Morgunblaðið - 05.09.1982, Page 21

Morgunblaðið - 05.09.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 65 hinnar klassísku tónlistar af því að nýrri verk eru svo ófullkomin enda fer því fjarri. Staðreyndin er hins vegar sú, að fyrir flestum hlustendum eru nýju verkin óþörf, nítjánda öldin fullnægir allri okkar tónlistarlegu þörf og hún hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur. Og þetta stafar ekki aðeins af því að nítjándu aldar tónlistin sé svo „stórkostleg" eða feli i sér fallegar laglínur. Laglínur frá „endurreisnartímabilinu" eru al- veg eins fallegar. Mergurinn máls- ins er hins vegar sá, að nítjánda öldin ákvað og skilgreindi hug- myndir okkar um það hvernig tón- list á að vera. Flestar merkustu tónlistarstofnanir heimsins í dag voru stofnsettar á nítjándu öld. Við lifum í tónlistarheimi aldar- innar sem leið. • En hvers vegna þreytast menn aldrei á að hlusta á þessi tónverk. Sumar ástæðurnar eru augljósar: Þau eru falleg, mikilfengleg og áheyrileg. En Edward Rothstein, sem áður er nefndur, iiefur einnig viðbótarskýringar á þessu fyrir- brigði. Hann vísar þar til barna- sálfræðinnar og telur þetta af Fyrr á öldum var flutningur nýrra verka regla en ekki undantekn- ing eins og nú er svipuðum toga spunnið og kröfur barnsins um að fá að heyra sömu söguna sagða aftur og aftur. Þess- ar kröfur um endurtekningu koma einnig fram í hinum ýmsu þáttum menningarinnar og trúarbrögðum. Barnið biður ekki um endursögn til að læra eitthvað nýtt. Þvert á móti biður barnið gjarnan um sög- urnar sem það þekkir best, sögur, sem það þekkir svo vel, að það gæti auðveldlega sagt þær sjálft. Auðvitað er út í hött að líkja áheyrendum sígildrar tónlistar við börn sem hlusta á foreldra sína segja sögur, en gömiu meist- ararnir væru þá í hlutverki for- eldranna. — Einkennin eru þó furðulega lík: Við eigum okkar uppáhaldsverk, Fimmtu sinfóníu Beethovens, valsa Chopins eða „La Traviata" eftir Verdi, allt eftir því hvernig viðkomandi hefur upplif- að verkin. Sigmund Freud hefur í ritum sínum fjallað um þessa sérkennilegu ánægju sem barnið hefur af því að heyra uppá- haldssöguna sína aftur og aftur. Freud skrifar á einum stað: — „Ef barninu hefur verið sögð saga sem því finnst skemmtileg, krefst það þess að heyra hana aftur og aftur frekar en nýja sögu. Og barnið krefst þess að sagan sé sögð ná- kvæmlega eins og leiðréttir sögu- mann ef hann bregður út af hinum upprunalega söguþræði. Barnið hlustar ekki aðeins á söguna held- ur upplifir hana í leiðinni og er það ekki einmitt það sem við ger- um þegar við hlustum á gömlu klassísku verkin? • í annan stað bendir Rothstein á, að nítjándu aldar tónlistin sé skrifuð í eins konar söguformi, með nákvæmum söguþræði og þess vegna meðhöndlum við þessi verk eins og sögur og hlustum með óskiptri athygli. Tónlistin hafi líka þá sérstöðu meðal listgreina að þar styðjumst við aðeins við skilningarvitið heyrn. Ef til vill er eyrað að því leyti ófullkomnara en önnur skynfæri, að það á erfiðara með að aðlagast nýjungum. En hvers vegna veljum við þá endilega tónlist nítjándu aldar. Viö höfum tekiö gömlu meistarana í guöatölu Rothstein telur veigamikið í þessu tilliti, að fyrst þá hafi tónskáldin farið að semja fyrir almenning og sótt yrkisefni sín í daglegt líf hins venjulega millistéttarmanns. Að því leyti megi líkja þeim við rit- höfunda sem náðu þroska á sama tíma, svo sem Austen, Dickens og George Eliot. í verkum þessara manna endurspeglist vonir og þrár millistéttarmannsins auk þess sem þær eru gagnmerkar heimildir um þjóðfélagsgerðina á þessum tíma. Þannig sé tónlistin frá þessum tíma einnig eins konar „sagnfræði" í hugum nútíma- manna. Vissulega má ýmislegt að þessum skýringum finna og benda á fjölmörg dæmi þar sem klass- ísku tónskáldin sækja yrkisefni sín langt út fyrir þann þjóðfé- lagslega veruleika sem þeir lifðu í. • Þá komum við að síðasta þætti þessa máls, sem Rothstein telur síst veigaminnstan, en