Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 22

Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 22
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 efnahagsaöííeröir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaögeróir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaögeröir Magnús H. Magnússon, vara- formaður Alþýðuflokksins: „Bráðabirgðalögin viðurkenn- ing á því, að illa hefur tekist til um stjórn efnahagsmála“ „BráðabirgAalögin eru fvrst og fremst viðurkenning á því aA illa hefur tekist til um stjórn efna- hagsmála og aó ástandið hefdi aldr- ei þurft art veróa svona slæmt,“ sagói Magnús II. Magnússon, vara- formaóur Alþýóuflokksins, þegar hann var spuróur álits á bráóa- birgóalögunum. „Kg vióurkenni aó hluti vandans cr utanaókomandi og óvióráóanlegur, en þaó breytir ekki þeirri staóreynd aó verulegur hluti hans er heimatilbúinn. Við veiddum á árinu 1980 og 81 200 þúsund tonnum meira af þorski en fiski- fræóingar töldu ráólegt og þaó er að koma í bakió á okkur núna. Svipaó gildir um loónuna og þaó er líka aó koma í bakió á okkur. Þaó hefur verið gcngdarlaus innflutningur á skipum sem aó þýóir líklega um 17 % lækkun á tekjum sjómanna og útgeróar og einhvers staðar á bilinu 8—9% vióbótar gengislækkun viö þaó sem ella heföi verió þörf, þann- ig aó þar er komin skýring á veru- legum hiuta vandans. Þar við bætist að á árunum 1980 og 1981, þegar við settum hvert aflametið á fætur öðru og vorum með hærra verðlag á út- flutningsafurðum en nokkru sinni fyrr, verðum við fyrir því sérstaka happi að dollarinn hækkar mikið, við flytjum jú mest út í dollurum, en minna inn, þannig að það var í heildina tekið geysilegt happ. Á sama tíma og málin standa svona erum við að taka stórkostleg erlend lán, ekki bara til framkvæmda sem er í sjálfu sér eðlilegt, heldur til neyslu. Við erum að taka erlend lán til að standa undir halla- rekstri á Hitaveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, Rafmagnsveitum ríkisins, Sementsverksmiðjunni og svo framvegis. Þannig standa málin þegar allt leikur í lyndi, svo að þegar aðeins byrjar að kula á móti þá er ekkert borð fyrir báru. í stórum dráttum er þessi vandi því heimatilbúinn, þó ég viðurkenni að hluti hans sé óvið- ráðanlegur, en bara hluti hans og bráðabirgðalögin sem slík eru náttúrulega ekkert annað en við- urkenning á því að illa hafi verið stjórnað, það er heildarniður- staðan. Það sem bráðabirgðalögin gera er raunverulega ekkert annað en það að gengið er fellt, gengis- hagnaði ráðstafað og verðbætur skertar. Það er lítið komið til móts við láglaunafólk, 50 milljón- ir eru auðvitað sáralitið þegar miðað er við það að það er verið að taka af launþegum sennilega um 1,6 milljarð króna, þannig að það er auðséð hvernig það dæmi kemur út. Bráðabirgðalögin sjálf segja lítið annað en þetta. Aftur á móti kemur fram nýr óskalisti. Við höfum fengið slíka óskalista frá stjórninni með ákveðnu milli- bili, bæði í stjórnarsáttmálanum og endurtekið hvað eftir annað eftir það. Sjaldnast hafa þeir ræst en vonandi tekst eitthvað Magnús H. Magnússon betur til núna. En ég viðurkenni það fúslega, að úr því sem komið var, úr því að svona hafði verið stjórnað, þá var nauðsynlegt að gera einhverjar aðgerðir og þær róttækar. Þó tel ég að það hefði þurft að gera miklu meira til þess að hlífa lágtekjufólkinu. Ég held þvi sé alls ekki nógur gaumur gefinn í þessum lögum, þessar 50 milljónir breyta litlu. Þá er á óskalistanum talað um ýmislegt sem á að gera á næsta ári með fjárlögum og öðru þvíumlíku. Svo ég taki bara eitt dæmi, þá er ver- ið að tala um að 85 milljónir fari til Byggingarsjóðs ríkisins, en þá verður að athuga það að í ár skerti núverandi ríkisstjórn markaða tekjustofna Byggingar- sjóðsins um hvorki meira né minna en 198 milljónir