Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 Versnandi hagur íslendinga er ekki náttúrnlögmál Eftir Halldór Blöndal alþm. Þjóðin er búin að vita það lengi, að ekki var allt með felldu í efna- hagsmálum okkar. Viðbrögð launafólks í kjarasamningum sýna það m.a. Fyrir nokkrum vik- um var samið um grunnkaups- hækkanir sem voru svo kænlega gerðar, að þær verða allar teknar til baka og vel það 1. sept. nk. Það fólst í samningunum sjálfun, og olli ekki umtalsverðri gagnrýni. Auðvitað hefði slíkt ekki getað gerst við eðlilegar kringumstæður í efnahagsmálum, — ef fólkið hefði borið traust til landsstjórn- arinnar. Óttinn við atvinnuleysi var ráðandi aflið í kjarasamning- unum. Eru versnandi lífskjör óumflýjanleg örlög Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar hafa séð dagsins ljós. Þær eru hvorki verri né betri en við var að búast. Kjarni þeirra er sá, að kjör allra landsmanna verði skert verulega. Það er talað um þung áföll, sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir: „Aflabrestur, verðfall og sölutregða á íslenskum afurðum hafa valdið vaxandi viðskiptahalla gagnvart útlöndum, þrengt að at- vinnuvegunum, aukið verðbólgu og dregið úr þjóðartekjum." Þarna er stórum orðum raðað saman eins og þau væru náttúrulögmál. Og í þeim skilningi er ástandið náttúrulögmál, að landinu hefur verið illa stjórnað. Vinstri stjórnir hafa verið við völd síðan á haustdögum 1978. Um svipað leyti efndi Bandalag há- skólamanna til ráðstefnu um lífskjör hér á landi. Öllum niður- stöðum bar saman um, að þess yrði engin von, að lífskjörin gætu haldist svipuð og í nágrannalönd- unum nema okkur tækist að nýta orku fallvatnanna. Ekkert nýtt hefur komið fram, sem gefur til- efni til að ætla annað. Hvernig he- fur Hjörleifur Guttormsson notað þann tíma sem síðan er liðinn, en hann hefur lengst af verið iðnað- arráðherra? Hvar eru allar „nýið- naðarhugmyndirnar" sem starfsh- óparnir hans hafa verið svo önnum kafnir við að útlista? Hér á við stakan gamla: Tækifærið gríptu greitt, giftu mun þaó xkapa. JárniA skaltu hamra heitt. Að hika er sama og tapa. Vegna þeirra efnahagsörðug- leika sem nú herja grannlönd okkar hefur tækifærið til að byKKÍa upp orkufrekan iðnað gengið okkur úr greipum um sinn. Þess vegna verður nokkur bið á þvi, að fallvötnin spinni okkur gull eins og þau bíða eftir að gera. Þessi leikslok valda verri lífskjör- um hér á landi en ella myndi. Þegar sjálfstæðismenn hafa farið með stjórn landsins hefur það verið grundvallaratriði að safna í sjóði í góðæri til að mæta vondu árunum. Verðjöfnunarsjóð- ir sjávarútvegsins voru af þessum toga. Eftir að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar vann fullnaðar- sigur í landhelgismálinu, svo að við gátum einir nýtt fiskimiðin, fór afli vaxandi ár frá ári. Hann náði hámarki á árunum 1980 og 1981. Samtímis fóru viðskiptakjör batnandi og allt lék í lyndi út á við. Urðu verðjöfnunarsjóðir sjáv- arútvegsins gildir á þessum árum? Eru þeir undir það búnir nú, að vera sá varnarmúr, sem við getum hopað á bak við, meðan við erum að ná betri vígstöðu í þjóðarbú- skap okkar? Því fer víðs fjarri, — gott ef þeir eru ekki meira og minna gjaldþrota eftir góðærin tvö. Það sýnir, að nægilegrar for- sjár var ekki gætt við stjórn landsins. Þess vegna erum við illa búin undir áföll, hversu lítil sem þau eru. Þessi þróun veldur því, að lífskjör verða verri hér á landi á næstu misserum en ella myndi. Við höfum safnað erlendum skuldum, svo að jafnvel Svavari Gestssyni óar við. Það er rétt að við eigum ekki að hika við að taka lán erlendis til arðvænnar fjár- festingar, sem stendur undir þeim. En við höfum tekið lán erlendis til Halldór Klöndal þess að brúa bilið hjá opinberum fyrirtækjum, sem rekin hafa verið með halla. Við höfum tekið