Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐILVLAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Pólverjar biðja hælis Osló, 27. ifúM. Al'. 'I'VKIR Pólverjar eru nú kornnir til Osló »ií hafa beðið þar um pólitískl hæli eftir að hal'a fyrr í þessum mán- uoi flúið fr.í hópi pólskra vísinda- manna í SpiLsbergen á Svalbarða, samkvæmt upplýsingum frá tals- manni útlendingaeftirlitsins þar í landi. Umsóknir þeirra veröa með- höndlaðar á sama hátt og aðrar er borist hafa um sama efni, en þeir munu hafa notið tækifærið og flú- ið er þyrla sem er í eigu hins norska yfirmanns á Svalbarða var í eftirlitsferð á vísindasvæðinu. Miklar rannsóknir eru að jafn- aði stundaðar á eyjunni og eru þar í sumar 72 norskir vísindamenn, ásamt fjölda erlendra starfs- bræðra þeirra. Sendiráðsfull- trúi myrt- ur í Ottawa OtUwa. Kanada, 27. ágÚKt. Al\ IIERNADARKULLTRÍU við tyrkn- eska sendiráðið í Ottawa, Atilla Alti- kat, lét í morgun lífið er hann varð fvrir kúlnahríð manns, sem beið eft- ir honum við gatnamót í vesturhluta borgarinnar. Bifreið hans, splunkunýr Oldsmobile Cutlass, var eins og gatasía öðrum megin. Fundust 13 kúlnagöt í bílnum og jafnmargar tómar patrónur við tré skammt frá. Morðinginn komst undan, en ekki er vitað hvort hann flýði í bifreið eða á tveimur jafnfljótum. ¦aaaaaf $& ^HP^^^ ^k w^ ~^H ^B I B' iHi ^2 t ! *¦ -f ¦*&¦•* F. i*' » « «. t i i • r ' » < 4 i l » , • Forsetakjörinu fagnað Kristnir varðliðar i Beirút draga tappa úr kampavínsflösku til að fagna kjöri Bashir Gemayel, sem forseta Líbanon. Bók Hitlers veldur íílfaþyt í Bæjaralandi Mtinchcn, 27. ágúst Al'. KÁÐAMENN í Bæjaralandi gerðu í dag ráðstafanir til að stöðva sölu á bók Adolf Hitlers, „Mein Kampf" eða „Barátta mín" eins og hún hefur verið þýdd á íslensku. Hefur bókin fengist í Hollandi og Belgíu að und- anförnu. Fjármálaráðuneyti Bæjara- lands á einkarétt á útgáfu bókar- innar. Hálft sjötta þúsund eintaka hefur verið gefið út á hollensku í Belgíu og hafa bækurnar sést í verslunum í Munchen. Var þýska utanríkisráðuneytið í Bonn beðið að hafa samband við yfirvöld í Brussel til að koma í veg fyrir frekari prentun á bókinni. Svipuð dæmi hafa áður komið upp í öðrum Evrópulöndum og hefur prentun þá verið stöðvuð. „Barátta mín" er bönnuð í Vest- ur-Þýskalandi, en hvorki í Hol- landi né Belgíu. Verðbólga á síðasta ári: Mest í Argentínu Minnst í Japan Onf, 27. á£iíst. Al'. VERDBÓLGA í Argentínu náði 131,3 af hundraði á síðasta ári og mun Argentína því hafa þann vafasama heiður að vera með hæstu verðbólgu í heiminum, sam- kvæmt skýrsluni frá Alþjóöa vinnumálastofnuninni sem birt var í dag. Hvað varðar minnstu verð- bólgu er Japan í því sæti með 4,7 af hundraði, en hún mun hvergi vera minni í heiminum sam- kvæmt þessum skýrslum, en Panama fylgir þar fast á eftir mð 4,8 af hundraði. Þau lönd sem fylgja Argent- ínu fast á eftir í efri mörkunum eru ísrael með 101,5 af hundr- aði, Perú með 72,6 af hundraði, Costa Rica með 65,1 af hundraði, Júgóslavía með 35,7 af hundraði og Mexíkó með 28,5 af hundraði verðbólgu. Verðbólga í Bandaríkjunum á síðasta ári var 8,7 af hundraði. «&&¦ THE OBSERVER Ungverskir andófsmenn líta á Pólverja sem fyrirmynd Kéttur i Búdapest kvað nýlega upp 20 daga