króna, þannig að það er bara lítið brot sem verið er að skila aftur. Við Alþýðuflokksmenn leggj- um til að stjórnin segi af sér. Henni hefur mistekist ætlunar- verk sitt og það sem hún gerir nú er engin varanleg bót, sama stað- an verður komin upp aftur eftir nokkra mánuði, svo við viljum stjórnina frá. Ég vil bara segja það að lokum, að við alþýðu- flokksmenn höfum núna um ára- bil varað við þeirri stöðu sem nú er komin upp, og verið með tillög- ur um það að gerðar yrðu ráð- stafanir til að koma í veg fyrir þetta ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fyrir rúmlega tveim árum lögðum við til til dæmis að innflutningur á fiski- skipum yrði bannaður og endur- nýjunarþörfinni beint að íslensk- um skipasmíðaiðnaði. Bara þetta eina atriði hefði gert það að verk- um að vandinn í dag hefði verið miklu minni en hann er, ef þetta hefði verið samþykkt fyrir tveim árum í ársbyrjun 1980, þannig að ég vil undirstrika það að veru- legur hluti þessa vanda er heima- tilbúinn og hefði verið hægt að koma í veg fyrir og auðvitað verð- ur að standa þannig að málum að svona lagað endurtaki sig ekki með reglulegu millibili," sagði Magnús H. Magnússon varafor- maður Alþýðuflokksins að síð- ustu. Tómas Árnason viðskiptaráÖherra: Pólitískt samkomulag náð- ist um nýtt vísitölukerfi MOK(>lINBLAi)lf) óskaði eftir um- sögn Tómasar Árnasonar viðskipta- ráóherra á efnahagsráðstöfununum sem samþykktar voru í ríkisstjórninni um helgina og fer svar hans hér á cftir: „Líta þarf á málið í heild, ekki er nægjanlegt að líta eingöngu á bráðabirgðalögin því að þær ráð- stafanir sem á að gera í efnahags- málum felast einnig í yfirlýsingum af hálfu ríkisstjórnarinnar, þannig að þetta tvennt þarf að skoðast í samhengi. Ráðstafanirnar voru nauðsynlegar til að tryggja rekstr- argrundvöll atvinnuveganna, sérstaklega útflutningsatvinnu- veganna og munu bæta rekstrar- grundvöll þeirra mjög verulega frá því sem verið hefur og einnig til þess að minnka viðskiptahalla landsins. Varðandi ráðstafanirnar að öðru leyti þá eru þau atriði þýðingarmest, að samkomulag hef- ur tekist um hvaða verðbætur á að greiða 1. desember. Þar er í raun og veru verið að taka aftur óraunhæfa kjarasamninga sem hafa verið gerðir og viðurkenna það að þjóðin hefur lifað um efni fram og verið að færa sig nær raunveruleikanum og þeim framleiðsluverðmætum sem úr er að spila. Vegna þessarar ráðstöfunar sem er tímabundin, verða greiddar láglaunabætur til þeirra sem erfiðast eiga, en eftir er að útfæra það í einstökum atriðum ennþá. Það verða gerðar ráðstafan- ir til jöfnunar á húshitunarkostnaði sem er stórt og mjög þýðingarmikið mál sem var raunar búið að marka veitt til húsnæðismála, sérstaklega til þess að lét'a undir með þeim sem eiga erfiðastan róðurinn í sambandi við húsnæðismálalánin. Mjög þýðingarmikið er í þessu sambandi að leggja á sparnað í ríkiskerfinu og hægja þar á fram- kvæmdum til að skapa svigrúm fyrir láglaunabæturnar, jöfnun húshitunar og framlög til húsnæð- ismála. Það sem ég tel vera stærst og Tómas Árnason þýðingarmest í þvípólitíska sam- komulagi sem felst í aðgerðunum, þá á ég bæði við bráðabirgðalögin og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, er það pólitíska samkomulag sem er um að koma á nýju viðmiðunarkerfi í efnahagskerfinu. Pólitískt sam- komulag er um að tekið verði upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, eins og það er orðað, með hliðsjón af hugmyndum viðræðunefndar um vísitölumál og að eftir fyrsta des- ember verði verðbætur greiddar á laun eftir þessu nýja viðmiðunar- kerfi. Ég vil ekki á þessu stigi ræða nánar um innihald þess, þar sem ætlunin er að ræða það frekar við aðila vinnumarkaðarins, áður en það verður tekið upp. Nýja viðmið- unarkerfið mun draga úr þeirri víxlhækkun verðlags og