eyðsl- ulán eins og viðskiptahallinn sýn- ir. Af því súpum við seyðið nú. Þess vegna verða lífskjör verri hér á landi en ella myndi. Fær einstaklingurinn að njóta sín? Forsætisráðherra talar mikið um, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar beri árangur, ef fólkið sýni skiln- ing. Ég segi: Engar efnahagsráð- stafanir geta borið árangur, nema stjórnvöld sýni fólkinu skilning og mæti þörfum þess. í þessum pistli fjölyrði ég ekki um þau sannindi að í þeim lönd- um, þar sem ríkisforsjáin er al- gjör, líði fólkinu verst. Á hinn bóginn sýna dæmin, að ótrúleg orka blundar með einstaklingun- um, ef þeir fá svigrúm til athafna. Ein alvarlegasta skyssan af mörg- um vondum hjá ríkisstjórninni var einmitt þessi að drepa niður einstaklingsframtakið, beint og óbeint. Sumpart hefur þetta verið gert með því að þyngja skatta á atvinnurekstrinum úr hófi fram, samtímis því sem gengisskráning hefur verið með þeim hætti að hún hefur verkað eins og verndartollur fyrir innfluttan varning, ekki sízt frá Norðurlöndunum. Hvað er t.d. orðið af þeim glæsilega húsgagna- iðnaði, sem hér var einu sinni og svo mjög var gumað af? Og hver hefur verið staða ullar- og skinna- iðnaðarins? Hvað skyldi mörgum saumastofum hafa verið lokað á síðustu misserum? Samt höfum við fjárfest, ekki vantar það. En í hverju? Skuttog- urum fjölgar jafnt og þétt. Ekki er það arðvænlegt, meðan þeir, sem fyrir eru, fá ekki að fiska nægju sína. Fróðlegt væri að spyrja fólk á götunni, hvort það vildi leggja sparnað sinn í kaup á skuttogara og fylgjast með viðbrögðunum. Og allir þessir nýju bílar, sem keyptir hafa verið til landsins eftir að fjármálaráðherra lækkaði tollana á þeim í vor, — hvað skyldu þeir kosta þjóðarbúið og hver skyldi arðsemin vera? Ekki er þvílíkt ráðslag til þess fallið að auka þjóðartekjurnar. Þess vegna hljóta lífskjörin að verða verri hér en ella myndi. Góðærin skilja ekkert eftir Það er athyglisvert, að Svavar Gestsson tók nýlega líkingu af ástandinu í Póllandi, þegar hann var að Iýsa því, hvers við gátum vænst að óbreyttri stjórnarstefnu. Ég geri því ekki skóna að sá sé draumur hans. Á hinn bóginn rifja ég upp, að þau voru ráð Len- ins, að í lýðræðisþjóðfélagi skyldu kommúnistar einbeita sér að því fyrst að eyðileggja efnahag þjóð- arinnar. Síðan yrði eftirleikurinn auðveldari. Síðustu tvö árin hefur verið hér meira góðæri en nokkru sinni. Þó skilja þau ekkert eftir í þeim skilningi að atvinnuvegirnir, fyrirtækin stór og smá, séu undir það búin að mæta áföllum. Aukin arðsemi hefur sem sé farið í eyðslu, jafnframt því sem skuldir hafa vaxið. Af því væri eðlilegt að draga þá ályktun, að lífskjörin hefðu batnað verulega þennan tíma. En það er heldur ekki svo. Kúfurinn hefur farið í opinbera eyðslu og sukk. Maður á götunni sagði við mig, að hann væri orðinn þreyttur á útskýringum ráðherra á því, hvers vegna þeim mistækist yfirleitt og alltaf hallaði undan fæti. Af hverju segja þeir aldrei neinar góðar fréttir um eitthvað sem þeim hefur vel tekist? spurði hann. Þetta var góð spurning og lýsir í hnotskurn ástandinu hér á landi. Spánverjar knýja á dyr Efnahags- bandalags Evrópu — en þurfa aÖ bíða lengi eftir svari Calvo Sotelo og Perez Llorea, utanrikisráðfíerra Spánar. Frá llelgu Jónsdóttur, fréttariUra Mbl. í Burgo.s. ■lin langa kreppa eina stjórnar- flokks Spánar og stutt bið í næstu þingkosningar (1983) leiðir til þess, að ríkisstjórn Leopoldo ('alvo Sotelo er í mjög veikri stöðu, hvað varðar að sinna utanríkismálum. Slæmar afleiðingar fyrir hagsmuni landsins vegna þessa koma fljótt í Ijós. Viðræður vegna samþykkis um inngöngu Spánar i Efnahags- bandaiag Evrópu hafa í mörg skipti farið út um þúfur. Viðbrögð ríkisstjórnar Spánar vegna síðustu árása frönsku stjórnarinnar gegn inngöngu Spánverja i bandalagið