Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Landssamband iðnverkafólks: Mótmælir harðlega að gripið sé inn í gerða samninga Stjórn Landssambands idn- verkafólks mótmælir harölega, að gripið sé inn í gerða kjarasamn- inga með lagaboði. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á sljórnar fundi, scm haldinn var 26. ágúst: „Stjórnvöld hafa nú ákveðið margvíslegar aðgerðir í efna- hagsmálum. í þeim er enn einu sinni gripið með lagaboði inn í gerða kjarasamninga með lækk- un umsaminna verðbóta. Þeirri aðgerð mótmælir stjórn Lands- sambands iðnverkafólks harð- ' lega. Ekki fer á milli mála að við margs konar vanda er að glíma í íslenskum efnahagsmálum. Vandamál þessi má ekki undir neinum kringumstæðum leysa á kostnað láglaunafólks. Stjórn Landssambands iðn- verkafólks minnir á að atvinnu- ástand iðnverkafólks er nú sums staðar ótryggt og treystir því að stjórnvöld sjái til þess að full atvinna verði tryggð áfram. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar er gert ráð fyrir ýmsum að- gerðum til hagsbóta fyrir hina lægst launuðu og treystir stjórn Landssambands iðnverkafólks því að þessi loforð verði efnd og komi sem allra fyrst til fram- kvæmda." Danska drottningarsnekkjan Dannebrog, þar sem hún liggur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. '-Xwmynd Mbi. rax. Dannebrog í Reykjavík DANSKA drottningarsnekkjan Dannebrog liggur nú í Reykja- víkurhöfn. Hún kom til landsins í gærmorgun og verður hér fram á þriðjudaginn í næstu viku. Hingað kemur hún frá Jakobs- höfn í Grænlandi og tók sigling- in hingað til lands fjóra daga. Ástæðan fyrir veru drottn- ingarsnekkjunnar á Grænlandi, var hátíðin sem þar var haldin vegna þúsund ára byggðar nor- rænna manna þar í landi, en viðstödd þau hátíðahöld var danska konungsfjölskyldan og forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, meðal annarra, eins og mönnum er í fersku minni. For- seti ísiands bjó einmitt um borð í snekkjunni í boði dönsku kon- ungshjónanna meðan á hátíða- höldunum stóð. Snekkjan er á heimleið, en sjö vikur eru nú síð- an hún lagði upp frá Danmörku. Innbrotin í skartgripaverslanirnar: Lögreglan gerði það sem hægt var að gera llr kvikmyndinni „Nútíma vandamál" segir Grétar Norðfjörð lögreglufulltrúi Nýja Bíó frumsýnir „Nútíma vandamál" Nýja bíó sýnir i dag myndina „Nútima vandamál", sem á frum- málinu heitir „Modern Problems" og er ltandari.sk kvikmynd frá Twentieth (Jentury-Fox. Leikstjóri myndarinnar er Ken Shapiro, en framleiðendur eru Al- an Greisman og Michael Sham- berg. Höfundur handrits er leik- stjórinn Tom Sherohman og Arth- ur Sellers. Tónlist í myndinni er eftir Dominic Frontiere. Aðalhlutverk leika Chevy Chase, Patti d'Arbanville, Mary Kay Place, Nell Carter o.fl. „Ég harma ummæli einstakra gullsmiða um störf lögreglunnar án þess að þeir hafi fyrir því að kynna sér þá vinnu sem lögreglan leggur á sig til að leysa einstök mál," sagði Grétar Norðfjörð, fulltrúi í afbrota- vórnum hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík, þegar Morgunblaðið leit- aði umsagnar hans á þeim ásökun- um, sem fram hafa komið i blöðum að undanförnu, á störf lögreglunnar í sambandi við innbrotin í úra- og skartgripaverslanir í Reykjavík í sumar. Sigurður Steinþórsson, eig- andi skartgripaverslunarinnar Gull og silfur, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið á þriojudag: „Satt best að segja erum við mjög hissa á slælegri framgöngu lögregluyfir- valda í þessu ináli. Segja má að þau h.ifi alltaf verið víðs fjarri meðan á þessari innbrotaöldu stóð." Grétar Norðfjörð sagði einnig: „Ég veit ekki hvað götur borgar- innar eru margir kílómetrar að lengd eða hvað margir kílómetrar eru á hvern lögreglumann, en það get ég leyft mér að fullyrða að þó svo að ekki sjáist alltaf einkenn- isklæddir lögreglumenn á götum borgarinnar, eru til aðrar lög- regluaðferðir, þó menn verði ekki Félag íslenzkra bifreiðaeigenda: Mótmælir sköttum á bifreiðir í tilefni setningar bráðabirgða- laga 21. ágúst 1982, bendir stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) á eftirfarandi: Skattlagning á bifreiðar og rekstrarvörur til þeirra hefur verið óhófleg um langt árabil hér á landi. International Road Federat- ion (IRF, Alþjóða