Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1982 45 ^AKÁnD. ^ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS t\y " aa'u i vita að við eigum svona stóran kjarna af duglegu ungu fólki. Öll sár gróa um síðir, en svona lífs- reynsla gleymist auðvitað aldrei. Ég bið guð um að blessa þessi ungu systkini og aðstandendur þeirra, og ég er viss um að mestur hluti þjóðarinnar gerir það líka.“ Lítið gert fyrir krakkana Lítill krakki hringdi og kvaðst óána;gður með hve lítið barnaefni er á blaðamarkaðinum og vildi hvetja útgefendur barnablaða, þá sérstaklega útgefendur barnablað- sins ABC, til að auka útgáfu þessa efnis þ.e. bæta við fleiri eintökum. „Mér finnst allt of lítið gert fyrir krakkana hjá blaðaútgefendum, en það er allt uppfullt af efni fyrir fullorðna fólkið.“ „Ég er svo full- ur aðdáunar“ 3367—6743 hringdi. „Mig langar til þess að fá Velvakanda til þess að birta nokkrar línur um systkin- in sem björguðust úr sjávarháska í Breiðafirðinum nú um daginn. Ég er svo fullur aðdáunar á kjarki þeirra og dugnaði. Þetta voru nú aðeins unglingar, sennilega í fyrsta sinni í lífshættu. Það getur hver og einn getið sér til um hvers konar átök og örvæntingu hefur verið að ræða. Að sleppa taki á föður sínum jafnvel þótt hann hafi verið látinn, hvað þá er hann hef- ur verið með lífsmarki. Systirin beið svo ein eftir í þessari voða- legu aðstöðu. Auðvitað varð hann að komast til hennar. Hann breytti alveg hárrétt að minum dómi, eftir öll- um aðstæðum. Það gleður mig að Aldný hringdi og kom á fram- færi vísu sem hún orti í tilefni dagsins í gær. SkúUn tórir en skelfur þó skökk af báruröldum. Hálfhræddir vió háan sjó hart um stýrið höldum. Þessir hringdu . . . Skútan tórir en skelfur þó Það tekur á taugarn- ar að hlusta á óskapnaðinn Fiiippía Kristjánsdóttir, skrif- ar: Mig hefur lengi langað til þess að senda skáldinu Jóni úr Vör hugheilar þakkir fyrir ágætis greinar hans í Morg- unblaðinu og nú síðast i Lesbókinni 21. ágúst undir heitinu „Upp upp mín aura- sál“, en þar stingur hann á meinsemd sem virkilega var þörf á að gera, þótt fyrr hefði verið, viðvíkjandi suma dæg- urlagatexta, sem maður hlustar á, jafnvel undir fal- legri tónsmíð, og samræmi því með ólíkindum. Það tekur á taugarnar að hlusta á óskapnaðinn og þetta eiga að kallast ljóð. Það má auk þess þakka honum fyrir tilraun hans í ágætum greinargerðum til úrbóta á áberandi mismunun meðal kollega, þar sem hann bendir réttilega á, að ýmsir þar upp- skera ekki samkvæmt sán- ingunni. Þeir sem skipa sig dómara þurfa að eiga góðan skerf af réttlætiskennd í fór- um sínum. Þar á hvorki að ráða vinskapur eða nýtísku hefð. (Þetta er mitt eigið inn- skot.) Það er gott að vita af því, að það eru til menn sem hugsa um náungann jafnt sem sjálfar. sig og vilja láta þá njóta sannælis jafnt í orði sem á borði, þannig þyrfti það að vera á meðal allra stétta þjóðfélagsins, þá yrði öldin önnur. GÆTUM TUNGUNNAR Oft er sagt: Þeir sem í hlut eiga. Gleggra væri: Þeir sem eiga í hlut. (Ath.: Hér er í atviksorð, og hlut er þolfall: Þeir sem eiga hlut í.) Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Dagatal íylgibladanna * ALLEAF Á ÞRIÐJUDÖGUM IÞRCpi ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fostudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM Slí^RA OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.