Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR2&ÁGÚST 1982 17 Fjölgun atvinnu- tækifæra með minni fjárfestingu Hér má einnig bæta við að sú lausn á hafnarmálum sem byggir á Straumsvíkurhöfn sem umskip- unarmiðstöð skapar mörg at- vinnutækifæri við sjálfa milli- flutningana auk þess að vera ódýr- Vatnsleysuvík — höfn Höfn í Vatnsleysuvík kemur vart til greina þó ekki sé nema af þeirri ástæðu að fjármagnskostn- aður af 180 millj. króna fjárfest- ingu er mun meiri en nemur öllum aksturskostnaði milli Straumsvík- ur og Vatnsleysuvíkur með aðföng og afurðir. Straumsvík — Grundartangi — álver — umskipunarstöð Það er hins vegar enginn ágreiningur um að þegar hafnarkostnaður er annarsvegar, þá er hagkvæmast að byggja næsta álver í Straumsvík jafnvel þótt ÍSAL væri einnig stækkað. Spurningin er því miklu fremur hvort sá valkostur sé yfirleitt til umræðu þegar stækkun ÍSAL er undanskilin. Benda má á að höfnin á Grund- artanga getur einnig komið að notum sem umskipunarhöfn á svipaðan hátt og Straumsvíkur- höfn. Þó er líklegt að súrálið þurfi að fara um Straumsvík þar sem ál og kísiljárn eru ekki æskilegar vörur í námunda hvor við aðra. I lafnarmál — niðurstöður 1. í Straumsvík og á Grundar- tanga eru góðar en illa nýttar stórskipahafnir. 2. í Þorlákshófn, Gufunesi, Njarð- víkum, Keflavík (og Grindavík) eru þokkalegar útskipunar- hafnir fyrir álafurðir í ná- munda við góðar byggingarlóð- ir. 3. Það er ódýrt að aka aðföngum og afurðum álverksmiðju um skamman veg (ca. 5 km). 4. Með því að nýta betur þær hafnir sem fyrir eru og flytja afurðir og aðföng um skamman veg með bifreiðum má færa sterk rök fyrir því að sú leið sé fjárhagslega hagkvæmari en að byggja nýja stórskipahöfn. 5. Þegar Straumsvík og Grund- artangi ásamt næsta nágrenni (10—15 km) eru undanskildir sem staðir undir nýtt álver, þá er óverulegur munur hvar nýtt álver yrði staðsett við sunnan- og vestanverðan Faxaflóa, á Reykjanesi og á Suðurlandi a.m.k. til Þorlákshafnar að því tilskildu að þokkaleg útskipun- arhöfn fyrir lítil og miðlungs- stór skip (300—5.000 dwt) sé til staðar í u.þ.b. 5 km fjarlægð. 6. Hér að ofan er ekki tekið tillit til þeirrar auknu hagkvæmni sem náðst getur með því að flytja súrál til tveggja verk- smiðja samtímis með sama skipi. Þó má ætla að slík hag- kvæmni sé veruleg. Orkuflutningslínur Samkvæmt skýrslu Staðarvals- nefndar er kostnaður vegna orkuflutningslína „frá næsta úr- taki í aðalneti" sem hér segir fyrir þá staði sem tilgreindir eru sunn- anlands og vestan: Kostnaður v. KoslnaAur Staður orkuflutningslína unifr. minnsta millj, kr. kostnad llelguvik 105 97 Vogastapi 70 62 Yatnsleysuvik 44 .16 Straumsvik 22 14 (ieldingarnes 30 22 (^rundarlangi R 0 iHniákshöfn 40 32 Hér er reiknað með línum „frá næsta úrtaki í aðalneti" en ekki með kostnaði vegna þeirrar styrk- ingar aðalnetsins sem nauðsynleg kann að verða vegna nýs álvers. Ef styrkingarkostnaðurinn er tekinn með má ætla að hlutur Þorláks- " i*v*>*:« \ ''i-jfflo" .. \ '.