Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 24. AGUST 1982 efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgerðir HÉR fara á eftir í heild bráðabirgðalög þau, setn sett voru á laugardaginn, og yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar vegna þeirra: „Forseti íslands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að gera nú þegar ýmsar ráðstafanir í efna- hagsmálum, vegna þeirra þungu áfalla, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum. Aflabrestur, veröfall og sölu- tregða á íslenskum afurðum hafa valdið vaxandi viðskiptahalla gagnvart útlöndum, þrengt að at- vinnuvegunum, aukið verðbólgu og dregið úr þjóðartekjum. Af þessum ástæðum ber brýna nauðsyn til þess að draga úr víxl- gangi verðlags og launa, minnka viðskiptahalla og styrkja stöðu at- vinnuveganna. Sú 13% lækkun á gengi íslenskrar krónu, sem Seðla- banki íslands hefur ákveðið með samþykki ríkisstjórnarinnar, kall- ar einnig á setningu bráðabirgða- laga um gengismun af útflutn- ingsbirgðum og ráðstöfun hans. Fyrir því eru sett bráðabirgða- lög samkvæmt 28. gr. stjórnar- skrárinnar á þessa leið: l.gr. Vegna samdráttar þjóðartekna og í þeim tilgangi að draga úr víxlgangi kaupgjalds og verðlags skal frá 1. desember 1982 fella niður helming af þeirri verðbóta- hækkun launa er ella hefðið orðið vegna ákvæða í 48.-52. gr. laga nr. 13/1979, sbr. 5. gr. laga nr. 10/1981. Ákvæði 1. mgr. skal einnig taka til launa í verðlagsgrundvelli landbúnaðarins og í vinnslu- og dreifingarkostnaði búvara, sbr. lög nr. 95/1981. Þegar verð á þeim fisktegund- um, sem tilgreindar eru í tilkynn- ingu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 11/1982, er ákveðið í fyrsta skipti eftir 1. september 1982, skal meðalhækkun á verði þeirra fisk- tegunda ekki vera meiri en nemur hækkun verðbóta á laun eftir 1. september til þess tíma, er fisk- verðsákvörðun tekur gildi, að teknu tilliti til 1. mgr. þessarar greinar. 2-gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða að sérstakar bætur, allt að 50 millj. króna, verði greiddar úr ríkissjóði til láglaunafólks á árinu 1982. Tilhögun þessara bóta verð- ur ákveðin í samráði við samtök launafólks. 3.gr. Þá er skilað er til banka gjald- eyri fyrir útfluttar sjávarafurðir framleiddar fyrir 23. ágúst 1982, skal hann greiddur útflytjanda á því kaupgengi, sem í gildi er, þeg- ar útflutningsskjöl eru afgreidd í banka við gjaldeyrisskil, að frá- dregnum 6,5% gengismun. Ríkisstjórnin kveður nánar á um, til hvaða afurða þetta ákvæði skuli taka, og eru ákvarðanir hennar þar að lútandi fullnaðar- úrskurðir. Áður en umræddu fé er ráðstaf- að, skal greiða af því hækkanir á flutningskostnaði og öðrum sam- bærilegum kostnaði við útflutning vegna þeirra afurða sem þessi lög taka til. Gengismunur, sem myndast samkvæmt ákvæðum 3. gr., skal lagður í sérstakan gengismunar- sjóð, sem skal varið í þágu sjávar- útvegsins með eftirgreindum hætti: 1. Krónum 80 milljónum skal var- ið til greiðslu óafturkræfs framlags til togara til að bæta rekstrarafkomu þeirra vegna aflabrests á fyrri hluta þessa árs. Skal Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins annast greiðsl- ur þessar samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsráðuneytið setur. 2. Krónur 15 milljónir til loðnu- vinnslustöðva samkvæmt nán- arí ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar. 3. Krónur 10 milljónir í Fiskimálasjóð, sem verði ráð- stafað til orkusparandi aðgerða í útgerð og fiskvinnslu og til fræðslu um gæði og vöruvönd- un í sjávarútvegi samkvæmt reglutn sem sjávarútvegsráðu- neytið setur. 4. Krónur 5 milljónir í lífeyrissjóð sjómanna, samkvæmt nánari reglum sem ríkisstjórnin setur, að höfðu samráði við sjómannasamtökin. 