Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTINN HALLDÓRSSON, Ljósheimum 6, lést sunnudaginn 22. ágúst. Konrád Ó. Kristinsson, María Síguröardóttir, Viglundur Kristinsaon, Marta Guörún Jóhannsdóttir, Sigurbjarni Kristinsson, Áslaug Matthíasdóttir, Sigríöur Kristinsdóttir Higgins, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR GUDJÓNSSON fré Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, lézt í sjúkrahúsi Keflavíkur, laugardaginn 21. ágúst. Lilja Sigfúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabdrn. t GUDMUNDUR G. ÞORBJÖRNSSON, netageröarmeistari, Framnesvegi 18, lést 20. ágúst i Landakotsspitala. Aöstandendur. t Eiginkona mín og móöir okkar, INGUNN SÆMUNDSDÓTTIR. Lönguhlíö 19, Reykjavfk, lést í Vífilsstaöaspitala sunnudaginn 22. ágúst sl. Kjartan Ólafsson, Steinn G. Kjartansson, Sœmundur Kjartansson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR M. GUDMUNDSSON, Miotúni 70, lést í Landspítalanum 21. ágúst. Jarðarförin auglýst siöar Arndís Theodórs, Borgar Skarphéöinsson, Sesselja Svavarsdóttir, Guomar Guömundsson, Karítas Siguroardóttir, Hólmfriður Guomundsdóttir, Siguröur Svavarsson og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og bróöir, JON Þ. JÓNSSON, Skipholti 53, er lést 17. ágúst, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miöviku- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Alda Þ. Jónsdóttir, Magnús Eyjólfsson, Haukur Jónsson, Hildegard DUrr, Sigurlaug Jónsdóttir. t Faðir minn, bróöir og afi, JÓN HANSSON, er lést aö Hrafnistu, Reykjavík, 14. ágúst sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Gudbjörg Jónsdóttir, Óskar Hansson, Nanna Westerlund, Ingólfur Magnússon, Rut Bergsdóttir, Valgeir Magnússon, Lar.i Magnúsdóttir, Jón H. Bergsson. t Föðursystir okkar og mágkona, INGUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Fjölnisvegi 12, lést i Borgarspítalanum 21. ágúst. Júlíus Pálsson — Minningarorð Fæddur 3. október 1903 Dáinn 15. ágúst 1982 í dag er til moldar borinn félagi okkar úr Kiwanis-klúbbnum Kötlu, Júlíus Pálsson, eftir lang- varandi veikindi. Júlli Páls eins og hann var ætíð kallaður meðal vina sinna var elsti félagi klúbbsins. Þó var það ekki að sjá er honum voru falin hin ýmsu trúnaðarstörf, var hann þá jafnan kvikur í hreyfingum og vann sín störf af alúð og samviskusemi. Meðal annars gegndi hann forsetaembætti Kötlu 1975. Ávallt var ánægjulegt fyrir okkur yngri félagana í Kötlu að finna hinar ljúfmannlegu móttök- ur er við hlutum hjá Júlla er við vorum að byrja starfið. Víst er það að í svo litlu samfélagi sem Katla er, bindast menn sterkum vináttu- böndum og er því alltaf mikil eft- irsjá af góðum félaga. En minn- ingarnar eru margar og munum við geyma þær með okkur um ókomin ár. Júlíus var þeirrar ánægju að- njótandi að eignast góðan lífsföru- naut, Agnesi Kragh, og voru þau mjög samhent í hinum ýmsu fé- lagsstörfum er þau tóku þátt í, svo sem Kiwanis, Oddfellow eða á sín- um tíma innan raða Framara, en með þeim varð Júlli nokkrum sinnum íslandsmeistari í knatt- spyrnu. Þá hafa synir þeirra tveir, Páll og Hansi Kragh, sýnt og sannað mannkosti