Morgunblaðið - 24.08.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 24.08.1982, Síða 40
Síminná QQfiQQ afgretðslunni er OOUOO I«or0unblaí>i5 orjgpitinMabíb Sími á ritstjórn -ífiififi og skrifstofu. IUIUU l^or^itnblíibib ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Krafa þingflokks sjálfstæðismanna: Þing komi saman strax, síðan þingrof og kosningar „NNGFLOKKUK Sjálfstæðis- flokksins krefst þess að Alþingi verði kvatt saman þegar í stað og látið á það reyna hvort efnahags- ráðstafanirnar styðjist við nauðsyn- legan þingmeirihluta. í upphafi þings yrði jafnframt fjallað um brýn- „Tímabundið“ vörugjald hækkar mikið I IIINUM nýju ingum rikisstjórn- arinnar um efnahagsaðgerðir er kveðið á um mikla hækkun á svonefndu „tímahundnu" vöru- gjaldi á innflutning, auk þess sem fjölmargir nýir vöruflokkar, sem ekki hefur þurft að greiða vöru- gjald af, bætast við. Samkvæmt lögunum hækkar vörugjald sem áður var 24% í 32'í. eða um liðlega þriðjung og ■0% vörugjald hækkar í 40%, eða um fjórðung. Vörugjald af hinum nýju vöruflokkum verður 22%. Hinir nýju flokkar, sem nú verður að greiða „tímabundið" vöruRjald af, eru fyrst og fremst matvæli. Sem dæmi um þá má nefna, grænmeti, rætur, hnýði, sykur, sykurvörur, kakó og kakó- vörur, hrauðvörur, framleiðslu- vörur úr korni, grænmeti og ávöxtum og olíur úr jurtaríkinu. ustu viðfangsefnin s.s. breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan. Síðan yrði þing rofið og efnt til nýrra kosninga til þess að unnt verði að mynda þingræðisstjórn, sem endur- spegli vilja mcirihluta þjóðarinnar," segir í ályktun þingflokks sjálfstæð- ismanna, sem samþykkt var í gær í tilefni af bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar um efnahagsúrræði. Dregur þingflokkurinn jafnframt í efa að staðið hafi verið stjórnskipu- lega rétt að setningu bráðabirgðalag- anna. — Af mörgum ástæðum eru ráðstafanir ríkisstjórnarinnar gagnslausar, sagði Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í viðtali við Morgun- blaðið í gær. — Ráðstafanirnar verða ekki til þess að verðbólgan hjaðni. Þær duga ekki til að togaraútgerð standi undir sér. Þær leysa ekki vanda lánastofn- ana. Alger óvissa ríkir um það, hvort viðskiptahallinn minnki nokkuð á þessu ári, þrátt fyrir ráðstafanirnar. Seðlabanki og Þjóðhagsstofnun benda á að grípa verður áfram til gengissigs innan örfárra vikna. Fiskverð þarf að ákveða nú 1. september. Sé ætlun- in, að hækkun þess brúi bilið hjá togaraútgerðinni, verður gengið strax farið að falla að nýju. (Viðtalið við Geir Hallgrímsson birtist á miðsíðu blaðsins og jafnframt ályktun þingflokks sjálfstæðismanna.) Framfærsluvísitalan hækkar um 11,79%: Verðbætur á laun verða 7,50% 1. september nk. Verðbótahækkun launa l.septem- ber nk., reiknuð samkvæmt fyrir- mælum „Olafslaga" og ákvæðum bráðabirgðalaga frá 21. ágúst sl., er 7,50%, samkvæmt útreikningi Kaup- lagsnefndar. Hækka laun því al- mennt um þá hundraðstölu frá byrj- un næsta greiðslutímabils. Samkvæmt útreikningi Kaup- lagsnefndar verður vísitala fram- færslukostnaðar, miðað við verð- lag í byrjun ágústmánaðar, 179 stig og er þá miðað við 100 stig í janúarbyrjun 1981, eða nánar til- tekið 178,79 stig. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 5.798 stig, en þá er miðað við 100 stig í janúar 1968. Hækkun fram- færsluvísitölunnar frá síðasta út- reikningi, miðað við verðlag í byrjun maímánaðar er 11,79 stig, en þá var vísitalan 160 stig miðað við nýrri grunn og 5,186 stig miðað við eldri grunn. Til að finna út verðbótahækkun launa dregst frá hækkun fram- færsluvísitölunnar 0,60% vegna búvörufrádráttar, 0,54% vegna verðhækkunar tóbaks og áfengis í júníbyrjun sl., 0,25% vegna við- skiptakjararýrnunar og 2,90% vegna sérstaks frádráttar sam- kvæmt ákvæðum bráðabirgðalaga um efnahagsráðstafanir frá 21. ágúst