Morgunblaðið - 28.08.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 28.08.1982, Síða 27
Fundur til að mótmæla kjaraskerð- ingunni FUNDUK til að mótmæla þeirri „stórfelldu kjaraskerðingu, sem borgarastétt landsins dembir yfir verkafólk þessa dagana“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá „frumkvæðishópi“ fundarins, verður haldinn miðvikudaginn 1. september næstkomandi að Hótel Borg klukk- an 20.30. I fréttatilkynningunni er til- greindur tilgangur fundarins í 5 liðum og er sá hinn fyrsti þegar upp talinn. Fundurinn er einnig til þess að mótmæla því, að efna- hagsvandinn sé til orðinn vegna eyðslu verkafólks á fjármálum þjóðarinnar, eins og látið er í veðri vaka — segir í fréttatilkynning- unni. Þá segir ennfremur að til- gangurinn sé að benda á þá stað- reynd, að „verkafólk ber enga ábyrgð á kreppu auðvaldsins". Þá á að „afhjúpa núverandi verka- lýðsforystu, sem stéttarsamvinnu- menn og svik þeirra við hagsmuni verkalýðsstéttarinnar og sameina verkafólk undir merkjum baráttu þess gegn árásum auðvaldsins á kjör þeira. í lok fréttatilkynningarinnar segir að kjörorð fundarins sé: „Látum auðvaldið borga kreppuna og byggjum hreyfingu gegn kjara- skerðingu". Undir fréttatilkynn- inguna eru rituð þessi nöfn: Gunn- ar Gunnarsson, Dagsbrún, Anna Ingólfsdóttir, VR, Þorvaldur Þor- valdsson, TR, Þröstur Jensson, Iðju, Birgir Ævarsson, INSÍ, Mar- grét Þorvaldsdóttir, Sókn, Jón Á. Gunnlaugsson, Dagsbrún, og Ásta Jónsdóttir, VR. Hjálmar með sýn- ingu í Skálholti Hjálmar Þorsteinsson, list- málari, opnaði sl. föstudag málverkasýningu í Skálholti. Á sýningunni, sem er sölusýn- ing, eru 15 olíumálverk og 25 vatnslitamyndir. Sýningin er opin daglega fram til 2. sept- ember nk. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 27 Úrslitin ráðast í síðustu umferðinni ÚKSLITIN á millisvæðamótinu í Toluca í Mexíkó ráðast ekki fyrr en í síðustu umferðinni sem tefld verður í dag, laugardag, því enn eiga fimm skákmenn möguleika á því að lenda í tveimur efstu sætun- um og komast þar með áfram í áskorendakcppnina. Að fjórum biðskákum óloknum fyrir siðustu umferðina er Eugenio Torre frá Filippseyjum enn efstur með Th vinning og biðskák, en jafn honum að vinningum er Boris Spassky, sem hefur tekið stórt stökk fram á við upp á siðkastið. Þeir Lev Pol- ugajevsky, Sovétríkjunum, og Yasser Seirawan, Bandaríkjunum, hafa báðir hlotið 7 vinninga, en með 6'A vinning er Lajos Portisch, llngverjalandi. llngverjinn stendur þó sennilega best að vigi þvi hann á tvær biðskákir sem hann gæti unnið. í biðskákinni við Kússann Juri Balashov úr 12. umferð hafði Port- isch peð yfir og betri stöðu, en biðskákin mikilvæga við Torre úr 11. umferð lítur þannig út. Svart: Torre Hvítt: Portisch Sem sjá má hefur hvítur tveimur peðum meira, en það er þó hægara sagt en gert að nýta yfirburðina til vinnings. T.d. 1. Kf7 - Rh6+, 2. Kf8 - Kb6, 3. g8D — Rxg8, 4. Kxg8 — alD, 5. Rxal — Kc5 og svartur heldur jafntefli. Þessi skák gæti hæg- lega ráðið úrslitum á mótinu, en það er hins vegar ljóst hvernig sem allt veltur að enginn þátt- takenda verður öruggur fyrir síðustu umferð. í henni mætir Spassky Ivanov, Seirawan Hul- ak, Torre Nunn og síðast en ekki sízt hefur Polugajevsky hvítt gegn Portisch. í því sambandi skal rifjað upp að á millisvæða- mótinu í Petropolis árið 1973 mættust þeir Polugajevsky og Portisch einnig í síðustu umferð og einnig þá varð hinn fyrr- nefndi að vinna til að komast áfram. Það tókst honum í eftir- minnilegri skák og spurningin er því auðvitað: Endurtekur sagan sig? Hvitt: Adorjan Svart: Spassky 1. c4 — b6!? Enskir meistarar með Anth- ony Miles í fararbroddi hafa mikið notað þessa óvenjulegu byrjun, en upp á síðkastið hefur hún þó verið fremur fáséð. Skák Margeir Pétursson 2. d4 - Bb7, 3. Rc3 — e6, 4. e4 — Bb4, 5. Bd3 - f5, 6. Dh5+ — g6, 7. De2 — Rf6, 8. R - Rc6, 9. e5? Gróf yfirsjón. Nauðsynlegt er 9. Be3. 9. — Kxd4! 10. Df2 Nú standa báðir svörtu riddar- arnir í uppnámi, en ... 10. — Rh5! 11. Dxd4? Hvítur var að vísu fallinn á eigin bragði, en það var þó óþarfi að tapa drottningunni. 11. — Bc5, 12. Dxc5 Hvíta drottningin var fönguð. 12. — bxc5, 13. Be3 — Dh4+, 14. g3 — Kxg3, 15. Bf2 — f4, 16. Be4 — 0-0-0, 17. 0-0-0 — Re2+, 18. Rgxe2 - Dxf2, 19. Hhfl - De3+, 20. Hd2 — d5, 21. Rdl — Dxd2+, 22. Kxd2 — dxe4+, 23. Kc2 — g5 og nú loksins játaði Adorjan sig sigraðan. Artur Jusupov, 22ja ára gam- all stórmeistari frá Sovétríkjun- um, lagði sjálfan Portisch að velli í tíundu umferðinni og I hafði því tvöfalda ástæðu til að líta björtum augum á viðureign sína við Adorjan í elleftu um- ferðinni. En Ungverjinn var nú óþekkjanlegur eftir tapið fyrir Spassky deginum áður og eftir að Jusupov hafði haft rýmra tafl lengst af brugðust taugar hans í lokin. Þar með hafa allir kepp- endurnir í Toluca tapað skák, það hefur svo sannarlega færst líf í tuskurnar eftir fremur daufa byrjun. Ilvítt: Jusupov Svart: Adorjan Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. a.3 Þessi hógværi leikur Petrosj- ans hefur notið gífurlegra vin- sælda á undanförnum árum, eins og Drottningarindverska vörnin sjálf reyndar líka. 4. — Bb7, 5. Rc3 — d5, 6. cxd5 — Kxd5 Leiðir til opnari baráttu en 6. — exd5. Hvítur fær nú peða- miðborð, sem hefur ýmist reynst vera veikleiki eða styrkleiki. 7. e3 — Rd7 Algengara er 7. — Be7, en skákin beinist þó fljótlega inn á þekkta farvegi. 