Morgunblaðið - 28.08.1982, Side 26

Morgunblaðið - 28.08.1982, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Gagnkvæm tillitssemi er allra hagur Af hægfara vegfarendum í síðustu viku fjölluðum við um þann hægfara vegfarenda- hóp, sem aldraðir, börn or fatl- aðir eru. í dag tökum við fyrir annan hóp hægfara vegfarenda, sem í daglegu máli eru kallaðir lestastjórar, og er þá átt við öku- menn bíla eða vinnuvéla sem mynda langa bílalest með akstri sínum. Ástand ökutækis Ástand ökutækisins getur ver- ið ein orsök þess, að maður myndar lest. Ekki eru allir bílar 8 gata, og ekki öll ökutæki bílar. Vinnuvélar ýmiss konar eru algeng sjón bæði úti á þjóðveg- um sem og á götum bæja og borga víðs vegar um landið. Þessi ökutæki eru, vegna gerðar sinnar og ástands, líkleg til að valda vandræðum í umferðinni, sé þeim ekki haganlega stjórnað. Dráttar- og vinnuvélaakstur á helstu umferðartímum um götur höfuðborgarinnar virðist vera nokkuð algengur, a.m.k. nú í sumar. Furðulegt að ekki sé hægt að skipuleggja akstur þess- ara tækja milli vinnusvæða á öðrum tímum en mestu anna- tímum umferðarinnar. Umferðin er sjaldan jafn spennt og æst og þegar menn eru á leið úr og i vinnu. Hægfara vinnuvélar á aðalumferðaræðun- um um háannatímann ætti því ekki að leyfast. Iælegir bílar eða bilaðir geta líka myndað lest. Bíll, sem ekki getur haldið löglegum há- markshraða á hraðbrautum og þjóðvegum, er illa séður af sam- ferðamönnum. Forðist því notk- un slíkra ökutækja á leiðum, þar sem umferð er mikil og hröð. En öll þessi ökutæki, sama hvert ástand þeirra er, þurfa ekki að vera þau farartæki sem mynda lestir. Vakandi ökumenn slíkra farartækja geta gert mik- ið til þess að annarri umferð stafi sem minnst hætta af þeim. Ástand ökumanns, hugsunarlaus — hug- laus — meinfýsinn Annar þáttur lestarmyndunar og stjórnunar eru ökumennirnir. Það eru enn frekar þeir en öku- tækin, gerð þeirra og búnaður, sem verða til þess að bílalestir myndast. Þær tegundir lestarstjóraöku- manna, sem eru hvað algengast- ar, eru hugsunarlausi ökumaður- inn og huglausi ökumaðurinn. Hugsunarlausi ökumaðurinn er sá, sem keyrir fyrstur í lest, og þá yfirleitt á hægfara ökutæki. Hann er skeytingarlaus um sam- ferðamenn sína sem á eftir koma, upptekinn í innhverfri naflaskoðun eða náttúrupælingu og gefur engum tækifæri til þess að komast fram úr, einfaldlega vegna þess, að hann tekur ekki eftir þeim sem á eftir koma, eða þykir þeir ekki skipta máli. Þessi tegund ökumanna er sem betur fer að hverfa úr sög- unni, þó að enn sjáist þeim bregða fyrir. Önnur tegund ökumanna, sem mynda lestir er sú huglausa, og þeir eru yfirleitt númer tvö og þrjú í lestinni, fyrir aftan hið hægfara ökutæki. Þrátt fyrir það að tækifæri gefist til framúraksturs, þá voga þessir ökumenn ekki að taka fram úr hinu hægfara ökutæki. Leggja sig í staðinn „pent“ fyrir aftan það á sama hraða. Þeir ökumenn, sem á eftir koma, eru nauðbeygðir að skipa sér á eftir þessum mönnum, ein- faldlega vegna þess að framúr- akstur er ekki ráðlegur þegar taka þarf fram úr tveim eða fleiri bílum. Lestin myndast, og getur orðið löng. Þriðja tegund ökumanna, sem eru lestarstjór- ar, eru þeir sem álíta framúr- akstur annars ökutækis freklega móðgun við sig og eigið ökutæki. Þessir fuglar eru frekar fáséðir á götum úti, en eru allt of margir, þó ekki væri til nema einn á landinu. Þeir mynda lestir á þann hátt, að þeir neita alveg að hleypa nokkrum fram úr. Hvort sem það er með því að keyra á miðj- um veginum, eða með því að gefa í og auka hraðann í hvert skipti sem einhver ætlar fram úr. Þessi tegund vegfarenda þjáist af