það er helgisögnin og trúarbrögðin. Klassísku tónskáldin, líf þeirra og verk, eru orðin eins konar helgi- sögn í hugum okkar nútíma- manna. Og það má jafnvel kveða svo fast að orði, að við höfum tekið gömlu meistarana í guðatölu. Tónleikahallirnar eru musteri þeirra og þangað förum við til að hlusta á guðspjöllin og meðtaka hið heilaga orð eins og vð gerum í kirkjum okkar. Við vottum boð- skap meistaranna virðingu okkar og drúpum höfði í heilagri lotn- ingu. Ef til vill má kalla þetta öfga- kennda samlíkingu og einnig má benda á, að gömlu meistararnir eru síður en svo steyptir í sama mót, þeir hafa hver sitt sérkenni og alhæfingar af því tagi sem hér hafa komið fram eiga því ekki rétt á sér nema að nokkru leyti. Og listsköpun heillar aldar verður ekki skilgreind til fulls á þennan hátt. Hugleiðingar af þessu tagi eiga þó vissulega rétt á sér því segja má að þessi tónlistarhefð okkar sé tvíeggja og hafi bæði sín- ar góðu og óþægilegu hliðar. Nítjánda öldin ákvaö og skil- greindi hug- myndir okkar um hvernig tón- list á aö vera... Það er ekkert óeðlilegt að við skulum standa vörð um þá tónlist sem var sköpuð á einhverju glæsi- legasta tímabili í sögu þeirrar listgreinar, og ef til vill er það ómeðvituð tilraun okkar til að halda í eða endurvekja það tíma- bil. En um leið ákveðum við og sláum því föstu hvernig tónlistin á að vera og lokum öðrum leiðum. Eins og í helgisögninni finnum við í henni upprunann og eins og ævintýrið gefur hún okkur vonir. En það er eitthvað í nútímanum sem þessi tónlist nær ekki yfir og því síður gefur hún okkur nokkur fyrirheit um framtíðina. — Sv.G. Tilkynning frá Honda-umboóinu Lokað vegna flutninga vikuna 6.—13. sept. Opnum aftur mánudaginn 13. sept. í Vatnagörðum 24, Sundahöfn, í nýrra og betra húsnæöi. Honda- umboöiö á fslandi, Vatnagöröum 24. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF SONO Fullkomin þvottavél -l- þurrkari frá Thomson. Thomson er stærsti þvottavélaframleiðandi í Evrópu og framleiðir fyrir fjölda fyrir-__ tækja undir ýmsum vörumerkjum svo sem: AEG, Electrolux, ITT og þannig mætti lengi telja. Þeytivinda 900 sn/mín. 0kkur hefur tekist aö ,a Þessa frábæru vöru á verk- fullkomin þvottakerfi og smidjuverdi. fullkominn þurrkari. Komið og skoöið eða biöjið um upplysingar i pósti. Við viljum vekja athygli á því, aö Thomson hef- ur snúið sér algerlega að topphlöðnum þvottavélum, en þær hafa ýmsa kosti fram yfir framhlaðnar. 1. Meiri ending þar sem tromlan er á legurn béö- um megin. 2. Betri vinnuaðstaða, að ekki þarf að bogra fyrir framan vélina. 3. Mun hljóðlátari. 4. Minni titringur. 5 6 7 ® 8 Þvottakerfisveljari 1 Lagt í bleyti (vélin stöðvast með vatni í) 2 Aukaforþvottur + hreinþvottur (bómull) 3 Forþvottur + hreinþvottur (bómull) 4 iB Hreinþvottur eða ECO-þvottur (sparnaðarkerfi) bómull Skolun + hröðvinding (870snún/mín) Aukaforþvottur + hreinþvottur( 30 eða gerfiefni) Forþvottur + hreinþvottur ( 30 eða gerfiefni) Hreinþvottur eða ECO-þvottur (sparnaðarkerfi) ( 30 eða gerfiefni) Mildur þvottur (ull eða viðkvæm efni) ® Skolunánvindingar 9 Dæling + hæg vinding (450 snún/mín) 10 Dæling án vindingar 5 Þurrkun ECO er SPARNAÐARKERFI Aukastillingar Eftir að hafa valið þvottakerfi, veljið það hitastig, sem hæfir þvottinum best: kalt vatn ( 30, 40,60 eða 90 gráður C. Hnappur a ; þegar ýtt er á hann stöðvast vélin full af vatni eftir þvottakerfi 5, 6,7 ®, 8 og ® Hnappur ö (þegar um lítið magn af þvotti er að ræða) minnkar vatnsmagnið (forþvotti, hreinþvotti og skolun; einnig takmarkar hann hitastig við 75 gráður C. Hnappur © er til þess að setja vélina í gang og til þess að stöðva hana. SENDUM UM ALLT LAND. KomiðP skoðiðp þið fáið mikið fyrir krónuna. AFGREIÐUM SAMD/EGURS ). Kynningarverð: Kr. 11.980 TTBfiL Greiöslukjör. Vélin er viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkis- ins, raffangaprófun. Heimilistækjadeild SKIPHOLTI 19 SIMI 29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.