Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 24. AGUST 1982 Anker Jörgensen skoðar íslensku handritin í fylgd Stefáns Karlssonar handritafræðings. Ljósm.: Emilím. Danski forsa'tisráðherrann skooar málverk eftir Asgrím Jónsson. Ljóem.: Kmilia. „Vandamál íslendinga stör, en okkar vandamál mun alvarlegri" sagði Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana, á blaðamannafundi í gær þeim vanda að hafa ekki meiri- hluta á þingi. „VISSIILEGA eru þau vandamál, sem íslendingar þurfa að glima við, mórg og stór, en okkar vanda- mál eru mun alvarlegri," sagði Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi, sem boðað var til í gærkvöldi. Sagði ráðherrann, að stærsti vandi Dana þessa stundina væri atvinnuleysið, sem væri að sliga þjóðfélagið. Þrátt fyrir ýmsar úrbætur og tilraunir til að skapa fleiri fólki vinnu væri enn langt í land. Jörgensen sagði einnig, að pólitísk spenna færi vaxandi í Danmörku. Það væri ekkert nýtt, að minnihlutastjórnir sætu í Danmörku. Allt frá stríðslok- um hefði í flestum tilvikum verið um eins flokks stjórn eða minni- hlutastjórnir að ræða, þannig að hans stjórn væri ekki sú eina sem staðið hefði frammi fyrir Þetta er í fyrsta sinn, sem danskur forsætisráðherra kemur í opinbera heimsókn til íslands. Anker Jörgensen lét sérlega vel af dvölinni hér á landi og sagðist hafa orðið margs vísari um land og þjóð. Sagði hann ennfremur að í viðræðum sínum við Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hefðu þeir komið víða við „og leyst öll vandamál heimsins" eins og hann orðaði svo og hló. Vandamálin hefðu a.m.k. verið rædd. „Ég skoðaði íslensku handritin og það gladdi mig sérstaklega að sjá hversu vel er að þeim búið," sagði Jörgensen er hann skýrði blaðamönnum frá því, sem fyrir augu hans hefði borið í ferðinni. Rómaði hann hvívetna allar móttökur stjórnvalda hér á landi og lýsti því jafnframt yfir að á milli Islands og Danmerkur ríktu engin vandamál þótt nóg væri af slíku í hvoru landi um sig. „Þetta hefur verið mér dýr- mæt reynsla. Ég hef lært margt nýtt á dvöl minni hér og kynnst mörgu um land og þjóð. Þannig á það líka að vera, ekki hvað síst þegar ferðast er um Norðurlönd- in," sagði Jörgensen. Á Bessastöðum hjá foraeta íslands, Vigdini Finnbogsdóttur, isamt eiginkonu og íslcnsku forsKtisráðherrahjón- unum, Gunnarí og frú Völu Thoroddwn. LióBm.: Crtjin. Viðreðufundir í forsjptisráöuneytinu i gærmorgun. I.jiwm. GiiAjóa. Setið fyrir svörum á blaðamannafundinum í gærkvðldi. Ljó«m. KEE Vcrkamannabústaðir skoðaðir i fylgd (.uojons JónsHonar i stjórn verkamannahú.staða. Ljóm.. K KE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.