Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 63 Hin Konunglega flugeldarokk- sveit er skipuð fimm manns. Svona til þess aö halda upptekinni venju fylgja nöfn meölimanna hér meö. Valdimar Flygenring á gítar, Ágúst Karlsson á gitar, Aöaisteinn Ómarsson á bassa, Bryndís Braga- dóttir á fiölu og loftræstistokk og Erlingur Mitchison trommar. Stockfield Big Nose Band ☆ Þaö fór eins meö þessa sveit og þá á undan. Nafniö gott, reyndar ekkert „irnage", en þar viö sat. Þaö, sem fyrst og fremst skemmdi fyrir þeim Siguröi Hannessyni, tromm- ara, Pétri Stefánssyni, gítarleikara, Halldóri Bragasyni, bassaleikara, og lánsmanninum Tryggva Híibner var átakanlegur skortur á samæfingu. Lögin voru flest keimlík því, sem maður á að venjast úr rokkinu, en textarnir sumir hverjir hnyttnir. Þaö var hins vegar ekkert sem gat lyft þeim félögum upp fyrir einnar stjörnu einkunnagjöf. Hræddur er ég um aö þeir megi taka sig taki áöur en þeir leggja til atlögu viö upptökur. ara. Sannast sagna er ég nú á þeirri skoöun aö heilinn ætti aö fá sæti í hljómsveitinni til frambúöar. Kor- máki hætti nefnilega oft til aö „hlaupa út úr taktinum" og þaö er nokkuð, sem trommuheilinn gerir ekki, a.m.k. ekki af sjálfsdáöum. Vonbrigði ☆ ☆ ☆ Vonbrigði hefur löngum veriö tal- in ein efnilegri yngri sveitanna hér- lendis. Frammistaöa þeirra á „Mela- rokki" staöfesti þaö enn frekar. Annars er nafn hljómsveitarinnar hin mestu öfugmæli því þaö gerist ekki oft aö þeir fjórmenningar valdi vonbrigðum. Tónlist þeirra er villt og hressilegt rokk þar sem lítið er um slakanir af einhverju tagi. Þeir lentu í smávegis vandræðum meö hljóm- inn hjá sér um tíma, en þaö lagaöist áöur en yfir lauk. Gunnar Ellertsson leikur á bass- ann, Þórarinn Kristjánsson, tromm- ar, bróðir hans Árni sér um gítar- leikinn og Jóhann Vilhjálmsson syngur. Saman mynda þessir svein- ar samhenta heild, sem þó á enn nokkuö í land. Sé miöað viö þær framfarir, sem hafa oröið á undan- Arabi í KOS? Nei, þetta er bara eitt þriggja gerva meðlimanna. MorgunblftAiA/ Emilía Q4U ☆ ☆ ☆ Q4U og Grýlurnar eiga það sam- merkt, aö báöar byrjuðu afleitlega. Báöar hafa þær hins vegar tekið geysilegum framförum og sú fyrr- nefnda mest fyrir þá sök, aö meö- limirnir fóru að taka sig alvarlega. Þá hafa einnig orðiö nokkrar breyt- ingar á hljómsveitinni til hins betra og framlag hennar á „Melarokk”- hátiöinni sýndi svo ekki verður um villst að stefnan er enn upp á við. Q4U er skipuö þeim Árna Daníels á hljómborö, Óöni Guöbrandssyni á gítar, Gunnþóri Sigurössyni á bassa, Kormáki Geirharössyni á trommur og í broddi fylkingar stendur Ellý, sem enginn viröist vita hvaö heitir fullu nafni. Tónlistin hjá Q4U hefur tekiö miklum breytingum frá því sveitin hóf feril sinn sem handónýt pönk- grúppa. Talsverð áhrif nýrómantíkur er nú aö finna í lögum sveitarinnar, mest fyrir tilstilli hljómborðsleiks Árna Óaníels. Á laugardag tók trommuheili sæti Kormáks tromm- förnum mánuöum, ætti aö vera tek- iö aö styttast í þaö aö Vonbrigöi skipi sér í framvaröasveitina. Fræbbblarnir ☆ ☆ Það fór fyrir Fræbbblunum hér eins og svo oft áöur á tónleikum. Hljómsveitin náöi ekki aö koma því, sem í henni býr, almennilega frá sér. Hvaö það, sem vantaöi, er erfitt að segja til um. Einhvern neista vant- aöi. Skyldu þeir sjálfir vera orönir leiöir á þessu? Spyr sá, sem ekki veit, en vildi gjarnan vita. Fræbbblarnir veröa aö fara aö gera þaö upp viö sig hvort slakur söngvari á aö veröa þeim fjötur um fót um aldur og ævi eða hvort þeir hafa áhuga á að festast þar sem þeir eru nú. Þeirra er valið. Þrumuvagninn ☆ ☆ Einhvern veginn olli Þrumuvagn- inn mér vonbrigöum. Ég veit ekki hvaö þaö var, en þreytublær var yfir öllu saman. Hljómsveitin náði upp ágætri keyrslu, en þaö var bara ekki nóg. Eiöur átti í vandræöum með röddina sína á sama tima og Eyjólf- ur virtist vera meö Billy Cobham- komplex á trommunum. Brynjólfur stóö aö vanda vel fyrir sínu á bass- anum, en ég fer ekki af þeirri skoö- un aö fimmta manninn, annan git- arleikara, vanti í hljómsveitina. Þó er ekki viö Einar aö sakast á gítarnum, en menn mega vera býsna góöir gít- arleikarar ef þeir ætla að vera tveggja manna makar. Þrumuvagninn bauö ekki upp á neitt nýtt efni, en