Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 8 kr. eintakiö. og einn af þeim til fylgis við stjórnarfrumvörp. Ríkis- stjórnin hefur í hótunum um að sitja allan næsta vet- ur, hvað svo sem þingræð- isreglunni líður. Þetta er einstæð hótun og í henni felst alls ekki umhyggja fyrir þjóðarhag, honum er ekki borgið undir forystu ríkisstjórnar sem á líf sitt undir því að fiska í grugg- ugu vatni. í þessari hótun felst þeim mun síður virð- ing fyrir Alþingi. Ólafur Jóhannesson, ut- anríkisráðherra og fyrrum Þingræðinu stefnt í hættu Hvað sem líður áliti manna á efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar hljóta allir Islendingar að vera á einu máli um það, að síst af öllu er þörf á því um þessar mundir að stofna til harðvítugra pólitískra átaka um grundvallarþátt stjórnskipunarinnar, sjálfa þingræðisregluna. Einn að- altilgangur íslendinga í frelsisbaráttunni eftir 1874 fram yfir 1900 var sá, að fá þingræði komið á hér á landi með einum eða öðrum hætti. Þetta náðist með stjórnskipunarlögunum frá 1903. Kjarni þingræðisregl- unnar er sá, að engan skuli skipa ráðherra, nema hann hafi stuðning meirihluta löggjafarþingsins. Ríkisstjórn sú sem enn situr var mynduð við ein- kennilegar aðstæður, svo að ekki sé fastar að orði kveð- ið. Vegið var að flokkaskip- an í landinu og það vakti að minnsta kosti fyrir and- stæðingum stærsta stjórn- málaflokksins, Sjálfstæðis- flokksins, að kljúfa hann á þingi. Þessi ráðstöfun var ekki síst rökstudd með þeim orðum, að virðing Alþingis væri í veði og af þeim sök- um hlytu flokksböndin að víkja fyrir þjóðarhag. Rík- isstjórnin hefur alls ekki staðið við þau fyrirheit sem hún gaf í upphafi, efnisleg- ar forsendur fyrir fram- haldi á stjórnarsamstarfinu eru ekki fyrir hendi. Nú er einnig svo komið fyrir ríkis- stjórninni, að formlegar forsendur fyrir setu hennar eru brostnar. Hún hefur ekki lengur meirihluta á Al- þingi, var það þó yfirlýst markmið allra þeirra sem að myndun stjórnarinnar stóðu í upphafi, að hún myndi starfa sem meiri- hlutastjórn. Ríkisstjórn sem þannig er komið fyrir á að þiðjast lausnar. Fyrir liggur krafa tveggja þing- flokka, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, um að auka- þing verði kallað saman, brýnustu úrlausnarefni af- greidd og síðan verði þing rofið og efnt til kosninga. Ríkisstjórnin kemur málum sínum ekki fram á Alþingi, þar sem hana skortir meiri- hluta í neðri deild Alþingis. Ríkisstjórnin nýtur ekki lengur starfhæfs meirihluta á Alþingi, fari hún ekki frá hefur hún þingræðisregluna að engu. Þegar vinstri stjórn Her- manns Jónassonar sagði af sér í desember 1958 var mynduð minnihlutastjórn Alþýðuflokksins með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokksins. Þá skapaðist það ástand, að ríkisstjórnin hafði meiri- hluta í sameinuðu þingi og neðri deild en var í minni- hluta í efri deild. Ríkis- stjórn Gunnars Thor- oddsens hefur meirihluta í sameinuðu þingi og efri deild en mál hennar falla á jöfnum atkvæðum í neðri deild. Um stöðuna sem myndaðist í desember 1958 segir Bjarni Benediktsson í ritgerð um deildir Alþingis: „Vegna þess að stjórnar- andstæðingar voru skiptir tókst [ríkisstjórninni] þó að koma fram þeim málum, sem mest nauðsyn var talin á, með stuðningi eða hlut- leysi andstöðuflokkanna á víxl, enda var þingrof yfir- vofandi." Á meðan minni- hlutastjórn