Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 33 fólk í fréttum Nýtt frá Hollywood: Skilnaðarveislur Hin margskilda Zsa Zsa Gabor. + Nýjasta tíska í háborg kvik- myndanna, Hollywood, er að skilja með pomp og pragt. Stofnað hefur verið fyrirtæki sem kallað er „Haldið upp á skilnað", þessum sið til fram- dráttar. Tekur fyrirtækið að sér veisluundirbúning fyrir skiln- aðarveislur. Á bak við þetta merka fyrir- tæki er ung stúlka, Francesca Hilton, dóttir hóteljöfursins Conrad Hilton og Zsa Zsa Gab- or. Móðirin ætti sannarlega að geta aðstoðað dóttur sína í fyrirtækinu. Hún hefur a.m.k. reynsluna að baki eftir 7 skiln- aði, og segja fróðir menn að hún sé nú að undirbúa hinn áttunda frá manni sínum Michael O’Hara lögfræðingi. Dóttir Reagans á leið upp á stjörnu- himininn + Dóttir Ronald Reagans Bandaríkjaforseta er um þess- ar mundir að geta sér orðs sem leikkona í heimalandi sínu. Hún á ekki langt að sækja bakteríuna þar sem báðir for- eldrar hennar, forsetinn og fyrrverandi kona hans, Jane Wyman, eru gamlar stór- stjörnur. Stjarnan unga, Patti Davis, segir að það hafi ekki skaðað feril sinn að vera dóttir forsetans, en hins vegar sé hún orðin langþreytt á öryggisvörð- unum sem fylgja henni hvert skref. „Vinir mínir þora ekki lengur að tala við mig því þeir vita að tugir manna hlusta alltaf á,“ segir Patti. Metnaðargjörn leikkona + Jane Fonda liggur ekki á liöi sínu frekar en fyrri dag- inn. Hún hefur lagt mörgu málefninu liö um dagana og nú síöast berst hún fyrir nýj- um lögum um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Fonda, sem er hlynnt frjálsari fóstureyðingum, fjármagnar herferö sína meö fé því sem metsölubók henn- ar um líkamsrækt hefur aflaö henni. Ef hún hefur þaö í gegn aö fóstureyöingarlögum veröi breytt segja fróöir aö hún eygi von til þess að komast í framboð sem fylkisstjóri Kaliforniufylkis. Um aö þess séu dæmi aö leikurum takist slíkt er nú skýrasta dæmið aö finna í Hvita húsinu. Fæðingum fjölgar í Englandi + Lafði Diana, nú prinsessa af Wales, markaði nýja hárgreiðslutísku í heimalandi sínu. Hún var ung brúður og vildu þá ungar breskar stúlkur feta í fótspor hennar og gifta sig ungar. Og nú síðast, þegar Diana prinsessa eignaðist son, hafa kynsystur hennar komist að raun um að það væri ef til vill bara gaman að eignast börn. í Englandi er því von á talsverðri fjölgun barnsfæðinga og nú þegar sést sveifla upp á við hvað það snertir, í fyrsta sinn í fjölda ára. Diana prinsessa hefur þegar tekið það skýrt fram að hún ætli ekki að taka móðurhlutverkið létt heldur er hún ákveðin í því að hugsa mest um barn sitt sjálf. Hún var barnfóstra á barnaheimili í London áður en hún giftist og ætti því að vera alvön. COSPER — Það get ég sagt þér, að þessi hringur kostaði mörg skot. Snogh*) Foikehejskole er norraenn lýöháskóli sem nær yfir ýmis norræn viöfangsefni t.d. getur þú valið 6 mllll margra tilboöa hljómllst, bókmenntir, vefnaóur, kera- mik, samféiagsfræöi, sálfræöi o.fl. Þú munt hitta marga nemendur fró hinum Noröurlöndunum. Fariö veröur í kynnisferöir. Nómskeiöstimabil: 2. növ. — 24. apríl eöa 4. jan. — 24. aprfl. Skófastjóri: Jens Rahbak Padarsan. Skrífió sftir stundaskrá. SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia Coronet og BLC rennibekkir og ýmsar vörur til trérennismíöi. Ashley lles rennijárn og myndskurðar- járn. í september hefjast námskeið í trérennismíði. Aöeins 2—3 nemendur í hverjum flokki. Upplýsingar á kvöldin í síma 43213. Kristján Jóhannesson sf. Innanhúss-arkitektur í frítíma yðar með bréfaskriftum. Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafizt til þátttöku. Spennandi atvinna eöa aöeins til eigin nota. Námskeiðiö er m.a. um húsgögn, húsgagna- rööun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiönaöur, gam- all og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtízku eldhús, gólflagnir, veggklæöningar, vefnaöarvara, þar til- heyrir gólfteppi, húsgagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Ég óska án skildbindingar aö fá sendan bækling yöar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn ................................. Heimilifang .......................... Akademisk Brevskole Badestuetræde 13 1209 Köbenhavn K. MB 28/8 '82 Æ íi"* Bladburóarfólk óskast! Austurbær Skólavöröustígur. Laugavegur neðri Ingólfsstræti Laugarásvegur Lindargata fra 2—24 Úthverfi ! Gnoöarvogur Selvogsgrunnur fra 44-88. Teigaysey Skipholt frá 1—50 Stigahlíö j# Vesturbær K°Pavogur l Granaskjól AllhOtevegur Garöastræti fra 54 1^5. Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.