Morgunblaðið - 28.08.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 28.08.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ.TAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Álver í Þorlákshöfii og skýrsla staðarvalsnefiidar eftir Edgar Guó- mundsson verkfrœding Inngangur Þann 1. maí sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið sem bar >;firskrift- ina „NÆSTA ÁLVER Á'ÍSLANDI í ÞORLÁKSHÓFN?". í þessari grein færi ég fjölmörg rök fyrir því að hentugt kunni að vera að velja næsta álveri stað í Þorláks- höfn þar sem unnt sé að víkja „versta óvininum" eða hafnarmál- unum til hliðar eftir a.m.k. þrem- ur leiðum: Iæið I — Akstur með súrál frá Straumsvík til Þorlákshafnar. Leið II — Sigling með súrál milli Straumsvíkur og Þorlákshafnar og með ál og jarðefni til baka. Iæið III — í Þorlákshöfn verði byggð skipamiðstöð fyrir opnu hafi (opcn sea terminal). í þessari grein tel ég jafnframt æskilegt að álverið í Straumsvík verði fyrst stækkað upp í hag- kvæmustu rekstrareiningu áður en ráðist verði í byggingu nýs ál- vers. Þær „leiðir" sem vísað er til hér að framan eiga það jafnframt sameiginlegt að byggja á Straumsvíkurhöfn á einn eða ann- an hátt. í niðurlagsorðum fyrrnefndrar greinar minnar frá 1. maí segir m.a.: „Nú líður að því að Staðarvals- nefnd fari að skila álitsdrögum um staðsetningu áliðju. Ég dreg ekki í efa að sú ágæta nefnd taki undir sjónarmið mín í þessum efnum og bendi á Þorlákshöfn sem einn allra ákjósanlegasta staðinn fyrir nýtt álver á ís- landi að undangenginni stækk- un álversins í Straumsvík." Skýrsla staöar- valsnefndar í júlí sl. skilar svo Staðarvals- nefnd „Áfangaskýrslu um STAÐ- ARVAL ÁLVERS, unnin vegna hagkvæmniathugunar á vegum iðnaðarráðuneytisins." í kafla 8, NIÐURSTÖÐUR, bls. 85 í skýrsl- unni segir svo um Þórlákshöfn: „Varðandi ÞORLÁKSHÖFN gengur Staðarvalsnefnd út frá því sem gefnu að brú yrði komin á Ölfusá við Óseyrarnes þegar kæmi að framkvæmdum við byggingu og rekstur álvers. Þrátt fyrir það yrði vinnumark- aðurinn við lágmark að stærð auk þess sem þungamiðja hans lægi langt frá Þorlákshöfn. Þróun í gerð óvarinna hafnar- mannvirkja kann þó að breyta einhverju þar um og mun Stað- arvalsnefnd fylgjast með þeim málum eftir föngum. Raunar hefur nefndin lagt slíkt mann- virki til grundvallar mati sínu á hafnargerðarkostnaði í Þor- lákshöfn, en það mat og nota- gildi slíkrar aðstöðu er háð sér- stakri óvissu vegna skorts á rannsóknum. Þótt hér sé líklega um að ræða einn hagkvæmasta staðinn varðandi orkuöflun hrekkur það skammt til að jafna metin. Enn er þess að gæta að þær verksmiðjulóðir við Þorlákshöfn, sem yrðu að öðru leyti hagkvæmastar, eru nær byggðinni en æskilegt er. Stað- arvalsnefnd telur því ekki væn- legt að velja álveri stað í Þor- lákshöfn að svo stöddu heldur beri að huga þar að öðrum nýiðnaðarkostum er betur hæfa staðháttum." Með öðrum orðum: Þorlákshöfn er sem næst hafnað sem mögu- leika undir nýtt álver. Þar sem í skýrslunni skortir nánast öll rök fyrir þessu tiltekna „áliti" Staðarvalsnefndar mun ég nú færa rök fyrir hinu gagnstæða. Sum af þessum mótrökum er jafn- vel að finna í skýrslu Staðar- valsnefndarinnar sjálfrar. Flutningar á aöfönguni álvers í skýrslu Staðarvalsnefndar er nær alfarið gert ráð fyrir að byggð verði „ný höfn með öllu“ og jafnvel í Straumsvíkurhöfn verði byggður nýr viðlegukantur fyrir stórskip þótt vitað sé að núverandi viðlegu- kantur er einungis nýttur fyrir stórskip nokkrar vikur á ári. Tíu staöir í skýrslunni (bls. 21) segir að níu af þeim tíu stöðum sem Stað- arvalsnefnd athugaði hafi vænt- anlega góð hafnarskilyrði