Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 188. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líbanon: Fer Arafat á brott í dag? Beinit, 27. ágúst AP. ^—^ BROTTFLUTNINGUR palestínskra skæruliða frá Vestur- Beirut hélt áfram í dag af auknum krafti og voru þá 1.500 liðsmenn Frelsishers Palestínu, PLA, fluttir landveg til Sýr- lands og aðrir 600 á sjó. Orðrómur er á kreiki um að Yasser Arafat og aðrir frammámenn PLO muni fara til Sýrlands á morgun, laugardag. Talið er, að nú sé farið frá Vestur-Beirut hálft fimmta þús- und skæruliða PLO. Ariel Sharon, varnarmála- ráðherra ísraels, sagði í dag á fundi, sem hann átti með banda- rískum embættismönnum í Washington, að ísraelar myndu „aldrei samþykkja" stofnun pal- estínsks ríkis á Vesturbakkan- um og í Gaza. Sagði hann, að Jórdanía væri ríki Palestínu- manna en á þá skoðun hafa Bandaríkjamenn aldrei viljað fallast. Bæði Reagan forseti og Shultz utanríkisráðherra hafa sagt það síðustu dagana, að um það yrði að semja hvort stofnað yrði ríki Palestínumanna á hernumdu svæðunum. Þar búa nú 1,3 milljónir Palestínu- manna. Sérþjálfaðir ítalskir hermenn gættu fyrstu bílanna í langri lest, sem fór eftir þjóðveginum milli Beirut og Damaskus í Sýr- landi en óttast hafði verið, að ísraelar eða líbanskir hægri- menn kynnu að skjóta á hana. Ekkert bar þó til tíðinda. Bandarískir landgönguliðar höfðu hins vegar eftirlit með höfninni í Beirut og brottflutn- ingi skæruliða sjóleiðina. Talsmenn PLO neituðu í dag að staðfesta fréttir um að Ara- fat og aðrir helstu leiðtogar samtakanna ætluðu að fara á morgun, laugardag, til Sýrlands og sögðu, að ekki yrði tilkynnt fyrirfram um brottför þeirra. PLO hefur hætt rekstri út- varpsstöðvar á sínum vegum í Beirut, fréttastofu og dagblaðs. Amir Drori, yfirmaður ísraekka hertiosias i Lfbanon, fylgist með úr bíl sínum þegar fyrstu skæruliðarnir, sem fluttir eru landveg til Hýrlands, halda af stað undir palestínskum fána. Heldur hægðist um á verðbréfamarkaonum f New York í gær eftir algjöra metsölu á fimmtudaginn en sérfræðingar telja, að sú ákvörðun banda- ríska seðlabankans i gær að lækka vexti úr 10,5 í 10% muni styrkja markaðinn enn frekar. Þessi mynd var tekin á fimmtudag og sýnir kauphallarstarfsmenn með skyrtubol, sem á er letrað: „Ég lifði af hildar- leikinn 26. ágúst '82, þegar 133 milljón hlutir voru seldir í kauphöllinni." Þingkosn- ingar á Spáni í október Madrid, 27. ágúst. Al\ LEOPOLDO ('alvo Sotelo, forsætis- ráðherra Spánar, rauf i dag þing og boðaði til nýrra kosninga innan tveggja mánaða. Hann tilkynnti þessa ákvörðun sína eftir fund á Miðjarðarhafseyjunni Mallorca nieð Spánarkonungi, Juan Carlos, sem þar er í fríi. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum, að kosningarnar muni fara fram 28. október nk., sex dögum eftir að fyrirhugaðri Spánar- heimsókn Jóhannesar Páls páfa II lýkur. Að réttu lagi hefðu kosningar átt að fara fram á Spáni næsta vor en haft er eftir heimildum, að Sot- elo vilji með þessari ákvörðun reyna að setja fyrir þann leka, sem orðið hefur í þingliði hans, en á tæpu ári hafa 14 þingmenn horf- ið úr röðum stjórnarflokksins, Miðflokkasambandsins. Að auki stendur honum svo stuggur af fyrrum samherja sínum og stofn- anda Miðflokkasambandsins, Adolfo Suarez, fyrsta forsætis- ráðherra frjáls Spánar, en hann hefur nú stofnað nýjan flokk, sem er heldur til vinstri við miðju spánskra stjórnmála. Felipe Gonzalez, leiðtogi Sósíal- istaflokksins, sem eftir skoðana- könnunum virðist eiga miklu fylgi að fagna, sagði í dag, að flokkur hans væri reiðubúinn til kosninga, en talið er, að Sotelo hafi með ákvörðun sinni einnig viljað koma stjórnarandstöðuflokkunum í opna skjöldu. Vaxandi spenna meðal Pólverja Gífurlegur viðbúnaour hers og lögreglu vegna afmælis Samstöou Varsjá, 27. ájjusl. AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi létu í dag frá sér einhver hörðustu ummælin um Samstöðu til þessa og sögðu, að óháðu verkalýðsfélögin hefðu í und- London: Yfirgefa heimili sín vegna hamstraplágu London, 27. ágúst. AP. „I>ETTA er hræöilegra en nokkuð, sein Hitchcock hefði getað látið sig dreyma um," sagði bæjarráðsmað- urinn Jim Brophy og Lily Dean, öldruð ekkja, kvaðst hafa orðið að flýja að heiman undan ósköpun- um. „Þetta hefur verið ein sam- felld martröð," sagði hún, „þeir eru alls staðar. í loftinu, gólfinu og veggjunum." Ellilífeyrisþeginn Timothy O'Sullivan hefur híns veg- ar lýst vfir heilögu stríði á hendur „litlu skrímslunum" með öflugan loftriffil að vopni. „Litlu skrímslin" eru þúsundir ef ekki tugþúsundir hamstra, sem nú eru í þann veginn að leggja undir sig leiguíbúðahverfi í Norður-London. Baráttan við þá hefur staðið í marga mánuði en þrátt fyrir það hafa þeir stöð- ugt verið að færa sig upp á skaftið. Þeir naga sig í gegnum veggi, loft og gólf, gera skyndiár- ásir inn í eldhúsið og það virðist vera með þá eins og þursinn í ævintýrinu, að fyrir hvert höfuð, sem af fýkur, koma önnur tvö. Af þessum sökum er fólk farið að flýja íbúðirnar, einkum af ótta við að börnin verði fyrir biti. Talsmaður bæjarstjórnarinn- ar segir, að úr vöndu sé að ráða því að hamstrarnir vilji ekki eitrað korn. Að vísu smakki þeir á því, japli á því smástund en skyrpi því síðan út úr sér. O'Sullivan, ellilífeyrisþeginn fyrrnefndi, segist hafa drepið 180 hamstra nú þegar. „Þeir eru kannski fallegir að sjá, litlu skinnin, en þegar íbúðin er öll komin á ið fer nú gamanið að grána," sagði hann. irbúningi allsherjarverkfall og siðan vopnaða uppreisn. Til mikilla átaka kom í gær í borginni Lodz í Mið- Póllandi nnlli stuðningsmanna Sam- stöðu og lögreglunnar. Zbigniew Bujak, einn af leiðtogum Samstöðu, sem enn fer huldu höfði, segir í dreifiriti í dag, að mótmælin nk. þriðjudag, á tveggja ára afmæli Sam- stöðu, muni fara fram þrátt fyrir hót- anir herstjórnarinnar og hættuna á að einhverjir „falli í valinn" fyrir ofbeldinu. Viðvaranir herstjórnarinnar komu samtímis því að til Varsjár fréttist af gífurlegum viðbúnaði hers og lögreglu í hafnarborgun- um Gdansk og Szczecin þar sem Samstaða fæddist eftir mikil verkföll á árinu 1980. „Mótmælin nk. þriðjudag, 31. ágúst, eru aðeins undirbúningur allsherjarverkfalls og síðan vopnaðrar uppreisnar gegn alþýðuríkinu Póllandi," sagði Kazinierz Barcikowski, sem sæti á í stjórnmálaráði kommúnista- flokksins. Pólska sjónvarpið sagði frá því í dag, að til óeirða hefði komið í gær í Lodz milli mörg hundruð stuðn- ingsmanna Samstöðu og lögregl- unnar. Hefðu 108 manns verið handteknir og voru sýndar myndir af því þegar fólkið var dregið fyrir rétt. Mikil spenna er sögð ríkja víða í Póllandi og einkum í hafn; arborgunum við Eystrasalt. í skipasmíðastöðinni í Szczecin hafa 39 menn verið sviptir vinnu sinni og er litið á það sem tilraun til að skjóta verkamönnunum skelk í bringu með tilliti til fyrir- hugaðra mótmæla á þriðjudaginn. Zbigniew Bujak, einn af leiðtog- um Samstöðu í Varsjá, sem enn hefur ekki fallið í hendur her- stjórninni, segir í bréfi, sem er dagsett 18. ágúst en dreift í dag, að mótmælin muni fara fram jafnvel þótt „við vitum að þau geta endað með því að einhverjir falla í valinn fyrir ofbeldinu". „Ef ágúst líður hjá án mótmæla táknar það, að Samstaða og pólska þjóðin hafa verið brotin á bak aftur af her- stjórninni," segir hann. Greinilegt er, að pólska her- stjórnin hefur miklar áhyggjur af ástandinu og fyrirhuguðum mót- mælum. Sl. mánudag sagði Jaru- zelski hershöfðingi, að ðll and- staða í landinu yrði upprætt og er nú talið, að pólskir kommúnistar vilji sýna Sovétmönnum það svart á hvítu, að þeir séu engir veifi- skatar í viðureigninni við verka- menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.