Morgunblaðið - 28.08.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.08.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 40% hækkun á sírna- þjónustu til útlanda FRA OG með 1. september 1982 hækka gjöld fyrir símaþjónustu til útlanda. Gjöldin hafa verið óbreytt frá 1. febrúar 1982 þrátt fyrir stöðugt gengissig en eftir síð- ustu gengisfellingu er ekki hægt að draga lengur að hækka gjöldin því að þau eru ákveðin í gullfrönk- um samkvæmt samningum við aðrar símastjórnir. En gullfrank- inn hefur hækkað um rúmlega 50% á þessu tímabili. Þörungavinnslan: 15 sækja um framkvæmda- stjórastöðuna FIMMTÁN sækja um stöðu fram- kvæmdastjóra I>örungavinnslunn- ar að sögn stjórnarformanns, Vilhjálms Lúðvíkssonar. Ekki er hægt að birta nöfn umsækjenda þar sem flestir þeirra biðja um nafnlcynd. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 20. ágúst sl. Að sögn Vilhjálms má bíða ákvörðunar um hver hlýtur stöðuna í ein- hvern tíma. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá Póst- og síma- málastofnuninni. Þar segir enn- fremur: Hækkun á talsímagjöldum er um 40% að jafnaði. Gjald fyrir hverja mínútu, þegar símnot- andi velur númerið sjáifur, verður kr. 15.50 til Norðurlanda nema Finnlands, sem verður kr. 17.00. Mínútugjaldið til Bret- lands verður kr. 18.50, til Frakk- lands og V-Þýskalands kr. 23.00 og til Bandaríkjanna og Kanada kr. 35.00. í öllum tilfellum er gjald fyrir handvirka þjónustu kr. 5.50 hærra, nema til fáeinna fjarlægra landa þar sem gjaldið er tvöfalt. Gjöld fyrir telexþjónustu og skeyti hækka um svipað hundr- aðshlutfall. Söluskattur er innifalinn í framangreindum upphæðum. Frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands á Akureyri. Ljósm. K.G. Aðalfundur Skógræktar- félags íslands á Akureyri DAGANA 27.—29. ágúst er hald- inn aðalfundur Skógræktarfélags íslands á Akureyri. Fundinn sitja um 120 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Hófst fundurinn kl. 10 á föstudaginn var. Formaður Skóg- ræktarfélagsins, Hulda Val- týsdóttir, setti fundinn og minntist látinna félaga. Síðan fluttu ávörp formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar Oddur Gunnarsson á Dagverðar- eyri og Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri. Eftir hádegi flutti Þorbergur Jónsson erindi um forsendur héraðsskógræktar- áætlunar í Eyjafirði, og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri gerði grein fyrir réttarstöðu skógar- búskapar í íslenzkri landbúnað- arlöggjöf. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, sýndi litskyggnur og sagði frá frægarði í eigu Skóg- ræktarfélags Islands á Taralds- ey í Noregi. En frægarðinn gáfu mörg skógræktarsamtök og stofnanir í Noregi Skógræktar- félagi íslands í tilefni 1100 ára afmælis búsetu í landinu 1974. í dag flytur m.a. Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, erindi um útivist og landnýtingu í þéttbýli. Vilhjálmur Sigtryggs- son framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur talar um trjárækt á útivistarsvæðum. Eftir hádegið verður farið í kynnisferð um Vaðlaskóg, Grund og Kjarnaskóg og í kvöld sitja fundarmenn kvöldverðar- boð bæjarstjórnar Akureyrar og sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu. Fundi verður síðan fram haldið á morgun, sunnudag, og lýkur síðdegis. Heimilið og fjölskyldan: Um 33 þúsund manns hafa sótt sýninguna Tveggja báta trollið: Olíusparnaður 40% á hvert landað tonn — segir Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur Demantaslípararn- ir koma ekki UM 33 þúsund manns höfðu heim- sótt sýninguna Heimilið og fjöl- skyldan ’82 í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið kannaði málið. Sýn- ingin verður opin núna um helgina frá 13.00 til 23.00, en miðasalan opnar klukkan 12.00. Á sýningunni er ýmislegt til Borgarráð: Laun hjá borg- inni ekki skert BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að greiða starfsmönnum Reykjavíkurborgar þá 2,9% launa- hækkun sem ákvæði nýju bráða- birgðalaganna segja til um að skerða eigi laun allra landsmanna þann 1. scptember nk., i samræmi við ASÍ- skerðinguna. í bókun með afgreiðslunni segir, að borgarráð líti á greiðslurnar sem fyrirframgreiðslur upp í væntanlega