Morgunblaðið - 24.08.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.08.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 37 um langt skeið, vegna þess hve þjóðarbúið og atvinnuvegirnir eru vanbúnir að maeta ytri áföllum. Langvarandi verðbólga hefur smámsaman skekkt og grafið und- an rektrarskilyrðum framleiðslu- atvinnuveganna. Takist ekki að draga verulega úr verðbólgu munu framleiðsluskilyrði og afkoma þjóðarbúsins fara versnandi á næstu árum. Minnkandi afli, vandkvæði á erlendum mörkuðum og langvarandi verðbólga gerir það nauðsynlegt að grípa nú til umfangsmikilla efnahagsráðstaf- ana. Þýðingarmesta verkefnið er að draga úr viðskiptahallanum og þar með erlendri skuldasöfnun, en það verður ekki gert við núverandi aðstæður á annan hátt en með lækkun þjóðarútgjalda, minni inn- flutningi og meiri sparnaði. Um leið og ráðstafanir eru gerðar til að draga úr þjóðarútgjöldum, leggur ríkisstjórnin áherslu á að- gerðir í atvinnumálum til að auka þjóðarframleiðslu og atvinnu á næstu árum. Aðhald í heildarút- gjöldum samhliða aðgerðum til að auka framleiðslugetu þjóðarbús- ins er því þungamiðja efnahags- ráöstafana ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar mótast af eftirfarandi fjórum meginmarkmiðum. I fyrsta lagi að draga verulega úr viðskiptahalla, þannig að á næstu tveimur árum megi í áföng- um ná hallalausum viðskiptum við önnur lönd. í öðru lagi að treysta undirstöð- ur atvinnulífsins með aðgerðum til að auka framleiðni og fram- leiðslugetu þjóðarbúsins og tryggja þannig öllum landsmönn- um næga atvinnu. I þriðja lagi að verja lægstu laun, eins og unnt er, fyrir þeim samdrætti, sem orðið hefur í þjóð- artekjum. í fjórða lagi að veita viðnám gegn verðbólgu. Til þess að ná þessum markmið- um hefur ríkisstjórnin sett bráða- birgðalög um ráðstafanir í efna- hagsmálum. Aðalefni bráðbirgða- laganna er eftirfarandi: 1. Dregið er úr víxlgangi kaup- gjalds og verðlags með helm- ings lækkun verðbóta á laun 1. desember nk. 2. Aflað er tekna á þann hátt að dregið er úr viðskiptahalla. Tekjunum verður ráðstafað til jöfnunar lífskjara. 3. Um leið og gengi krónunnar er breytt til að styrkja stöðu at- vinnuveganna og draga úr inn- flutningi, er helmingi geng- ismunar varið til sérstakra ráðstafana í þágu sjávarút- vegs, einkum vegna erfiðleika í togaraútgerð. Auk þeirra aðgerða, sem ákveðnar hafa verið með bráðabirgðalögnum, hefur ríkis- stjórnin ákveðið að standa að eft- irfarandi: 1. Að undangengnum frekari viðræðum við aðila vinnu- markaðarins, verði tekið upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, með hliðsjón af hug- myndum viðræðunefndar um vísitölumál, þannig að verð- bætur á laun verði greiddar samkvæmt nýju viðmiðunar- kerfi eftir 1. desember 1982. 2. Innflutningur fiskiskipa verði stöðvaður í tvö ár, og við nýsmíði innanlands verði gerðar verulegar kröfur til eiginfjárframlags. Verkefnum varðandi breytingar og við- hald flotans verði beint til innlendra skipasmíðastöðva, eftir því sem kostur er. 3. Til að hamla gegn lélegri með- ferð á afia og koma í veg fyrir léleg framleiðslugæði verði strax settar hertar matsreglur og viðurlög gegn brotum. Veið- ar og vinnsla verði háð opin- berum leyfum sem beita má m.a. í þessu skyni. 4. Á næstu mánuðum verði efnt til stóraukinnar fræðslu um gæði og vöruvöndun i íslenskri framleiðslu. 