Morgunblaðið - 28.08.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.08.1982, Qupperneq 14
14 M0RGUNBLAÐ1Ð,<LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Alfasud ti 1.5 reynsluekið — Eiginleikar sportbíls — Kraftmikill — „Gamaldags“ sportleg innrétting Alfa Sud, 1.5, ti. Ljósmyadir Mbl. Kristján. Bflar Sighvatur Blöndahl ÍTALIK hafa alla tíð verið þekktir fyrir framleióslu hraðskreiðra bíla með góða aksturseiginleika og við reynsluakstur Alfa Sud 1.5, ti, frá ALFA ROMEO kom i Ijós, að hann er engin undantekning frá reglunni. Virkilega skemmtilegur hraðakstursbíll, aksturseiginleik- arnir eins og þeir gerast beztir, þegar ekið er á steyptum vegum. Bíllinn hefur alla eiginleika sportbílsins. Stórar dyr Bíllinn, sem reynsluekið var, var tveggja dyra með stórri skuthurð. Hurðirnar eru stórar og því ágætt, að ganga um þær, hvort heldur er fyrir þá, sem sitja frammi í, eða aftur í. Rými Rými fyrir ökumann og far- þega frammi í er mjög gott og í raun óvenjulega gott í ekki stærri bíl en raun ber vitni. Rýmið aftur í er hins vegar ekki meira en í meðallagi. Bíllinn er gefinn upp sem 4—5 manna, en það verður að segjast eins og er, að rýmið aftur í gefur ekki tilefni til þess, að þrír fullorðnir sitji þar í langferðum. Það má í raun segja, að bíllinn sé góður fjög- urra manna bíll. Sæti Frammi í eru tveir stólar, klæddir þægilegu tauáklæði. Ágætt er að sitja í þeim, en óneitanlega situr maður töluvert lágt í bílnum. Það er hins vegar smekksatriði hvers og eins, hvort hann vill sitja hátt eða lágt í bílnum. Aftursætið er bekkur yf- ir, ennfremur klæddur tauáklæði og ágætt er að sitja í því. Fyrir stóra menn er loftrými þó í það minnsta. Innrétting Þegar setzt er inn í Alfa Sud eru fyrstu áhrifin þau, að setzt sé inn í sportbíl, þar sem innrétt- ingin er ekki eins og í hinum „hefðbundnu" fólksbílum. Inn- réttingin er á köflum dálítið gamaldags, sem er alls ekki löst- ur á bílnum. í bílnum er sport- stýrishjól með þremur örmum, en það er stillanlegt, sem er stór kostur. Hver getur stillt það eftir eigin geðþótta. Auk þess svarar stýri bílsins mjög vel og gott grip er á því. Beygjuradíus er vel í meðallagi og bíllinn því lipur í bæjarakstri. Mælaborðið er gam- aldags og sportlegt. í því eru tveir hringlaga mælar, sem falla langt inn í borðið. Annars vegar hraðamælir með „trimmara", en í honum eru ennfremur ljós, sem gefa til kynna þegar stefnuljós og aðalljós eru á. Síðan er snún- ingshraðamælir, en undir honum er benzínmælirinn. Djúpt inni í mælaborðinu er svo hólf þar sem aðvörunarljós fyrir olíu, hleðslu, handbremsu og vatnsstöðu er að finna. Hægra megin í mælaborð- inu er svo að finna stjórntæki fyrir miðstöð, sem virkar ágæt- lega, en óneitanlega eru stjórn- tækin af einfaldari gerðinni. Þá eru hnappar fyrir afturrúðu- upphitun, afturrúðuþurrku, „neyðarljós" og þokuljós að aft- an, auk þess sem kveikjara er þar að finna. Niðri á milli sætanna er svo að finna mæla fyrir olíu- þrýsting og hitaþrýsting