Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 10
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMRER 1982 .. þetta hugarástand mitt var andleg ofþensla á mjög svo sjúklegu stigi, og get ég ekki gefið því annað nafn en skákeitrun, sem hvergi mun þó getið í bókmenntum lækn- isfræðinnar. Að því rak að lokum, að þessi einóða trylling framdi ekki hervirki sitt einvörðungu á sálinni, heldur einnig á líkamanum. Ég lagði af, svaf órótt og illa ...“ Þannig lætur Stefan Zweig aðalpersónuna í skáldsög- unni Manntafli lýsa sjúklegu sálarástandi sínu eftir þrúgandi einangrunarvist í bækistöðvum Gestapo, nasistalögreglunnar illræmdu. Fanginn er að glata and- legu jafnvægi vegna þeirrar iðju sinnar að tefla skákir í huganum, bæði utanaðlærðar skákir og nýjar skákir við sjálfan sig. Þegar sjálfsævisaga Vilhjálms Stefánssonar landkönn- uðar kom út fyrir tæpum tuttugu árum komst sá orðróm- ur á kreik að í henni væri að finna fyrirmynd Zweigs að aðalpersónunni í Manntafli. Þetta var íslenskur skólapilt- ur, Björn Pálsson, síðar Kalman, að nafni, sem farið haíði til náms vestur fyrir tilstilli Vilhjálms. Saga Björns og örlögin sem Zweig skapar sögupersónu sinni eru svo sláandi lík að framangreindar hugmyndir verða ekki af- greiddar sem einber hugarburður. Niðurbrotinn og vonsvikinn reit Stefan Zweig meistaraverkið1 Manntafl. Hann hafði orðið fyrir sárústu vonbrigðum með það sem hann trúði mest á — manninn sjálfan. Nú var hann útlægur ger úr sínu eigin föðurlandi vegna þeirrar aumkunarverðu meinloku sem greip um sig í Þýskalandi fjórða áratugarins. Hatur og reiði náðu þó aldrei tökum á Zweig þótt hann neyddist á sinni tíð til að ganga svipugöngin oftar en flestir aðrir. I æviminningum sínum, „Die Welt von Gestern", kemst Zweig svo að orði, í þýðingu Ing- ólfs Pálmasonar og Halldórs J. Jónssonar: „Hin linnulausu eldsumbrot í iðrum álfunnar hafa komið geysi- legu róti á líf okkar allra, jafnvel hinna smæstu og lítilsigldustu, og það eina, sem ég get talið mig hafa fram yfir allan fjöldann, er að ég Árið 1949 kom Manntafl út í móðurmáli höfundar i Austurríki. hef sem austurrískur Gyðingur, rithöfundur, húmanisti og friðar- sinni ætíð staðið þar, sem þessar hamfarir voru mestar. Þrívegis hafa þær lagt í rústir heimili mitt og tilveru, slitið mig úr tengslum við fortíðina og hrakið mig út i auðnina, þar sem enginn veit sinn næturstað. En ég harma þetta ekki. Athvarfslaus maður er í nýj- um skilningi frjáls, og sá einn þarf ekkert undan að draga sem engum er háður." Ennfremur segir hann: „Ég er alinn upp í Vín, tvö þúsund ára gamalli heimsborg, en varð að hrökklast þaðan líkt og glæpa- maður, áður en hún var gerð að þýskum útkjálkabæ. Verk mín á frummálinu hafa verið brennd til ösku í landi, þar sem þau nutu vinsælda hjá milljónum lesenda. Þannig á ég hvergi heima, er alls staðar útlendingur og þegar best lætur gestur. Jafnvel Evrópa, það heimaland, sem mér er hjartfólgn- ast, er mér glötuð, þar sem hún nú öðru sinni flýtur í bræðrablóði. Gegn vilja mínum hef ég orðið vitni að ægilegasta ósigri mann- legrar skynsemi og trylltustu sig- urför villimennskunar, sem sagan getur. Aldrei hefur nokkur kyn- slóð á jafn háu andlegu þroska- stigi — ég segi þetta ekki af stolti heldur blygðun — beðið slíkt siðferðilegt skipbrot og okkar." Þessar aðstæður eru sú lífs- reynsla sem skáldið byggir á í Manntafli, þessari dramatísku lýsingu á andlegri kúgun nasism- ans. Manntafl er síðasta verk Stefan Zweigs, en talið er að hann hafi gengið frá sögunni í Brasilíu sem var endastöð hans í útlegð- inni. Líkt og aðrar bestu sögur Zweigs er Manntafl stutt skáld- saga eða löng smásaga, hvort heldur menn kjósa að nefna. I Heimsbókmenntasögu sinni segir Kristmann Guðmundsson að skáldskapur Stefan Zweigs rísi hæst í Manntafli. Það eru ófáir Kristmanni sammála hér um. Af Birni Kahnan og Manntafli Zweigs Saga Zweigs Sögusvið Manntafls er stórt far- þegaskip á leið frá New York til — eftir Garðar Sverrisson Buenos Aires. Meðal farþega er Mirko Czentovic, heimsmeistari í skák, sem hyggur á nýja sigra suð- ur í Argentínu. Fyrir tvö hundruð og fimmtíu dollara lætur hann til- leiðast að tefla við skoska náma- verkfræðinginn McConnor og samráðsmenn hans í reyksal skipsins. Heimsmeistarinn sigrar fyrirhafnarlaust. McConnor legg- ur fram meira fé og þeir fá aðra skák við Czentovic. Samráðsmenn- irnir eru komnir með peð uppá sjöundu línu og hyggjast nú leika því áfram uppí borð og vinna drottningu, enda virðist það aug- Ijós vinningsleikur i stöðunni. Þegar McConnor snertir peðið til að ýta því upp er