lék þess í stað lög af plötu sinni, sem kom út fyrr í sumar. Ekki heföi sakaö aö læöa einhverju nýju meö þó ekki væri til annars en að sýna, aö hljómsveitin væri með fullu lífsmarki. Pungó og Daisy ☆ Þetta er ein þeirra sveita, sem lít- iö haföi heyrst af fyrir þessa hátíö. Pungó og Óaisy hefur reyndar starf- aö um allnokkurt skeiö, en ekki komið fram opinberlega. Framlag hljómsveitarinnar á þessum tónleik- um var nokkuð tvíeggjaö. Ekki fór á milli mála aö hún gat spilaö þokka- lega en virtist ekki vera mjög um- hugaö aö gera það ýkja vel. Pungó og Daisy er skipuö þeim Kjartani Kjartanssyni, trommara, Skúla Gautasyni, bassaleikara (hann syngur einnig), Veturliöa Óskarssyni, gítarleikara/söngvara, og Kristjáni Valssyni, sem leikur á ásláttarhljóöfæri. Daisy lét hvergi sjá sig og var sögö í síld á Sigló. Lola ☆ ☆ Þetta er hljómsveitin, sem bar sigur úr býtum • hljómsveitakeppn- inni í Atlavík um verslunarmanna- helgina. Auövelt er aö skilja al hverju hún vann þá keppni. Lögin eru flest erlend „a la Pretenders", ágætlega flutt og vel sungin af bráö- efnilegri söngkonu með gítar, sem hún notaöi mest lítiö, um hálsinn. Lola er skipuö þeim Tómasi Tóm- assyni, gítarleikara, Birni Vilhjálms- syni, bassaleikara, Emil Guömunds- syni, trommara, og söngkonunni Aöalheiöi Bergþórsdóttur. Austfirðingar hafa alltaf inn á milli komiö fram með eina og eina fram- bærilega hljómsveit. Lola viröist aö einhverju leyti byggö á rústum Eglu, sem gaf á sínum tíma út skrautlega hljómplötu, og hún ætti aö geta náö lengra. Hljóöfæraleikurinn er ágæt- ur og meö kraftmeira frumsamiö efni í pokahorninu gæti Lola oröið ágætis sveit. Bandóðir ☆ ☆ „The return of Herbert Guö- mundsson". Sveit Herberts var nokkuö kyndug blanda. Meö menn úr örgustu pönk-grúppum landsins í bakvaröasveitinni, Mike Pollock og Rúnar Erlingsson úr Bodies og Ás- geir Bragason úr Purrknum, keyröi hann í gegnum nokkur lög, sem hann hefur aö undanförnu verið aö dunda viö aö taka upp. Svona viö fyrstu heyrn var þetta alls ekki sem verst en hljómsveitin Þaö er sveifla í Grýlunni Ingu Rún á þeasari mynd. Gítarsóló tekiö „a la Van Halen“. Einar í Þrumuvagninum leikur listir sínar. Morgunblftðid/ SSv. Einar örn reiöur á sviöi meö Purrkinum undir lágnættiö. Morgunblftðió SSv var eölilega nokkuö ósamtaka. Mörgum fannst súrt í broti aö sjá jafn góöan bassaleikara og Rúnar kominn í þessa sveit, en vera hans mun aöeins vera hugsuö til skammtíma. Herbert hefur ekki auk- ist raddþrótturinn frá þvi hann hvarf af sjónarsviöinu, eöa svo var a.m.k. ekki aö heyra. Hvaö úr upptökunum veröur er ekki gott aö segja. Menn veröa bara aö bíöa og sjá. BARA-flokkurinn ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Þaö fór ekki á milli mála, aö BARA-flokkurinn átti vissu fylgi aö fagna á meðal áhorfenda. Flutning- ur hljómsveitarinnar á lögum hennar var þannig, aö ef aödáendatalan hefur ekki tvöfaldast á þessu eina kvöldi má mikiö vera. Frábært er eina oröiö yfir BARA-flokkinn. Þaö er sama í hvaöa horn litiö er, alls staöar var frammistaöan fölskvalaus. Mest um vert er þó aö geta hins kornunga (mér er sagt aö hann sé bara 15) trommara sveitar- innar. Hefur geysilega mikiö vald yf- ir settinu, ekki eldri en hann nú er. Söngur Asgeirs sérstæöur sem allt- af og hljóðfæraleikur hinna pott- þéttur. Þá er rétt að geta vel uþp- byggös prógramms, sem féll vel í kramið. Vel til fundið aö læða Catcher comin’ meö. Purrkur Pillnikk ☆ ☆ ☆ ☆ Purrkurinn er hljómsveit, sem aldrei bregst. Oft hefur hún þó veriö betri en á iaugardag. Framan af var eitthvert óöryggi yfir flutningi henn- ar, en þegar á leið var greinilegt aö menn voru orðnir heitir. Óvæntar stympingar Einars Arnar við bróður sinn á sviöinu í miöju prógrammi settu menn nokkuö út af iaginu, en þaö bjargaöist. Purrkurinn lék þarna alls kyns lög af ferli sínum. Allt frá John Merrick af fyrstu plötunni, Tilf, og til laga af þeirri nýjustu, No time to think, „sem u.þ.b. 5 ykkar hafa keypt“ eins og Einar Örn orðaði þaö, reiöur i bragöi. Hafi þetta veriö síöustu tón- leikar Purrksins voru þeir Ijúfur bautasteinn, en viö höldum í vonina um aö svo hafi ekki verið. Morgunblaðið Emilíft - SSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.