Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 13
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGlfR 28. AGÚST 1982 13 Ekki þarf að minna á, að erlend- ar skuldir hafa aukizt jafnt og þétt og er greiðslubyrði nú um 20% af útflutningstekjum. í öllum þessum plöggum er lofað að treysta undirstöðu ís- lenzkra atvinnuvega. Þessi grundvöllur hefur þó aldrei verið veikari en nú. Alltaf hefur verið lofað „hjöðnun verðbólgu". Hún vex þó jafnt og þétt. Alltaf hefur verið lofað hagræðingu í ríkis- kerfinu. Það þenst þó stóðugt út og sogar til sín fleiri starfsmenn og aukið fjármagn. Alþýöubandalagið leggur til gljápappírinn Þannig mætti áfram telja. Öll þessi fögru orð og fyrirheit hafa ávallt reynzt skrautumbúðir utan um lágmarksaðgerðir, en þær hafa yfirleitt falizt í geng- islækkunum og kjaraskerðingu. Það hefur ekki leynt sér, að gljá- pappírinn hefur verið frá Al- þýðubandalaginu kominn. Ráðherrar Alþýðubandalags- ins telja sig vafalaust hafa átt ljúfa daga í ríkisstjórn, eins og maðurinn átti í Hrísey forðum. En þegar upp verður staðið, og ráðherrarnir spurðir um það, hvort þeir hafi ekki treyst undir- stöður atvinnuveganna, staðið vörð um kjör launafólks og dreg- ið úr erlendum skuldum, þá munu þeir aðeins geta svarað: „Nei, það höfum við reyndar ekki gert, en við höfum setið í ríkis- stjórn." anna í Moskvu, er sjálfir hafa aldrei liðið verkföll heima hjá sér. Með sama áframhaldi gætum við Islendingar fyrr en varir eignazt okkar Jaruzelski úr hópi kommún- ista eða vinstri framsóknar- manna. í sýningarlok Og hér stöndum við í ágúst 1982 í sömu sporum og í febrúar 1978, nema hvað vandamálið er miklu stærra í dag. Kommúnistar hafa fengið tækifæri til þess að sýna þjóðinni innræti sitt og er langt frá því, að þeir hafi vaxið í augum almennings. Þvert á móti hafa þeir í nánu samstarfi við hálf- kommana í Framsóknarflokknum siglt öllu í strand, og það áður en vitað var um hina slæmu afkomu ársins 1982. Þrátt fyrir næga at- vinnu og gott árferði, hafa ríkis- skuldirnar aukizt geigvænlega. Öllu hefur verið eytt og ekkert lagt fyrir til vondu áranna. Og nú er ekki lengur hægt að leysa óll verkföll með því að hækka kaupið, og virðist nú helzta ráðið að gefa út ný „Febrúarlög". „Það soni helzt hann varast vann varð nú ad koma yfir hann" má nú segja um kommúnistana. Og hver trúir þeim svo lengur? Nú má telja víst, að þjóðin sé meira einhuga um það en nokkru sinni fyrr að stöðva verðbólguna, án þess að taka hér upp ráðstjórn- arskipulag að ráði kommúnista. Sjálfstæðisflokkurinn mun vafa- laust líka allur ganga einhuga til þessa verks, þrátt fyrir nokkur bitur orðaskipti hérna um árið, og sýna á þann hátt styrkleika sinn og þjóðhollustu. 19. ágúst 1982, atnanötnerið oKKar AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF Jaftiaðarmönnum spáð mestu fylgi í næstu þing- kosningum á Spáni Frá Helgu Jónsdótlur. rrétUritara Mbi. í Burgos. Kamkvæmt niðurstöðum síðustu skoðanakannana á Spáni mun spænski Jafnaðarmannaflokkurinn, l'SOK, sigra í þingkosningunum á næsta ári. Sósíalistar á Spáni fengju nægi- legan meirihluta atkvæða til þess að mynda ríkisstjórn ef kosningar færu frani í landinu á þessu ári. Þetta segja nýjustu skoðanakannanir. Samkvæmt þeim er fylgi PSOE 36%, þ.e.a.s. 36% þeirra er hyggjast fara á kjörstað sögðust kjósa PSOE. Kf 39% þeirra, sem voru óákveðnir, og niður- stöðum er lög d'Hont leggja lil, er bætt við, myndu sósíalistar eignast meira en helming allra þingmanna í spænska þinginu og þar með hreinan meirihluta. Aðeins 4% voru ákveðnir að kjósa Miðflokkabandalagið, núver- andi stjórnarflokk Spánar (UCD), ef kosningar til þings hefðu farið fram í síðasta mánuði. Miðflokks- menn, samkvæmt könnunum allt frá 1977, nutu ætíð góðs af þeim atkvæðum er voru lengst af óráð- in, þ.e.a.s. fengu flest atkvæði þeirra kjósenda er voru óákveðnir