Morgunblaðið - 05.09.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 05.09.1982, Síða 11
MOR&UN.BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 55 Kalman. Björn Pálsson fæddist að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu sumarið 1883. Faðir Björns var Páll Ólafsson þingmaður og eitt fremsta skáld íslendinga á nítj- ándu öld. Þegar Björn fæddist var Páll 56 ára gamall og tók hann strax miklu ástfóstri við soninn unga. Björn var fjórði sonur hans en hinir þrír dóu allir á barns- aldri. Eftirfarandi vísa Páls lýsir því ef til vill best hvern hug hann bar til sonar síns: „Þótt ég ætti þúsund börn með þúsund afbragdskonum, mest ég elska mundi Björn og móðurina að honum.“ Sem ungur maður þótti Björn strax myndarlegur og óvenju greindur. Um aldamótin fluttist hann til Reykjavíkur og bjó öll menntaskólaárin hjá föðurbróður sínum, Jóni Ólafssyni ritstjóra. Björn lauk stúdentsprófi með fyrstu einkunn vorið 1904. Eðlis- fræði og stærðfræði voru þær námsgreinar sem Birni voru hug- leiknastar. Síðsumars sigldi hann til Danmerkur og hóf nám í verk- fræði og stærðfræði við Hafnar- háskóla. Veturinn 1904 til 1905 er Vil- hjálmur Stefánsson landkönnuður við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum. Hann er að reyna að fá styrk til mannfræðirannsókna á íslandi sumarið 1905. Vilhjálmur hefur allar klær úti til að reynast styrksins verður. I sjálfsævisögu sinni greinir hann frá atviki sem hafði úrslitaáhrif hér um: „En annað atvik reyndist mál- stað mínum enn happadrýgra, þótt ég áttaði mig ekki í fyrstu á, að það væri vatn á myllu mína. Napier, skákmeistari Englands, kom í heimsókn til Islands, meðan ég var þar, og reyndi leikni sína gegn Birni Pálssyni, skólapilti, sem hafði sigrað alla keppinauta sína undanfarin eitt eða tvö ár. ég, hvaða námsáætlanir Björn Pálsson hefði gert? Eg vissi það ekki, en spurðist fyrir um það hjá vini mínum á íslandi og fékk að vita, að Björn hefði innritast í Kaupmannahafnarháskóla í verk- fræði. Shaler spurði þá, hvort ég hefði í hyggju að fara aftur til Islands. Eg svaraði, að ég gerði mér vonir um það. Til Harvard Shaler, sem fannst, að slíkar andans íþróttir eins og skák verð- skulduðu að komast á keppnisskrá háskóla eigi síður en frjálsar íþróttir, lét í ljós von um, að ég gæti einhvern veginn talið Björn á að leggja frekar stund á verkfræði í Cambridge en Kaupmannahöfn, því að í Cambridge gæti hann að minnsta kosti útvegað piltinum námsstyrk. Mér sýndist því að ég mundi geta fengið stuðning eins áhrifamesta deildarforsetans í Harvard við íslandsfyrirætlun mína.“ Vilhjálmur greinir frá því að Shaler hefði ætlað sér að koma upp góðu skákkappliði við Har- vard-háskóla með því að fá Björn Pálsson vestur þangað. Hafði Vilhjálmur skrifað Birni og var þangaðkoma hans fastmælum bundin. Deildarforsetinn hafði gengið frá styrknum, auk þess sem hann útvegaði farareyri handa Birni. Vilhjálmur heldur nú til Is- lands að sækja Björn sem þangað var kominn frá Danmörku: „Þegar ég kom aftur til Reykja- víkur, beið skákundrabarnið mitt þar, og fórum við saman til Edin- borgar, en síðan með skipi frá Allan-félaginu frá Glasgow til Montreal. Björn var sjóveikur nær alla leiðina. Þetta var óheppilegt fyrir okkur báða, því að á skipinu voru tveir skákmeistarar, Astralíumaður og kanadíski meistarinn James Mavor, prófess- or við háskólann í Toronto. Þeir Stefan Zweig og frú, nýkomin til Suður-Ameríku. Páll Ólafsson Þegar hann sigraði Englending- inn, fannst mér það staðfesting á því sem ég hafði alltaf heyrt sagt — að Islendingar væru snillingar í skák. Skák Björns og Napiers fór ekki úr huga mér, og skömmu eftir komu mína til Harvard gat ég hennar við Nathaniel Shaler, deildarforseta, sem hafði einu sinni verið vinur Paul Morphys, ameríska skáksnillingsins. Shaler lét samstundis í ljós áhuga. Vissi sátu sífellt yfir tafli í reyksalnum og mönuðu mig við og við í skákir, sem ég tapaði flestum eða öllum. Ég hét þeim harðri keppni af hálfu vinar míns undir þiljum, en gat ekki komið með hann fyrr en við vorum fyrir löngu farnir um Belle Isle-sund, því að þá tók við St. Lawrence-flói, sléttur eins og bæjarlækur. Þá kom Björn Pálsson til skjal- anna og vann hverja skák. Þegar eldri mennirnir spurðu um leikni hans í blindskák, svaraði Björn, að hann gæti sigrað hvern þann mann í blindskák, er hann ynni með venjulegum hætti, að því til- skildu, að rétt væri sagt til um leiki andstæðingsins. Hann stóð við þetta í tveim samtíma skák- um.“ Nú er skemmst frá því að segja að þegar Björn kemur til Harvard leggjast bestu skákmenn skólans gegn því að hann tefli og skírskota í því sambandi til einhverra reglna sem kveða svo á um að nemandi frá öðrum háskóla þurfi að vera að minnsta kosti eitt ár í skólanum til að fá að keppa fyrir hans hönd. Þetta hefur væntan- lega verið mikið áfall fyrir Björn og komið honum nokkuð í opna SJÁ NÆSTU SÍÐU / Skotveiðimenn Ný komið Haglabyssur Einhieypu. Tvíhleypur Tvíhleypur yfír og undir Pumpur Hreinsisett fyrir haglabyssur og riffla. S I -YJ ÚnÚF Glæsibæ. sími 82922. Tilboð vikunnar Stofuling ERÍKA á aöeins 95 kr. Brúðarvendir Brúðarskreytingar HELGARSYNING Nú um helgina munu skreyt- ingarmeistarar okkar setja upp litla spennandi „helgarsýn- ingu“ á brúðarvöndum og brúðarskreytingum og hatda sýnikennsku f dag kl. 2—6. Ef þú ert í giftingarhugleiðingum eða langar að sjá fallega unnar skreytingar, þá líttu við. Opið til kl. 21.00 öll kvöld. SIGTÚNI 40, SÍMI 86340.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.