Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 Minning: Ólafur Björnsson Núpadalstungu I dag, 27. ágúst 1982, kl. 13.30 er jarðsunginn frá Bústaðakirkju Ólafur Björnsson, fyrrum bóndi að Núpsdalstungu í Miðfirði. Ólafur Björnsson fæddist að Núpsdalstungu í Miðfirði í Vest- ur-Húnavatnssýslu þann 20. janú- ar 1893 og dáinn 19. ágúst 1982 í hjúkrunardeild Heilsuverndar- stöðvarinnar í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Björn Jónsson, óðalshóndi í Núpsdalstungu, fædd- ur 21. nóvember 1866, dáinn 12. maí 1938, og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir, fædd 22. ágúst 1865, dáin 26. september 1942. Voru þau bæði af merkum bændaættum í Húnaþingi. Ólafur ólst upp í stórum systk- inahópi og var hann þriðji í röð- inni af átta börnum þessara merku Núpsdalstunguhjóna og verða þau talin hér í aldursröð: Elstur var Bjarni, bóndi á Uppsöl- um í Miðfirði, fæddur 21. febrúar 1890, dáinn 30. janúar 1970; Jón, klæðskeri í Reykjavík, fæddur 18. maí 1891, dáinn 29. nóvember 1921; Ólafur fæddur 20. janúar 1893, sem nú er nýlátinn; Guð- finna, fyrrum húsfreyja í Torfu- stöðum í Miðfirði, fædd 18. júlí 1895, dáin 1. maí 1977; Guðmund- ur, kennari á Akranesi, fæddur 24. mars 1902; Björn Leví, doktor í hagfræði, búsettur í Reykjavík, fæddur 22. nóvember 1903, dáinn 3. janúar 1956; Elínborg Jóhanna, fædd 28. nóvember 1906, dáin 7. ágúst 1981, húsfreyja á Bjargi á Seltjarnarnesi; yngst var fyrri konan mín, Guðný Margrét, fædd 2. júní 1908, dáin 5. júní 1953. Fóstursystir þeirra er Herborg Ólafsdóttir fædd 10. janúar 1919, en hún kom tveggja ára að Tungu. Af framanskráðu sést, að Guð- mundur er nú einn á lífi þessara systkina. Ekki kynntist ég Ólafi persónu- lega fyrr en um það leyti, sem ég tengdist þessu fólki. Þá hafði Ólafur búið sjálfstæðu búi frá 1921, ásamt sinni ágætu eigin- konu, Ragnhildi Jónsdóttur frá Fosskoti í sömu sveit, mestu fyrir- myndarkonu. Ragnhildur og Ólaf- ur gengu í hjónaband 27. ágúst 1921. Börn þeirra eru: Kjartan fæddur 17. september 1923, deild- arstjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, kvæntur Jó- hönnu Bjarnadóttur; Jón fæddur 20. september 1927, vélvirki í Reykjavík, var kvæntur Sesselju Katrínu Karlsdóttur. Þau hafa slitið samvistum; yngst er Elísa- bet Guðrún, fædd 23. maí 1930, póstafgreiðslumaður á Hvolsvelli. Maður hennar er Jón Stefánsson, símvirki. Þau hafa búið á Hvols- velli síðan 1966. Þegar þetta er rit- að eru barnabörnin 12 og barna- barnabörnin 13. Ólafur starfaði mikið að félags- málum í sinni sveit, Fremri- Torfustaðahreppi, og var oft til hans leitað, þegar einhver vanda- mál komu til sögunnar. Hann var lengi í hreppsnefnd og oddviti í 18 ár. Þá var hann lengi formaður búnaðarfélagsins í sveit sinni. Hann var lengi deildarstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Þá má geta þess, að Ólafur var formaður fasteigna- matsnefnda í Vestur-Húnavatns- sýslu kringum 1940 og einnig rúm- um tuttugu árum síðar. Mér er sagt, að Ólafur hafi alla tíð verið lipur samningamaöur, réttsýnn og alltaf viljað skoða málin frá ýms- um hliðum. Hann var mikill sam- vinnumaður í þess orðs bestu merkingu. Meðan kona mín, Guðný Mar- grét, lifði, vorum við hjónin á hverju sumri alltaf smátíma í Núpsdalstungu, viku eða hálfan mánuð. Eftir lát hennar, fannst mér ég alltaf þurfa að koma þang- að á hverju sumri og vera þar nokkra daga og hélt