ein- hverjum sjúkleika, sem ekki verður læknaður á götum úti. LeiÖir til úrbóta Að forðast lestarmyndun í umferðinni er afskaplega auð- velt, temji maður sér rétta notk- un á þeim útbúnaði sem bíllinn eða vinnuvélin eru búin. En ökumaðurinn á fyrst og fremst að vera vakandi í umferð- inni. Hann á að skynja hana og þarfir hennar. Sjái hann sér ekki fært að uppfylla þær kröfur um hraða í umferðinni, sem ráða á hverjum stað fyrir sig, þá á ökumaðurinn að víkja reglulega fyrir þeim, sem á eftir koma. Þessari vöku má halda fyrst og fremst með því að nota hlið- ar- og baksýnisspeglana á réttan hátt. Tillitssemi gagnvart þeim, sem á eftir koma, er jafn sjálf- sögð, og tillitssemi vegfarenda gagnvart börnum, öldruðum og fötluðum. Sé maður á vinnuvéi eða bíl, sem þarf lagfæringar við, ber manni að velja leið og tíma þannig að annarri umferð stafi sem minnst truflun af akstrin- um. Hægfara vegfarendur eru margir. Tilveruréttur þeirra er jafn okkar hinna. En gagnvart lestastjórunum brestur marga þolinmæðina. Það er auðveldara að skilja þá reiði og pirring en óþolinmæði gagnvart öðrum teg- undum hægfara vegfarenda. Jón Ingvarsson Flugleiðir: Flogið milli Akur- eyrar og Kaupmanna- hafnar að vori bóndi — Sjötugur er í dag, 28. ágúst, Jón Ingvarsson, stórbóndi, Skipum, Stokkseyrarhreppi. Kona hans er Ingigerður Eiríksdóttir frá Löngu- mýri, Skeiðum, og eiga þau þrjú börn, Gísla Vilhjálm, skipstjóra í Þorlákshöfn, kvæntan Herdísi Hermannsdóttur frá Akranesi, Móeiði, gifta Olafi Benediktssyni frá Tungu í Gaulverjabæjar- hreppi, verkstjóra í Reykjavík, og Ragnheiði, sem enn dvelur í for- eldrahúsum. Jón og Ingigerður hafa búið rausnarbúi í 32 ár. Jón Ingvarsson er fæddur á Skipum 28. ágúst, 1912. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Jónsdóttir frá Sandlækj- arkoti í Gnúpverjahreppi og Ingv- ar Hannesson á Skipum. Föðurafi Jóns, Hannes, bjó á Skipum á und- an Ingvari, en hann hafði tekið við jörðinni af fósturforeldrum sín- um. En sú ætt var búin að búa á Skipum mann fram af manni síð- an 1630, eða í 250 ár, til 1880, en ætt Jóns hefur búið þar síðan. Jón Ingvarsson er alinn upp á Skipum hjá föður sínum og seinni konu hans, Guðfinnu Guðmunds- dóttur frá Traðarholti í Stokks- eyrarhreppi, frá því að hann, fjög- urra ára gamall, missti móður sína. Hann vandist snemma á að taka þátt í lífsbaráttu heimilisins með föður sínum, stjúpmóður, sem reyndist þeim systkinum sem móðir væri, og systkinum. Þarf- irnar voru margar, því að barna- hópurinn var stór, alls urðu börn- in 13, sex stúikur og sjö drengir, þar af fimm alsystkini af fyrra hjónabandi Ingvars. Við bústörfin margvísleg undi Jón á Skipum vetur og sumar til tíu ára aldurs, sjötugur en þá hófst barnaskólaskyldan. Barnaskólanám Jóns stóð í fjóra vetur. Séra Gísli Skúlason, sókn- arpresturinn, kenndi Jóni kristin fræði og fermdi hann. Eitt var það sem Jón og Gísli, bróðir hans, þráðu framar öðru, en það var að fá að taka þátt í sjómennskunni. Loks kom að því að þessi ósk rætt- ist. Alveg óvænt fengu þeir að „fljóta með“ og línustubb fengu þeir og áttu að eiga aflann af. Ym- islegt úr þessari fyrstu sjóferð er Jóni á Skipum minnisstætt enn í dag, einkum samfélagsandinn á þessari litlu bátsskel og virðulegur og æðrulaus trúarstyrkurinn til almættisins. Ljúfsár er minning Jóns um hlýju og raunsæi móður sinnar sem vissi fyrir að hún yrði burtkölluð frá ungum börnum sín- um, og var hún búin að ráða ráð- um þeirra áður en hún dó. Yngsta barnið, Bjarna, á fyrsta ári er móðir hans dó, tók læknir- inn hennar, Konráð Konráðsson, í fóstur og varð hann síðar kjörson- ur þeirra læknishjóna, og