og er það vel að hafa slika mæla. Gin- hvern veginn virkar það ekki mjög traustvekjandi að hafa að- eins aðvörunarljósin. Þá er í mælaborðinu hægra megin klukka og útvarp, sem fylgir bílnum. Pedalar Pedalarnir eru vel staðsettir, að öðru leyti en því, að kúplingin er einum of nálægt gólfinu, sem er upphækkað á vinstri hönd við hana. Það vill brenna við að kúplingsfóturinn rekist utan í hið upphækkaða gólf. Annars er gott rými milli pedalanna og því lítil hætta á því, að stíga á tvo þeirra samtímis. Bremsurnar ALFA ROMEO Gerð: Alfa Sud, 1.5, ti. Framleiöandi: Alfa Romeo. Framleiðsluland: jtalía. Umboðsmaöur: Jöfur hf. Verð. 195.000,-. Afgreiðslutími: Til á lager. Lengd: 3.978 mm. Breidd: 1.616 mm. Hæð: 1.370 mm. Þyngd: 895 kg. Farangursrými: 350 lítrar. Vél: 4 strokka, 1.490 rúmsenti- metrar, 95 DIN hestafla. Hámarkshraði: Yfir 175 km/klukkustund. Eyðsla: 10 lítrar t blönduöum akstri. Benzíntankur: 50 litrar. Hjólbaröar: 165/70 SRx13. virka mjög vel, taka jafnt og vel á. Utan til í stýrishjólinu á vinstri hönd er að finna stefnu- ljósarofa, sem er vel staðsettur, en á hægri hönd á stýrinu er svo rofi fyrir þurrkurnar. Glrskipting Alfa Sud 1.5, ti, er með 5 gíra kassa, sem er í raun nauðsynlegt í svona hraðskreiðum og kraft- miklum bíl. Gírstöngin er vel staðsett og handfang hennar er þægilegt. Kassinn er „þéttur" ef svo má að orði komast. Þar er engann losarabragur á. Drif- hlutfallið er óaðfinnanlegt og bíllinn vinnur mjög vel í öllum gírum. Alveg sérstaklega er þó skemmtilegt að skjótast á honum í öðrum og þriðja gír. Það eina, sem kannski er hægt að finna að gírskiptingunni, er, að fyrsti gír- inn mætti vera eilítið hærri. Fyrst farið er að tala um vinnslu bílsins, þá er hún alveg sérstak- lega góð. Bíllinn er knúinn fjög- urra strokka, 1.490 rúmsenti- metra, 95 DIN hestafla vél, sem hæfir bílnum alveg sérstaklega vel. Aksturseiginleikar Um aksturseiginleika Alfa Sud 1.5, ti, er það að segja, að hann er alveg sérstaklega skemmtilegur á steypunni og malbikinu. Með mjög skemmtilega fjöðrun, sem svarar vel. Hann er hæfilega stífur á steypunni. Hins vegar er því á móti ekki að leyna, að bíll- inn er óþarflega hastur á möl- inni, enda kannski ekki við öðru að búast af „sportbíl", sem fram- ieiddur er fyrir hraðbrautir Evr- ópu. Eins og áður sagði er stýri bílsins gott og svarar mjög vel. Bíllinn er stífur og leggst því ekki fram á hornin, þegar ekið er á einhverjum hraða inn í beygj- ur, eins og vill brenna við á mörgum bílum. Þetta er mikill kostur. Niðurstaða Eftir reynsluakstur Alfa Sud, 1.5, ti, er niðurstaðan sú, að þar er skemmtilegur bíll með flesta eiginleika sportbíls, kraftmikill með skemmtilegan gírkassa. Hann er verulega skemmtilegur í akstri á steyptum vegum, en óþarflega hastur á mölinni. Bíll- inn er mjög rúmgóður frammi í, en mætti vera heldur hærri til lofts aftur í. MælaborðiA, sportiegt og gamaldags. Bíllinn er knúinn 95 DIN hestafla véL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.