}"¦¦"¦ ,.*<-<.< '3¥~**' (n^dxJL.......:.....a.;,.:w^ J,?*Sr.-;í£l\ 4 ^ V!-**uyL........-^A ¦¦¦•>Mwí -V?'4-^.....S ^ ^"'"t^ L^ ... ¦¦¦ i '"¦ •-'-• "''jfíáÉ ;•¦ .. £*h, v, Het,;, ¦ : v* «J '¦ OS±^eg|3£:-^| ../lT. /v -Ai. Assí? ¦ \ \^'<r • : ^:\V" ,:íf^to^*í. ^••^a-^rp: : / \ I s . ( 6.-I1—III 1WI Á þessari mynd eru sýndir tveir valkostir um staAsetningu álvers »ið mót Óseyrarvegar og Þorlákshafnarvegar. Þessir valkostir eru merktir 1 og 2. hafnar verði verulega betri en að ofan greinir. Þó er athyglisvert að þegar hafnir á utanverðu Reykjanesi eru bornar saman við Þorlákshöfn þá er veginn upp sá kostnaðarmunur sem er á flutningum milli Straumsvíkur og þessara sömu staða. Kostnaður við mengunarvarnir I skýrslu Staðarvalsnefndar er fjallað um þrenns konar (stig) hreinsun og hreinsunarkostnað: llreinsun Stig Kostnadarauki umfram l-stig Lásmarkshreinsun I 0 Meoalhreinsun II 96 iinllj Mil.il hreinsun III 190 millj. I skýrslunni er I-stigs hreinsun talin nægjanleg í Vatnsleysuvík en II-stigs hreinsun á öllum öðr- um stöðum sunnanlands og vest- an. Nú er fjármagnskostnaður vegna II-stigs hreinsunar 0,12 x 96 = 11,5 milljónir á ári. Fyrir það fé má sigla öllum að- föngum og afurðum milli Straumsvíkur og Þorlákshafnar eða aka þeim 15 km vegalengd. I skýrslu Staðarvalsnefndar er ekki gerð minnsta tilraun til að vega hreinsunarkostnað umfram I-stigs hreinsun á móti flutnings- kostnaði á landi eða sjó til staðar þar sem ekki væri þörf á slíkri hreinsun. Með því að velja álveri stað austan og norðan Þorlákshafnar í á a.g. 5 km fjarlægð frá höfn má telja afar líklegt að unnt sé að komast hjá hreinsun umfram I-stig. Álverið færist að auki mun nær þungamiðju vinnumarkaðarins en Staðarvalsnefnd gerir ráð fyrir í skýrslu sinni. Álverið væri þannig nokkurn- veginn miðja vegu milli Þorláks- hafnar og Eyrarbakka. Mengunarmál — nidurstbður 1. í skýrslu Staðarvalsnefndar skortir nær alla raunhæfa um- ræðu sem lýtur að „minnsta kostnaði" milli „staðsetningar" álversins annarsvegar og flutn- ingskostnaðar á aðföngum og afurðum hinsvegar. 2. Hvað Þorlákshöfn varðar virð- ist unnt að staðsetja álver hæfilega fjarri byggð þannig að komast megi hjá hreinsun um- fram I-stig. Sú staðsetning er einnig nær miðju vinnumark- aðarins. Land — vega- tenging — vatn I skýrslu Staðarvalsnefndar er yfirlit um kostnað vegna landlög- unar, vatns og vegatengingar. Er þar gert ráð fyrir eftirfarandi kostnaði á stöðum suðvestan- og sunnanlands. Kostnadur millj. kr. SuAur ll.ilil.ir Kostnadur umfram kostnaöur minnsta kostn. l>orlákshöfn llelfruvik 6.1 15 Yogaslapi 75 27 Vatnsleysuvik 75 27 Straumsvik 126 78 (¦eldinganes 104 56 Crundartan|>i 76 28 Iwlákshöfn 48 0 I