8. Bd.3 — c5, 9. e4 — Rxc3, 10. bxc3 — Be7, 11. De2 — a6 Svartur undirbýr þegar mót- spil á drottningarvæng. Eftir 11. — 0-0, 12. 0-0 - Hc8, 13. Bb2 er staða hans mjög óvirk. 12. 0-0 — 0-0, 13. a4 — cxd4, 14. cxd4 — Rb8! Eina von svarts um mótspil felst í því að koma þessum ridd- ara til b4. 15. Hdl — Rc6, 16. Hbl Hvassari skákmenn hefðu leikið 16. d5 — exd5, 17. exd5 — Rb4, 18. Bc4, því d-peðið er frið- helgt. 16. — Rb4, 17. Ba3 — a5, 18. Bb5 — Hc8, 19. Re5 — Hc2, 20. Df3 — I)c7, 21. Hbcl — Bd6, 22. Bd3 — Hxcl, 23. Hxcl — Dd8! Þó liðsskipan hvíts sé góð eru miðborðspeð hans veik. Hann tekur því af skarið og stofnar til uppskipta. 24. Bxb4 — axb4, 25. Rc6 — Bxc6, 26. Hxc6 — Be7! Svartur hefur nú fyllilega jafnað taflið. Tekst l’olugajevsky aó endurtaka söguna frá Petropolis 1973, leggja Portisch að velli i síðustu umferð og komast áfram í áskorenda- keppnina. 27. d5? — Bc5!, 28. Bc4 — Dg5, 29. Ildl Ekki 29. dxe6? - Dcl+, 30. Bfl - Bxf2+ og 29. g3? - Dcl+, 30. Bfl — Dc2! var einnig varhuga- vert. 29. — Df6 30. d6?? Hvítur var búinn að missa þráðinn, en þetta er bjartsýnis- legra en góðu hófi gegnir. Eftir 30. Dc2 hefur hann enn jafntefl- ismöguleika. 30. — Dxf2+, 31. Khl — Hd8, 32. h3 32. d7 er svarað með 32. — Hxd7!, 33. Hc8+ — Bf8 o.s.frv. 32. — h6, 33. Bb3 — Dg3 og hvít- ur gafst upp. Umskiptin í þessari skák urðu afar snögg og það er greinilega eins gott að hafa taugarnar í lagi þegar menn taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni í skák. TlT- IU 1 1 3 9 5 (o 7 8 9 10 11 12 /3 /9 \ &EIRAWAN (Öandankjunuir^ SM É 1 \ 1 O % Vz /z 0 i 0 \ /z 1 KOUfíTLY (L'ibamn) fíM o V/Á ///, 'k O o \ o o o o o 0 o 3 P0RT/SCH CUnqverjaland'i) SM 0 'lz\ % 1 \ i i 0 \ Vz /z 4 RV0RJAN (UngverjJandi) SM o 1 O íz 7z O 1 /z /z 1 \ Vz. 5 M9A/A/ (Englancli) SM \ 1 o '/z m /z 'íz /z /z /z ’/z /z 6 Rt/BINC T Tl&rqentlnu) EM 7z o o 'lz 'k É o 'Vz 0 /z /z Vz Zz 7 SPASSKY (Sovéinkjunurm) SM '/t. 1 o i 7z 1 'Vz /z 'fz Vz /z \ S JUSUPOV (Sovétnkjununn) SM 'fz 1 1 o 7z 'Vz 1 /z /z Vz /z 'íz Vz 9 TORRE (jFilipps eyju/rn) SM 1 1 Vz /z Vz Tz /z \ 1 i o 10 bPLRSHOVfSovéirik,) SM 0 1 /4 i /z /z /z vK, 'íz /z o /z 11 POL UGR TE VSK Y(So vétfi SM 1 1 'L 7z /4 Vz /z 0 54 f /z 'íz ii R0DRÍ&UEZ (Káku) S M o 0 O Vz Vz Vz Vz o /z 0 V// \ Tb HULAK (Tú.gos/avju) SM \ /z o /z Vz o /z o \ /z /9 I/fiNOV (Kamda) fW\ 'h \ 4 4 7z Vz Vz 7 Vz Zz 0 y/7/ HUSGAGNA SVIMIISIG SKEIFUNIMAR SMIOJUVEGI6 Sýnum næstu daga húsgögn sem voru á „Scandinavian Furniture Fair“ í „Bella Center“ í Kaupmannahöfn s.l. vor. Laugardag 9-18 Sunnudag 14-18 Virka daga 9-18 Komið og kynnist því nýjasta í húsgögnum, sem öll eru á kynningarverði: Þyggið ekta RÍÓ-kaffi meö^in þið skoðið ykkur um. Skei&n. ™ Simi44544 Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.