vegamálasam- bandið) sbr. meðfylgjandi súlurit, bendir á í skýrslu sinni 1981 að skattlagning á bifreiðar á íslandi sé hærri en í nokkru öðru landi, sem konnun þeirra nær til, sem eru alls 22 lönd í öllum heimsálf- um. í skyrslu sömu stofnunar kemur fram að vegakerfi á Islandi er eitt frumstæðasta í heimi. Bíllinn er mest notaða og nauðsynlegasta samgöngutæki á landi. Bílaeign er hér almennari en í nokkru öðru landi í Evrópu, eða 2,4 íbúar um hvern fólksbíl í landinu, þ.e. rúmlega 1 bíll á fjölskyldu að meðaltali. Útgjöld meðalfjölskyldu vegna bifreiða mun oftast meiri en húsnæðis- kostnaður viðkomandi. Bíll er nauðsyn og ómissandi hjálpar- tæki fyrir störf og frístundir flestra landsmanna. Þessi nýi skattur á bifreiðar leggst hvað þyngst á launastétt- irnar og jafnvel allra þyngst á þá tekjulægstu þ.e. áldraða og öryrkja, enda lagður á smáa sparneytna bíla hlutfallslega jafnt og hina stærstu. FÍB harmar að ríkisstjórnin virðist hafa horfið frá fyrri nýmótaðri stefnu sem fólst í lækkun skatta á sparneytnar bifreiðar. Slíkt verður að telja hörmuleg mistök fremur en 1 í SSI^'^'SÍÍÍÍT*1, ' ¦ b ¦ 1 I 1 -t JJ 1 \L . . • ¦¦ Sárstakt aiald eltlr gt«r6 bj: Þyr.gJ bíi» St«rft v«l*r lftr*r S«rgj*;d i bíl 30/«. "12 Sirgiald i bfl 2«/8"a2 _ 700 kg < - 1.0 1 0 \ 7» 701-íOO kg 1.1-1.3 1 H 12% B01-900 kg 1. 3-1.6 1 10» \1\ 901-1100 1.6-2.0 : ui 21\ noi-noo 2.0-2.5 I 20* n% * *g !.3-3.0 1 li\ 32\ > 1S00 kg > 3,0 1 *9* J------ Í7V efnahagsaðgerð á tímum orku- kreppu, (sbr. töflu II). FÍB mótmælir harðlega þeim nýju skattaálögum á minni bif- reiðar og hækkun skatta á þær stærri. Hvað viðvíkur verðhækkun á bílum vegna síðustu gengis- lækkunar íslensku krónunnar skal bent á að eindregin krafa FÍB hefur ávallt verið sú, að öll- um skatttekjum af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra eigi ein- göngu að verja til vegafram- kvæmda á meðan ólokið er lagn- ingu varanlegra vega á fjölförn- um leiðum í landinu. Þetta er eitt stærsta hagsmunaverkefni þjóðarinnar en hefur þó verið vanrækt í marga áratugi. Hin allra síðustu ár hillir þó undir breytt viðhorf og skipulegar framkvæmdir í gerð varanlegra vega eru hafnar, að vísu í allt of smáum stíl. FÍB með þjóðarhag fyrir brjósti krefst þess að nýjar skatttekjur og gengishagnaður ríkisins af bifreiðum og rekstr- arvörum þeirra verði strax látn- ar renna til varanlegrar vega- gerðar í landinu. mikið varir við þær. Þeim kann að hafa verið beitt, en það er lögregluleyndarmál hvernig það hefur verið gert. Ég mun eiga þess kost innan skamms að sitja fund með gull- smiðum og leiðrétti ég þetta þá. Ég harma allar árásir á lögregl- una, því mér er fullkunnugt um það, og þekki líka allt lögreglulið Reykjavíkur, að þeir vilja allir allt fyrir samborgarana gera. Við vor- um aldeilis ekki víðs fjarri, en það er með öllu útilokað að setja menn við hverja verslun, því úra- og skartgripaverslanir borgarinnar eru 40, en ekki 20 eins og fram kemur hjá Sigurði. Lögreglan í Reykjavík verður einnig að sinna fleirum en þeim og við gerum allt sem við getum til að veita öllum samborgurunum sem besta þjón- ustu. Við náðum þessum ógæfu- manni sem braust inn í skart- gripaverslanirnar að lokum, en þetta tekur allt sinn tíma. Við verðum að njóta samstarfs við borgarana til þess að geta náð virkilegum árangri. Þó að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þau innbrot sem voru framin í þessar verslanir, tel ég að við höf- um komið í veg fyrir nokkur, þó aldrei verði hægt að sanna það. Það voru úti lögreglumenn ein- göngu vegna þessara verkefna, sem síðan náðu árangri. Ég vil ekki fara út í einstaka liði, en við vorum á Laugaveginum og frá því að þessi innbrot hófust, eyddi ég mestu af mínum vinnutíma á Laugavegi og í miðbænum og meira er í sjálfu sér ekki hægt að gera. Lögreglan gerði það sem hægt var að gera við þessar að- stæður. Ég mun leiðrétta þann mis- skilning, sem upp er kominn á milli lögreglu og gullsmiða og gullsmiðir hafa farið með í blöðin, þegar tækifæri gefst á þrengri vettvangi. Ég get fullvissað Reykvíkinga um það að lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að stemma stigu við öllum tegundum afbrota," sagði Grétar Norðfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.