ég þeim sið flest sumur, þar til Ólafur og Ragnhildur fluttu hingað til Reykjavíkur síðla árs 1966. Frá Núpsdalstungu á ég margar bjartar endurminningar. Mér fannst ég alltaf vera kominn heim, þegar ég var kominn þangað norð- ur. Njóta þar ágætrar gestrisni og fegurðar iandsins í línum og lit- um. Bærinn Núpsdalstunga stend- ur ofarlega í hárri brekku, nokk- urn spöl frá Núpsá. Bæjarstæðið er hið fegursta og víðsýni meira en víða annars staðar. Sérstaklega er fagurt þar um að litast, þegar nótt er björt og sjá má í norðri sólroðin fjöll Strandasýslu og Vatnsnes- fjall milli Miðfjarðar og Húna- fjarðar, en í suðri inn allan Núpsdal og til jökla á miðhálend- inu, ef skyggni er gott. Það var því með nokkrum trega, sem Ólafur og Ragnhildur yfirgáfu þetta gróðursæla hérað, þar sem þau höfðu bæði slitið barnsskónum, en voru nú allt í einu flutt á mölina. Þegar ég kom fyrst í Miðfjörð- inn, vakti það strax furðu mína, hversu Miðfjarðarhérað var gróðri vafið, þótt oft geti andað þar köldu á hafísárum. Landslagið ber öll einkenni síðustu isaldar, ávalar gróðursælar hlíðar, þar sem flest- ar ójöfnur hafa sorfist af undan þunga skriðjökulsins, sem stefndi á haf út. Þetta landslag sér maður ekki á Norðurlandi fyrr en í Þing- eyjarsýslum. Eg man oft eftir fögrum kvöldum í Núpsdalstungu. Þá gekk ég oft upp brekkuna á hæð fyrir ofan gamla túnið, þar sem forfeður konu minnar höfðu oft leikið sér, börn að aldri, og horft á hið undurfagra útsýni. í þessu umhverfi var Ólafur Björnsson fæddur, þar starfaði hann um langan aldur fyrir sveit sína og hérað. Hann trúði ávallt á mátt moldarinnar og gróður jarð- ar, enda vann hann mikið að jarð- arbótum á jörð sinni. Hann var mikill félagshyggjumaður og hafði í mörg horn að líta, enda þurfti hann oft að bregða sér frá sínu heimili ýmissa erinda. Rétt er að geta þess, þegar minnst er á störf Ólafs í Tungu, að margt annað en félagsstörf og búskapur var honum hugleikið viðfangsefni. Ólafur var nefnilega dverghagur og ágætur smiður bæði á tré og járn. Var oft til hans leitað, þegar gera þurfti við ýmsa hluti, jafnvel um hásláttinn í besta þurrki, enda voru margir, sem til hans komu í þeim erindum og fengu fljóta og góða afgreiðslu. Ungur að árum var hann á nám- skeiði í Reykjavík hjá dýralækni, enda var hann mjög nærfærinn við skepnur og mörgum mjólkur- kúm mun hann hafa bjargað eftir burð, en á þeim árum var ekki til lærðra dýralækna að leita. Ólafur átti lengst af ágæta hesta og alltaf þótti honum skemmtilegt að koma á bak góðum gæðingum og mun það hafa verið hans síðasta eign, sem honum þótti nokkurs virði. Áður fyrr var oft leitað til Ólafs, þegar sækja þurfti lækni, bæði að degi og nóttu, en þá tók hann sína bestu hesta til fararinnar og var fljótur í ferðum. Ég átti tal við Ólaf nokkru eftir að hann flutti til Reykjavíkur og þá sagði hann, að sér þætti það miður, að ekkert af sínum börnum hefði séð sér fært að taka við jörð- inni og heldur ekki neitt af sínum ættmönnum. Árið 1969 var jörðin seld ágætum manni, sem mun vonandi gera þar garðinn frægan. Eins og verið hafði í tíð foreldra Ólafs, áttu margir erindi að Núpsdalstungu. Þar var á tímabili miðstöð sveitarinnar, þar voru fundir haldnir og þar var í upp- hafi símstöð, einnig var þar á tímabili veðurathugunarstöð. í Núpsdalstungu var öllum gestum tekið opnum örmum og veitingar ágætar. Ólafur í Tungu var vel að sér um flesta