Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 7 PELS4R CG LEÐURFWN/IÐUR greiðsluskilmálar VeriÖ velkomin PELSINN Kirkjuhvoli -sími 20160 Allir geta lagt> HaitOO fallega ameríska parketið! ÚTSÖLUSTAÐIR: LITURINN, MÁLMUR h/f Siðumúla 15 Reykjavikurvegi 50 Reykjavík. Hafnarfirði. Sími: 8-45-33 Simi: 5-02-30 Ekta amerisk Tennessee eik i gegn með sérstöku sjálflimandi svamp undirlagi (ekkert limsull) sem gerir asetningu mun auðveldari t.d. þó gólfið sé ekki alveg slétt sem leggja skal á. Þu þarft aðeins reglustriku. blyant og sög. Nu auk þess að vera vandað og fallegt. þá er HARTCO parketið mjög gott fyrir fæturna. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ífefeðMffii? Hvar eru mörkin? Guörún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, segir á forsíðu Al- þýöublaösins í gær: „Þaö er alveg á mörkunum aö þaö sé lýöræöislega aö þessum bráöabirgöalögum staöiö." Viö þessa yfirlýsingu vaknar sú spurn- ing, hvar alþýöubandalagsmenn telja mörkin vera á milli lýöraéöislegra og þingræöislegra stjórnarhátta og ofríkis stjórnarherra sem fara sínu fram án þess aö skeyta um meirihlutastuöning eöa lýöræöisreglur. Af lestri stefnu- skrár Alþýðubandalagsins, þar sem mælt er fyrir um stjórnarhætti líka því er pólsk alþýöa andmælir nú af ótrúlegu þolgæði, eru þessi mörk svo sannar- lega rúm. Orö Guörúnar Helgadóttur lýsa því mætavel í hvert óefni er komiö undir stjórn þeirrar ríkisstjórnar, sem hún styöur. Anker farínn — fresturinn á enda Anker Jörgensen, for- sætisráöherra Dana, sneri til kaupmannahafnar í gær eftir 4 daga dvöl hér á landi sem vonandi hefur megnaö að létta af huga hans áhyggjum vegna þeirra vandamála sem bíða i Kristjánsborgarhöll við heimkomuna. Margt er líkt með pólitíska ástandinu hér og í Danmörku, i báð- um löndunum rikir upp- lausn bæði í stjórnmálum og efnahagsmálum. Anker Jörgensen veitir minnt- hhitastjórn sósíal-demó- krata forsæti og þarf að semja um framgang mála á þingi við aðra stjórnmála- flokka. Ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens hefur ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi, hún er innbyrðis sundurlynd enda eiga fulltrúar þriggja pólitískra afla aðild að henni. Ríkisstjórn íslands sýnist ekki vilja viður- kenna, að hún hafi ekki lengur nauðsynlegan meire hluta. Stjórnarhættir virð- ast því eiga að verða með þeim hætti nú eftir að veisluhöldunum með Ank- er Jörgensen er lokið, að fyrst á að semja um málin í ríkisstjórninni og síðan að leita eftir því við einstaka þingmenn, hvort þeir vilji veita þeim brautargengi á Alþingi. Hafi Anker Jörg- ensen látið orð falla opin- berlega um það, að liklcga sé stjórnmálaástandið verra í Danmörku en hér á landi, er ekki unnt að líta á slíkar yfirlýsingar nema sem kurteisi við gestgjafa sína. Annars er Gunnar Thoroddsen dæmalaust óheppinn þegar hann hittir norræna starfsbræður sína í opinberum heimsóknum. Þegar Gunnar fór i opin- bera heimsókn til Svíþjóð- ar vorið 1981, var stjórnar- kreppa þar í landi. Að heimsókninni lokinni var rætt við forsætisráðherra í íslenska sjónvarpinu og hann spurður að því, hvað sænskir blaðamenn hefðu helst viljað vita. Gunnar Thoroddsen svaraði: „Maður var spurður um ákaflcga margt, nú meðal annars var ég margsinnis spurður að því hvort það hefði ekki verið eðlilegt að fresta þessari opinberu heimsókn vegna þess að stjórnarkreppa skall á þarna rétt áður en ég kom. Nú, ég svaraði nú einum blaðamanninum á þessa lund: hessi opinbera heim- sókn var nú ákveðin á síð- astliðnu hausti, mörgum mánuðum áður en þið Sví- ar ákváðuð að efna til stjórnarkreppu. Og ég spurði blaðamanninn, finnst þér þá ekki hefði verið eðlilegra að fresta stjórnarkreppunni?“ Greinilegt er, að Gunnar Thoroddsen hefur ekki gleymt þeim ráðum, sem fólust í spurningu hans til sænska blaðamannsins. Hann frestaði eigin stjórn- arkreppu fram yfir heim- sókn Anker Jörgensens. Ötrúleg yfir- lýsingagleöi Kins og menn muna tók Olafur R. Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, fjölmiðla- roku þegar reiptogið innan ríkisstjórnarinnar um efna- hagsaögerðir var á við- kvæmu stigi. Hafði hann samband við fulltrúa sína á hinum ýmsu fjölmiðlum og tók sér fyrir hendur að tala fyrir munn Kggerts llauk- dals, alþingismanns. I«ótt- ist Olafur með því sanna, að fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem enginn vissi þá hverjar myndu verða, nytu stuðn- ings meirihluta alþing- ismanna. Kggert Haukdal andmælti auðvitað þessum óbeðna erindisrekstri formanns þingflokks Al- þýðubandalagsins. Við þennan atburð rifjast það upp, þegar Olafur R. Grímsson hefur tekið sér fyrir hendur með ótrúlegri yfirlýsingagleði að slá ein- hverju fostu fyrir hönd ein- hverra flokksbræðra sinna. Hljóta menn að efast um, að þar fari þingflokksfor- maðurinn alltaf með rétt mál en taki áhættuna í trausti þess, að sér verði ekki opinbcrlcga andmælL Slíka starfshætti kenna menn í daglegu máli við frekju og yfirgang, en þeir ráða nú í þingflokki Al- þýðubandalagsins. í viðtali við Alþýðublaðið í gær sagði Guðrún llelga- dóttir, sem situr í þing- flokknum undir stjórn Ólafs R. G rimssonar: „l»að var lagt hart að okkur í þingflokki Alþýðubanda- lagsins að standa saman að þessum bráðabirgðalögum og ég held að slíkt hið sama hafi verið gert í öðr- um þingflokkum.'* Af þess- um orðum má ráða, að þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa verið barnir til fylgis við lögin og þeim sagt, að fyrir þeim væri meirihluti meðal stjórnar- sinna. I»að kemur svo sannarlega úr hörðustu átt, að í eftirleiknum skuli Ólafur R. Grímsson saka aðra um að stunda „blekk- ingaleik'*. Borgarfjörður eystri: Bundið slitlag lagt á þrjár götur í sumar Korgarfirði eystra, 26. ágúst 1982. NÚ FER að líða á sumarið. I»að er alltaf erfltt að skrifa eftirmæli, því þá orkar margt tvímælis. Vorið byrjaði seint eins og svo oft hér austanlands, en í heild má kalla þetta sæmilegt sumar, og ágætt i júlí og fram í ágúst, svo manni fannst nóg um þurrkana og hitinn komst jafnvel upp í 26 stig þegar best lét. Gæftir voru mjög góðar svo að bátar héðan gátu róið nær úrtakal- aust, og öfluðu sæmilega. Auk þess var fluttur hingað öðru hverju tog- arafiskur frá Reyðarfirði, svo vinna hefur verið hér mjög mikil í fyrstihúsinu og komið fyrir að unn- ið hefur verið til miðnættis. Hér eru tvö hús í smíðum, og má segja að byggð hafi verið ótrúlega mörg hús á síðustu árum, í svo fámennu byggðarlagi. I sumar var lagt bundið slitlag á alla þorpsgöt- una og tvær stuttar hliðargötur, og á planir fyrir framan kirkjuna. Má eiginlega kalla það stórátak. Grasvöxtur var all sæmilegur og margir bændur luku heyskap á meðan góða tíðin hélst, en þó munu talsverð hey úti enn. Nú fer skólinn senn að byrja. Skólastjóri verður sem undanfarin tvö ár, Auðunn Bragi Sveinsson, en enn mun enginn hafa sótt um kennarastöðu. Og nú hefur blessuð noraustan- áttin ráðið ríkjum undanfarið og þegar þessi orð eru rituð sýnir hit- amælirinn 4 stig og gránað hefur í fjöll. Þann 19. þessa mánaðar var skírður drengur hér í Bakkagerð- iskirkju, slíkt er ekki í frásögur færandi, en það sem gerði athöfn- ina eftirminnilega var að lang- amma drengsins, og tengdamóðir sóknarprestsins, Anna Helgadótt- ir, 83ja ára að aldri, lék á orgelið og söng ein bæði á undan og eftir at- höfninni. Tókst gömlu konunni þetta frábærlega vel enda kom eng- um Borgfirðingi það á óvart, því hún er gædd frábærri söngrödd, mikilli og fagurri og hefur í ótal skipti skemmt mönnum og glatt þá með söng sínum, og það virðist hún enn geta þótt æviárunum fjölgi. — Sverrir Lokatónleikar Zukofsky- námskeiðsins á morgun LOKATÓNLEIKAR Zukofsky nám- skeiðsins 1982 verða haldnir nk. laugardag 28. ágúst í Háskólabiói. Námskeiðið hefur nú staðið í einn mánuð og þrennir tónleikar verið haldnir. Á lokatónleikunum verða flutt Symphonies of Winds eftir Igor Stravinsky, sem Anthony Halstead stjórnar. Hann er hornaleikari í ensku kammersveitinni og hefur verið leiðbeinandi málmblást- urshljóðfæraleikara á námskeið- inu. Annað verkið á efnisskránni er Lontano eftir Ligeti undir stjórn Paul Zukofsky. Eftir hlé verður svo flutt Vorblót eftir Stravinsky, í til- efni þess, að á árinu 1892 eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Vorblót er eitt stærsta hljómsveitarverk sem til er, og hefur ekki verið hægt að flytja það hér á landi fyrr. Það er Tónlistarskólinn í Reykja- vík, sm stendur fyrir þessu nám- skeiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.