hafa ekki verið nægilega skýr til þess að breyta skoðun manna í París eða í Brússel. Útlit er fyrir að mikilvæg- asta markmiði Spánverja í utanrík- ismálum nú, inngöngu i CEE, verði ekki greiddur vegur til úrlausnar fyrr en eftir næstu þingkosningar. Stjórnarflokkur Spánar, Miðflokkabandalagið, hefur aldrei átt við eins marga örðug- leika að etja innan sjálfs flokks- ins eins og síðustu mánuðina. Flokkurinn beið algjöran ósigur í kosningum til þings í Andal- úsíuhéraði á S-Spáni í vor. Calvo Sotelo, forsætisráðherra Spánar, sagði af sér sem forseti flokksins eftir kosningarnar. Margir þing- menn Miðflokkabandalagsins hafa sagt sig úr flokknum og gengið í aðra stjórnmálaflokka eða stofnað nýja! Frægastur þessara þingmanna er Ádolfo Suárez, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins og jafnframt stofnandi Miðflokksins (UCD). Hefur Suárez stofnað annan stjórnmálaflokk; miðflokk (CDS eða Centro Democrático y Soci- al) og ætlar að bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Það er algjört skilyrði að rík- isstjórnin sé föst í sessi og nægi- lega margir þingmenn styðji hana til þess að hafa raunveru- lega getu til samningaviðræðna milli Spánar og meðlima banda- lagsins. Því enda þótt tæknileg atriði nokkurra kafla í samn- ingaviðræðunum við CEE séu leyst og samkomulag um einka- sölu og tolla hafi náðst er stjórn- málalegur vilji hinn raunveru- legi lykill að inngöngu í banda- lagið. Er þessi vilji fyrir hendi í Evr- ópu, að Spánn verði meðlimur í CEE? Hvað getur spænska ríkis- stjórnin gert til þess að öll þátt- tökuríki bandalagsins samþykki inngöngu Spánar? Þrátt fyrir góðar og fagrar yf- irlýsingar mikilvægra stjórn- málamanna síðustu vikurnar eins og forseta Ítalíu, Sandro Pertini, forsætisráðherra lands- ins, Giovanni Spadolini, og kanslara V-Þýskalands, Helmut Schmidt í heimsókn hans til Madrid eða á ferðum sínum um Evrópu, er hegðun aðalráðs CEE við samningaborðið ekki beint uppörvandi fyrir Spánverja. Sjálfur nefndarforseti CEE lýsti því yfir fyrir stuttu, að löndin við Miðjarðarhaf könn- uðu hvort þau gætu áfram selt framleiðsluvörur sínar til hinna tíu aðildarlanda, ef Spánverjar og Portúgalir fengju inngöngu í bandalagið. Það er að segja enda þótt Frakkland verði fyrst og síðast til að hindra inngöngu Spánar, þá munu hagsmunir It- ala og Grikkja einnig rekast á samþykki um inngöngu Spán- verja. V-Þýskaland og Bretland eru fylgjandi aðild Spánar að banda- laginu. I London sjá menn meira að segja, að ef Spánn gengur í bandalagið, mun hliðið við Gíbr- altarsund verða opnað, nokkuð er stjórnvöld í Madrid stöðvuðu á sínum tíma. Forseti Frakklands, Francois Mitterand, er sá sem stjórnar andstöðunni gegn Spáni. Síðasta verk hans hefur verið að ná sam- komulagi meðal forsætisráð- herra og annarra valdamanna hinna tíu aðildarríkja CEE til að gera yfirlit yfir, hvaða áhrif fjölgun í bandalaginu hefði á efnahag núverandi aðildarlanda Þetta þýðir bið á inngöngu Spán- ar í Efnahagsbandalag Evrópu, sem verður í fyrsta lagi þann 1. janúar 1984. Ritari ríkisins fyrir viðræður Spánverja við Efnahagsbanda- lagslöndin, Raim Undo Bassols, mun verða að þurfa að heim- sækja höfuðborgir landanna, hverja fyrir sig, með tilboð Spánverja í hendinni og minn- isbók til þess að skrifa niður stöðu og álit hvers aðildarlands. Samstarfsmaður utanríkis- ráðherra Spánar varð að fresta fyrirhugaðri samningaferð til Parísar til viðræðna við ráða- menn þar, vegna alvarlegra vandamála innan Miðflokka- bandalagsins, eina stjórnar- flokks Spánar. Einnig voru gefn- ar upp ástæður fyrir frestuninni, óhagstæð stjórnmálasamskipti Spánar og Frakklands. Viðbrögð Frakka skipta sköpum í Frakklandi verða haldnar héraðskosningar í byrjun árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.