Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 12
mmn MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 SIGL UFJÖRÐUR Þö nokkur tíð- indi að farið skuli að salta hér síld“ „Bregðumst við loðnubresti með síldarsöltun“ — segir Geir Þ. Zoéga hjá Síldarverksmiðjum ríkisins Táknræn mynd fyrir Siglufjtfrd í dag. Tóm þró við loðnubrædslu Síldarverksmiðja rikisins. Loónan lætur ekki sjá sig, en hún befur haldið uppi atvinnulífinu á Siglufirði nokkur undanfarin ár. Gömlu byggingarnar fremst á rayndinni eru hús Hlutafélagsins Ásgeir Pétursson hf. og sú þeirr'a sem er í miðið er hlutafélagið að gera upp sem síldarsöltunarhús. - segir Birgir Steindórsson, stjórnarformaður Ásgeir Pétursson hf. „I>AÐ I’YKJA þó nokkur tíðindi hér á Siglu- firði að farið skuli að salta hér sild að nýju, eftir að það hefur legið niðri að mestu síðan 1S65. t>að er raunar furðulegt að ekki skuli hafa verið byrjað á þessu fyrr, sennilega er það vegna hræðslu við nýtt síldarævintýri en slíkt ævintýri þekkja Siglfirðingar vel frá árum áður,“ sagði Birgir Steindórsson stjórnarformaður hlutafélagsins Ásgeir Pét- ursson hf. á Siglufirði, i samtali sem Morg- unblaðið átti við hann nýlega. Stjórnin er skipuð 3 mönnum, Birgir er stjórnarformaður, meðstjórnendur eru Konráð Baldvinsson og Guðmundur Skarphéðinsson og Þórður Jónsson er framkvæmdastjóri. Birgir sagði einnig: „Við byrjum 15. september og ætlum að byrja í smáum stíl, með 12 til 15 stúlkur. Ætlunin er að salta 4 —6.000 tunnur, en það fer auðvitað eftir því hvar síldin veiðist. Síldin sem hér kem- ur í land er sú besta sem veiðist og er það mikið atriði fyrir bátana að fá hana sem besta því þeir eru bundnir ákveðnum tonnafjölda. Hlutafélagið á 3 hús hérna og erum við byrjaðir að byggja eitt þeirra, gamla sölt- unarhúsið, upp. Við höfum þegar keypt færiband, síldarbjóð og öll þau áhöld sem á þarf að halda og einnig erum við byrjað- ir að kaupa tunnur. Skortur á iðnaðar- mönnum hefur tafið uppbyggingu söltun- arhússins og erum við með trésmiði frá Akureyri í vinnu við þetta, ekki er at- vinnuástandið hér á staðnum verra en það. Við erum bunir að tryggja okkur að að minnsta kosti 3 bátar leggi upp hjá okkur, veiðist síidin hér á annað borð og hefur okkar fyrirtæki og Síldarverksmiðjur ríkisins, sem einnig eru að hefja söltun í haust, hugsað sér að hafa samvinnu um skiptingu afla og þjónustu við bátana.“ „Það er bjart framundan í sölumálun- um,“ sagði Birgir Steindórsson að lokum, „búið er að selja fyrirfram um 150.000 tunnur til Rússlands og talsvert magn til Svíþjóðar.* „VKKDID er svo hrikalega lágt að aðeins væri ha'gt að reka verksmiðjurnar á núlli ef loðnan fengist ókeypis uppúr bátunum. Verðið var komið í um og yfir 9 dollara á próteinein- ingu en nú þykir gott að ná 5 dollurum. Verð- jöfnunarsjóðurinn var kláraður í fyrra þegar verðið var 7,5 dollarar og tekin lán til að halda því verði uppi. Dæmið er því ekki glæsi- legt þó einhver loðna veiddist, sem reyndar er ekki útlit fyrir," sagði Geir Þ. Zoega, verk- fra-ðingur hjá Sílarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, í samtali við Morgunblaðið nýlega. Hjá fiskmjölsverksmiðju Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði vinna 45 manns þegar loðnubræðslan er í fullum gangi, en 17 manns nú og vinna þeir að viðhaldi verk- smiðjunnar og við að vinna úrgang frá frystihúsunum. „Þetta er mikil breyting," sagði Geir, „frá því að vera mjög gjaldeyrisskapandi fyrir þjóðina. Hér voru brædd 100—130.000 tonn af loðnu frá því loðnuveiðar hófust fyrir alvöru fyrir Norðurlandi sem gerir um 90 milljónir í gjaldeyri, eingöngu hjá verk- smiðjunni hér á Siglufirði." Geir sagði, þegar hann var spurður til hvaða aðgerða Síldarverksmiðjur ríkisins gripu til að mæta vandanum: „Eitt er víst að við munum ekki gefast upp með tærnar uppí loft. Við erum með smiðjur og höfum farið meira inná almennan markað til að skapa þar vinnu. Okkur hefur tekist að ná hingað verkefnum og hefur það sýnt sig að smiöjurnar eru samkeppnishæfar hvað varðar verð og gæði framleiðslunnar. Við smiðum mikið fyrir okkur sjálfa, fyrir aðr- ar fiskmjölsverksmiðjur og á almennum markaði. Einnig hefur verið ákveðið að fara út í síldarsöltun og er hugmyndin með því að fá verkefni fyrir verksmiðjufólkið og nýta að- stöðuna sem við höfum hérna. Söltunin byrjar um miðjan september. Þetta er til- í byrjun ágústmánaðar var haldinn að- alfundur hlutafélagsins, sem stofnað var 1928, og var á fundinum ákveðið að endur- vekja félagið, en starfsemi þess hefur legið að mestu niðri um margra ára skeið. Ákveðið var að auka hlutaféð og hefja síld- arsöltun í haust. 20 aðilar taka þátt í endurreisn félagsins og eru þeir að leggja fjármagn í það til að reyna að lyfta staðn- um eitthvað upp aftur, eins og Birgir orð- aði það. Birgir sagði að þetta framtak vekti athygli í bænum, vonandi yrði þetta aðeins byrjunin og hægt verði að halda áfram. Birgir Steindórsson, stjórnarformaður Ás- geir Pétursson hf., en félagið hyggst hefja síldarsöltun í haust. Geir Zoega, verkfræðingur hji Síldar- verksmiðjum ríkisins i Siglufirði. raun hjá okkur til að sjá hvað við fáum mikið hráefni og hvort við getum ekki framleitt góða vöru. Við gerum þetta með minnsta mögulega stofnkostnaði og ef þetta kemur vel út höldum við áfram. Pláss verð- ur fyrir 30 söltunarstúlkur, hvort það verð- ur allt notað verður að ráðast af aðstæðum. Áhugi er fyrir því hjá bátunum að landa hér því þeir telja sig fá betra uppúr sér með því að landa hér á Siglufirði. Við verðum í samvinnu við hitt fyrirtæk- ið sem er að hefja síldarsöltun hér, Ásgeir Pétursson hf., um móttöku og skiptingu hráefnisins. Það er gott uppá nýtingu bát- anna og aðstöðunnar í landi,“ sagði Geir Þ. Zoega að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.