Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 49 Sérstaða kokains Þessi sérstaða kokains getur að sjálfsögðu haft í för með sér alveg sérstaka hættu. í Banda- ríkjunum er litið á kokainneyzlu sem „fína“ yfirsjón. Það er ekki litið á hana sem glæp á neinu sviði þjóðfélagsins. Svo virðist einnig sem kokainneytendur geti líka vænzt meiri linkindar frammi fyrir dómstólum en heroin- og jafnvel hassneytend- ur. — Hvaða dómari er haft eftir lögreglumanninum Ken Welty í Los Angeles, hefur áhuga á því að setja ungan, geðugan mann, snyrtilegan til fara á allan hátt, í fangelsi. Ekki dregur það heldur úr, þegar þessi ungi maður mæt- ir með allri fjölskyldu sinni og þar keppist hver og einn um að fullvissa dómarann um, að þetta sé í fyrsta og eina skiptið, sem ungi maðurinn hefur snert á kokaini. Þetta er ekki ný afstaða gagn- vart þessu fíkniefni. Allt frá því fyrir rúmlega einni öld, er Vest- urlandabúar komust fyrst í tæri við kokain, hefur því verið skipaður „veglegri" sess en öllum öðrum fíkniefnum. Ástæðan var ekki bara sú, að kokain var skoðað sem fíkniefni ríka fólksins, vegna þess hve það var dýrt, heldur kom það einnig til, að skáld og listamenn jafnt sem vísindamenn veittu engu öðru fíkniefni viðlíka gaum sem kokaini. Ekkert fíkniefni vakti í upphafi jafn mikla eftirvæntingu og jafn miklar falsvonir sem kokain. Faraldur, sem breiðist út Bandarísk yfirvöld telja, að nú neyti um 10 milljónir manna þar í landi kokains, sumir reglulega en aðrir af og til. Þessi gífurlega notkun hefur ekki enn breiðzt út til Evrópu í sama mæli og í Bandaríkjunum, þar sem sumir hafa iíkt þessu vandamáli við faraldur. En hin opnu þjóðfélög Vestur-Evrópu eru ekki síður í hættu en Bandaríkin. Notkun fíkniefnisins breiðist þar nú ört út. í marz sl. tókst lögreglunni í Zúrich í Sviss að komast yfir rúmlega 20 kg af kokaini (áætlað söluverð ca. 30 millj. ísl. kr.). í Vestur-Þýzkalandi er Múnchen nú miðstöð kokainverzlunarinn- ar og blöðum þar hefur orðið mjög tíðrætt um kokainneyzluna og atburði, sem rekja má beint til hennar. Blaðið Múnchener-Abendzeit- ung sagði svo frá réttarhöldum í kokainmáli fyrir skömmu: — Þessi réttarhöld náðu til leiðandi fólks í kvikmyndum og sjónvarpi en einnig til fólks af háaðli og svo til venjulegs fólks. í vitna- stúkunni mátti sjá norður- þýzkan prins svo og tvær greifa- frúr frá Múnchen. Þetta fólk hafði gefið út ávísanir til kaupa á „fornum listmunum frá Asíu“. í Nordrhein-Westfalen hefur fjöldi kokainsjúklinga tífaldast frá árinu 1975. Lögreglan þar hefur tamið alla leitarhunda sína til þess að hafa upp á kokaini jafnt sem öðrum fíkniefnum. — En, sagði Bert Parsch, yfirmaður fikniefnalögreglunnar í Köln, fyrir skemmstu: — Það magn, sem okkur tekst að finna, er allt of lítið. Okkur tekst einfaldlega ekki að ná til þeirra, sem kokain nota. En afleiðingar kokainneyzl- unnar dyljast ekki. Nærtækt dæmi er dauði leikstjórans Rain- er Werner Fassbinders, sem fannst látinn í íbúð sinni í Múnchen 10. júní sl. Hann var 36 ára gamall. Líkrannsókn leiddi það í ljós, að leikstjórinn kunni hafði tekið inn svefnlyf og koka- in i slíku magni, að leiddi til dauða. Þýtt og endursagt úr Der Spiegel Heba heldur vió heilsunni Nýtt námskeið að hefjast Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaííi - 0.11. Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53, Kópavogi. Kvennaleikfími Hefst þriðjudaginn 7. september. Kennari Guörún Gísladóttir. Sauna og Ijós. Innritun í síma 74925 í íþróttahúsi Gerplu aö Skemmuvegi 6. MEST SELDU HJÓLIN, . ítfí I uJK Þaö er ekki aö ástæðulausu aö Kalkhoff-hjólin eru lang mest seldu reiöhjólin á (slandi ár eftir ár. Hjá Kalkhoff fara saman þýsk nák- væmni og vandvirkni og veitir verksmiðjan því 10 ára ábyrgð á stelli og gaffli. Vegna mjög hagstæðra samninga viö Kalkhoff-Werke GmbH, stærstu og virtustu reiöhjólaverksmiðju Vestur-Þýskalands, bjóðum viö nú í haust Kalkhoff-reiðhjólin á ótrúlega lágu verði. Hér eru örfá sýnishorn af úrvalinu. Gerð nr. 6453 5 gira, 53 cm stetl. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Silfur Verðkr. 3.040 - Gerð nr. 2167, án gíra, kr. 2.018-. Gerð nr. 2171, 3 gíra, kr. 2.279.-. Gerð nr. 5602, án gira, kr. 1.952,- 58 cm stell. Dekk: 26x 1 1/2 nema á gerð nr. 5605:26x1.75 (Mjög breið) Litir: Silfur, blátt. Gerð nr. 6305 5gíra kr. 2.445.-. Gerð nr. 6309 Wgírakr. 2.680,- 48 cm stell fyrir aldur frá 9 ára. Dekk: 24x1 3/8 (24x1 3/8) Litir: Silfur, rauð, blá. Gerðnr. 6408 Wgíra, 58cmsteit. Dekk: 27x1 1/4 Litur: Silfur Verð kr. 2.535 - Gerð nr. 2622 10 gíra, 53 cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Burgundy-rautt. Verðkr. 3.515 - Gerð nr. 6411 Wgira lúxus útgáfa, 58cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Metal-blátt Verðkr. 3.712.- Til vidmidunar um val d stærri reidhjólum innaníótarmal 70-73, 74-78, 79oghærri j stellhæd í cm 48 cm, 53 cm, 58(711 I Sendum í póstkröfu um allt land Pekking - Þjónusta - Reynsla Allir fylgihlutir sem sjást á myndunum fylgja med, svo sem, Ijósabúnadur, lás, standari, pumpa, teinaglito.fi. o.fl. Gerið verðsamanburð Sérverslun i meira en hálfa öld , SpíTalastíg 8 og vió Óóinstorg 510101:14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.