Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 23 Ritva Siikala ©g Pekka Ojamaa. Nemendaleikhúsið að hefja sitt sjötta starfsár NEMENDALEIKHUS Leiklistar- skóla Islands er nú að hefja sitt sjötta leikár og til að vinna fyrsta verkefni vetrarins hefur skólinn fengið gesti frá Finnlandi. Eru það leikstjórinn Ritva Siikala og leik- myndagerðarmaðurinn Pekka Ojamaa, sem baeði hafa getið sér gott orð sem listamenn i heimalandi sínu, að því er segir í frétt frá Nem- endaleikhúsinu. Leikritið, sem þau setja á svið fyrir Nemendaleikhúsið, heitir Prestsfólkið og er eftir finnsku skáldkonuna Minnu Canth, en við uppsetninguna er notuð leikgerð leikstjórans, Ritvu Siikala. Fjallar leikritið um ungt fólk, sem er í þann mund að rjúfa tengslin við foreldrahúsin og gamla tímann og móta sér eigin framtíð. Innan um gamlar blúndur og lasburða stóla eiga átökin í verkinu sér stað. Sú er ástæðan fyrir því að skólinn er nú á hött- unum eftir öllum þeim gardínum og blúndudúkum, sem enginn hef- ur not fyrir lengur og einnig göml- um stólum eða sófum, sem mega muna sinn fífil fegri. Úlfur Hjörvar hefur þýtt verkið eftir sænskri þýðingu Martin Kurtén. Hópur sá, sem að sýningunni stendur, telur 7 leikaraefni og er starf þeirra í Nemendaleikhúsinu lokaáfangi í námi þeirra við skól- ann. Frumsýning Prestsfólksins verður hinn 22. október nk. í Lind- arbæ. Fréttapistill frá Náttúrulækninga- félagi Akureyrar Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttapistill frá Náttúrulækn- ingafélagi Akureyrar. I önnum líðandi stundar vill það oft henda okkur, að það gleymist sem unnið er að, einkum ef það er hljóðlátt starf fámennra félaga- hópa, sér í lagi ef það opinbera, ríki og sveitarfélög, koma þar lítt við sögu, mun svo vera um mörg félög í landi voru. NLFA er eitt slíkt félag. Verkefni þess er stórt í sniðum, sem er bygging hress- ingar- og dvalarheimilis, fyrst og fremst fyrir Norður- og Austur- landssvæðið, en allir landsmenn eiga frjálsan aðgang þar að. Á undanförnum 2 sumrum hefur verið unnið að gerð 600 fermetra kjallara og sundlaugar, nú í sumar er unnið að byggingu 1. hæðar og á haustdögum verður sú hæð orðin fokheld. Eftir er þá bygging tveggja hæða og mun stefnt að því að reisa þær á næstu 2—3 árum. Þá eru eftir innréttingar og hús- búnaður allur ásamt lyftu, en markmiðið er að hraða fram- kvæmdum sem frekast er kostur til þess að starfsemin geti hafist sem allra fyrst. Láta mun nærri að heildarkostnaður við fram- kvæmd þessara 3 ára verði á haustdögum rösklega 2 milljónir kr., þar með taldar teikningar og öll verkfræðiþjónusta. Lán hafa ekki verið tekin, ríkisframlag 1.000 kr. fyrir um það bil 8 árum. Akureyrarbær lagði fram lóð og fjárhæð að upphæð kr. 10.000. A síðasta ári voru veittar úr bæj- arsjóði til framkvæmdanna kr. 77.000, von okkar er að framhald verði þar á. Félagið fær í sinn hlut ágóða af landshappdrætti náttúrulækningasamtakanna sem er framlag NLFÍ. Drjúg er sú tekjulind er komið hefur frá félagasamtökum, klúbbum og hin- um altnenna borgara á Akureyri og í nágrannahéruðunum. Þá er ótalið það sem félagarnir í NLFA leggja af mörkum í vinnu og fjár- framlögum, segja má að allt árið sé í gangi einhver vinna í formi fjármögnunar og hefur verið bryddað upp á mörgu í því sam- bandi, þess má og geta að allt það starf er launalaust, fólkið gefur það frá sjálfu sér málefnisins vegna. Eftir þetta átak sumarsins stöndum við þannig að sjóður fé- lagsins