Emils Jónsson- ar sat við þessar einkenni- legu aðstæður fram til kosninga vorið 1959 var unnið að því að ná sam- komulagi um breytta kjördæmaskipan og jöfnun atkvæðisréttar. Stjórninni var þoluð setan þar sem vinstri stjórnin skildi við efnahagsmálin í kaldakoli um miðjan vetur, ekki var vilji til vetrarkosninga og stjórnmálamenn vildu leysa kjördæmamálið. Nú horfir allt öðru vísi við en í desember 1958. Svo virðist sem ýmsir ráðherrar telji það þjóðarhag fyrir bestu að ögra alþingis- mönnum með yfirlýsingum um að ríkisstjórnin muni sitja, hvað svo sem 20 þing- menn neðri deildar segi — það verði með einhverjum ráðum unnt að lokka einn prófessor í stjórnlagafræð- um, sagði í útvarpsviðtali á miðvikudagskvöld: „32 þing- menn eru minnsti starfhæfi meirihluti ríkisstjórnarinn- ar, það er fræðilegt mat á stöðunni. Engin ríkisstjórn getur setið til langframa nema geta fengið samþykkt lagafrumvörp." í þessum orðum vísar Ólafur Jóhann- esson til þingræðisreglunn- ar. Ætlar hann að sitja sem ráðherra í ríkisstjórn sem markvisst starfar í and- stöðu við þessa reglu? Framsóknarmenn hafa ver- ið næsta þögulir um fram- hald stjórnarsamstarfsins eftir að fyrir lá, að stjórnin hefur ekki starfhæfan meirihluta á þingi. Komm- únistar hafa hins vegar lát- ið eins og þeim kæmi það mjög á óvart, að stjórnin hafi ekki meirihluta. Hér í blaðinu var Eggert Haukdal spurður, hvort hann hefði gefið ríkisstjórninni ein- hver fyrirheit um stuðning við bráðabirgðalögin. Egg- ert svaraði: „Ég hafði engin loforð gefið um stuðning við þau, bréf mitt til forsætis- ráðherra frá 30. júní sl. er sönnun um hið gagnstæða." Með hliðsjón af þessu er svo sannarlega undarlegt, að formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins skuli hvað eftir annað lýsa því yfir, að hann hafi fram til síðasta þriðjudags litið á Eggert Haukdal sem stuðn- ingsmann ríkisstjórnar- innar. Er orðinn trúnað- arbrestur milli Alþýðu- bandalagsins og forsætis- ráðherra? Efnahagslegt öngþveiti ríkir í landinu. Kommúnist- ar hreykja sér helst af því að með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sé ætlun- arverk þeirra fullkomnað, það takist líklega að koma versluninni á vonarvöl eins og útgerð, iðnaði og heimil- um almennra launþega. Og með því að sitja sem fastast í ráðherrastólunum sjá kommúnistar sér annan leik á borði, að grafa undan meginreglu íslenskrar stjórnskipunar, sjálfu þing- ræðinu. Fréttaskýring Ólafur „jó« úr akálum reiði sinnar“, enda fullsaddur á alþýðubanda- lagsmönnum. Tómas Árnason sfuddi Ólaf, en Steingrímur sat hjá. Þeir félagar, Tómas og Ólafur, höföu ýmislegt að segja hver öðr- um, bersýnilega í trúnaði, þegar þeir komu til ríkisstjórnarfundarins á miðvikudag. l.jÓNm. Mbl. Óbfur K. MaffnÚNson. Efnahagsaögeröir ríkisstjórnarinnar sem litu dagsins Ijós á laugardaginn eftir mánaða stapp og þóf hafa kall- að á hörð viöbrögð. Miklar svipt- ingar urðu innan ríkisstjórnar og meöal stjórnarliöa í meöförum málsins sem leiddu af sér trúnaö- arbrest jafnt í milli ríkisstjórnar- flokkanna sem og inn á viö í þing- flokkana, og taliö aö seint muni gróa um heilt. Aðeins nokkrum klukkustundum áöur en bráöa- birgöalög ríkisstjórnarinnar um ef- nahagsaögeröirnar voru samþykkt- ar í ríkisstjórn á laugardagskvöldiö töldu stjórnarliöar aö lífdagar ríkis- stjórnarinnar væru taldir. Undanfari efnahagsaögeröanna