5. Eftirstöðvar, þar með taldir vextir, renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuld- um og/eða fjármagnskostnaði fiskiskipa, samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur, að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og Landssamband íslenskra út- vegsmanna. 5. gr. Heimilt er sjávarútvegsráð- herra að ákveða, að eftirstöðvar þess fjár, sem er í vörslu Fiskveiðasjóðs íslands, sbr. a) og b) lið 17. gr. laga nr. 79/1968, b) lið B málsliðar 3. gr. laga nr. 2/1978 og 2. tl. b) liðar 3. gr. laga nr. 22/1979, renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiski- skipa, samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur að höfðu samráði við stjórn Fisk- veiðasjóðs íslands og Landssam- band íslenskra útvegsmanna. 6.gr. Þegar eftir gildistöku laga þess- ara skal lækka hundraðshluta verslunarálagningar sem því svar- ar að leyfð hefði verið álagning á 30% þeirrar hækkunar álagn- ingarstofnsins sem leiðir af hækk- un á verði erlends gjaldeyris frá því gengi, sem gilti 11. ágúst 1982 miðað við þær álagningarreglur, sem í gildi voru samkvæmt ákvörðunum verðlagsráðs þann dag. Kkki má hækka hundraðshiuta álagningar á vöru í heildsölu, smásölu, eða öðrum viðskiptum frá því sem var 12. ágúst 1982 með breytingum skv. 1. mgr., nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda. 7.gr. 1. gr. laga nr. 107/1978 um sér- stakt tímabundið vörugjald með áorðnum breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 82/1981, breytist með svofelldum hætti: a) 1. og 2. málsliður 1. gr. lag- anna, sbr. 1. gr. laga nr. 82/1981, orðist svo: Greiða skal í ríkissjóð sérstakt vörugjald. Gjaldið skal greitt til og með 31. desember 1983 í eftir- farandi tveimur gjaldflokkum: b) Upphaf A-liðar 1. gr. laganna orðist svo: Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum greiðist 24% gjald en á tímabilinu frá og með 23. ágúst 1982 til og með 28. febrú- ar 1983 skal þó greiða 32% gjald: c) Eftirtalin tollskrárnúmer bætist við A-lið 1. gr. laganna: 07.05.00;16.03.00;17.01.23;17.01.24; 17.01.27;17.01.29;17.02.04;17.04.02; 18.05.01;18.05.09;18.06.01;18.06.02; 18.06.03;19.02.01';19.02.02;20.02.01; 21.02.11;21.02.19;21.02.20;21.03.00; 21.04.01;21.04.02;21.04.09;21.05.11; 21.05.19;21.05.21;21.06.01;21.06.02; 21.07.01;21.07.02;33.04.01;33.04.02; 33.04.03;33.04.09. d) Upphaf B-Iiðar 1. gr. laganna orðist svo: Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum greiðist 30% gjald en á tímabilinu frá og með 23. ágúst 1982 til og með 28 febrú- ar 1983 skal þó greiða 40% gjald: 8.gr. Hið hækkaða vörugjald sem skv. 7. gr. þessara laga skal lagt á inn- lenda framleiðslu og innflutning frá og með 23. ágúst 1982 skal greitt af sölu eða annarri afhend- ingu innlendrar framleiðslu frá og með 23. ágúst 1892 og af innflutt- um vörum sem teknar eru til tollmeðferðar frá og með 23. ágúst 1982. Sama gildir um innheimtu gjalds af vörum sem gjaldskyldar verða skv. c-lið 7. gr. Af birgðum, sem innlendir framleiðendur gjaldskyldra vara skv. 1. gr. laga nr. 107/1978 með síðari breytingum eiga hinn 22. ágúst 1982, skal greiða sérstakt vörugjald eins og það var ákveðið fyrir gildistöku þessara laga en undanþiggja birgðir innlendra framleiðsluvara sérstöku vöru- gjaldi sem við gildistöku þessara laga verða gjaldskyldar, þrátt fyrir að sala eða afhending af vörubirgðum þessum fari fram eftir 22. ágúst 1982, enda liggi fyrir staðfesting af hálfu toll- stjóra í því umdæmi þar sem framleiðsla fer fram um stöðu birgða hinn 22. ágúst 1982. Vegna birgðatalningar skal framleiðandi gera sérstaka birgðatalningar- skýrslu um vörumagn og verksmiðjuverð birgða hinn 22. hækkaða vörugjald, sem sam- kvæmt ákvæðum 7. gr. þessara laga gildir frá og með 23. ágúst 1982, nema fullnaðartollafgreiðsla þeirra eigi sér stað