Morgunblaðið - 28.08.1982, Side 9

Morgunblaðið - 28.08.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 9 SyAra-Laugalandi, 18. ágúst 1982. Kæri Gísli Jónsson. Margfaldar þakkir fyrir fróð- legar og skemmtilegar greinar þínar um íslenzkt mál í Moggan- um. Og alveg sérstaklega vil ég þakka ykkur Baldri Símonar- syni fyrir það, hve rækilega þið tókuð í lurginn á kirkjuyfirvöld- um fyrir það furðulega uppá- tæki að breyta nafni Jesú í fall- beygingunni og fella niður ávarpsfall nafns hans, sem er afar slysalegt. Þetta allt saman er í rauninni fullkomið hneykslismál. Það er ekki aðeins, að þúsund ára hefð sé rofin og að engu höfð, heldur er hér um leið ruglað og breytt verkum manna, sem hæpið er að stæðist fyrir dómi. Þar við bæt- ist svo, hve miklu verr það fer í sálmasöng, að hafa nefnifall, þar sem ávarpsfallið skyldi vera. Enn bætist svo við sú aðferð, sem höfð er við þessar kúnstir kirkjuvalda. Þetta er gjört „þegjandi og hljóðalaust". Og auðvitað skilur maður hvers vegna þannig er að farið. En það er bæði lítilsvirðing við Frelsar- ann sjálfan og allt kristið fólk í landinu. Það er rétt eins og hér sé um það smámál að ræða, er öllum hljóti að standa á sama um. 'En hvað mundu þessir menn segja, væri allt í einu far- ið að rugla svona í þeirra eigin nöfnum? Hvað vakir svo fyrir þeim? Það aleina sem ég get látið mér detta í hug er það, að hér sé verið að einfalda meðferðina á nafni Jesú. En sé kristnu fólki ofraun að læra að beygja nafn Frelsarans, þá líst mér ekki á þær lexíur aðrar, sem menn þurfa að læra og tileinka sér, vilji þeir kristnir heita. Og ég hefi aldrei haft mætur á þeirri aðferð að lækka „standardinn" til þess að ná betra árangri! En nóg um þetta að sinni, en gleymum því þó ekki. Erindið við þig núna var aðallega það, að bera undir þig orðalag í nýju handbók kirkjunnar. Það sem hér um ræðir er að finna í prests- og biskupsvígslu formálunum. Svo segir í Helgi- siðabók 1934 (prestsvígsla): „Svo fel ég þér i hendur hið veglega þjónsstarf í kirkju Krists ...“. Nýja handbókin: „N N Ég af- hendi þér hið heilaga prests- og prédikunarembætti ...“. í bisk- upsvígsluformála notar Helgi- siðabók þetta sama orðalag: að fela á hendur, en handbók: að af- henda. Að mínum dómi er það ólíkt fegurra og betur viðeigandi að tala um „hið veglega þjónsstarf í kirkju Krists", heldur en „hið heilaga prests- og prédikunar- embætti", þó að í sjálfu sér sé „allt í lagi“ með það orðalag. En einkanlega var það þó munurinn á orðalaginu „að fela á hendur" og „að afhenda", sem ég vildi „beina kastljósinu að“, eins og þeir í sjónvarpinu segja. Hér er svo sannarlega ólíku saman að jafna, og skil ég ekki, hvernig málkenndin getur rugl- azt svo hjá nokkrum heilvita manni, að hann ekki finni þetta. Einhver orðheppinn maður sagði, að þetta: „að afhenda", minnti á afgreiðslu í búð! Auk þess er það alls ekki rökrétt, að biskup „afhendi", hvort heldur er prests- eða biskupsembætti. Þar við má bæta, að sögnin „að afhenda" snýr einkum að þeim, sem af hendi lætur, þar sem orðalagið „að fela á hendur“ snýr að þeim, sem við tekur. Og það þýðir, að einhverjum sé trú- að fyrir einhverju, sem á vel við í því sambandi, sem hér um ræð- ir. Svo kveð ég þig og endurtek þakklæti fyrir greinar þínar og óska jafnframt eftir áliti þínu á þessu máli. D.u.s. Bjartmar