Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 25 Erling Sigurðsson sigraði I hindninarstökki og jafnframt varð hann stiga- hæstur í ólympískri tvíkeppni, en það eni samanlög stig úr hindrunarstökki og hlýðnikeppni. Keppti hann á hestinum Hannibal sem hefur m.a. unnið sér það til frægðar að vera dýrasti hestur í íslandi á sínum tíma. Þótt ungur sé að árum tókst Tómasi Ragnarssyni að skjóta mörgum eldri og reyndari knöpum aftur fýrir sig og verða stigahæstur allra keppenda í samanlögðu. Auk þess sigraði hann í fimmgangi. Hér tekur hann Fjölni frá Kvíabekk til kostanna í úrslitum í fimmgangi. Nú í fyrsta skipti kepptu unglingar í fimmgangi og var óneitanlega skemmti- legt að sjá hversu góð tök krakkarnir höfðu á skeiðinu. Hér fer sigurvegar- inn Hörður Þór Harðarson á Bjarka á góðu skeiði í úrslitum keppninnar. Að loknum úrslitum í fjórgangi riðu fimm efstu heiðurshring eins og venja er i iþróttakeppni. En þeir eru frá vinstri talið 'Jón Árnason á Frímanni, Sigurbjörn Bárðarson á Bjarma, Aðalsteinn Aðalsteinsson á Safir, Trausti Þór Guðmundsson á Goða og íslandsmeistarinn í fjórgangi 1982, Oil Amble, á fleyg. Ljósm. V.K. Óskar Theódórsson við verk sín. Sýnir verk sín á Reykjalundi Sýning á verkum Óskars Theódórssonar stendur yfir í Norðurstofu á Reykjalundi. Þetta er fyrsta sýning Óskars, hann er með sautján myndir málverk og tússteikningar. Hann hefur verið í myndlistarskóla Reykja- víkur á námskeiðum sl. tvo vetur. Sýningin er opin frá klukkan eitt til tíu á kvöldin. Landssöfnun til slysavarna og björgunarstarfs Dagana 2.-5. september nk. mun Hjálparstofnun kirkjunnar í sam- vinnu við Slysavarnafélag íslands, Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunar- sveita gangast fyrir landssöfnun til stuðnings og styrktar slysavarna- og björgunarstarfi í landinu. Nýlega gengu í gildi nýjar reglur um fjarskipti. Þessar reglur krefjast þess að björgunarsveitirnar endur- nýi nær allan sinn fjarskiptaútbún- að. Er hér um mjög fjárfrekt átak að ræða og er björgunarsveitum lands- ins óframkvæmanlegt án þess að til komi sameiginlegur stuðningur landsmanna. Öllum er kunnugt um hið mikil- væga starf sem björgunarsveitirnar inna af hendi og hversu mikilvægt er að þær séu sem best búnar tækjum og öðrum útbúnaði. Félagar björg- unarsveitanna leggja af mörkum óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu öryggis landsmanna en störf slysa- varna- og björgunarsveita byggjast á sjálfboðaliðastarfi og frjálsri fjár- öflun. Söfnunin mun standa yfir frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Þá daga munu félagar slysavarna- og björgunarsveita verða á vegi lands- manna og taka við framlögum í söfn- unina. Einnig er hægt að koma framlögum til skila á gíroreikning nr. 20005—0, til Hjálparstofnunar kirkjunnar, Klapparstíg 27, Reykja- vík, og til sóknarpresta um land allt. (KrélUiilkynning frá Hjálparstofnun kirkjunnar.) llflQRt K-Zr dW* Aðalkennari er Þorgerður Gunnarsdóttir (Hogga) nýútskrifaöur danskennari frá Rockford College í Bandaríkjunum Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 10—12 f.h. og 17—19 e.h. Afhending skírteina aö Skúlatúni 4, fjóröu hæö, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17—20 e.h. Líkamsþjál fun Ital lettskóla Eddu Sdtcving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.