Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 Millisvæðamótið í Toluca: Spassky blandar sér í toppbaráttuna Toluca, Mexíkó, 26. áfpÍHt. AP. BORIS Spassky, fyrrum heims- meistari, tyllti sér á toppinn við hlið Eugenio Torre frá Filipsseyj- um á millisvæðamótinu í skák í Toluca í Mexíkó í gær er hann krækti sér í einn og hálfan vinning í tveimur skákum. Þar með hefur Spassky hlotið 7,5 vinninga eins og Torre, en sá síðarnefndi á eftir að Ijúka biðskák við Portisch úr II. umferðinni. Skammt á eftir þeim er Port- isch með 6,5 vinninga og aðra óteflda biðskák við Balashov. Tveir efstu menn í mótinu kom- Taiwan: Atta ára brúður Tapei, Taiwan, 26. ágúst. AP. ÁTTA ára gómul stúlka frá Austur-Taiwan hefur verið gefin 23 ára gömlum manni með heimild foreldra sinna, en yfir- menn manntalsskýrslna hafa neitað að taka giftinguna gilda vegna hins unga aldurs brúðar- innar, samkvæmt heimildum úr þarlendu blaði i dag. Brúðurin er barnaskóla- nemi á öðru ári, en brúðgum- inn verkamaður, en þau fengu leyfi til giftingarinnar frá foreldrum brúðarinnar þegar ljóst var hvert hugur þeirra stefndi. Brúðkaup samkvæmt kín- verskri hefð var haldið á mánudag, en þegar hjóna- kornin komu á manntals- skrifstofuna á miðvikudag neituðu starfsmenn þar að skjalfesta athöfnina þar sem brúðurin hafði ekki náð nema helmingi þeirra ára er krafist er til þarlendra brúðkaupa, en þau munu vera sextán. Hin nýgiftu ákváðu þá að bíða í átta ár með skjalfest- inguna, en þau munu koma til með að búa saman þrátt fyrir allt. Hins vegar mun brúðurin hætta námi sínu þar sem at- hæfi þetta mun hafa ruglað bekkjarfélaga hennar í rím- inu, að því er haft er eftir skólayfirvöldum. ast áfram í keppni þar sem ákvarðast hver mætir Anatoly Karpov í einvígi um heims- meistaratitilinn. Spassky vann Rubinetti auð- veldlega í 30 leikjum í 12. um- ferðinni eftir að hafa gert jafn- tefli við Nunn í biðskák þeirra úr 11. umferð. Torre tókst á hinn bóginn ekki að vinna sigur á Adorjan. Skildu þeir jafnir eftir þriggja klukkustunda við- ureign. Seirawan vann sigur á Rodriguez í 42 leikjum, Polugaj- evski vann Kouatly í 43 leikjum. Viðureign Nunn og Yusupov lauk með jafntefli og skákir þeirra Ivanov og Hulak og Port- isch og Balashov fóru í bið. Staðan er því þessi á mótinu: Torre með 7 Vfe vinning og bið- skák, Spassky með 7'k Seirawan og Polugajevski 7 vinninga, Portisch með 6'k og tvær bið- skákir, Yusupov, Adorjan og Nunn allir með 6’/i vinning, Iva- nov með 6 og biðskák, Balashov með 5xk og biðskák, Hulak með 4 lk og tvær biðskákir, Rubinetti með 4 vinninga, Rodriguez með 3‘k og biðskák og Kouatly rekur lestina með 1 'k vinning. Sigurtorgið í Varsjá Sigurtorgið í Varsjá hefur verið sá staður er fjöldi manna hefur safnast saman á degi hverjum í hljóðri bæn til að sýna andstöðu sína við herlögin. Yfirvöld hafa nú gripið þar í taumana til að koma í veg fyrir fjöldasamkomur og hafið framkvæmdir til að girða svæðið af. Sek eða saklaus? Frá frétUriUra Mbl. í Osló, 26. ágúst. AP. KVIÐDÓMUR komst í dag að þeirri niðurstöðu að kona nokk- ur væri sýkn þeirrar sakar að hafa drepið eiginmann sinn. Þar sem hann hafði um langt árabil misþyrmt henni á hinn hrotta- legasta hátt gæti enginn láð henni að skjóta hann til bana. Dómarar í málinu gátu eng- an veginn fallist á þessa niður- stöðu kviðdómsins og mun því málið verða tekið fyrir að nýju með nýjum kviðdómi og öðrum dómurum. Enginn vafi virðist þó leika á því að maðurinn mun hafa misþyrmt konu sinni illilega