Kristjánsson. Ég þakka presti þetta sköru- lega bréf og er sammála honum í því álitamáli sem hann víkur til mín. Vegna fyrri hluta bréfs- ins endurbirtist 131. þáttur frá 24. janúar sl. Höfum við þá tekið svo hvasst til orða, Baldur, ég og Bjartmar, að ég vænti frekari orðræðu um beygingu nafnsins Jesús. Fyrst er þá bréf Baldurs Sím- onarsonar í Reykjavík: Reykjavík, 11. desember 1981. Kæri Gísli. Mér þykir tímabært að vekja athygli þína á breytingu sem er að laumast inn í íslenzkt kirkju- i mál. í nýju sálmabókinni, sem ! út kom 1975, er ávarpsfalli og þolfalli Jesú breytt frá því sem verið hefur um aldir í íslenzku máli. Nú er frelsarinn ávarpað- ur Jesús, ekki Jesú og þolfallið er Jesú, ekki Jesúm. Þannig heitir barnasálmurinn alkunni, Ó, Jesú, bróðir bezti nú Ó, Jesús, bróðir bezti, og þýðing Matthíasar hefst nú svo: Ó, þá náð að eiga Jesú í stað Ó, þá náð að eiga Jesúm. Hallgrímur Pétursson er ekki óhultur fyrir hinum nýja sið. Þannig er nú prentað: Víst ertu, Jesús, kóngur klár. Mikill er lærdómur þeirra sem breyta orðum Hallgrims í nýju sálma- bókinni, þvi að væntanlega þekkja þeir formála hans að Passíusálmunum: „En þess er eg af guðhræddum mönnum óskandi, að eigi úr lagi færi né orðum mínum breyti, hver þeir sjá orði drottins og kristilegri meiningu ei á móti. Þeir, sem betur kunna, munu betur gjöra." í fljótu bragði sýnist mér, að þessi breyting sé alls staðar í nýju sálmabókinni, nema i stöku lagboðum, sem eru ekki prent- aðir þar sem sálmar (t.d. Sæti Jesú, sjá oss hér). í nýju biblíu- þýðingunni, sem kom út í sumar, er sömu reglum fylgt — ávarpsfall afnumið, þolfalli er breytt. Vafalaust þakka margir heil- brigðri íhaldssemi kirkjunnar hve vel mál okkar hefur varð- veitzt. Erfitt er að geta sér til um hvatir þær sem liggja hér að baki. Má vera að notkun ávarpsfallsins Jesú og þolfalls- ins Jesúm vefjist fyrir ýmsum. Fram til þessa hafa börnin sungið: Ó, Jesú, bróðir bezti, og er mér til efs að skaðað hafi sál- arheill þeirra, þó að þau hafi ekki skilið fyrr en löngu seinna, hvers vegna þetta er svona. Undanlátssemi af ýmsu tagi er versti óvinur íslenzks máls. Hún leiðir til málfátæktar, og málið verður ekki eins gagnsætt og áð- ur. Á sinum tíma töldu sumir að zetunni mætti fórna, fyrst tókst að bjarga yfsiloninu það skiptið. Ég vona að þessar breytingar séu ekki fram komnar vegna þess að eignarfallsmyndin Jesú á í vök að verjast fyrir hroða- legri afbökun sem ég ætla að hlífa þér við að sjá. Ótrúlegt er, hve mikinn svip sálmar missa við þessa breyt- ingu, eins og þú getur sannfært þig um með því að bera saman gömlu og nýju bókina. Einkum þykir mér eftirsjá í ávarpsfall- inu, sem hlýtur að vera sára- sjaldgæft. Ég vona að á hátíð- inni sem í hönd fer syngi kirkju- kórarnir eftir sem áður: Jesú, þú ert vort jólaljós. Lifðu heill. Mér brá illilega við lestur þessa bréfs. Ég hafði ekki fylgst nógu vel með því sem var að ger- ast. Um beygingu orðsins Jesús hef ég alltaf farið eftir fyrir- mynd Hallgríms Péturssonar. Hann beygði orðið svo: Nefnifall: Jesús. Ávarpsfall: Jesú. Þolfall: Jesúm. Þágufall: Jesú. Eignarfall: Jesú. Ég fæ með engu móti séð þörf, hvað þá heldur nauðsyn, til þess l að breyta þessari hefð. Fjöldi sálma, þeirra sem bestir hafa verið ortir og sungið sig inn í hjörtu ungra sem aldinna, er að minni