fyrir stór skip (40.000 dwt) í tengslum við hentugt land, en varðandi Þorlákshöfn er verið að athuga leiðir til að leysa flutning á að- föngum til álvers á annan hátt. Stórskipaflutningar í skýrslunni er þess ekki getið á fullnægjandi hátt að einungis 3 af þessum 10 stöðum hafa góða út- skipunarhöfn, þ.e. Straumsvík, Grundartangi og Þorlákshöfn. Á bls. 73 í skýrslunni segir um Þor- lákshöfn: „Höfn: Skilyrði fyrir meiri hátt- ar iðnaðarhöfn við Þorlákshöfn eru ekki góð. Aðdýpi og skjól er ófullnægjandi, því staðurinn er opinn fyrir úthafsöldu. Núver- andi höfn er bæði þröng og dýpi aðeins nægilegt fyrir um 5000 dwt skip. Mesti munur á flóði og fjöru er um 4 m. Varpað hefur verið fram þeirri hugmynd að byggja út frá Hafnarnesi óvarið viðlegumannvirki („open sea terminal"), eins konar út- og uppskipunarmiðstöð með færi- bandabrú í land. Athuga þarf kostnað og mögulegan nýt- ingartíma á ári áður en hægt er að leggja mat á slíkt mannvirki. Þá er væntanlega hægt að gera hafnargarð út af Hafnarnesi, e.t.v. 300—350 m, og fá 12 m dýpi við hafskipakant með dýpkun. Slík hafnargerð er þó talin bæði dýr og áhættusöm. Sjógangur er mjög mikill þarna og því myndi nýtingartími eða .-JSr- r W Kdgar Guðmund.sson nýtingarhlutfall hafskipakants til lestunar og losunar að líkind- um skerðast mikið. Kostnaður við slíkan stórskipakant yrði vart undir 300—400 m.kr., en þannig mannvirki kæmi að vísu einnig núverandi höfn til góða (með auknu skjóli). Öll þessi mál þarf að rannsaka nánar áð- ur en hægt er að meta Þorláks- höfn sem stað fyrir hvern þann iðnað sem byggir á stórskipa- flutningum. Þá hafa komið fram hugmyndir um flutning á súráli til Þorlákshafnar bæði landveg og sjóleið frá Straumsvík, þar sem yrði umskipunarmiðstöð fyrir súrál. Þessar hugmyndir eru heldur ekki fullkannaðar. Lauslegt kostnaðarmat miðað við óvarða viðlegu fyrir stór skip („open sea terminal") er 250 m.kr. og er við það miðað í samanburðinum við aðra staði.“ (Leturbreytingar E.G.) Hér er sem sagt vikið lauslega að „open sea terminal" og miðað við það í kostnaðaráætlun án þess að geta heimildar, né þess að kostnaðartalan miðast við 80—100.000 dwt skip í stað 40.000 dwt sem og fyrir aðrar hafnir. Látum nú vera þó að varúðar sé gætt varðandi þennan kost og er það látið óátalið hér og fyrirgefið. Aðrar flutningaleiöir En afgreiðslan á flutningum um landveg eða sjóveg er að mínum dómi ekki jafn sniðug. Þessi kost- ur er sagður „ekki fullkannaður" — þótt ekki sé talin ástæða til að geta hans þegar Þorlákshöfn er nær alfarið hafnað sem möguleika fyrir nýtt álver. Ég vil leyfa mér að halda því fram að þessi möguleiki sé nær ekkert kannaður af nefndinni. Sama gildi um ýmsa aðra mikil- væga þætti sem ráða niðurstöðum Staðarvalsnefndar. Með öðrum orðum að niður- stöður Staðarvalsnefndar að því er staðsetningu álvers varðar kunni að vera í megindráttum rangar. Ég vil nú leitast við að rökstyðja þetta nánar. Straumsvíkurhöfn í grein minni í Mbl. frá 1. maí sl. er þess getið að nýting Straums- víkurhafnar sé talin um 20% en núvirði hafnarmannvirkja sé um 200 millj. króna (verðlag í apríl ’82). Hugmyndir mínar ganga út á að nýta þessa fjárfestingu betur á einfaldan og aðgengilegan hátt. Jafnvel þótt Þorlákshöfn sé not- uð til viðmiðunar í fyrrnefndri grein, þá er engu að síður hugsan- legt að fleiri staðir geti komið til greina bæði er varðar land- og sjó- flutninga. Hafnir í nágrenni Straumsvíkur í skýrslu Staðarvalsnefndar er gengið út frá eftirtöldum nýjum höfnum í nágrenni (50 km) Straumsvíkur og er stofnkostnað- ur þeirra einnig sýndur: llöfn í nágrenni Straumsvíkur (Straumsvík) llelguvík Vogastapi V atnsleysuvík (■eldinganes (■rundartangi Ktrlákshofn Stofnkostnaöur millj. kr. (60) 90 150 180 85 65 250 Umskipunarhöfn Ef gengið er út frá því að unnt sé að nota Straumsvíkurhöfn sem umskipunarstöð fyrir annað álver auk ÍSAL með viðeigandi stækk- un, þá má færa fyrir því rök að kostnaður vegna allra flutninga á aðföngum til 130.000 tonna álvers auk flutninga á áli milli Straumsvíkurhafnar og sérhverr- ar annarrar hafnar innan 50 km fjarlægðar verði um og innan við 10 milíjónir króna á ári (verðlag í apríl ’82). Hugsanleg staðsetning álvers á suðvesturhorni landsins að mati staðarvalsnefndar. Edgar Guðmundsson, verkfræðingur Rekstur lítils skips í fyrrnefndri blaðagrein er gerð rekstrarsáætlun fyrir lítið skip milli Straumsvíkur og Þorláks- hafnar sem flytur alls um 500.000 tonn af súráli, áli og jarðefnum fram og til baka og eru niður- stöðutölur rekstraráætlunar um 1 milljón USD á ári eða um 10 millj- ónir króna á verðlagi í apríl ’82. Fyrir skipaflutninga er ekki línulegt samhengi milli flutninga- vegalengdar og flutningskostnað- ar þannig að t.d. þótt um þrefalt styttri vegalengd sé að ræða en nemur fjarlægð milli Straumsvík- ur og Þorlákshafnar þá er ekki sami munur á flutningskostnaði. Álver í tengslum viö venjulega höfn Á hinn bóginn er engu að síður nauðsynlegt að til staðar sé góð höfn sem getur tekið við sæmilega stóru skipi (3.000—4.000 dwt). Þannig væri líklega skynsam- legt að velja álveri stað 4—5 km frá góðri höfn sem fyrir er, en aka aðföngum og afurðum milli verk- smiðjulóðar og hafnarinnar eða flytja með færiböndum. Landshöfnin í Njarðvík, Kefla- víkurhöfn, (Grindavíkurhöfn) og Gufuneshöfn gætu þannig komið til skjalanna á sama hátt og Þor- lákshöfn að því gefnu að álverinu sjálfu væri valinn staður 4—5 km frá höfninni vegna mengunar- varna. Bifreiöaflutningar Staðarvalsnefnd hefur látið kanna flutninga á súráli með bíl- um. Miðað við 5 km flutning á súr- áli kostar um 2 milljónir kr. á ári að flytja 260.000 tonn (verðlag í apríl ’82). Ef kostnaður við flutn- inga á öðrum aðföngum og áli til baka til hafnar er áætlaður svipaður þá er hér um að ræða um 4 milljóna króna kostnað á ári. Heildarflutnings- kostnaður — Árskostnaður Ef gert er ráð fyrir að flutn- ingskostnaður með litlu skipi frá Straumsvík til þeirra hafna sem hér hafa verið nefndar að viðbætt- um 4 milljóna króna landflutning- um verði sem hér segir í millj. kr. á ári: Árskostnaður millj. kr. Sjóflutn. Ilöfn til/frá Siraumsv. millj. kr. Njarðvík 5 Keflavík 5 ((•rindavík) 8 Uorlákshöfn 10 (■ufunes 5 Landfl. Ileildarkostn. til/frá m.v. Straumsv. 5 km sem umsk. millj. kr. miöst. 4 9 4 9 4 12 4 14 4 9 Stofnkostnaður — rekstrarkostnaður — jafngildi í skýrslu Staðarvalsnefndar er gert ráð fyrir að árlegur fjár- magnskostnaður af fjárfestingu í hafnargerð sé 12%. Þannig má yf- irfæra ofangreindar árskostnað- artölur til jafngildisfjárfestingar með því að deila með 0,12. Jafn- gildisfjárfestingar verða því: Jafngildis- IMismunur Höfn fjárfesting max/min millj. kr. Njarövík 75 42 Keflavík 75 42 ((•rindavík) 100 17 Uorlákshöfn 117 0 (■ufunes 75 42 Það sem er einkar athyglisvert er að í öllum tilvikum er jafngild- iskostnaður lægri en stofnkostn- aður þeirra hafna sem leystar verða af hólmi. Þannig munar: llafnir Yogastapi — Njarövík llelguvík — Keflavík (.eldinganes — (.ufunes Kostnaöar munur millj.kr. 150—75 = 75 90-75 = 15 85—75 = 10 Jafngildiskostnaður í Þorláks- höfn og Grindavík er að sjálfsögðu miklu lægri en við nýja hafnar- gerð fyrir stórskip.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.