sína í röðum Kiwanis- manna. Ekki var það ætlun mín að rekja ættir Júlíusar, heldur að þakka honum fyrir samverustund- irnar á liðnum árum. Ég vil fyrir hönd okkar Kötlufé- laga votta þér, Agnes mín, og börnum ykkar, svo og öðrum að- standendum, okkar innilegustu samúð. .... „ llilmar Svavarsson, fnrscli Kullii Kveðja l'rá Fulltrúarádi, Knattspyrnufél. FRAM Júlíus Pálsson er látinn. Hann fæddist 3. október 1903 og andað- ist 15. ágúst sl. Hann var einn úr hópi þeirra ungu manna í Knattspyrnufélag- inu Fram, sem gerðu garðinn frægan um og upp úr 1920. Hann varð Islandsmeistari með félaginu aðeins 18 ára gamall árið 1921 og aftur árin 1922, 1923 og 1925. Bræður hans Gísli og Stefán léku einnig með Fram og voru miklir garpar. Júlíus var ávallt mikill og áhugasamur félagi og sat í stjórn og fulltrúaráði félagsins fram á síðustu ár. Hann var alltaf reiðu- búinn til starfa fyrir félagið þegar leitað var til hans. Fyrir störf sín í þágu félagsins, var hann gerður heiðursfélagi þess árið 1978, þegar það varð sjötugt. Ég man þann dag, þegar haldið var upp á afmæli félagsins, ég man hin glæsilegu hjón Agnesi Kragh og Júlíus þegar þau glödd- ust með ungum og gömlum félög- um á þessum hátíðisdegi, man þegar hann tók á móti heiðursvið- urkenningunni, hve glaður og hrærður hann var. Ég minnist hlýs handtaks hans þegar hann tók í hönd mér og sagði: „Heill og sæll Frammari." Það eru menn eins og Júlíus Pálsson, sem sérhvert íþróttafélag þarfnast og ef það hefur slíka menn innan sinna vébanda, þá er framtíð þess trygg. Með þessum fátæklegu orðum, kveðjum við kæran vin og félaga og sendum konu hans og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Fulltrúaráð Knattspyrnufél. Fram, Jörundur Þorsteinsson, formaður. Magnús Ingimundar- son frá Bæ — Kveðja Vandamenn. Það veldur mér hugarangri að hafa ekki tök á að fylgja gamla vininum mínum síðasta spölinn. Að vísu er sem ég heyri andsvör hans við vandamáli, sem ekki er kostur að leysa. Ekki er um að tala, blessaður góði minn. Ekki verður á allt kosið. Þannig afgreiddi hann málin, án vífilengja og fékkst ekki um orðinn hlut. En fyrirfram var hann í ani að leysa hvers manns vanda og lét ekki hendi óveifað ef einhverjum mátti verða að liði. Þekktastur mun Magnús sem bóndinn í Bæ í Króksfirði. Föður- leifð mína sat hann um áratugi með slíkum myndarskap að lands- kunnugt var. Magnús var maður roskinn, á sjötugsaldri, er kynni okkar urðu. En vel á sig kominn og vígreifur og allra manna glaðbeittastur. Hafði hann þó ekki farið varhluta af lífsraun er hann missti ungur að árum konu sína í blóma lífsins frá bernskum börnum mörgum. En hamingjuhlutur hans var stór. Þakklæti var honum efst í huga til samferðamannanna, manninum greiðasama og gjörhugula, sem ótrúlega margir eiga svo margt að þakka. Aðrir munu verða til að rekja lífshlaup Magnúsar nákvæmar. Á hjara veraldar skortir mig til þess gögn og npr |iví ekki vopnum mín- um. Fyrir því er hér aðeins sam- ansett stutt vinarkveðja í þakk- arskyni fyrir verðmæt kynni við vestfirska óðalsbóndann frá Bæ. Þau hófust um miðjan sjöunda áratuginn. Magnús hafði þá brugðið búi