launa sem við höfum búið við um hríð. Þau atriði sem ég hef nefnt álít ég þau þýðingarmestu. Mikið hefur verið rætt um að er- lend skuldabyrði sé mikil og hún hefur vaxið. Það er vegna þess að vextir hafa stórhækkað á hinum al- þjóðlegu mörkuðum, sem við þurf- um að sjálfsögðu að hlíta vegna okkar lána og einnig vegna þess að þjóðarframleiðslan hefur dregist saman. Ég vil leggja áherslu á það að við höfum lagt gífurlega mikla áherslu á að fjárfesta í orku- framkvæmdum og mætti þar nefna margt til. Raforkuframkvæmdirnar eru fjárfrekastar og stærstar. Einnig má nefna það að við höfum fjárfest mikið í hitaveitum og tekið mikil lán til þeirra framkvæmda. Til marks um það hvað okkur hefur skilað áfram get ég nefnt að eftir olíukreppuna 1973 greiddum við út 95.000 olíustyrki en nú erum við komin niður í 18.500, það er árang- ur þess að byggðar hafa verið marg- ar og stórar hitaveitur víðsvegar um landið. Þetta kemur til með að spara mikinn gjaldeyri í framtíð- inni, þar sem við munum búa við hækkandi orkuverð" — Eru þessar efnahagsaðgerðir fullnægjandi? „Eins og ástandið er í landinu og með tilliti til almenningsálitsins þá er ég ekki viss um að auðvelt hefði verið að leggja meira á menn eins og sakir standa. Til þess að tala um fullnægjandi aðgerðir, sem reyndar verður seint hægt að tala um, málin breytast svo mikið frá degi til dags, þarf að leggja áherslu á að breyta vísitölukerfinu. Draga verður stórkostlega úr því til þess að skapa meiri stöðugleika í efnahagsmálun- um en verið hefur. Pólitíska sam- komulagið um nýtt vísitölukerfi er talsvert stórt skref í þá átt,“ sagði Tómas Árnason að lokum. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Vona að takist að halda verð- bólgunni í kringum 50% „ÉG TEL að tekist hafi allt ööruvísi til um þessar efnahagsaðgerðir en stundum áður, þarna er um sam- ræmda lækkun veróbólgu aó ræða sem margir aóilar taka þátt i, ekki bara launamenn, heldur bændur, sjó- menn, útgerðarmenn og verslunin," sagði Kagnar Arnalds fjármálaráó- herra i samtali vió Morgunblaðió. „Allir þessir aðilar verða að leggja sitt af mörgum, atvinnu- reksturinn ekkert síður en launa- menn og það er það mikilvæga við þessa stóru aðgerð sem beinist fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að viðskiptahallinn verði stórfelld- ur á komandi ári og verðbólga æði upp úr öllu valdi í kjölfar þess mikla vanda sem að hefur steðjað í útflutningsatvinnuvegum lands- manna,“ sagði Ragnar. „Við höfum ekki fengið útreikn- inga Þjóðhagsstofnunar um það hver verðbólgan verður á árinu 1983, en það er hins vegar Ijóst að verðbólgan hefði stefnt í miklar hæðir, sennilega 80—90%, ef ekki hefði verið gripið til þessara að- gerða. Ég geri mér fastlega vonir um að með þessum aðgerðum verði hægt að halda verðbólgunni í kring- um 50%,“ sagði Ragnar. „Það er ekki von á neinum hlið- stæðum aðgerðum í bráð, heldur verður þetta að sjálfsögðu að duga í bili, en hins vegar er þetta engin endanleg lausn á öllum efnahags- vandamálum þjóðarinnar og það er augljóst mál að við munum á kom- andi ári sigla í ólgusjó mikillar verðbólgu og vondra viðskiptakjara og menn munu eiga fullt í fangi með að verjast ágangi atvinnuleys- isins, sem herjar á í öllum nálægum löndum. En það stóra við þessar að- gerðir er einmitt það að við byggj- um varnarmúr gegn atvinnuleysi og gegn stórfelldri skuldasöfnun, sem hefði fylgt í kjölfarið ef viðskipta- halli hefði orðið eins hrikalegur og útlit var fyrir. Hins vegar vekur það mesta furðu mína hvað stjórn- arandstaðan hefur lítið til málanna að leggja. Það virðist hvergi vera hægt að fá upplýsingar um það til hvaða ráða hún hefði gripið, hvort Kagnar Arnalds hún sé með eða á móti þessum að- gerðum," sagði Ragnar Arnalds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.