fyrir septem- berlok 1982. Sama á við um þær vörur sem gjaldskyldar verða skv. c-lið 7. gr. Hafi innflytjandi fyrir 23. ágúst 1982 afhent til tollmeðferðar að- flutningsskjöl sem að öllu leyti fullnægja þeim skilyrðum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að tollafgreiða viðkom- andi vöru þegar í stað, skal varan tollafgreidd gegn greiðslu þess sérstaka vörugjalds sem sam- kvæmt ákvæðum 7. gr. þessara laga gildir til og með 22. ágúst en þó því aðeins að tollafgreiðslu sé lokið fyrir 4. september 1982. Yfírlýsing ríkisstjórnarinnar „íslenskt efnahagslíf hefur átt við ört vaxandi erfiðleika að etja á síðustu mánuðum. Þegar efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1982 var sett fram í þjóðhagsáætlun í október á liðnu ári, var miðað við ákveðnar for- sendur um þróun helstu hag- stærða hér á landi og í umheimin- um. Þjóðhagsspáin var samkvæmt venju að mestu leyti áætlun um tekjur þjóðarbúsins og ráðstöfun þeirra. Þar var m.a. gengið út frá að þjóðarframleiðslan ykist um 1%, viðskipti við önnur lönd yrðu hallalaus qg verðbólga færi minnkandi. Á þeim tíma var fast- lega búist við jafnvægi í þjóðar- búskapnum á þessu ári. Nokkru eftir að gengið var frá Bráðabirgðalögin og yfírlýsing stjórnarinnar ágúst 1982, sem afhent skal toll- stjóra. Birgðatalning og staðfest- ing hennar skal fara fram innan viku frá gildistöku laga þessara. Staðfest birgðatalningarskýrsla skal fylgja skýrslu vegna skila á sérstöku tímabundnu vörugjaldi fyrir tímabilið 1. júlí til 1. septem- ber 1982. Við álagningu og skil á sérstöku vörugjaldi eða undan- þágu frá greiðslu þess samkvæmt ákvæðum þessarar málsgreinar skal telja að fyrstar séu seldar eða afhentar vörur sem framleiðandi átti í birgðum hinn 22. ágúst 1982. Þannig skal draga heildarandvirði birgða hinn 22. ágúst 1982 frá heildarandvirði seldra eða af- hentra vara á tímabilinu 23. ágúst til 30. september 1982 og greiða af mismuninum sérstakt vörugjald samkvæmt ákvæðum laga nr. 107/1978 um sérstakt tímabundið vörugjald með síðari breytingum, sbr. 7. gr. þessara lagá. Sé heildar- andvirði birgða 22. ágúst 1982 hærra en vörusala á tímabilinu 23. ágúst til 30. september 1982 skal mismunurinn á sama hátt dreginn frá síðari sölu eða afhendingu uns vörusala eða afhending fer fram úr verðmæti birgða 22. ágúst 1982. Nú ber vörugjaldskyldum fram- leiðanda að greiða á sama gjald- daga sérstakt vörugjald annars vegar vegna sölu eða afhendingar vörugjaldsskyldra vara fyrir 23. ágúst 1982 eða sölu eða afhend- ingar á birgðum samkvæmt þess- ari málsgrein og hins vegar sér- stakt vörugjald skv. 7. gr. þessara laga, skal hann skila tveimur skýrslum vegna skila á sérstöku vörugjaldi, annarri vegna álagn- ingar sérstaks vörugjalds sam- kvæmt ákvæðum 7. gr. þessara laga og hinni vegna álagningar gjaldsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 107/1978 eins og þau voru fyrir gildistöku þessara laga, og skal sama gilda vegna lækkunar gjaldsins 1. mars 1983. Verði breytingar á verksmiðjuverði birgða frá því sem tilgreint hefur verið í birgðatalningarskýrslu, skal við álagningu sérstaks vöru- gjalds samkvæmt ákvæðum þess- arar málsgreinar leggja hið nýja verksmiðjuverð til grundvallar, en gera skal innheimtumanni ríkis- sjóðs skriflega grein fyrir slíkum breytingum. Af vörum, sem með leyfi toll- yfirvalda hafa verið afhentar inn- flytjendum fyrir 23. ágúst 1982 gegn tryggingu fyrir greiðslu að- flutningsgjalda, sbr. m.a. 21. gr. tollskrárlaga, skal greiða hið Sömu tímamörk gilda um tollaf- greiðslu vara sem gjaldskyldar verða skv. c-lið 7. gr. 9.gr. Við beitingu 3. mgr. 3. gr. laga nr. 107/1978 um sérstakt tíma- bundið vörugjald, sbr. 3. gr. laga nr. 80/1980, skal á tímabilinu 23. ágúst 1982 til og með 28. febrúar 1983 hækka sérstakt vörugjald í 40% eða lækka í 32% í stað þess að hækka gjaldið í 30% eða lækka í 24% eins og þar greinir. 