tilfinningu svo viðkvæm- ur að þessu leyti, að breytingar jafngilda helgispjöllum fyrir mér. Baldur Símonarson tók nokkur ágæt dæmi. Mætti ég að- eins bæta við. í einhverjum yndislegasta sálmi sínum, Hugbót, segir sr. Hallgrímur. Af mér þó féð og auðlegð með óðum svo ganga megi grátbæni eg nú, góði Jesú, gleymdu mér þó aldregi. Lát mig hjá þér, þá héðan fer, í himnasælu lenda. Nafn drottins sætt fær bölin bætt, blessað sé það án enda. Eigum við nú að taka til að lesa og syngja: Grátbæni ég nú, góði Jesús? í 25. passíusálmi, um útleiðslu Kristi úr þinghúsinu, er orðið sonur mikið lykilorð. Þessi sálmur endar á versi, þar sem orðið kemur fyrir í listrænni klifun (anafór), svo að fáir geta látið ólært. Skáldið mótmælir ákaflega þeim dómsforsendum Júða, að Jesús væri verður dauðadóms vegna þess að hann hefði „gjört sig guðs syni að“. Þarf ég að minna menn á þetta erindi? Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, JESÍI minn. Son guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son guðs einn eingetinn. Syni guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. Ég spyr enn: Eigum við að láta hafa okkur til aö syngja: Sonur guðs, Jesús minn? Er leyfilegt að breyta listaverkum mestu trúarskálda okkar með þvílíkum hætti? Ég segi nei og aftur nei. Það er lágmarkskurt- eisi við minningu höfuðskálda að þau fái að halda listaverkum sínum um hin helgustu efni óbreyttum, og ég bið þá, sem fara með stjórn íslenskra kirkjumála, að lofa okkur, van- trúuðum og efagjörnum, sem sterk-trúuðum og efasemdar- lausum, að hafa beygingu orð- sins Jesús í friði, eins og við höf- um lært hana í þeim sálmum sem hrært hafa hjörtu okkar og vakið til hrifningar fyrr og síð- ar. Hallgrímur Pétursson kvað í 35. passíusálmi: Gefðu að móðurmálið mitt, minn JSSU, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helst má það blessun valda meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. S aziii Opiö í dag ________1—3 íbúöir lausar strax Viö Breiövang m. bílskúr 4ra herb. 120 fm ibúö á 3. hæö. Þvottahús innaf eldhúsi. Laus strax. Verö 1250 þús. Viö Dvergabakka 4ra herb. vönduö íbúö á 2. hæö. Þvottaherb. og búr á hæöinni. Verö 1100 þús. Laus strax. Viö Sólvallagötu 4ra herb. íbúö á 2. haaö. íbúöin þarfnast standsetningar Varö 900 þús. Laus strax. Austurbrún Ein af þessum vinsælu einstakl- ingsibuöum Ekkert áhvilandi. Utb. 500 þús. Laus strax. Viö Garöaveg Hf. Höfum til sölu gamalt einbýlishús. Húsiö er i góöu ásigkomulagi. Snotur eign. Varö aöains 1.350 þús. Breidvangur HaffnarfirAi 5—6 137 fm íbúö á 1. haBÖ í fjölbýlis- húsi (endaibuö). íbúöin er 4 herb., stofa, hol, búr og þvottaherb. o.fl Suöursvalir. i kj. fytgja 3 herb. og nyrting. 70 fm meö sérinngangi tengt íbúöinni. íbúöin er vönduö og vel meö farin. Varö 1.550 þús. Ákvaötn sala. Viö Karfavog 4ra herb. 90 fm snotur rishaaö. Varö 930 þús. Viö Miklubraut 5 herb. 154 fm haeö 2 saml. stórar stof- ur og 3 svefnherb Suöursvalir. Ekkert áhvilandi Útb. 1 millj. Viö Drápuhlíö 5 herb. vönduö íbúö á 1. haBÖ. Danfoss. Sér inng. Varö 1400 þús. Lúxusíbúö við Breiövang 4ra herb. 130 fm íbúö á 4. hæö. Vand- aöar innréttingar. Þvottaaöstaöa i íbúö- inni. Ðilskur Varö 1,4 millj. Viö Blönduhlíö 150 fm efri haaö meö 28 fm bílskúr. Varö 1.650 þús. íbúöir m. vinnuaöstööu Höfum til sölu 2 íbuöir, 