og fór að föngum í höfuðstaðnum, en undi ekki alls- kostar hag sínum. Við störfuðum þá saman að fasteignaviðskiptum og fleiru. Slík var reisn þessa ís- lenska bónda að öll híbýli urðu að höfðingjasetri óðar í bili og Magn- ús gerðist þar búsetumaður. Þó var hann gestur á þessum slóðum fjarri átthögunum, en engan bil- bug var á honum að finna, þá fremur en endranær. En fljótlega brá Magnús á það ráð að festa kaup á litlu býli vestra, Kletti í Geirdalshreppi, og fór þangað búferlum. Ekki hafði hann setið þá jörð lengi með Borghildi sinni er búnaðarfélög tóku að sækja þau heim með orður fyrir fram úr skarandi búskapar- lag. Þannig vann framkvæmda- maðurinn að málum sínum með búforkinn Borghildi sér við hlið. Magnús bar hinn efra skjöld í lífi og starfi. Það var ekki í kot vísað að koma að Kletti þar sem öllum var tekið opnum örmum. Magnús Ingimundarson var höfðingi í sjón og raun og sómi sinnar stéttar. Hann hafði gjarn- an mörg járn í eldinum og hélt öllum heitum. Forystumaður í sveitarstjórnarmálum, vegaverk- stjóri um árabil og ótal ábyrgð- arstörf sem á hann hlóðust og of langt yrði upp að telja. Mikið er ég forsjóninni þakklát- ur fyrir að hafa átt hann að vini. Svo kveðjum við Gréta vininn okkar góða og biðjum honum blessunar Guðs. Grund, Jökuldal, 19. ágúst, Sverrir Hermannsson. Kveðja: Sigríöur Guðmunds- dóttir frá Æðey Sigríður frá Æðey er látin. Hún andaðist 11. þessa mánaðar, 92 ára að aldri, vel að hvíldinni komin eftir dáðríkt ævistarf og erfiða vanheilsu um langt árabil. Sigríðar hefur þegar verið minnst og æviferill hennar rakinn í ágætri minningargrein. Af minni hálfu þarf þar ekki við að bæta öðru en örfáum kveðju- og þakkar- orðum til þessarar látnu heiðurs- konu fyrir hönd fjölskyldu minnar í systureyjunni Vigur, sem hefur notið traustrar og einlægrar vin- áttu Æðeyjarfólks fyrr og síðar. Það var mikil birta og fegurð yfir útför Sigríðar frá Fossvogs- kirkju sl. föstudag. Þar hvíla þau nú hlíð við hlið Æðeyjarsystkinin þrjú, Ásgeir, Halldór og Sigríður, sem af óvenjulegu ástríki og ein- drægni héldu uppi merki síns fagra ættaróðals af reisn og höfð- ingsskap, sem löngu er lands- þekkt. Sá höfðingsskapur var laus við allt yfirlæti, óhrjúfanlega tengdur hlýju hjartaþeli og nær- gætni við allt sem lifir, menn og málleysingja — náttúru og gróð- ur. Þeir bræður voru búhóldar góð- ir, sem höfðu mikil umsvif og stýrðu búi sínu af framfarahug og frábærri snyrtimennsku. Innan- stokks réð ríkjum húsfreyjan, Sig- ríður systir þeirra. Hún gekk þar heil og óskipt til verks af miklum myndarskap, festu og góðvild, sem mótaði heimilisbrag allan í Æðey. Fordæmi Sigríðar og þeirra systk- ina náði raunar langt út fyrir heimili þeirra og byggðarlag. Hinn mikli fjöldi barna og ung- menna, skyldra sem óskyldra hvaðanæva að, sem um lengri eða skemmri tíma átti sér skjól hjá Æðeyjarsystkinum, naut þar hollra áhrifa til manndóms og þroska. Þau systkin voru því „barnafólk" í besta skilningi þess orðs, þó þeim yrði sjálfum ekki barna auðið. Með Sigríði frá Æðey er gengin sérstæð mannkostakona, sem all-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.