hefur einnig oröiö til þess aö kljúfa Alþýðu- bandalagið í frumeindir sínar og munu verkalýösforingjar í framvarð- arsveit flokksins, sem mennta- mannaklíkan baröi til hlýöni á elleftu stundu, eiga eftir aö segja sitt síö- asta orö. Má vænta eftirmála í þeim herbúöum fyrr en seinna. Brestirnir eru þegar farnir aö koma í Ijós. Á þriöjudag birti Mbl. viötal viö Eggert Haukdal, sem stóö aö mynd- un ríkisstjórnarinnar, þar sem hann lýsir því yfir aö þeim stuðningi sé lokið og aö hann muni greiða at- kvæöi gegn bráðabirgðalögunum. Hér á eftir veröur skýrt í stórum drátt- um frá gangi mála, allt frá því að Mbl. upplýsti þann 30. júlí sl. aö for- sætisráöherra heföi lagt fram tlllögu um afnám verðbóta 1. september nk., en þá höfðu viðræður stjórnar- liöa staðiö yfir svo vikum skipti án niðurstaöna. í fréttinni 30. júlí segir aö tillaga um afnám vísitölubóta 1. sept. hafi veriö til umræöu innan ríkisstjórnarinnar, en hún sé runnin undan rifjum Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Þar segir einnig frá öörum hugmyndum stjórnarliða um efna- hagsaögeröir og aö engin samstaöa sé um til hvaða ráöa skuli gripiö. Forsætisráöherra kom síðar fram í sjónvarpi og mótmælti því að nokk- ur tillaga um vísitöluskeröingu væri í farvatninu, einnig var því mótmælt í fréttum annarra blaða. Hið næsta sem gerist er að forsætis- ráðherra boðar aðila vlnnumarkað- arins til fundar árdegis þriöjudaginn 3. ágúst. Hann nefnir fundinn sam- ráðsfund. í Mbl. 4. ágúst segir af fundinum, að Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hafi óskaö eftir að fram kæmi aö ætlun ríkisstjórnarinnar væri ekki aö launþegar í landinu tækju aö verulegu leyti á sig efna- hagsvanda þjóöarinnar með því að verðbætur á laun yröu afnumdar 1. september. „Einstaka liði efnahags- aögerða hef ég ekki hugsaö mér aö ræöa hér,“ var svar forsætisráð- herra og varöi hann fundartímanum sem var aöeins um ein klukkustund til aö reifa efnahagsvandann og meginmarkmið ríkisstjórnarinnar. Enginn „samráösfundur" hefur verið haldinn með aðilum vinnumarkaöar- ins síðan. Efnahagsmálunum er næstu daga þæft fram og aftur í ráöherranefnd sem í áttu sæti Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, Steingrimur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, og Svavar Gestsson, for- maður Alþýöubandalagsins. Auk hennar störfuöu fulltrúar þessara aðila í efnahags- og vísitölunefnd. Hugmynd forsætisráöherra um skerðingu veröbóta á laun er strax tekið jákvætt af Steingrími í ráö- herranefndinni, en Svavar Gestsson andmælir henni á því stigi. Þá kom strax í Ijós, að miklar sviptingar áttu sér stað innan Alþýöubandalagsins og aðstoðarmaður Ragnars Arn- alds, fjármálaráöherra, Þröstur Ólafsson, sem er fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í efnahagsnefndinni, lýsti sig reiðubúinn til að fara með hugmyndir um umtalsveröa vísitölu- skeröingu launa inn á þingflokks- fund Alþýðubandalagsins og hafði hann fullan stuöning Ragnars Arn- alds. Taugatitringur Alþýðubanda- lags opinberast Þegar alþýöubandalagsmenn sjá fram á aö verða aö taka ákvaröanir um skerðingu vísitölubóta á laun, aö- gerðir, sem þeir fyrir kosningarnar 1978 kölluöu „kauþrán", fór að bera á miklum taugatitringi, sem m.a. kom opinberlega fram í tilraun Ólafs Ragnars Grímssonar, þingflokks-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.