svo til daglega, en hann mun hafa verið drykkfelldur mjög. Málstaður hennar nýtur mikillar samúðar almennings og komist næsti kviðdómur að sömu niðurstöðu mun hún samstundis verða sett laus þar sem norsk lög kveða svo á að hvert mál geti ekki komið nema í tvígang fyrir dómstóla. ERLENT Danir og Norðmenn í hár saman vegna loðnuveiða við Svalbarða Oxló, 26. igúsL Frá Jan Erík Lauré, frétUriUra MorgunhlaAsiiiH. LOÐNUSTRIÐ milli Oana og Norðmanna er í uppsiglingu. Norska stjórnin hefur mótmælt loðnuveiðum Dana á vernduðu svæði við Svalbarða, en Danir halda því fram á móti að Norð- menn hafi ekki lögsögu á svæðinu og því ekki umboð til að stöðva þessar veiðar, en Norðmenn vitna í nýjan samning sinn og Efna- hagsbandalagsins sem kveður á um að bandalagið skuli ekki auka veiðar sínar á þeim miðum sem hér um ræðir. Til skamms tíma sóttu Danir ekki á loðnumiðin við Svalbarða, en eftir að þeir eru farnir að fiska þar telja Norðmenn að um auknar veiðar af hálfu EBE sé að ræða. Danir halda því fram að augljóslega borgi sig ekki fyrir Dani að fara svo norðar- lega eftir loðnu og því muni það koma af sjálfu sér að veiðarnar leggist niður. Vitað er um danskan loðnubát sem fékk 11 þúsund hektólítra af fyrsta flokks loðnu í einum túr, og fyrir liggur yfirlýsing útgerð- armanns í Hirtshals um að hann muni á næstunni senda skip sem getur flutt allt að fjög- ur þúsund tonn af loðnu á miðin við Svalbarða. 138 sluppu naumlega áður en þotan fuðraði upp Tókýó, 26. ígmnL AP. BOEING-737-þota frá japanska Nansei-dugfélaginu, sem hafði verið með 133 farþega og fimm manna áhöfn innanborðs, gjör- eyðilagðist af eldi eftir að hún hafði runnið út af flugbraut og þeytzt út í kjarrlendi í dag. Talið er að snör handtök við að bjarga fólkinu út úr þotunni áður en í henni kviknaði hafi komið í veg fyrir manntjón. Flugfreyja og einn farþegi liggja í sjúkrahúsi vegna meiðsla, en fjörutíu og fimm manns fengu skrámur og minni- háttar meiðsl. Rannsókn vegna slyssins stendur yfir og er orsökin enn óþekkt, en slysið átti sér stað á eynni Ishigaki sem er ein syðsta eyjan í japanska eyjaklasanum. Pólskri heilsu- gæslu ábótavant Varejá, PólUndi, 25. ígúaL AP. LÆKNAR í Póllandi eiga við ann- an vanda að etja um þessar mund- ir en þau sjúkdómstilfelli sem þeim berast og felst hann í skorti á lyfjum, versnandi ástandi á sjúkrahúsum og endalausum straumi fólks sem fer fram á ókeypis lækningu. Sjúklingar liggja gjarnan á fletum um alla ganga sjúkra- húsanna og konur sem koma þangað til að ala börn eru oftast nokkrar saman á fæðingarstofu og einungis tjaldað á milli þeirra. Komið hefur fram í umræðu um málefni lækna og sjúkra- húsa að allur útbúnaður þar er úr sér genginn fyrir alllöngu og mikillar endurnýjunar væri þörf ef vel ætti að vera. Einnig er mikill skortur á sjúkrabifreið- um. Vandamál þessi er heilbrigð- iskerfið á við að stríða hafa auk- ist mjög á þeim tveimur árum er liðin eru frá upphafi fjármála- kreppu landsins, en þá kom til mikils niðurskurðar þar, sem annar staðar. Óháðu verkalýðsfélögin, Sam- staða, börðust fyrir því að sjúkrahúsum yrði fjölgað til muna með því að efna til mót- mælaaðgerða og krefjast þess að byggingar sem ætlaðar voru til annars yrði breytt í sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Síðan þá hafa stjórnvöld opinberlega viðurkennt þörfina á bættu heilbrigðiskerfi og látið kanna allar aðstæður í þeim málum, en ekkert hefur verið að gert til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.