sl., Samtals er frádrátturinn því 4,29%. Verðbótavísitala hefur hækkað um 40,16% á síðustu tólf mánuð- um, en á sama tíma hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 49,48% og lánskjaravísitala um 49,42%. Kristinn Guðbrandsson forstjóri Björgunar hf. bendir á Skeiðarársand með pottsteypu úr fallbys.su sem þar fannst sl. laugardag og talin er vera úr gullskipinu. Á myndinni má einnig sjá líkan af þessu fornfræga skipi. Kristinn Gudbrandsson: „Sannfærður um að gullskipið sé fundið“ hvenær niðurstöður lægju fyrir. Aðspurður kvað Kristinn óráðið hvað við tæki í leitarmálum, en ljóst væri að geysilegs fjármagns sé þörf til að halda framkvæmdum áfram. Einnig þyrfti að reisa varnargarða kringum skipið og bægja farvegum Skeiðarár og Skaftafellsár frá því, en þær væru einvörðungu í 200 og 800 m fjar- lægð. „Ég er sannfærður um að gull- skipið sé fundið því að sýni þau, sem leitarmenn á Skeiðarársandi náðu i sl. laugardag benda eindregið til þess,“ sagði Kristinn Guðbrandsson forstjóri Björgunar hf. í samtali við Mbl. í gær. Hann sagði ennfremur að sýni hefðu fengist úr 4 af þeim 6 holum sem grafnar hefðu verið að þessu sinni. Hefði borinn fyrst farið gegnum eik, en síðan niður í málm. Hér væri um að ræða pottsteypu úr fallbyssu og eikarsýni sem væru allt að 40 sm á þykkt. „Nú höfum við fengið nákvæma vitneskju um stað- setningu skipsins: Það liggur frá suðvestri til norðausturs og má ætla að það sé um 57 m á lengd, en 14—16 m á breidd," sagði Kristinn. Hann kvað meginástæðu þess að hafist var handa við boranir á ný í síðustu viku þá, að sýnin sem fengust í lok júlí sl., hefðu ekki verið nægjanlega mikil til að unnt væri að aldursgreina þau. Því hefðu verið gerðar nokkrar breyt- ingar á bornum sem notaður var til verksins og uppgreftri haldið fram 4 daga í síðustu viku. Nú hefði hins vegar náðst feikinóg magn sýna til að komast að raun um hvort þau heyri gullskipinu til. Að sögn Kristins verða þessi sýni send til Svíþjóðar, Hollands og Bandaríkjanna á næstu dögum til aldursgreiningar, en óvíst væri Sagði Kristinn að ætlunin sé að hefja undirbúning þess strax í næsta mánuði, en ekki væri unnt að leggja út í framkvæmdir fyrr en næsta vor þegar árnar væru í litlum vexti. Eggert Haukdal í viðtali við Morgunblaðið: 99 Styd ekki lengur þessa ríkisstjórn“ KGGEKT Haukdal, alþingismaður, skýrir frá því í viðtali við Morgun- blaðið í dag, að hann styðji ekki lengur núverandi ríkisstjórn og að hann hafi skýrt Gunnari Thorodd- sen, forsætisráðherra, frá því í bréfi hinn 30. júní sl. að til slíks gæti komið. Kveðst Eggert Haukdal taka undir kröfu um það, að Alþingi verði kallað saman, ríkisstjórnin fari frá og efnt verði til nýrra þingkosninga. Eggert Haukdal var sem kunn- ugt er einn af stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnar, er hún var mynduð í febrúar 1980. Yfir- lýsing hans í Morgunblaðinu í dag þýðir, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur ekki lengur ör- uggan, starfhæfan, meirihluta á Alþingi. í viðtalinu við Eggert Haukdal er birtur kafli úr bréfi hans til forsætisráðherra frá 30. júní sl., þar sem hann rekur vonir þær, sem hann gerði sér um störf ríkisstjórnarinnar í upphafi, en að þær hafi brugðizt. Þingmaðurinn segir, að ríkisstjórnin hafi brugð- izt, sérstaklega í efnahagsmálum, hún hafi ýtt vandamálunum á undan sér í stað þess að taka á þeim og í bráðabirgðalögunum fel- ist ekki annað en gengisfelling, vísitöluskerðing, sem einu sinni hafi verið kölluð kauprán og skattahækkun. Þá ítrekar Eggert Haukdal andstöðu sína við gerð sovézku samningana í sumar og kveðst ekki vilja bera ábyrgð á ax- arsköftum Hjörleifs Guttorms- sonar og stefnu Steingríms Her- mannssonar í sjávarútvegsmálum og flugmálum. Sjá nánar viðtal við Eggert Haukdal á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.