Þorlákshöfn er hægt að velja nýju álveri stað í kverk við mót Þorlákshafnarvegar og Óseyrar- vegar. Lóðin þar er mun betri á allan hátt að því er staðarkosti varðar. Þar þarf t.a.m. engan varnargarð fyrir sjó og hægt er að bora eftir vatni á sjálfri verksmiðjulóðinni. Telja verður öruggt að lóðarkostn- aður ásamt vatnsöflunar- og vega- tengingarkostnaði verði mun minni en Staðarvalsnefnd áætlar á viðmiðunarlóðinni. Nú skulum við gera ráð fyrir að unnt sé að lækka stofnkostnað um 20 milljónir króna sem að dómi undirritaðs er líklegt ef aðstæður eru skoðaðar nánar. Fjármagnskostnaður af 20 milljónum króna er 2,4 milljónir á ári en fyrir það fé er hægt að aka öllum aðföngum og afurðum 130.000 tonna álvers um 3 km. Þessi flutningur hefði því óveruleg áhrif á afkomu verksmiðjunnar, einkum þegar álverið flyst með þessu móti einnig nær miðju vinnumarkaðarins. Þegar taflan hér að framan er skoðuð í þessu samhengi má ljóst vera að fyrir aðra staði en Þor- lákshöfn er í raun eftir enn meiru að slægjast þegar vega skal saman þennan kostnaðarþátt og flutn- ingskostnað á aðföngum og afurð- um fyrir álverksmiðju. Land — vegatenging — vatn — niðurstöður 1. I skýrslu Staðarvalsnefndar skortir nær alla rökræðu um samhengi lóðarkostnaðar ann- arsvegar og flutningskostnaðar á aðföngum til álverksmiðju hinsvegar. 2. Nær öll rök skortir fyrir hinum þrönga ramma sem Staðarvals- nefnd sníður sér þegar stað- setning lóðar er annarsvegar. 3. Fyrir Þorlákshöfn virðist unnt að finna lóð sem fellur mun betur að forsendum fyrir bygg- ingu álvers en sú lóð sem Stað- arvalsnefnd leggur út af. Akstur starfsfólks I skýrslu Staðarvalsnefndar bls. 80 er gert ráð fyrir 19 km „meðal- akstri" á starfsfólki og akstur um- fram 10 km verði því 19 + 10 = 9 km. Með nýrri staðsetningu verð- ur „meðalakstur" einungis 14 km eða 4 km umfram 10 km. Áhrif á rekstrarkostnað verða því samkvæmt áliti Staðarvals- nefndar 0% í stað 0,2% af áætluðu súrálsverði. Mismunur á rekstrar- kostnaði álvera I skýrslu Staðarvalsnefndar er tafla yfir „mismun á \rekstrar- kostnaði fyrir 10 hugsanlega staði fyrir álver reiknað sem hundr- aðshluti af framleiðslukostnaði. Niðurstöður eru fyrir allar 10 hafnirnar sem hér segir: Ke k stra rskost nað u r Staður staðbundinna þátta % af framleioslukoNtnaði Helguvík 2,3 Vogaxtapi 2,5 Vatnsleysuvík 2,0 Straumsvík 1,9 •! (¦eldinganes 2,0 ( + 1.3) ' (¦rundartangi 1,8 .Vrskógsströnd 3.0 2,5 ( + 1,3) ' Arnarneshreppur (ilæsihæjarhreppur 3,5 I*orlákshófn 3,2 Þorlákshöfn er samkvæmt þessu í 7.