hluti. Hann var al- inn upp á miklu menningarheim- ili, þar sem bókakostur var góður og sumar fornsögurnar held ég, að hann hafi kunnað næstum utan- bókar. Hann hafði ágæta rithönd, enda þurfti hann oft að beita penna. Ólafur var hamingjumaður í einkalífi, kvæntur ágætri konu, sem var fyrirmyndar húsmóðir, sem öllum vildi gott gera. Eftir að Ólafur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þau að Leifsgötu 10, höfðu nokkru áð- ur keypt þar litla en snotra íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi. Ólafur fékk strax góða vinnu á ágætum vinnustað og líkaði honum þar vel að starfa með góðum vinnufélög- um. Þar starfaði hann í mörg ár. Ólafur var við góða heilsu fram yfir áttrætt, en eftir það fór heilsu hans að hraka. Hann var mörg síðustu árin í sjúkrahúsi, lengst af í sjúkradeild Heiisuverndarstöðv- arinnar. Að leiðarlokum þakka ég Ólafi ágæta samfylgd og óska hon- um Guðs blessunar í æðri veröld. Blessuð sé minning hans. Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum + Maðurinn minn, GUDMUNOURJÓNSSON fró Hvammi í Landaaveit, andaöist aö heimili sinu, Langageröi 62, 25. ágúst. Steinunn Giasurardóttir. Eiginkona mín, HULDA EINARSDÓTTIR, kaupakona, Barmahliö 29, lést í Landspitalanum 25. ágúst. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Kláus Eggertsson. t Móöir mín og tengdamóöir okkar, INGIBJÖRG FILIPPUSDÓTTIR, Vesturgötu 39, Reykjavlk, er lóst 23. ágúst, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í dag, föstu- daginn 27. ágúst, kl. 3. e.h. Sigríöur Guömundsdóttir, Pátur O. Nikulásson, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Harald Faaberg. + Faöir okkar. EIRÍKUR ÓLAFSSON, Grjóti, veröur jarösunginn frá Noröurtungukirkju laugardaginn 28. ágúst kl. 2.00. Börnin. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, SNÆBJÖRN JÓNSSON, Staó, veröur jarösunginn frá Staöarkirkju laugardaginn 28. ágúst kl. 14. Fyrir hönd vandamanna. Unnur Guömundsdóttir, synir, tengdasynir og barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall eigin- manns míns, fööur, tengdafööur og afa, Jóhannesar Gunnarsaonar, Melgeröi 28, Rvfk. Kristín Karlsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Fööursystir okkar og mágkona, INGUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, saumakona, Fjölnisvegi 12, veröur jarösett frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 27. ágúst kiukkan 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Vigdís Guðbrandsdóttir, Halldóra Guömundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Þorsteinn Guðmundsson. + Þökkum samúö viö andlát og jaröarför systur okkar, SIGRÍÐAR GfSLADÓTTUR, Sólvallagötu 19. Ingileif Gísladóttir, Halldór Gíslason. + GARÐAR PÁLSSON, Furugeröi 1, lézt í Borgarspítalanum 13. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsliöi Borgarspít- alans fyrir góöa umönnun. Jónina S. Guómundsdóttir, Grátar Garóarsson, Hafsteínn Garóarsson, Sigurpáll Garóarson. Kristín H. Eyfeld, Hildur Pálsdóttir, Vegna jarðarfarar BJÖRNS ÞORGRÍMSSONAR, fyrrv. vörubifreiöarstjóra, veröa skrifstofur okkar og vörugeymslur lokaöar í dag milli kl. 1 og 3. Björninn hf., Skúlatúni 4, Reykjavík. Lokað í dag, Föstudaginn 27. ágúst, eftir hádegi, vegna jaröarfarar FRÚ INGIBJARGAR FILIPPUSDÓTTUR. pfíM Pétur 0 Nikutásson " W W TTTVGGVAGOTU 8 SIMAfl 22650 20110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.