mun vera fremur fyrir- ferðarlítill. Um leið og þökkuð eru fyrri framlög leitum við til ykkar á ný, framlög hvers og eins þurfa ekki að vera svo ýkja stór, aðalat- riðið er að sem flestir séu með, við vitum aldrei hvenær við þurfum á slíkum stað að halda. Ferðakostn- aður hækkar sífellt, stolt okkar Norðlendinga ætti að vera það að eignast slíkan hvíldar- og hress- ingarstað sem fyrst. Athygli skal vakin á því að farið hefur verið inn á þá braut að bjóða starfshóp- um, sveitarfélögum og einstakl- ingum að taka þátt í uppbygging- unni með þeim hætti, að gefa þeim kost á að leggja fram árlegt fram- lag til herbergis á byggingartíma- bilinu er viðkomandi aðilar hefðu forgangsrétt að fyrir sína félaga, hvort sem um er að ræða bæjar- eða sveitarfélag. Nú þegar er að koma í ljós árangur af þessari hugmynd, geta má þess að ein- staklingar hafa lagt fram andvirði herbergis auk fleiri aðila. Okkur er það ánægja að finna hvað við höfum orðið vör vaxandi skilnings á verkefni félagsins og væntum þess að svo megi áfram verða í auknutn mæli. Við bjóðum alla velkomna til samstarfs við félagið og í félagið. Neytendamál eftir Jón Óttar Ragnarsson dósent Matvælalöggjöf í molum „Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eyða," stendur skrifað í einni mögnuð- ustu skáldsögu allra tíma. Þrátt fyrir ofvaxið ríkisbákn og margflókið lagakerfi standa orð Njáluhöfundar enn í fullu gildi. Hafa kannski aldrei átt betur við en einmitt nú til dags. I kjölfar vaxandi vopnagnýs víða um lönd er það einmitt rótgróin löghlýðni og lýðræðis- hefð sem er mesti styrkur ís- lendingsins og raunar Norður- landabúa yfirleitt. Þegar þetta er haft í huga svo og þýðing matvæla fyrir þjóðar- búið er enn meira undrunarefni að íslensk matvælalöggjöf er öldungis ófullnægjandi og ósamboðin matvælaframleiðslu- þjóð. Hvers vegna lög? Matvælalöggjöf er ekki sett iðnaðinum til höfuðs heldur fyrst og fremst til þess að stuðla að samræmingu og vernda neyt- andann fyrir svikum og heilsu- tjóni. Tökum sem dæmi svokallaða ávaxtadrykki sem neytandinn á að blanda með vatni fyrir notkun. Þessi afurð er til í ýms- um útgáfum með ýmiss konar bragði. Stutt ferð í vörumarkað sýndi mér svart á hvítu að af fimm íslenskum tegundum voru þrjár seldar undir nafninu „safi", t.d. appelsínusafi eða hindberjasafi. Nú er það staðreynd að í þess- um drykkjum er yfirleitt ekki snefill af ferskum ávaxtasafa, heldur er mestmegnis um að ræða vatn, sykur, bragðefni og stundum litarefni að auki. Ef þetta er ekki að blekkja neytandann þá er vandséð hve- nær þau orð eiga við. Hvort heilsu hans er hætta búin er kannske annað mál, enda varla á bætandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margir neytendur álíta að í þessum drykkjum séu sömu bætiefni og í ferskum safa. Er sú staðreynd þessum framleiðend- um ekki til málsbóta. Það eru slys af þessu tagi (þetta er með þeim saklausari) sem valda því að allar menning- arþjóðir hafa komið upp ná- kvæmri matvælalöggjöf og eftir- liti með henni. Matvælalöggjöf íslendingar eru — og verða um langan aldur — fyrst og fremst matvælaframleiðendur. Efnahagur landsmanna er m.a. undir því kominn að hér rísi upp nýtískulegur matvælaiðnaður. Það er fljótt að kvisast um heimsbyggðina þegar þjóð tekur í sig rögg og gerir umfangsmikl- ar endurbætur á sviði matvæla- löggjafar og neytendaverndar. Sú var t.d. tíðin að Bandaríkjamenn voru eftirbátar margra Evrópuþjóða á þessu sviði. Þar