HSV í fyrri hálfleik. Það var svo langt liðið á leikinn er Weyerich skoraði jöfnunarmark Núrnberg. Köln þurfti tvívegis að sækja á brattann gegn Braunschweig, því tvívegis var liðið undir í leiknum. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en þeir Bruns og Tripacher náðu svo tvívegis forystunni fyrir heimaliðið. Zimmerman og Fisch- er sáu um að jafna metin fyrir Köln. Borussia Mönchengladbach, sem lengi var í toppbaráttunni á síðasta tímabili, byrjaði vel gegn nýliðum Schalke 04. Komst BMG í 3—0 með mörkum Mattheus, Pink- all og Wuttke. Tyrkinn Tufecki svaraði fyrir Schalke með tveimur mörkum, en Bruns innsiglaði sig- ur BMG með fjórða markinu rétt fyrir leikslok. Atli, Pétur og félagar unnu góð- an sigur á heimavelli sínum gegn Bochum. Hvorugur skoraði í leikn- um, mörkin skoraði Wenzel, en það síðara var víti. Þá unnu Karls- ruhe og Armenia Bielefeldt einnig leiki sína, Karlsruhe lagði Frank- furt með marki Gross, en sigur- mark Bielefeldt gegn Leverkusen skoraði Grillemayer. Lítum loks á stöðuna þó svo að raunar sé lítil mynd komin á hana svo snemma móts: mornimWntuí) íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.