fram á kosningadag hvaða stjórn- málaflokk skyldi kjósa og kusu síðan stærsta flokkinn. En núna eru kringumstæður aðrar fyrir miðflokksmenn og út- litið svart vegna þess að hinum „tryggu" atkvæðum virðist fækka með ári hverju. Með tilliti til skoð- anakannana hefur atkvæðum til UCD fækkað um helming. Einkum og sér í lagi er ískyggi- leg staða UCD ef hún er borin saman við aðra stjórnmálaflokka. Atkvæði, sem PSOE mun fá (29%), og þau, sem eru hugsuð hægri flokknum Alianza Popular (6%), eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Og það sem athygli vekur: í fyrsta skipti hefur hægri flokkur Manuel Fraga, Alianza Popular, Felipe Gonzales meira fylgi en Miðflokkurinn, UCD. Þangað til núna átti Alianza Popular ævinlega miklu minna fylgi að fagna en UCD. I nýjustu skoðanakönnunum kemur hins vegar í ljós að fleiri hyggjast kjósa AP en UCD. Þetta minnir á kosn- ingarnar til þings i Andalúsíuhér- aði snemma í sumar þar sem hægri menn úr AP juku mjög fylgi sitt. (Eins og menn muna sigruðu sósíalistar glæsilega í kosningun- um.) Yfir 31% af þeim er spurðir voru vita ekki ennþá hvaða stjórn- málaflokk þeir ætla að styðja. Það getur verið að þessir óákveðnu kjósendur gefi að lokum atkvæði sín til UCD — eins og alltaf hefur gerst — í stað AP. PSOE eykur jafnt og þétt fylgi sitt. Ef teknar eru til fyrirmyndar eldri kannanir sést að þeir, sem þá voru óákveðnir sögðu síðast að þeir kysu PSOE ef kosningar færu fram núna. Kommúnistar færast lítið úr stað frá ári til árs. 2—3% kjós- enda segjast ætla að kjósa spænska Kommúnistaflokkinn. Og þó að eitthvað af óákveðnu at- Sabtiago ('arrillo Manuel Fraga, kvæðunum fari til Kommúnista- flokksins mun það ekki breyta miklu. Þau verða aldrei mörg. Kjósendur hans hafa langflestir ákveðið stuðning við hann löngu fyrirfram. Þeir, sem spurðir voru í skoð- anakönnuninni, voru beðnir að gefa forystumönnum stjórnmála- flokka einkunn frá 0—10. Aðeins Felipe González, aðalritari PSOE, og Rafael Escuredo, PSOE í Anda- lúsíuhéraði, fengu hærra en 5. Aðrir fengu „falleinkunn". For- sætisráðherra Spánar, Leopoldo Calvo Sotelo, hlaut sérstaklega lága einkunn og hefur misst geysi- legt fylgi á tímabili, sem nær til eins árs aftur í tímann. Adolfo Suárez (fyrrverandi for- sætisráðherra Spánar og stofn- andi UCD) og Manuel Frage (Ali- anza Popular) fá einnig slæma út- reið. Spænskir kjósendur eru alls ekki ánægðir með stjórnmála- ástand í landinu og lýsa óánægju sinni og vantrú á valdamenn þess með mjög lágri „einkunnagjöf". Carlos Garaicoechea, forseti Baskastjórnar, og Jordi Pujol, for- seti Catalunastjórnar, „kolfalla" báðir. Færri konur styðja PSOE en karlmenn (yfirleitt um að ræða kjósendur yngri en 45 ára). Ef far- ið er út í stéttamismun kemur í Ijós að 'á af hálaunastétt kýs PSOE. Hvað héruð varðar er minnsta fylgi sósíalista á N-Spáni. Athygli vekur að meira en helm- ingur fólks búsett í Baska- hcruðunum á N-Spáni þorði ekki að svara hvaða stjórnmálaflokk það styddi. A sama tíma kemur fall UCD alls staðar fram; í öllum héruðum landsins. Mikill hluti atkvæða, er áður fóru til UCD, fer til AP. I samantekt er þrennt er mesta eftirtekt vekur í þessari nýjustu skoðanakönnun á vinsældum stjórnmálaflokkanna á Spáni: mikill fylgisauki sósíalista, óákveðni fjölmargra er spurðir voru og líklegt stórminnkandi fylgi núverandi stjórnarflokks landsins, UCD. Spurt var fólk af báðum kynjum frá 18 ára aldri og upp úr, búsett í öllum héruðum Spánar og á Bale- areseyjum, (Ibiza, Mallorca, Min- orca. Fjöldi spurðra var tæplega 30.000.) Skoðanakönnunin fór fram í maí-júní 1982. á gamla verðinu til afgreióslu strax YsrKfcgaUa Eíiduroljós sein rwegt er að kinpa af Na.ístua cbi'.jótar', ,ffL fcttStU /arðir demparar aí' Kavaba- ;ró oa stillanleair xu/loftj Kidabq^ Sverrir Þóroddsson sími 82377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.