kjarasamninga. skemmtunar, Töframaðurinn Ar- utún Akopian kemur fram tvisvar á dag, klukkan 13.30 og 20.00. Klukkan 20.00 kemur einnig fram sovéska akrobataparið Tatyana og Gennady Bondarchuk, en klukkan 14.00 og 22.45 stekkur eldmaður- inn Roy Frandsen niður úr turni sínum. Tívolíið er opið meðan sýn- ingin er opin. Demantaslípararnir, sem Arnar- flug ætlaði að fá í bás sinn á sýn- ingunni Heimilið og fjölskyldan ’82, sem nú stendur yfir í Laugar- dalshöll, munu ekki verða á sýn- ingunni. Að sögn Sigurjóns Jó- hannssonar hjá sölumarkaðsdeild Arnarflugs, liggja til þess þær ástæður, að demantaslípivélin tafðist í Hollandi, vegna þess að tollpappírar stemmdu ekki. Ekki nóg með það, því þegar búið var að kippa því í lag, týndist vélin og þegar hún loks kom í leitirnar, var tími mannanna, sem áttu að vinna við hana, útrunninn. Sagði Sigur- jón að þeir hjá Arnarflugi væru mjög sárir og leiðir yfir því hvern- ig farið hefði og væru nú í athug- un hjá þeim möguleikarnir á, að fá eitthvað annað atriði í staðinn, í bás þeirra á sýningunni. „NEI, ég held að það sé alger mis- skilningur, ég veit ekki að hvaða leyti það ætti að vera,“ sagði Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, þegar hann var spurður hvort svokallað tveggja báta troll sem verið er að reyna hér við land væri „gjöreyðingartroll” cins og haft er eftir „einum togí ra- skipstjóranna frá því á nýsköpun ir- togaraárunum“ í Dagbók Morgun- blaðsins í gær. Guðni sagði einnig: „Þeir bátar sem nota þetta tveggja báta troll, fiska að vísu yfirleitt meira sam- eiginlega en þeir gera hvor í sínu lagi. Það fer þó eftir stærð bát- ar.na og er dálítið mismunandi. Þeir hafa gefið upp afla frá því að fiska sama og þeir gerðu með gömlu aðferðinni og upp í að fiska sexfalt meira. Það eru reglugerðir um möskvastærð hjá þessum bát- um alvég eins og öðrum, þannig að það er ekkert sennilegra að þeir veiði meiri smáfisk en annars væri. Hinsvegar má segja að um sé að ræða aukningu á sókninni. En á móti kemur að þetta er mjög hag- kvæmt, bæði vegna kostnaðar við veiðarfæri og eins er töluvert mik- ill olíusparnaður talinn vera af þessu, allt að 40% á hvert landað tonn. Aflinn næst því á hagkvæm- ari hátt. Færeyingar hafa verið með þetta og hefur það komið vel út hjá þeim, að vísu hafa þeir þann útbúnað að geta togað einir ef þannig stendur á. Það eru yfirleitt minni bátarnir sem eru í þessu, þó eru Japanir með nokkuð stór skip í þessu. Þeir eru með heila flota skipulagða þannig að 2 pör hífa saman og á meðan sitthvort skipið úr hvoru parinu tekur trollið, sem þau tefjast auðvitað við, þá kasta þeir sem losna strax saman. Það er ekki komin mikil reynsla á þetta hér við land, en ég held að þetta komi því betur út sem skipin eru smærri. Menn eru á því að þetta sé einna hagkvæmast víða við suðurströndina, þar sem botn- inn er góður. Fram tii þessa hefur þetta verið talið veiðarfæri fyrir nokkuð sléttan og góðan botn en það er að breytast, t.d. er nú farið að sækja á verri botn í Norðursjó en áður var,“ sagði Guðni Þor- steinsson, fiskifræðingur, að lok- um. Eigendaskipti að Naustinu EIGENDASKIPTI hafa orðið að Naustinu. Omar Hallsson veit- ingamaður og eiginkona hans eru hinir nýju eigendur. Þau hafa rek- ið Hótel Valhöll á Þingvöllum sið- ustu sumur, auk þess að eiga og reka veitingastaðinn Rán i Reykjavík. Formleg eigendaskipti fara fram nk. miðvikudag. Auk Naustsins keyptu þau hjón húsnæðið sem verzlun Geirs Zoéga var í við hlið Naustsins og hyggjast þau inn- rétta það sem sérstakan sam- kvæmis- og fundarsal. Aðspurð- ur sagði Ómar í viðtali við Mbl. að hann hefði ekki í hyggju að gera neinar breytingar aðrar en nauðsynlegar endurbætur, á Naustinu. „Ég vann sjálfur í gamla góða Naustinu sem fram- reiðslumaður 1968 og 1969 og hef vissar taugar til staðarins," sagði hann. Hollenskur blómaskreytinga- maður kemur til landsins á sunnudag með afskorin og þurrkuð blóm og sagði Ómar, að þau hjónin ætluðu sér að fylla Naustið af blómum í tilefni af eigendaskiptunum á miðviku- dag. Þau fá húsnæðið við hlið- ina afhent 1. október og er ætl- unin að ljúka innréttingu þess og taka í notkun fyrir áramótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.