10. gr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 120 31. desember 1976 um tollskrá o.fl. með áorðnum breytingum orðist svo: Nú er tollverð vöru eða einhver hluti þess tilgreint í erlendri mynt, og skal þá því eða hluta þess við ákvörðun tollverðs breytt í innlenda fjárhæð. Skal farið eftir því sölugengi sem skráð er á hinni erlendu mynt í bönkum hér á landi þegar varan er tekin til tollmeðferðar. Fjármálaráðuneyt- ið getur þó ákveðið með reglugerð eða öðrum fyrirmælum að sölu- gengi sem skráð er í bönkum hér á landi skuli við ákvörðun tollverðs gilda sem tollafgreiðslugengi fyrir ákveðinn tíma, þó eigi lengur en til eins mánaðar í senn. Fjármála- ráðuneytinu er heimilt að ákveða, að breytist skráð sölugengi gjald- miðils eða tollafgreiðslugengi eftir að vara hefur verið tekin til toll- meðferðar, sbr. 14. gr., skuli miða við hið nýja gengi við endanlega tollafgreiðslu vöru. ll.gr. Við ákvæði til bráðabirgða í VIII. kafla laga um efnahagsmál nr. 13/1979 bætist nýr liður tölumerktur IV. svohljóðandi: Draga skal sérstaklega 2,9 pró- sentustig frá þeirri verðbóta- hækkun launa, er skal eiga sér stað frá 1. september 1982 vegna ákvæða í 48.-52. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 10/1981. 12. gr. Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara. 13. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 21. ágúst 1982. Vigdis Finnbogadóttir Gunnar Thoroddsen" þjóðhagsspá varð ljóst, að ýmsar meginforsendur hennar stóðust ekki, af ófyrirsjáanlegum ástæð- um. Loðnuveiðar brugðust og von- ir manna um batnandi ástand í efnahagsmálum umheimsins reyndust ekki á rökum reistar. Því var nauðsynlegt að grípa til ráð- stafana í efnahagsmálum snemma á þessu ári. Jafnframt var til- kynnt að frekari ráðstafana yrði þörf, þegar líða tæki á árið, ef ekki yrðu umskipti til hins betra. Frá því í ársbyrjun hefur enn sigið á ógæfuhlið í þróun efna- hagsmála, bæði hér á landi og annars staðar. Nú eru horfur á, að tekjur þjóðarbúsins dragist enn meira saman en þá var búist við. Fyrstu sex mánuði ársins reyndist verðmæti sjávarafla 17% minna en á sama tíma í fyrra og flest bendir til að framleiðsla sjávaraf- urða á þessu ári verið 13—16% minni en á síðasta ári. Á sama tíma og tekjur í sjávar- útvegi hafa minnkað, er einnig við alvarlegan vanda að etja á öðrum mikilvægustu útflutningsmörkuð- um. Sá öldudalur, sem efnhagslíf- ið í heiminum er í, hefur reynst dýpri en vænta mátti, og eftir- spurn eftir framleiðslu okkar minnkað. Auk þess hefur kostnað- arþróun í útflutningsframleiðslu reynst þungur baggi og veldur verðbólgan þar mestu um. Þessi samdráttur skerðir þjóðartekjur sennilega um 5—6%, auk þeirra annarra víðtæku áhrifa sem sam- drátturinn hefur á tekjur og af- komu í öðrum atvinnugreinum. Hér er um alvarlegra áfall í þjóð- arbúskap okkar en um áratuga- skeið. Þessi óheillavænlega þróun veldur því, að í stað jafnaðar í viðskiptum við önnur lönd og minnkandi verðbólgu, eins og spáð var í lok síðasta árs, stefnir við- skiptahallinn í 8—9% af þjóðar- framleiðslu á þessu ári. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir nokkurri aukningu vöruútflutnings á næsta ári, eru engu að síður líkur á svip- uðum viðskiptahalla á því ári, ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana. Verðbólgan fer einnig vaxandi og er líklegt að án að- gerða verði hún um 75—80% um þetta leyti á næsta ári. Við slíkar aðstæður verður vart komist hjá atvinnuleysi og skuldasöfnun við útlönd myndi stefna fjárhagslegu sjálfstæði okkar í voða. Sá vandi sem við er að glíma er djúpstæðari og umfangsmeiri en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.