kom að rithöfundinum Upton Sinclair blöskraði svo að hann ritaði um það bók. Jón Ottar Ragnarsson Þessi grein er hin fyrsta í greinaröð um neytendamál og neyt- endavernd. FÆÐA HEILBRIGÐI Ritið „The Jungle" fjallaði um óþrifnað og sóðaskap í slátur- húsum Chicagóborgar. Olli hún slíkum hræringum meðal banda- rískra neytenda að stjórnvöld sneru við blaðinu. I dag eru Bandaríkjamenn í fararbroddi á þessu sviði. Hefur reynsla þeirra sýnt enn einu sinni að átak af þessu tagi er fljótt að borga sig. Vörugallar og eftirlitsleysi eru einkenni á íslenskum matvæla- iðnaði þótt auðvitað séu undan- tekningar frá þeirri reglu. A hið opinbera ekki síst sök á því. íslensk mat- vælaJöggjöf Taflan hér á síðunni sýnir helstu reglugerðir um matvæli og matvælavinnslu og árið sem þær voru settar. Sést að margar þeirra eru mjög komnar til ára sinna. Því miður hefur lítið verið gert af því að endurskoða eldri reglugerðir. Gildir það þrátt fyrir að margar þeirra eru fyrir löngu orðnar úreltar og ófull- nægjandi. Hitt er verra að á mörgum sviðum matvælaframleiðslu eru engar reglugerðir til. Hefur þetta ýtt undir misskilning hvers konar og ringulreið í ís- lenskum matvælaiönaði. Ávaxtadrykkirnir, sem áður voru nefndir, ættu t.d. að falla undir reglugerð frá 1936 um „aldinsafa og aldinsöft" þótt sú reglugerð sé fyrir löngu orðin úrelt. Samkvæmt þessari reglugerð mega framleiðendur ekki kalla þessa drykki „safa" eða „söft" heldur „litað sykurvatn með kjörnum". Er sú nafngift auðvit- að út í hött. Hvað skal gera? Reglugerðirnar í töflunni eru allar byggðar á grunnlögum um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum frá 1936. Þessi lög þarf að endur- skoða. Jafnframt þarf að setja reglu- gerðir um íslenskan mat- vælaiðnað í heild. Færi líklega best á því að hafa eina heild- arreglugerð er nái til allra greina. Loks þarf að setja sérstakar reglugerðir um einstaka mála- flokka er neytendur varða, t.d. vörumerkingar og aðskotaefni í matvælum svo eitthvað sé nefnt. Heilbrigðisráðuneytið er lang- best í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. I því ráðuneyti starfar m.a. færasti sérfræðing- ur landsins í matvælalöggjöf. En hér þarf að bregðast skjótt við. Er hér með skorað á heil- brigðisráðherra að undirbúa þetta mál og fylgja því eftir. Reglugerðir um matvæli Reglugerd um 1933 tilbúning og verslun með smjörltki 1935 fjörefnablöndun smjörlíkis 1935 flokkun meðalalýsis 1936 aldinsultu og aldinmauk 1936 aldinsafa og aldinsöft 1936 gosdrykki 1936 kaffi 1936 kaffibæti og kaffiliki 1936 kakaó og kakaóvörur 1940 nokkrar vörur úr fiski 1940 nokkrar vörur úr kjöti 1947 verkun og mat á skreiö til útflutnings 1953 verkun og mat á saltfiski til útflutnings 1958 framleiöslu, mat og útflutning á niðursoönum og niöur- lögðum fiskafurðum 1962 Grænmetisverslun landbúnaöarins, mat og flokkun kart- aflna og grænmetis 1967 útbúnað sláturhúsa, kjötfrystihúsa, kjötverkunarstöðva og meðferö og flutning sláturafurða 1970 eftirlit og mat á ferskum fiski o.fl. 1973 mjólk og mjólkurvörur 1974 varnir gegn mengun matvæla af völdum blýs og kadmíums i matarilátum 1974 íblöndun nitríta og nítrata í kjöt, kjötvörur og aðrar slátur- afuröir 1976 tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara 1977 slátrun, mat og meöferð sláturafuröa 1980 útbúnaö alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeir'ra og heilbriðgisskoðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.