3ja og 4ra herb. viö Laugarnesveg 60 fm vandaöur bílskur meö 3 f. rafmagni og vaskí, get- ur fylgt annarri hvorri ibúöinni. Verö: 3ja harb. íb. 800 þús. 4ra harb. Ib. 1 millj. Bflskúr 400 þús. Viö Kleppsveg 4ra herb. ibúö á 4. haBÖ. Suöursvalir. Verö 1.150 þús. Viö Hraunbæ 3ja herb. vönduö ibúö á 2. h. Verö 950 þús. Viö Leifsgötu 3ja—4ra herb. 90 fm risibúö Varö 750 þús. Viö Engjasel 3ja—4ra herb. vönduö ibúö á tveim haeöum geymslurými. Staaði i bilhýsi. Útb. 730 þús. Viö Einarsnes 3ja herb. ibúö á 2. hæö i timburhúsi. Varö 750 þús. íbúö í Miöborginni 2ja herb. vönduö íbúö á 3. hæö (efstu) í nylegu sambýlishúsi viö Miöborgina. Bilastæöi í opnu bílhysi fylgir. Góö eign. Viö Rofabæ 2ja herb. 55 fm vönduö íbúö á jaröhaBÖ. Gengiö út i garö úr stofu. Varö 675 þús. Við Lindargötu 2ja herb. snotur 60 fm íbúö á jaröhæö Varö 630 þús. Viö Krummahóla 50 fm einstaklingsibúö á 3. hæö Staaöi i bilhysi fylgir Varö 680 þús. 3ja herb íbúö viö Flyöru- granda óskast. 4ra herb. íbúö í Foss- vogi óskast. 3ja herb. íbúð í Heimum óskast. EiGnnmiÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 27711 Sölustjóri Sverrir Kristinsson Valtýr Sigurösson lögfr. Þorleifur Guömundsson sölumaöur Unnsteinn Bech hrl. Simi 12320. KVÖLDSÍMI SÖLU- MANNS 30483 t 26933 Grænahlíð Góð einstaklingsíbúð á jarðhæð, sér inng. og hiti. Verð 520 þús. Víöimelur 2ja herb. ca. 65 fm falleg íbúð á jaröhæö. Mikið endurnýjuð. Verð 700 þús. Smáragata I Blikahólar 4ra herb. ca. íbúð á 1. hæð. 1,2 millj. Fellsmúli A A A ð A A * A * A A A A A 3ja herb. ca. 95 fm neöri hæð í nýstandsettu húsi. Bílskúr. Verð 1,4 millj. 117 fm góð Útsýni. Verð 4ra herb. ca. 110 fm vönd- uð íbúð á 4. hæö. Góöur bílskúr. Laus 1. okt. nk. aðurinn Hafnaratr 20, s. 26933, (Nýja húsinu viö Lækjartorg) Danisi Arnsson, lögg. fastsignasali. 29555 Opið 10—15 í dag SKOÐUM 0G METUM EIGNIR SAMDÆGURS. Baldursgata 2ja herb. 85 fm ibúö á 2. haBÖ i nýlegu steinhúsi. Ðílskýli. Verö 880 þús. Blikahólar 2ja herb. 65 fm íbúö á 7. hæö. Fallegt útsýni. Verö 700 þús. Leifsgata 2ja herb. 50 fm kjallaraíbúö. Verö 660 þús. Vallargeröi Kópavogi 2ja herb. 68 fm íbúö á 1. haBÖ í tvíbýl- ishúsi Sér inng. Verö 730 þús. Gnoóarvogur 3ja herb. 90 fm ibúö á jaröhæö. Nýtt gler Verö 960 þús. Hofteigur 3ja herb. 75 fm kjallara ibúö i þribýlis- húsi. Verö 790 þús. Kleppsvegur 3ja herb. 80 fm íbúö á 1. hæö. Verö 870 þús. Fellsmúli 3ja herb. 80 fm ibúö á jaröhæö Verö 900 þús. Miðvangur 3ja herb. 97 fm ibúö á 2. hæö. Verö 1 millj. Eyjabakki 4ra herb. 110 fm ibúö á 3. hæö Þvotta- herb. í íbúöinni. Verö 1150 þús. Hjallavegur 4ra herb. 100 fm íbúö á 2. hæö í tvíbýli. Góöur btlskúr. Verö 1200 þús. Mióvangur 4ra herb. 120 fm ibúö á 3. hæö. Þvotta- herb. i ibúöinni. Verö 1200 þús. Miklabraut 4ra herb. 110 fm sérhaBÖ i tvíbyli. 30 fm btlskur Verö 1250 þús. Espigeröi 5—6 herb. 130 fm íbúö á 5. haaö Makaskipti á raöhúsi eöa einbýli í Reykjavík. Þingholtsstræti 5 herb. 130 fm 1. hæö i þríbýti. Eigin er mikiö endurnýjuö. Verö 1,2 millj. Kambasel 240 fm raöhús sem skiptist i tvær haBÖir og ris. 24 fm innbyggöur bílskúr. Verö 2.2 millj. Eignanaust Skipholti 5. Sími 29555 og 29558. Þorvaldur Lúðvíksson hrl. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 5*5*5*5»5*5*5*5*í*5*5*5*5»í»5*5*5*5»í>i,5*l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.