Morgunblaðið - 24.08.1982, Page 26

Morgunblaðið - 24.08.1982, Page 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Óvissa um framtíð innlends skipaiðnaðar: Höfnum hugmynd- um um tímabundna stöðvun skipasmíða — segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri „Það er Ijóst að leggist skipasmíðar niður hér á landi næstu tvö ár mun það hafa í for með sér algera lömun þessa fyrirtækis því að skipaviðgerðir eru háðar árstíðasveiflum. Af þeim sökum eru nýsmíðar í raun kjölfestan í starfsemi Slippstöðvarinnar. Og ef til stöðvunar þeirra kemur mun það tvimælalaust hafa veruleg áhrif á þá viðgerðarþjónustu sem við höfum getað veitt á undanförnum árum,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri á hlaðamannafundi á Akureyri í síðustu viku. Til þessa fundar efndu forsvarar Slippstöðvarinnar í þeim tilgangi að kynna starfsemi fyrirtækisins, sem er stærsta skipasmíðastöð landsins, og gera grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi tillögu nokkurra aðila, s.s. útgerðar- og sjó- manna, um stöðvun skipasmíða hér næstu tvö ár vegna þess að fiskveiðiflotinn sé of stór. Á myndinni má m.a. sjá Gunnar Ragnars, forstjóra Slippstöðvarinnar, Gunn- ar Skarphéðinsson, starfsmannastjóra, og Stefán Reykjalín, stjórnarform- ann, ræðast við. „Ef gripið yrði til þess örþrifaráðs að banna skipasmiðar hér um tíma mun það leiða til þess að kippt yrði stoðum undan hinni miklu uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað í starf- semi fyrirtækisins á síðustu árum,“ sagði Gunnar ennfremur. Taldi hann öldungis óvíst hvort unnt yrði að koma fyrirtækinu á réttan kjöl að tveimur árum liðnum. Ástæðan til þess væri m.a. sú að í kjölfar óhjákvæmilegra uppsagna ætti starfsfólkið, sem hefði aflað sér ómetanlegrar reynslu og þekkingar á sviði skipaiðnaðar, engan annan kost en snúa sér að öðrum atvinnu- greinum í leit að lífsviðurværi. Af- leiðing þess yrði ekki síst slæm fyrir bæjarfélagið, því að Slippstöðin er í hópi stærstu fyrirtækja á Akureyri. Og sökum þess að engum störfum yrði þar til að dreifa mundi þetta fólk neyðast til að reyna að finna vinnu annars staðar. Því væri óraunhæft að ætla að það mundi koma aftur til starfa i Slippstöðina eftir tveggja ára hlé. Og það væri engum vafa undirorpið að langan tíma þyrfti til að þjálfa nýtt starfs- fólk i skipaiðnaði. I raun hefði ein meginforsenda hins mikla vaxtar og viðgangs Slippstöðvarinnar verið sú hve fátíðar breytingar hefðu orðið á starfsliði fyrirtækisins gegnum ár- in. Þá sagði Gunnar að fastlega mætti búast við verulegum sam- drætti í starfsemi Slippstöðvarinn- ar á næstunni ef rekstrarskilyrði hennar yrðu ekki bætt. Nú væri t.d. eingöngu unnið að verkefnum sem fyrirtækið hafði tekið að sér fyrir einu eða tveimur árum. Og yrði þeim lokið á þessu ári. Gunnar kvað eðli skipaiðnaðarins þannig að und- irbúa þyrfti hvert verkefni langt fram í tímann. Af þeim sökum kæmi það sér nú ákaflega illa fyrir Slippstöðina að ekki hefði verið tek- in ákvörðun um nýsmíðar á þessu ári. Samt hefði fyrirtækið gert þrjá samninga um smíði á 200—250 tonna skipum. Hér hefði verið um að ræða lið í hinu svokallaða rað- smíðaverkefni, en það væri áætlun um endurnýjun vertíðarbátaflotans. Þessum samningum hefði verið synjað af hálfu Fiskveiðasjóðs þó að stjórnvöld hefðu á sínum tíma sam- þykkt þessa áætlun. Gunnar sagði ennfremur að sú ákvörðun að lækka lánshlutfall Fiskveiðasjóðs úr 75% í 60% torveldaði mjög rekstur Slippstöðvarinnar. T.a.m. lægju teikningar af ca. 240 tonna bát á vegum fyrirtækisins fyrir. Og heyrði hönnun þessa báts raðsmíða- verkefninu til. En vegna lækkunar fiskveiðasjóðslána væri mönnum ekki gert kleift að ráðast í smíði hans. Fyrir þessum vanda stæði Slippstöðin nú frammi fyrir. M.