er hann nú læknir í Reykjavík. örðugir tímar fóru nú í hönd er skilja þurfti systkinin og frá föður sín- um að fara. Jón átti að fara að Grímsfjósum á Stokkseyri og verða framvegis hjá Markúsi Þórðarsyni og Halldóru konu hans Jónsdóttur. Eftir atvikum fór þetta allt saman vel. Enda hafði Jón ekki dvalið lengi á nýja heimilinu, þeg- ar hann sannfærðist um að þar væri hann í góðra manna höndum. Skólaganga Jóns varð aldrei lengri en barnaskólanámið, nám í kvöldskóla sem barnakennarar við barnaskólann önnuðust og fag- námskeið hefur hann sótt. Hann sótti um skólavist við Bændaskól- ann á Hvanneyri, en skólinn reyndist þá fullsetinn. Á tímabili var tvísýnt um heilsu Jóns er hann veiktist á vertíð. Annars hefur Jón alltaf verið meira fyrir verklegu hliðina en að sitja við nám og bóklestur. Árrisul sem sólin og athafnasöm allan ársins hring hafa þau hjón verið og hefur Inga staðið sterk við hlið manns síns í þeirra mikla búskap og mörg hafa sumardvalarbörnin verið og góður vinnuskóli fyrir margan að fá að dvelja hjá þeim og sjá og kynnast fólki sem ekki er sérhlífið. Rausnar móttökur fá líka allir sem þangað koma, og komið hefur fyrir, að áður en gest- ir setjast að borðum, kasti þeir tölu á tegundir kræsinga sem hús- móðirin hefur bakað og borið fram fyrir gesti þeirra af alúð. Og nú er komið að því að barna- börnin fá að njóta sumardvalar hjá afa og ömmu í sveitinni á Skipum í framtíðinni, ef góður Guð lofar. Senda þau nú afa sín- um, Jóni á Skipum, og ömmu inni- legar afmæliskveðjur. Þau eru: Ingigerður 6 ára og Hermann Þór 4 ára, Gíslabörn — Benedikta 8 ára, Jón Ingi 6 ára og Kristín Ósk 1 árs, Móeiðarbörn. Tengdasonur Flugleiðir hafa ákveðið að taka upp beint áætlunarflug milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar. Til að byrja með verður farin ein ferð i viku, fram og til baka, yfir sumarmánuðina, segir í fréttatil- kynningu frá Flugleiðum, sem Morgunblaðinu barst í gær: Tilhögun flugsins verður með þeim hætti, að flugvél fer frá Kaupmannahöfn upp úr hádegi til Akureyrar og síðan aftur til baka. Brottför frá Akureyri verður kl. 17.00. Beint áætlunarflug milli íslands Ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu tekur gildi 1. september næstkom- andi. Samkvæmt henni verður burðargjald bréfa af fyrsta þyngd- arflokki (20g) innanlands og til Norðurlanda 3,50 kr., til annarra landa 4,00 kr. og flugburðargjald til landa utan Evrópu 7,00 kr. Burðargjald fyrir póstkort og prent af fyrsta þyngdarflokki (20g) verður 3,00 kr. nema flug- burðargjald til landa utan Evr- ópu, sem verður 3,50 kr. og annarra landa hefur frá upp- hafi verið bundið við brottför og komu um Reykjavík og síðar Keflavíkurflugvöll. Flugleiðir hafa um nokkurt skeið haft hug á að koma á beinu millilandaflugi til og frá Akur- eyri, en til þessa hefur flugvöllur- inn á Akureyri ekki getað tekið við slíku með góðu móti. Nú eru hins vegar allar horfur á að flugbraut- in þar verði lengd um 500 metra í haust, eða upp í tvö þúsund metra. Með þessari framkvæmd verður mögulegt fyrir fullhlaðnar vélar að athafna sig á vellinum. Gjald fyrir gíróþjónustu verð- ur 4,50 kr., fyrir almennar póst- ávísanir 8,00 kr., símapóstávís- anir 36,50 kr. og póstkröfur 15,00 kr. (10,50 kr. ef um innborgun á póstgíróreikning er að ræða). Burðargjald böggla innan- lands verður sem hér segir: 1 kg 17,00 kr., 3 kg 20,00 kr., 5 kg 31,00 kr., 10 kg 48,00 kr., 15 kg 70,00 kr., 20 kg 78,00 kr. Ábyrgðargjald verður 7,50 kr. og hraðboðagjald 16,50 kr. (Frétt&tilkynning) Ný gjaldskrá póstþjónustu tekur gildi 1. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.