5. Til að örva útflutning verði nýtt útflutningstryggingakerfi tekið upp og útflutningslána- kerfið eflt, þannig að Utflutn- ingslánasjóður geti boðið sam- bærileg kjör og samsvarandi sjóðir erlendis. 6. Unnið verði að því að draga úr þörf fyrir útflutningsuppbæt- ur með því að stuðla að sam- drætti í kjötframleiðslu með aðstoð hins opinbera, þannig að framleiðslan haldist fram- vegis í hendur við innan- landsneyslu og nýtanlega er- ienda markaði. Viðræður verði teknar upp við samtök bænda um endurskoðun útflutnings- bótakerfisins. Loðdýrarækt og aðrar nýjar búgreinar verði efldar sérstaklega með hag- kvæman útflutning í huga. Stefnt verði að því að búvöru- frameiðslan í einstökum byggðarlögum verði í sam- ræmi við landkosti jarða og markaðsstöðu. 7. Undirbúið verði sérstakt átak á markaðs- og sölumálum ís- lenskra afurða erlendis. 8. Verðlagning á innlendum iðn- aðarvörum sem eiga í óheftri erlendri samkeppni verði gefin frjáls. 9. Útlánareglur, lánstími og vaxtakjör fjárfestingalána- sjóða atvinnuveganna verði sambærileg. 10. Undirbúin verði löggjöf um að stjórnendur ríkisstofnana, ráðuneytis og ríkisbanka verði framvegis ráðnir til fimm ára í senn. 11. Aukin áhersla verði lögð á sparnað og spornað við út- þenslu í opinberum rekstri. 12. Erlendar lántökur verði tak- markaðar til samræmis við markmið um viðskiptajöfnuð. I þessu skyni verði dregið úr heildarfjárfestingu og óbein- um aðgerðum beitt til að minnka innflutning, m.a. verði athugað að takmarka lán til vörukaupa og kaupa á vélum og tækjum. 13. Ríkisstjórnin mun stofna til endurskoðunar á skipulagi og útgjöldum til heilbrigðismála með sérstakri áherslu á þjón- ustu sjúkrahúsa. 14. Tekjuöflunarkefi hins opin- bera verði endurskoðað með það fyrir augum að jafna starfsskilyrði atvinnuveganna með hliðsjón af tillögum starfshóps um starfsskilyrði atvinnuveganna. 15. Unnið verði að því að sam- ræma aðstöðugjald á atvinnu- rekstur með lækkun gjaldsins á iðnað og landbúnað að und- angengnum viðræðum við Samband íslenskra sveitarfé- laga. 16. Ríkisstjórnin mun hefja við- ræður við samtök launafólks um jöfnun lífskjara. í því skyni verði varið 175 millj. kr. á þessu og næsta ári til lág- launabóta og skattendur- greiðslna og 85 millj. kr. til Byggingarsjóðs ríkisins. 17. Ríkisstjórnin mun efna til við- ræðna við viðskiptabanka og sparisjóði um lengingu lána til atvinnuvega og húsbyggjenda. 18. Stefna skal að aukinni hlut- deild starfsmanna og með- ábyrgð í stjornum fyrirtækja og stofnana. 19. Ríkisstjórnin mun þar sem ástæða þykir til beita sér fyrir frestun á umfangsmiklum byggingaframkvæmdum opinberra stofnana og fyrir- tækja í allt að 18 mánuði. 20. Tryggður verði áfangi í jöfnun húshitunarkostnaðar frá 1. október næstkomandi. Jafn- framt verði skipuð nefnd með fulltrúum allra þingflokka er fjalli um framtíðarfjáröflun til jöfnunar húshitunarkostn- aðar. 21. Ríkisstjómin mun leita sam- ráðs við aðila vinnumarkaðar- ins um þá breytingu á orlofs- lögum að laugardögum og frí- degi verslunarmanna verð sleppt í talningu orlofsdaga. Að loknum viðræðum við aðila mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp í þessu skyni." IDÉ- Massívar furuhurðir Ljósar og dökkar — íslensk staöalmál 60, 70, 80 cm. Afhending oftast sam- dægurs, gullfalleg smíöi. Lægsta verðiö. Ýmsar fulningahuröir ásamt úrvali af sléttum huröum. Vönduð vara við vægu verði Bústofn Aöalstræti 9. Sími 17215. Iðnbúö 6, Garðabæ. Sími 45670. HURÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.