ö.o. hefðu ráðamenn þjóðarinnar lagt blessun sína yfir endurnýjun vertíð- arbátaflotans, en forsvarsmenn hinna opinberu sjóöa hafnað henni. Þetta ósamræmi væri vitaskuld mjög bagalegt. Því hlyti hver maður að sjá það í hendi sér að heildar- stefnu væri þörf í skipaiðnaði svo að festa kæmist á þessi mál. Á fundinum var ýmsum tölu- legum upplýsingum komið á fram- færi um nauðsyn endurnýjunar fiskveiðiflotans. Bárður Hafsteins- son, skipaverkfræðingur, sá um samantekt þeirra. Þar kom m.a. fram að innlendar skipasmiðastöð- var mundu einungis anna 35% af endurnýjunarþörf flotans á árunum 1982—1985. Samkvæmt könnun Bárðar þarf að smíða 38 af 26 m fiskiskipum og 47 af 35 m skipum. Einnig er þörf á 8 skuttogurum á þessu tímabili. Hins vegar verða einvörðungu smíðuð 9 af 26 m skip- um, 14 af 35 m bátum og 6 togarar hér á sama tíma. Við gerð þessarar áætlunar var miðað við meðalafköst skipasmíðastöðva hérlendis síðustu 5 ár. „Ef samsetning fiskiskipaflotans er skoðuð kemur í ljós að meðalald- ur hans er 18 ár. Samt er talið æski- legt að fiotinn sé ekki meira en 10 ára gamall," sagði Gunnar. „Þá er einn hluti flotans, vertíðarbátarnir, gersamlega úreltur, en meðalaldur hans er 22— 28 ár. Og það er einmitt að þessum flota sem augu okkar hafa beinst í sambandi við endur- nýjun. Meira að segja er skuttogara- flotinn að meðaltali 9 ára gamall, en ætla má að hann endist ekki lengur en 16 ár. Til marks um það má nefna að verið er að leggja einum af skut- togurum Útgerðarfélags Akureyrar þessa dagana, en hann er aðeins 15 ára gamall. Af þessu er ljóst að endurnýjunarþörf flotans er tal- svert mikil. Hún er a.m.k. svo mikil að innlendu skipasmíðastöðvarnar mundu ekki anna henni miðað við núverandi afköst. í þessu dæmi er þó gert ráð fyrir að flotinn minnki um 25%,“ sagði Gunnar. ~f— t Myndin sýnir hluta af umráðasvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri. efnahagsaðserðir rikisstjórnarinnar Miðstjórn Alþýðusambands íslands: Mótmælir harðlega ótvíræðri kjaraskerð ingu stjórnvalda Félag íslenzkra stórkaupmanna: Mótmælir harðlega hækkun vörugjalds og upptöku 30%-regl- unnar um álagningu Mótmæli Alþýðusamhands íslands við efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar sem samþykkt voru á fundi miðstjórnar sl. sunnudag fara hér á eftir, en í fréttatilkynningu frá ASÍ segir einnig að hún hafi verið sam- þykkt með atkvæðum allra við- staddra miðstjórnarmanna: „Nú hafa stjórnvöld ákveðið umfangsmiklar aðgerðir í efna- hagsmálum. Aðgerðirnar eru rökstuddar með tilvísun til vax- andi verðbólgu, viðskiptahalla og hættu á atvinnuleysi. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfar- andi ályktun þingflokks Alþýðu- flokksins „Þingflokkur Alþýðuflokksins, sem kom saman til fundar mánudag- inn 23. ágúst 1982 lýsir þeirri skoð- un sinni að svokallaðar efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér mjög verulega kjaraskerðingu og 13% gengisfellingu, eru afleiðing rangrar og hættulegrar stjómar- stefnu núverandi ríkisstjórnar. Al- þýðuflokkurinn rauf ríkisstjórnar- samstarf í október 1979 vegna þess Minnkandi þorksafli, aflabrest- ur á loðnu og söluerfiðleikar á mikilvægum mörkuðum valda vanda í íslensku efnahagslífi. Það blasir ekki síður við að margra ára óstjórn í efnahags- málum gerir okkur erfiðara en eðlilegt væri að mæta þeim áföll- um sem að steðja. Skipulagsleysi í fjárfestingum og rekstri er að sliga framleiðsluna. Verðbólgu- holskefla ríður nú yfir og atvinnu- öryggi er í hættu. Oheft verðbólga felur í sér kjaraskerðingu, og at- að Ijóst var að jafnvægisstefna .41- þýðuflokksins í efnhagsmálum fékk ekki stuðning í þeirri ríkisstjórn. Dr. Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans tóku þá að sér að tryggja fram- hald alrangrar stjórnarstefnu. Af- leiðingarnar blasa nú við. Þingflokkur Alþýðuflokksins vekur athygli á því að aðgerðir þær sem ríkisstjórnin hefur nú gripið til eru nákvæmlega þær sömu og ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar greip til við sams kon- ar aðstæður í febrúar og maí 1978. vinnuleysi er alvarlegasta ógnunin við afkomu og iífshamingju verka- fólks. I aðgerðum stjórnvalda felst ótvíræð kjaraskerðing, þó þar séu einnig jákvæð atriði sem gætu gefið meiri festu og betra skipulag í íslensku atvinnulífi. Það er hins vegar ekki ljóst að aðgerðirnar tryggi atvinnuöryggi eða hemji verðbólguna. Framkvæmdin mun skera þar úr. Miðstjórn Aiþýðusambands Is- lands mótmælir því harðlega að nú skuli enn einu sinni gripið til vísitöluskerðingar á kaupi al- menns verkafólks. Það er hættu- legt fyrir íslenskt þjóðfélag, hve stjórnvöld sækja í sífellu að um- sömdum verðbótum og spilla með því trausti á gerðum samningum. Þó það sé mat miðstjórnar að ekki sé rétt að svo stöddu að efna til gagnaðgerða hlýtur verka- lýðshreyfingin að hafa á fyllsta fyrirvara og áskilja sér allan rétt til þeirra aögerða er þurfa þykir.“ Aðgerðir þessar stafa að nokkru leyti af ytri aðstæðum, en fyrst og fremst eru þær afleiðingar af óstjórn í efnahagsmálum og skipulagsleysi í fjárfestingarmál- um, svo sem undirstrikað er í ályktun Alþýðusambands Islands. Stefna núverandi ríkisstjórnar er gjaldþrota. Svokallaðar efna- hagsráðstafanir eru staðfesting þeirrar staðreyndar. I stað þess að leggja út í stórfellda kjaraskerð- ingu á ríkisstjórnin að segja af sér. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun stjórnar Félags íslenzkra stórkaupmanna: „í tilefni af setningu bráðabirgða- laga um efnahagsráðstafanir í ágúst, minnir stjórn Félags ísl. stórkaup- manna á eftirfarandi: I. Öll reynsla genginna ára sýnir að álögð „sérstök tímabundin vörugjöld" eru ekkert annað en dulbúin skattheimta ríkissjóðs, skömmtun á tekjum launafólks og kostnaðarauki verzlunar og iðnað- ar og hefur, sem önnur skatt- heimta, tilhneigingu til langlífis. af sér Tillöguflutningur Alþýðuflokks- ins á Alþingi síðustu misseri hefur miðað að því að koma í veg fyrir það ástand í efnahags- og þjóð- málum, sem nú hefur skapast. Þingflokkur Alþýðuflokksins vill vekja rækilega athygli á því að þrátt fyrir svokallaðar efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar nú bendir ailt til þess að nákvæmlega sama ástand skapist að fáeinum mánuðum liðnum, og þá verði enn á ný gripið til gengisfellingar og kjaraskerðingar." II. Reynsla íslendinga sem ann- arra þjóða er að ófrelsi verzlunar sýnir og sannar að frjáls verð- myndun ein er raunverulegur hag- ur neytenda í bráð og lengd. III. Áralangur fjármagnsskort- ur og sívaxandi fjármagnskostn- aður, og þó sérstaklega nú síðustu mánuði, hefur þrengt svo hag verzlunarinnar í landinu að í mörgum greinum neyzluvara er skammt í hættuástand frá sjón- armiði þjóðaröryggis. Nýjar álög- ur nú taka með öllu burt mögu- leika verzlunarinnar til nýmynd- unar atvinnutækifæra, sem hún hefur séð fyrir og hlýtur að þurfa að sjá fyrir, ætli stjórnvöld nýju fólki í atvinnulífinu vinnu. Stjórn FÍS mótmælir harðlega þeim ákvæðum í nýsettum bráða- birgðalögum sem varðar hækkun vörugjalds og upptöku 30%-reglu um álagningu í verzlun. Við gengisfellingar sl. missera hefur 30%-reglunni ekki verið beitt sem var að mati stjórnar FÍS skynsamleg aðferð til að hætta að þessu leyti mismunun milli at- vinnugreina. Stjórn FÍS telur eðlilegt að byrðum hinna erfiðu ára sé dreift á atvinnuvegi landsmanna, en ítrekar mótmæli sín við þeirri mismunun sem 6. og 7. gr. ný- settra bráðabirgðalaga hefur í för með sér.“ Þingflokkur Alþýðuflokksins: Ríkisstjórnin á að segja ' .3 • • •-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.