Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 41 fclk i fréttum + Kinverski tenmsleíkarinn Hu Na bað nýlega um landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Hún kom til landsins meo tenmslioi trá Kína til þess aft leika á „Federation Cup'-mótinu í Kaliforníu. Ákvaö Hu að snúa ekki aftur til heimalandsins og asfir nú með tennisfólagi í Kaliforníu. Yves spilar á uppáhalds kaffihúsinu sínu. Yves Montand í morgunmat fyrir framan fræga veggmyiirl eftir Léger. í afslöppun á heimaslóðum + Yves Montand er franskur leik- ari og söngvari sem aö auki er kvæntur leikkonunni Simone Signoret, en nú liggur hún á spít- ala vegna augnaaðgerðar. Yves er aftur á móti nýlega kominn úr söngferðalagi til Bandaríkjanna, þar sem að hann m.a. söng í Metropolitan-óperunni í New York. Hann dvelur nú í Saint- COSPER - Þú hefðir heldur átt að kenna honum að þegja tala. en Paul-de-Vence í Suður-Frakklandi og reynir að slappa af fyrir næstu söngferð sína sem á að vera til Japan. Það var í Saint-Paul-de-Vence sem Yves Montand hitti Simone Signoret fyrst. Þá var hún gift Yves Allegret, en tveimur árum síðar var hún skilin og gift Yves Montand. Síðan er Saint-Paul-de- Vence sá staður sem þau helst kjósa að dvelja á. Þau hafa her- bergi á leigu allt árið um kring á hótelinu „Gulldúfunni" og það er í því sem Yves Montand dvelur núna. Á hverjum morgni fer Yves Montand á fætur kl. 7 og borðar morgunmat úti á svölunum fyrir framan veggmynd eftir Léger. Síðan fer hann á kaffihús og spil- ar á spil og les blöðin. Eftir það fer hann aftur heim á hótelið og syndir í sundlauginni. Hádegis- matinn borðar hann svo á sama kaffihúsinu og hann spilar á á morgnana. Það er alltaf fullt þar í hádeginu af fólki sem kemur til þess eins að sjá hann og biðja um eininhandaráritun. Og Yves er ekkert nema elskulegheitin, hann gefur öllum sem biðja hann eig- inhandaráritun. Þríleikur CHD Jón Asgeirsson Bræðurnir Staffan og Chrich- an Larson ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur fluttu tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hans Fíklund, Brahms og Beet- hoven. Tríó fyrir fiðlu, selló og pianó eftir Sveinbjörn Svein- björnsson er hin ágætasta tón- smíð, rómantísk og full upp með stef, sem minna á ýmis sönglög hans, eins og t.d. Hvar eru fugl- ar? Flutningur verks eftir Sveinbjörn gæti gefið tilefni til útúrdúrs, hvað varðar réttar- stöðu tónskálds gegn sjóræn- intyum og hugmyndalausum höfundum, sem þurfa í fátækt sinni að gramsa í kyrnum ann- arra höfunda, þá ekki síður að fjalla um þá ósvinnu, er monntamálaráðuneytið svo gott sem leggur blessum sína yfir lögbrot og bæta svo við smáskýr- ingum á höfundarétti, með því að breyta um viðfangsefni og spyrja, hverjum myndu godin reið- ast, ef eitthvert bókmenntaverk, myndverk eða kvikmynd og þá vamtanlega sú nýjasta, væri tek- in og endurklyppt með sama hætti og vesalings þjóðsöngur- inn, sem menn með gervigremju fyrir hjartanu halda sig verða mikla menn á að böðlast á, undir yfirdrepi listamennsku, sem er nýtt orð yfir hugmyndaleysi og sóðaskap, en hér er hvorki stað- ur né stund til slíkrar umfjöllun- ar. Ánægjulegt var að heyra verk Sveinbjörns hér flutt óskemmt og vel útfært af vönd- uðum tónlistarmönnum, ungu og vel menntuðu tónlistarfólki, sem telur sig eiga annað erindi við list en að skrumskæla hana. Bræðurnir Staffan og Chrichan eru góðir tónlistarmenn og ekki spillir félagsskapur Önnu Guð- nýjar, sem er frábær kammer- tónlistarmaður. Annað verkið á efnisskránni er eftir Hans Ek- lund, Cante-Presto-Ostinato fyrir selló og píanó. Verkið, upphaflega ritað fyrir lágfiðlu en hér flutt í umritun fyrir selló, er vel unnið en ekki stórt skorið í gerð sinni. Scherzo í c-moll fyrir fiðlu og píanó eftir Brahms var næst á efnisskránni en tón- leíkunum lauk með tríói op. 1 nr. 1 eftir Beethoven. Bræðurnir eru mjög góðir tónlistarmenn og með Onnu Guðnýju Guðmunds- dóttur mynda þeir „klassa" eða fyrirmyndar tríó. Allt var vel gert á þessum tónleikurn, en þó var flutningur Beethovens í bestu jafnva>gi, einkum tveir síð- ustu kaflarnir. INNHVERF ÍHUGUN TÆKNI SEM TRYGGIR ÁRANGUR Almennur kynn- ingarfyrirlestur veröur annao kvöld, miöviku- daginn 25. ágúst kl. 20.30 að Hverfisgötu 18 (gengt Þjóo- leikhúsinu). Allir velkomnir. ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ MAHARISHI MAHESH YOGI -J Plasteinangrun ARMAPLAST Glerull — Steinull l^»_ ^i »/ Armula 16 sími 38640 E8 P. ÞORGRIMSSON & CO TOLVUNAMSKEIÐ FYRIR RÖRN 9—16 ÁRA Námskeiðið er hvort tveggja í senn nám og leikur. Á daginn læra börnin grundvallaratriöi forritunar- málsins BASIC og geta aö loknu námskeiði skrifaö einföld forrit. Með aöstoö litskyggna er þeim kynnt bygging og eiginleikar tölva og tölvukerfa. Á kvöldin eru leik- og æfingatímar. Börnin fá viöurkenningarskjal að loknu námskeiði. Námskeiöiö stendur yfir i 2 vikur, annan hvern dag, 2 tíma í senn, auk frjálsra tíma að kvöldinu. Við kennsluna eru notaðar vandaðar einkatölvur frá ATARI með lit og hljóði. TÖLMJSKÚLINN SMphDlti 1. Simi 2 54 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.