Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 21 'ulltnii íslands f keppninni. Ófeigur Gestsson, nýráðinn -sveitar stjóri á Hofsósi. (Ijosm. MM. H.Bj.) ar því það er einmitt slík starfsemi sem hér vantar, það er að fólkið geti fengið vinnu við annað en frystihús- ið." — Hvernig hefur þér svo litist á staðinn? „Fólkið hefur verið ákaflega vin- samlegt og mér hefur verið vel tek- ið. Auðvitað er það svo að maður getur ekki búist við neinum sérstök- um móttökum, heldur verður að sjá til hvers maður er nýtur, þú skalt spyrja mig þessarar spurningar eft- ir árið, í fyrsta lagi. í þessu sam- bandi má nefna það að maður rekur sig á hluti sem eru meira að segja óþekkt fyrirbrigði í sveitinni í Borg- arfirði, pósturinn kemur til dæmis hingað aðeins þrisvar í viku," sagði Ófeigur Gestsson að lokum. HBj. u- rlandi þjónustustörf. Þingið var sett af Bjarna Aðalgeirssyni bæjarstjóra á Húsavík sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Norðlendinga. Það var sótt af tæplega eitt hundrað sveitarstjórnamönnum úr báðum Norðurlandskjördæmum. í gær, föstudag, voru umræður um tillögur frá milliþinganefnd-jm og fjórð- ungsráði, en þinginu lýkur í dag. Þingforseti er Magnús Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Sauðárkróki og varaþingforseti Jón Guðmundsson oddviti í Óslandi. Þingskrifarar eru Stefán Gestsson oddviti á Arnar- stöðum og Aðalheiður Arnórsdóttir bæjarfulltrúi á Sauðárkróki. Ráð- inn þingritari er Björn Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki. XVII. NORRÆNA ÞINGIÐ UM LÍFEÐLIS -OG LYFJAFRÆÐI REYKJAVÍK 29-31ÁGÚST 1982 Prír nóbelsverðlaunahaffar í lífeðlis- og læknisffræði taka þátt í þingi hér á landí XVII. NORRÆNA þingið um lífeðl- isfræði og lyfjafræði hefst í fyrra- málið að Hótel Loftleiðum. Þingið sækir fjöldi vísindamanna, sem standa í fremstu röð í þessum fræð- um, þeirra á meðal þrír Nóbelsverð- launahafar í lífeðlis- og læknisfræði, þeir Andrew F. Huxley, sem hlaut Nóbelsverðlaunin 1963, Ulf S. von Euler, sem fékk þau 1970 og Torsten N. Wiesel, sem fékk þau síðastliðið ár, 1981. Eru þeir hér kynntir lítil- lega. Andrew F. Huxley Sir Andrew Fielding Huxley er fæddur í London 22. nóvember 1917. Hann er sonarsonur nátt- úrufræðingsins og rithöfundar- ins Thomasar Huxley, sem var einn dyggasti stuðningsmaður Darwins, í þeim deilum sem risu vegna þróunarkenningarinnar. Hálfbræður hans voru hinn þekkti líffræðingur Julian Huxl- ey og rithöfundurinn Aldous Huxley, sem margir munu kann- ast við sem höfund bókarinnar Brave New World. Sir Andrew hlaut menntun sína í University College School 1925—30, Westminster School 1930—35, og í Trinity College, Cambridge, þar sem hann lagði stund á náttúruvísindi. I upphafi hafði hann ekki sérstakan áhuga á lífeðlisfræði, en fyrir áhrif frá kuningjum valdi hann hana sem aðra af tveim vísindagreinum, sem þurfti til að ljúka fyrrihlutaprófi í Cambridge. Hann segir um þessi fyrstu kynni sín af lífeðlisfræði: „Mér fannst lífeðlisfræðin áhugaverð, bæði vegna viðfangsefna hennar og eins vegna kynna minna af lífeðlisfræðingunum Adrian, Roughton, Rushton, Hodgkin og Millikan (sem allir voru kennar- ar við Trinity) og af öðrum í deildinni, og ákvað að sérhæfa mig í henni." Skömmu fyrir stríðsbyrjun hóf Sir Andrew rannsóknir í samvinnu við kennara sinn A. L. Hodgkin, sem síðar var aðlaður. Um þessar mundir hafði fundist í kolkrabbanum risavaxin tauga- fruma, sem var svo sver að menn héldu í fyrstu að um æð væri að ræða. Taugafruma af þessari stærð gerði mögulegar