Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Siglufjöröur Tekjur hafnar- innar lækkar niður í Vi af því sem verið hefur — rætt viö Svein Björnsson formann hafnarnefndar „liOðnuhresturinn kemur óhjá- kvæmilega niíiur á framkva-mdum við hofnina. Tekjur hafnarinnar voru á menan loðnan veiddist um I milljón króna á ári, |iar af voru 75% Ix'int vejjna loðnunnar, þannig að tekjur hafnarinnar eru nú ' i af þvi sem verið hrfrti að óbreyttu," sagði Nveinn Kjörn.sson, formaður hafnar nefndar á Siglufirði, í samtali við Morgunblaðið nýlega. „Vegna mikilla t.ekna af loðn- unni var hægt að fara út í upp- byggingu hafnarinnar en nú hæg- ist á og verður ekki hægt að fara út í neinar stórframkvæmdir vegna þess að við komum ekki til með að geta la^t fram okkar hluta af kostnaðinum. Hægist því á öll- um framkvæmdum. Brýnustu framkvæmdirnar eru að endurhyggja öldubrjótinn og halda áfram framkvæmdum inni í höfninni. Við verðum nú að velja Séð yfir Siglufjarðarhöfn. Rúio er að rífa mikið af trébryggunura sem einkennt hafa Siglufjorð svo mjög á undanfönim áratugum. Enn er þó mikið eftir. um hvort verður tekið fyrir. Byrj- að er að rífa gömlu trébryggjurn- ar og þarf að halda því verki áfram, en ætlunin er að láta dokk- ina halda sér með trébryggjum. Vita- og hafnarmálastjórnin hefur ítrekað það, að allar hafnir verði að leggja sinn hluta fram á móti, annars verða þær hafnir sem það geta ekki settar aftur fyrir í framkvæmdum. Hafnar- sjóður hefur ekki fengist endur- reistur vegna fjárskorts bæjar- sjóðs og hafa tekjurnar af loðn- unni því ekki nýst eingöngu í höfnina heldur til alhliða upp- byggingar bæjarins. Það er ljóst að bæjarsjóður verður ekki aflögufær núna, því loðnubrestur- inn hefur áhrif á hann eins og all- an bæinn og mun því örugglega hægjast mjög á framkvæmdum við höfnina. Eftir þessi áföll verður að treysta á togarana og einnig á síldarsöltunina á haustin, sem nú er að hefjast," sagði Sveinn Björnsson að lokum. Loðnubresturinn hefur ekki síst gífurleg áhrif á fjárhag fjölda heimila - segir Björn Jónasson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna Sveinn Kjörnsson, formaður hafnarnefndar á Siglufirði. Draga verður mikið úr framkvæmdum við höfnina vegna loðnubrestsins. „Loðnubresturinn hefur ekki sist gífurleg áhrif á fjárhag fjölda heim- ila. I'cír menn, sem við þetta hafa unnið á síðastliðnum árum, voru há- tekjumenn og það kemur sér illa núna þegar við búum í jafn skatt- píndu þjóðfélagi og raunin er og vinna mennirnir þvi tæplega fyrir sköttunum sínum i ár. í minu starfi sé ég ekki að fólk sé að biðja um lan til framkvæmda eða fjárfestinga, heldur einfaldlega til að geta lifað," sagði Itjiirn Jónasson, sparisjóðs- stjóri á Siglufirði, í samtali við Morgunblaðið nýlega, þegar hann var spurður um áhrif loðnubrestsins á líf manna á Siglufirði. Kjiirn skip- aði efsta sætið á lista sjálfsUeð- ismanna í bæjarstjórnarkosningun- um á Siglufirði í vor. Sjálfstæðis- menn lentu í minnihluta í bæjar- stjórninni, þrátt fyrir að þeir hafi tvöfaldað fulltrúatölu sína í bæjar- stjórn, eru með 4 bæjarfulltrúa af 9, i stað 2ja áður. Bjórn sagði einnig: „Loðnu- bresturinn hefur víðtæk áhrif á alla framþróun í bænum, til dæm- is stórminnka tekjur bæjarsjóðs og hafnarsjóðs og hefur það áhrif á framkvæmdir, til dæmis má nefna lagningu varanlegs slitlags á götur bæjarins, sem allir, sem hingað koma, sjá að ekki má stöðvast." — Hvernig er atvinnuástandið? „Atvinnuleysi er ekki og hefur ekki verið hér fram til þessa, nema eitthvað hjá kvenfólki vegna stöðvunar Sigló-verksmiðjunnar, en menn hafa aftur á móti áhyggj- ur af atvinnumálunum næsta vet- ur. Þar kemur til, að við misstum togara sem seldur var í burtu, það þoldum við ekki. Þessi bær byggir allt á sjónum, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu sinnar. Þjón- usta verður aldrei neinn atvinnu- vegur að ráði hér. Þessvegna máttum við alls ekki við því að missa skuttogarann. Það er mjög jákvætt að í haust verður byrjað á að salta hér síld á nýjan leik. Það hefur farið í skap- ið á mönnum hér í síldarbænum Siglufirði, að síldin, sem veiðst hefur hér undan, virðist vera sölt- uð allsstaðar annarsstaðar. Annars höfum við nú um þessar mundir mestar áhyggjur af störf- um stjórnarskrárnefndar, ef ætl- unin er að fækka þingmönnum landsbyggðarinnar," sagði Björn Jónasson að lokum. „Frekar ætti að greiða mönnum staðaruppbót fyrir að halda þessum stöðum í byggð. Einnig held ég að þjóðin hafi ekki næga trú á þingmönnun- um, til að grundvöllur sé til að fjölga þeim." Krá Siglufjarðarhöfn, verið að gera klárt til veiða. Kjórn Jónasson, sparisjóðsstjóri á Siglufirði, sem skipaði efsta sætið á lista sjilfstæðismanna i bæjarstjórn- arkosningunum í vor. Sjálfstæðis- menn unnu tvo menn í kosningun um en lentu samt i minnihluta i bæj- arstjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.