fangelsisdóm yfir Gabor Demszky, útgefanda ólög- legra rita. I'vkir dómur þessi sýna, að stjórnvöld í ITngverjalandi hafi vaxandi áhyggjur af starfsemi and- ófsmanna. Á síðustu tveimur áratugum hafa mál þróast í Ungverjalandi með dálítið öðrum hætti en í öðr- um ríkjum Austur-Evrópu. Tékkar og l'ólverjar hafa gert tilraunir með nýjar leiðir í kommúnisma, en svo sem kunnugt er, fengu þeir ekki tóm til að þrautreyna þær. Á hinn bóginn hefur stefna llngverja borið miklu minni keim af þeim járnaga, sem stjórnarhættir í grannríkjunum hafa einkennzt af. L'ngverjar hafa smám saman þró- að sérstaka efnahagsmálastefnu. Fjölmiðlar í landinu hafa greini- léga meira frjálsræði en annars staðar í Austur-Evrópu, þótt þeir væru mjóg harðorðir, meðan til- raunir voru gerðar með stjórnar farslegar umbætur i Tékkóslóv- akíu og Póllandi. I'á hafa Ungverj- ar nokkuð góða möguleika á að fcrðast til Vesturlanda. Lengi vel létu ungverskir and- ófsmenn lítt á sér kræla og komu saman á einkaheimilum eða störfuðu í fámennum hópum. Nú hafa þeir greinilega sameinað kraftana, þannig að fram er komin óvefengjanleg andófs- hreyfing. Þessi hreyfing hefur stöðugt meira látið til sín taka, eftir að herlög voru sett í Pól- landi í desember á síðasta ári. Gabor Demszky, maðurinn sem nýlega var dæmdur í fang- elsi fyrir ólöglega útgáfustarf- semi, er einn virkasti félaginn í hreyfíngu þessari. Hann var fé- lagi í SZETA, en það eru óopin- ber samtök til styrktar fátæk- um, og hafa þau safnað saman fjárframlögum handa fátæku fólki. Það er dálítill tvískinnungur í því, að blaðamönnum og menntamönnum skuli vera leyft að fjalla opinberlega um fátækt í landinu, en hins vegar sé það ill- þolandi að samtök á borð við SZETA séu starfrækt. Eigi að síður er þetta nokkuð dæmigert fyrir ástandið í Ungverjalandi. Yfirvöld hafa á margan hátt reynt að leggja stein í götu SZETA, og þau litu mjög óhýru auga það frumkvæði, er Demszky sýndi sl. ár, er hann útvegaði fé til að gFeiða fyrir orlofsdvöl fátækra pólskra barna í Ungverjalandi. Skipu- lagning þessarar starfsemi var í samvinnu við Samstöðu í Pól- landi. I byrjun þessa árs stofnaði Demszky fyrirtækið AB, þ.e. óháðir útgefendur. Hafði hann þar til hliðsjónar pólska útgáfu- fyrirtækið NOWA. Á meðal þess fyrsta, sem fyrirtækið sendi frá sér, voru rit um ritskoðun og mannréttindi í Ungverjalandi. í nýútkomnu hefti af Labour Focus on Eastern Europe er skýrt frá starfsemi ungversku andófshreyfingarinnar í smáat- riðum. Athyglisvert er, hversu djúptæk áhrif atburðirnir í Pól- landi og Tékkóslóvakíu hafa haft á starfsemi hennar. Ýmsar leið- arstjörnur ungversku hreyf- ingarinnar voru í tengslum við pólska andófshópa á síðasta ára- tug og höfðu báðir aðilar svipað- ar hugmyndir um „endurbætur á sósíalisma". Ungversku andófs- mennirnir fengu Pólverja til að birta ýmsar greinar í ritum sín- um. Þegar kveðnir voru upp þungir fangelsisdómar yfir 5 tékknesk- um andófsmönnum árið 1979, skrifuðu 252 ungverskir mennta- menn undir bréf til leiðtoga ríkisins og Kommúnistaflokks- ins, þar sem farið var fram á, að þeir beittu áhrifum sínum gegn dómunum. Andófsmenn í Ung- verjalandi urðu að sjálfsögðu yfir sig hrifnir af stofnun Sam- stöðu í Póllandi. Margir þeirra sóttu samstöðumenn heim, á meðan hagur þeirra stóð með mestum blóma. Ungverskir andófsmenn gefa út nokkur óopinber blöð uir þessar mundir. Þeir efna jafnvei til háskólafyrirlestra á svipaðn hátt og andófsmenn í Pólland' gerðu. í Búdapest er jafnvei bókaverzlun, sem selur rit and ófsmanna. Hún er á vegun Laszlo Rajk, en faðir hans va einn þeirra fyrstu, er létu lífið hreinsunum Stalíns í landinu á sínum tíma. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að beita andófsmenn ýmsum ráðum án þess að grípa til valdboðs og harkalegra að- gerða. Þeim hefur þó ekki tekizt að stemma stigu fyrir starfsemi þeirra, og víða ólgar undir niðri. Til skamms tíma voru með vit- und og vilja stjórnvalda starf- rækt samtók ungra rithöfunda, þar sem ungir og reiðir menn gátu látið að sér kveða. En starf- semi samtakanna fór fljótt úr böndunum, og á síðasta ári var fyrirskipað að þau skyldu lögð niður. Árið 1975 hófst í tilraunaskyni útgáfa tímaritsins Mozgo Vilag. Gabor Demszky Það hlaut viðurkenningu opin- berra aðila, þótt þar birtust stundum svæsnar ádeilugreinar. Ritstjórar timaritsins hafa orðið fyrir ýmsu aðkasti, en þó lifir það enn góðu lífi. I framhalds- skólum og háskólum hafa verið stofnaðir sérstakir Mozgo Vil- ag-hópar og efnt hefur verið til málfunda á vegum þeirra, þar sem ýmis mergjuð skeyti hafa flogið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa á margan hátt sýnt sveigj- anleika og umburðarlyndi, a.m.k. miðað við stjórnvöld grannríkjanna. Þó standa þar ýmsar kenningar óhaggaðar, t.d. krafa flokksins um óskorað vald. Það eru slík atriði, sem and- ófsmenn berjast gegn eftir mætti. Nýjasta tölublað andófsblaðs- ins Beszelo, sem nýlega hefur hafið göngu sína, ber þess nokk- ur merki, hvert ungverskir and- ófsmenn ætla að stefna. Blaðið gerir grein fyrir vandkvæðum friðsamra kaþólskra presta, sem hafa skotið yfirvöldum kirkj- unnar skelk í bringu. Blaðið greinir einnig frá tilraunum sem gerðar hafa verið til að breyta stefnu Mozgo Vilag, en framá- menn Kommúnistaflokksins í menningarmálum hafa reynt að hafa þar hönd í bagga, þótt þeir hafi farið að öllu með gát. Blaðið gagnrýnir fjölmiðla á Vestur- löndum fyrir að gefa ranga mynd af lífinu í Ungverjalandi, og koma því inn hjá almenningi, að þar sé þægilegt að búa, þrátt fyrir kommúnismann. Vestrænir blaðamenn eru gagnrýndir fyrir að leiða það hjá sér, hversu mjög flokkurinn hlutast til um al- menn málefni. Að lokum er skoðað ástandið í Austur-Evrópu eftir setningu herlaga í Póllandi. Þar segir, að tilraunirnar í Póllandi hafi verið mjög mikilvægar fyrir Austur- Evrópu í heild. „I næsta ná- grenni við okkur var að mótast nýtt skipulag," segir orðrétt í blaðinu. Samkvæmt þessari nýju skipan hafi flokkurinn sætt sig við vissar takmarkanir á „for- ystuhlutverki sínu", en samfé- lagið hafi viðurkennt „forystu- hlutverk flokksins" og því gert sér þá staðreynd ljósa, að vonir þeirra um umbætur væru tak- mörkunum háðar. En nú er fokið í flest skjól í Austur-Evrópu. Ungverskir and- ófsmenn hafi komizt að raun um, að þeir standa ábyrgir fyrir því, að umræða um pólitískar umbætur á þessum slóðum haldi áfram, en falli ekki í gleymsku og dá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.