rann- sóknir, sem menn hafði aðeins dreymt um til þess tíma, eins og það að stinga skráningarskaut- um inn í frumuna eða athuga áhrif þess að breyta salthlutföll- um í henni. Heimsstyrjöldin tafði þessar rannsóknir þeirra Hodgkin og Huxleys, en eftir stríðið tóku þeir upp þráðinn að nýju. Samvinna þeirra leiddi til þess, að þeir deildu Nóbelsverð- laununum með Sir John C. Ecc- les árið 1963, fyrir uppgötvanir varðandi þær jónahreyfingar sem liggja að baki örvun og hömlun í himnu taugafruma, eins og segir í greinargerð Nóbelsnefndarinnar. Frá stríðslokum til 1960 stundaði hann rannsóknir og kennslu við Trinity College, Cambridge. Þá tók hann við stjórn lífeðlisfræðideildar Uni- versity College, London, en 1969 var hann gerður Royal Society Research Professor við sömu deild. Hann var kjörin forseti Royal Society 1980. Hann er heiðursfélagi í fjölmörgum fé- lögum og hefur verið gerður að heiðursdoktor við marga há- skóla. Sir Andrew segir um vinnu sína fram til þess tíma, er hann fær Nóbelsverðlaunin 1963: „Frá 1946 til 1951 vann ég aðallega í samvinnu við Hodgkin, að rann- sóknum á taugaboðum, en einnig með R. Stampfli við rannsóknir á fituslíðri tauga. Árið 1952 sneri ég mér að rannsóknum á vöðvasamdrætti og smíðaði sér- staka smásjá til rannsókna á þverrákóttum vöðvafrumum." Þetta er enn aðalviðfangsefni Sir Andrew og á þinginu hér mun hann stjórna málþingi, sem ber yfirskriftina Comparative aspects of muscle mechanics. Kona Sir Andrews er Lady Richenda og eiga þau sex börn. HeimiWir: Ux l'rix Nobel, l%3. Ulf S. von Euler Ulf S. von Euler er fæddur í Stokkhólmi 7. febrúar 1905. Fað- ir hans var Hans von Euler- Chelpin, sem hlaut nóbelsverð- launin í efnafræði 1929. Hann var einn frumkvöðla lífefna- fræðinnar og rannsakaði einkum ensím og vítamín. Móðirin, Astrid Cleve, var doktor í grasa- fræði. Hún var dóttir Per Teodor Cleve, sem var prófessor í efna- fræði í Uppsölum og fann tvö frumefni, thulium og holmium. Von Euler segir um andrúms- loftið á æskuheimili sínu: „And- rúmsloft vísinda á heimili mínu og regluleg tækifæri til að hitta vísindamenn — Svante Arrheni- us (sjá Les Prix Nobel 1929, bls. 74) var guðfaðir minn — átti án efa stóran þátt í vaxandi áhuga mínum á rannsóknum. Þeim var hins vegar ekki haldið að mér í uppvextinum." Von Euler stundaði fyrst nám í Svíþjóð og lauk doktorsprófi í lyfjafræði 1930. Eftir það fór hann til framhaldsnáms erlend- is, þar sem hann stundaði rann- sóknir og nám hjá mörgum fremstu lífeðlisfræðingum heims. Sama árið og hann lauk doktorsprófi, fann hann boðefnið „substance P" og eftir heimkom- una til Svíþjóðar, prostaglandin og vesiglandin á árinu 1935, pip- eridine 1942 og loks rioradrenal- ine 1946. Hann segir svo um rannsóknir sínar eftir það, fram til ársins 1970: „Eftir að hafa sýnt fram á árið 1946, að nora- drenaline var boðefnið í adren- ergum taugum, hafa rannsóknir mínar einkum verið helgaðar því efni. Dreifing þess í taugum og líffærum, magn þess, losun og eyðing við margvísleg heilbrigð og sjúkleg skilyrði hafa verið rannsökuð á rannsóknarstofu okkar. Sú uppgötvun (ásamt fé- laga minum N.A. Hillarp heitn- um), að boðefnið væri geymt í blöðrum inni í taugafrumunni beindi rannsóknunum inn á nýj- ar brautir og spurningar varð- andi upptöku, geymslu og losun úr taugablöðrunum, sem og boð- sendingarnar sjálfar, hafa verið höfuðviðfangsefni rannsókna minna síðan 1958." Þess má geta hér til nánari skýringar, að taugar miðla boð- um til annarra fruma, með því að losa svokölluð „boðefni". Boð- efnin losna vegna spennubreyt- inga yfir himnu taugafrumunn- ar, berast yfir á næstu frumu og tengjast þar viðtökum. Virkjun viðtakanna er fyrsti hlekkurinn í svari þeirrar frumu. Mikilvægi þess fyrir læknis- fræðina að þekkja þessi efni og eiginleika þeirra er augljóst. Það gerir kleift að breyta áhrifum taugafruma á þær frumur sem þær stjórna. Þessu er beitt í meðferð ótal sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma, blóðþrýstings- breytinga, geðsjúkdóma og lungnasjúkdóma. Von Euler varð prófessor í líf- eðlisfræði við Karolinska Instit- utet í Stokkhólmi 1939 og gegndi því starfi til 1971. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir störf sín aðrar en nóbelsverðlaunin, meðal annars er hann félagi í yfir 20 vísinda- akademíum og heiðursdoktor við 10 háskóla. Hann varð varafor- seti Alþjóðasambands lífeðlis- fræðinga 1965. Þá hefur hann setið í nóbelnefndinni fyrir lífeðlis- og læknisfræði og verið ritari hennar um árabil. Forseti stjórnar Nóbelstofnunarinnar 1965-75. Honum voru veitt nóbelsverð- launin í lífeðlis- og læknisfræði 1970, ásamt þeim Bernard Katz og Julius Axelrod, fyrir uppgötv- anir varðandi taugaboðefni: geymslu þeirra, losun og niður- brot, eins og segir í áliti nóbels- nefndarinnar. Von Euler er kvæntur greif- ynjunni Dagmar Cronstedt. Ileimildir: Les l'riv Nobel, 1970. Torsten N. Wiesel TORSTEN Nils Wiesel er af sænsku bergi brotinn, fæddur í Uppsölum í Svíþjóð 3. júní 1924. Hann hlaut menntun sína við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi, lauk læknisprófi frá þeirri stofnun 1954 og fór eftir það í framhaldsnám til Banda- ríkjanna. Þar hófst samstarf hans við David Hubel fljótlega upp úr því, en Hubel hlaut ásamt honum nóbelsverðlaunin í fyrra. Þriðji nóbelsverðlaunahafinn þá var Roger Sperry. Torsten Wiesel hefur dvalist í Bandaríkjunum og unnið vís- indastörf sín þar, frá þessum tíma. Hann er nú Robert Win- throp Professor í taugalíffræði við Harvard Medical School og deildarforseti þar. Hann hefur unnið til ótal verðlauna og viður- kenninga fyrir vísindastörf sín annarra en nóbelsverðlaunanna, sem hann hlaut eins og fyrr sagði 1981. Torsten N. Wiesel og David Hubel fengu nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sjón- skyni. Um eðli rannsókna þeirra má það segja nánar, að þeir hafa reynt að skýra með hvaða hætti heilinn túlkar þau boð sem frá auganu berast. í því skyni hafa þeir fylgt eftir sjónáreitinu, frá því það ertir nethimnu augans og þar til það berst til hinna ólíku frumulaga í sjónstöð heila- barkarins. Þeir hafa sýnt fram á, að boð um myndina á net- himnunni er greint í heila- berkinum af kerfi taugafruma, sem raðast saman í eins konar súlur. Innan hverrar súlu svara taugafrumur á mismunandi hátt ákveðnum áreitum. Þetta hafa þeir fundið með því að skrásetja boðin frá einstökum frumum í heilaberkinum, á meðan til- raunadýrið horfir á tilteknar myndir. Með þessu móti hefur Hubel og Wiesel tekist að kort- leggja sjónstöð heilabarkarins að hluta. Niðurstöður þeirra benda til, að frumur í sjónberk- inum séu ákaflega sérhæfðar. Hver fruma fáist til dæmis að- eins við áreiti f rá ákveðnum stað á nethimnu augans og svari því aðeins, að áreitið hafi ákveðna lögun eða stefnu. Boðin fara síð- an frá þessum frumum til æðri stöðva heilans, þar sem þau eru túlkuð frekar og öðlast merkingu. Torsten N. Wiesel er kvæntur og á eina dóttur. Heimildir: Srienlifir Amerirm. desember 1981. Time, oklober 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.