allt í einu gripið í handlegg hans af áhorfanda sem kemur nú með flóknar skýringar þess efnis að ef þeir leiki leiknum muni heimsmeistarinn máta þá í niunda eða tíunda leik — það hafi sýnt sig í skák Aljekíns og Bog- oljubow árið 1922. Aðkomumaður- inn fullvissar þá um að skákin bjóði í besta falli uppá jafntefli ef rökrétt sé teflt. Samráðsmennirn- ir láta nú aðkomumanninum eftir að ákveða leiki sina og heims- meistarinn sem áður svaraði leikj- um þeirra viðstöðulaust þarf nú sífellt lengri umhugsunartíma. Björo Kalman Hins vegar er það aðkomumaður- inn sem nú leikur tafarlaust, en það höfðu samráðsmennirnir ekki gert áður. Aðkomumaðurinn hafði fullvissað þá um jafnteflisleið og hann nær jafntefli fyrirhafnarlít- ið. Heimsmeistarinn vill nú aðra skák og beinir tilboðinu greinilega til aðkomumannsins ókunna. Hann þvertekur hins vegar fyrir Stefan Zweig það, segist ekki hafa teflt í ald- arfjórðung og biðst afsökunar á því að hafa skipt sér af gangi mála við skákborðið. í svefninum líka Ókunni maðurinn skýrir einum farþeganna frá sögu sinni. Kveðst hann vera Austurríkismaður sem hafi verið handtekinn af nasistum eftir að þeir innlimuðu land hans. Hafi hann verið settur í einangrun á Hótel Metropol, aðalstöðvum Gestapo, svo hafa mætti uppúr honum upplýsingar sem Gestapo klæjaði eftir. Þegar hann hefur verið fjóra mánuði í einangrun tekst honum að stela bók við eina af þeim fjölmörgu yfirheyrslum sem hann gengst undir. Bókin reynist innihalda 150 úrvalsskákir hinna ýmsu meistara skáklistar- innar. í fyrstu þótti fanganum þetta miður, því hvorki hafði hann skákborð né taflmenn. Hann lét þó ekki hugfallast. í snilldarþýðingu Þórarins Guðnasonar læknis seg- ist fanganum svo frá: „Merkin í bókinni, al, a2, c7, c8, breyttust sjálfkrafa í kollinum á mér í sjónmyndir og hreyfanlegar taflstöður. Þessi tilfærsla var al- ger — ég hafði flutt borðið og mennina inn í heilabúið, og for- múlurnar einar saman veittu mér yfirlit yfir taflstöðuna á hverjum tíma, alveg eins og æfður tónlist- armaður þarf ekki annað en renna augunum sem snöggvast yfir nótnabók til þess að heyra allar raddir og samhljóma. Enn leið hálfur mánuður, og þá var mér leikur einn að tefla allar skákir bókarinnar utan að — eða blint, eins og það er kallað." Aldrei framar að tefla Nú ágerist taflfíkn fangans. Hann hefur skilgreint smæstu mistök hverrar skákar til hins ýtrasta. Hann tekur því til við að tefla við sjálfan sig í huganum, svo fáránjegt sem það nú kann að virðast. Áfergja hans og keppn- isskap fara sífellt vaxandi: „Ekki hef ég minnstu hugmynd um, hversu margar skákir ég tefldi við sjálfan mig í þessu vit- stola, óseðjandi kappi síðustu mánuðina, sem ég dvaldi í klefan- um — sjálfsagt þúsund eða meir. Þetta var árátta, sem ég gat ekki staðið gegn. Frá morgni til kvölds hugsaði ég ekki um annað en bisk- up og peð og hrók og kóng og a og b og c og mát og hrókun; öll mín vitund og tilvera snerist án afláts um reitina á taflborðinu. Taflgleð- in varð að taflfýsn, taflfýsnin að taflsýki, ástríðu, æði, sem ég var ekki einungis haldinn í vökunni, heldur áður en varði í svefninum iíka. Ég hugsaði allt í skákum, leikjum, mótleikjum og taflþraut- um. Þráfaldlega vaknaði ég í svitabaði og fann á mér, að ég hlaut að hafa haldið áfram að tefla í svefninum ...“ Og síðar: „Að lokum var ég orð- inn svo æstur við taflið — og ég gerði nú ekkert annað frá morgni til kvölds en tefla — að ég gat ekki lendur kyrr verið eitt andartak. Ég gekk viðstööulaust um gólf, meðan ég hugsaði um skákirnar, æ hraðar, aftur og fram, og varð því ólmari sem úrslit hverrar skákar nálguðust. Fíknin að vinna, sigrast á sjálfum sér, breyttist smám saman í æði. Ég nötraði af ákefð og óþolinmæði, því að alltaf þótti öðrum helm- ingnum hinn of svifaseinn og rak miskunnarlaust á eftir." Fanginn er að því kominn að bila andlega. Hann losnar úr ein- angruninni og strengir þess heit að tefla aldrei framar. Þetta heit heldur hann þar til á skipinu að hann lætur undan þrýstingi sam- ferðamanna sinna sem gert hafa sér grein fyrir hæfileikum hans. í síðustu skákinni á skipinu slær útí fyrir honum og hann sér í hugan- um allt aðra stöðu en þá sem er á borðinu. Þegar honum verður þetta ljóst rís hann úr sæti, snýr sér að félögunum og segir: „Ég verð einnig að biðja ykkur afsök- unar, herrar mínir. Én ég varaði ykkur líka við því fyrirfram að bú- ast við miklu af mér. Fyrirgefið mér þetta hneyksli — nú snerti ég aldrei við tafli framar." Sigraði alla keppinauta sína Víkjum nú að Birni Pálssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.