-9. sæti (háð mengunar- búnaði+1,3%). Mat Staðarvalsnefndar á Þorlákshöfn Ef „Þorlákshöfn" er sundurliðuð sérstaklega kemur eftirfarandi í ljós: Ahrif stofnkoslnaðar ve|{na: % 1. SUAbundinnar aðstoðu IX Höfn 1,54% 1,84% 1.2. Lóð, vatn, vegur 0,30% 2. Mismunar pi'ss að höfn er ónothæf á stundum 0,4% 3. Akstur starfsfólks umfram 10 km 0,2^ 4. Hreinsun umfram 1. sti]{ þ.e. volhreinsun 0,8%. Samtals 3.24% Miðað við 130.000 tonna árs- framleiðslu á áli og 1.700 USD framleiðsluverð nemur þessi pró- senta (3,24%) = 130.000 x 1.700 x 0,0324 = 7.160.400 USD eða um 72 milljónum króna á ári m.v. verð- lag í apríl 1982. Endurmat á niðurstöð- um Staðarvalsnefndar fyrir Þorlákshöfn Nú skal gerð tilraun til að endurmeta þennan kostnað miðað við eftirfarandi breyttar forsend- ur: 1. Straumsvík verði notuð sem umskipunarmiðstöð fyrir flutn- ing á aðföngum og afurðum milli Straumsvíkur og Þor- lákshafnar. 2. Álverksmiðju verði valinn stað- ur um 5 km N-A af byggð í kverk milli Óseyrarvegar og Þorlákshafnarvegar. 3. Aðföngum og afurðum verði ek- ið milli hafnar (Þorlákshöfn) og verksmiðjulóðar. 4. Hægt verði að komast hjá hreinsun umfram I. stig með þeirri staðsetningu verksmiðju- lóðar sem að ofan greinir. Niðurstöður vegna breyttra forsendna Áhrif stofnkostnaoar vegna: % 1. Slaohundinnar aostiíou 1.1 llofn % 1.2 \M. vatn, veeur 0,2<V 0,9^- l..lSkipanulnini>ar 0,5% 1.4 UndflutninKar 0.2'. 2. Mismunur |mv. ao hofn er omuhjef á stundum o.o .1. Akstur slarfsfólks umfram 10 km 0,0%. 4. Ifreíttsun umfram I. stig þ.e. vothreinsun 0,0%. SamUln 0,9% sem nemur um 20 millj. króna á ári í stað 72 millj. Og þar með væri l>orlákshöfn komin úr 7.-9. sæti í 1. s;«'(i. Jafnvel þótt ofangreind tafla kunni að vera í bjartsýnna lagi, þá er hún trúlega ekki fjarri sanni að ofangreindum forsendum gefnum. Á það skal hinsvegar bent að verulega má bæta ástandið á ýms- um öðrum stöðum einnig, einkum ef fallið verður frá hugmyndum um nýjar stórskipahafnir og eldri hafnir notaðar. Lokaorð í fyrrnefndri grein minni frá 1. maí sl. bendi ég á Þorlákshöfn sem einn allra hagkvæmasta staðinn fyrir nýtt álver. Skýrsla Staðarvalsnefndar að viðbættri athugun á milliflutning- um milli Straumsvíkur og Þor- lákshafnar virðist í raun staðfesta þessa niðurstöðu. Staðarvalsnefnd kemst sjálf að allt annarri niðurstöðu sem virð- ist í mótsögn við eigin skýrslu. Skýrsla Staðarvalsnefndar er í marga staði ágætt plagg. Það orkar hinsvegar tvímælis hvort nefndin hafi sett sig nægilega vel inn í alla þætti málsins, bæði þá seín finna má í skýrslunni sjálfri beint eða óbeint, svo og þá þætti sem Staðarvalsnefndinni hefði borið að athuga betur þegar óskað er eftir jafn veigamikltl áliti og hér um ræðir. Reykjavík í ágúst '82, Kdgar (.uðmundsson. Helstu heimildir (1) Staðarvalsnefnd um iönrekstur: .Áfangaskýrsla um STAf)ARVAL ÁL\'KRS «mim vegna haf;kva?mniathugunar á vegum Iðnaðarráðuneytisins. Jtili 1982. (2) Slaðarvalsnefnd um iðnrekstur: Klutningskosinaður á súráli með bifreiðum. Apríl 1982. (3) Kdgar (^uðmundsson: N.T'sia álver á fslandi í l^orlákshöfn. Morgunblaðið I. maí 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.