Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 37 vélwÍkaMdi SVARAR j SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS HL ILiL Myndin er tekin þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri sjúkrastöð, sem félagasamtökin SÁÁ ætla að reisa við Grafarvog. Ad byrgja brunninn Árni Helgason skrifar: Eins og fleiri, heyrði ég þá frétt að SÁÁ væri að hefja miklar framkvæmdir og forseti íslands hefði tekið fyrstu skóflustunguna Okurteisi í plötubúö Góðan daginn, Velvakandi góður. í sumar skrapp ég í verslunina Karnabæ við Aust- urstræti, í plötudeildina nán- ara sagt. Ég bað um að fá að hlusta á eitt lag sem mér þótti varið í. Jú, afgreiðslumaður- inn spilaði þetta lag og bauð mér í leiðinni að hlusta á alla hliðina. Ég stóð þarna dágóða stund og hlustaði á plötuna. Þegar platan var búin bað ég hann vinsamlegast um að spila eitt tiltekið lag aftur, en þá brást hann hinn versti við og sagði mér að kaupa bara plötuna fyrst mér fyndist hún svona góð, og sagði mér síðan að koma mér sem allra fyrst út. Ég vinn nú sjálf í sérverslun og finnst mér það eigi að vera skylda starfsfólksins að vera kurteist og liðlegt. Ég er ekki ein af þeim sem fer daglega í búðir til þess að hlusta á plötur og vil taka það fram, að ég var ein i verslun- inni þegar þetta atvik átti sér stað. BÓ 1433—1360. að stærðar afvötnunarstöð til endurhæfingar þeim, sem hefðu farið verst út úr viðskiptum sínum við áfengið. Bjartsýnin og stórhugurinn gladdi mig. Það er gaman þegar menn geta sameinast um verkefni öðrum til hjálpar og hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum ánægjuefni. Þeir sem hafa unnið að því að reyna að forða mönnum frá þeirri ógæfubraut, sem áfengið leiðir menn á, hafa alltaf bent á hversu hættulegt fyrsta staupið er og að í upphafi skyldi endinn skoða. En mér varð á að hugsa þegar ég las þessa ágætu frétt: Ef þessi hópur, sem á að njóta þessarar stofnunar — og er því miður orð- inn ærið stór — hefði nú gætt hófs í lífsvenjum sínum, hefði ekki þurft á þessari byggingu að halda og áhugi góðra manna orðið lyfti- stöng öðrum verkefnum, ham- ingju íslands til eflingar. Þetta leiðir líka huga minn að því, hversu það væri gaman ef allir sem hafa lent í þessu böli, gerðu nú átak til þess að forða öðrum frá því að taka nokkurn tíma fyrsta staupið, sem sagt pré- dikuðu bindindi og reglusemi og sýndu skilning sinn á nauðsyn þess að koma í veg fyrir slys í verki. Það væri góð gjöf landi og þjóð. Ef menn hættu að kaupa dýrum dómum þann „sjúkdóm" sem þeir svo glíma við með ærnum kostnaði og sneru sér að mannbót- um og forvarnarstarfi, ynnu þeir að gróandi þjóðlífi. Minnumst hins fornkveðna, að betra er heilt en vel gróið. Við náum aldrei árangri, nema við byrgjum brunninn áður en barnið dettur í hann. Það er lítil viska fólgin í því að strita við að draga menn hálfdauða upp úr brunninum, fyrst hann er kleift að byrgja og vökvinn í honum dauða- drykkur en ekki lífsins vatn. Viljum sjá gamlar dans- og söngvamyndir Við viljum fara þess á leit að hr. forstjóri sjónvarps athugi möguleika á að fá til sýninga gamlar dans- og söngvamyndir, sérstaklega ef hægt væri með Ginger Rogers og Fred Astaire. Við erum það ungar að við höfum ekki haft tækifæri til að sjá þessar stórstjörnur og listamenn. Við erum sannfærðar um að fleira ungt fólk er á sama máli. Okkur f innst kominn tími til að sjónvarpið f ari að taka sig á og sýni almennileg dagskráratriði. 2 ungar dömur Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur beirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfðng verða að fylgja öllu efni til þitt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ALLTAF A SUNNUDÖGU/vi Hér dansar Fred Astaire við Ritu Hayworth í myndinni „You Were Never Lovlier". OG EFNISMEIRA BLAD! ELDEY litmyndir og frásögn af leioangrinum á dögunum THORVALDSEN KEMUR HEIM HAFA SKAPAÐ SÖGU STEINDRA GLUGGA Á FJÖLUNUM Rúrik Haraldsson INNRITAÐI GÍSLA í KR OG SKÍRÐI HANN SVO í heimsókn hjá Bjarna Felixsyni UM MANNAFERÐIR TIL MARZ VERÐUR SÝND Á NÆSTUNNI The Long Riders og Private Eyes BLIKUR Á LOFTI í ARABA- RÍKJUNUM EFTIR ÓSIGUR PLO í LÍBANON *tgtniÞI*feife Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.