Morgunblaðið - 05.09.1982, Side 23

Morgunblaðið - 05.09.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 67 „ Varð eins og lítill vængbrotinn fugl“ — sagöi Haukur Morthens heiöursborgari í Winnepeg í Kanada Sífellt lengist vegurinn sem söngvarinn þjóökunni, Haukur Morthens, hefur fariö á ferli sín- um og ekki er hægt aö sjá, aö þar veröi geröur neinn stans á í náinni framtíö. Haukur er nú ný- kominn úr vel heþþnaöri tón- ieikaferö frá Kanada í tengslum við Þjóöræknisfélagiö, en þar söng hann m.a. í- Toronto, Edmonton, Wymyard, Gimli og á islendingadeginum í Winnipeg, þar sem hann, aö loknum tón- leikunum, var gerður aö heiö- ursborgara viö hátíðlega athöfn í Ráöhúsinu. Undirleikarar hjá Hauki í feröinni voru þeir Eyþór Þorláksson, Reynir Jónasson og Guömundur Steingrímsson. Þá er þess skemmst aö minn- ast, aö Haukur lagöi land undir fót í Danmörku nú fyrr í sumar, þar sem hann kom alls tuttugu sinnum fram í Ráðhús- kjallaranum (Vin- og ölgod) í Kaupmannahöfn. Þar söng Haukur jafnt íslensk lög sem danska slagara viö undirleik hlómsveitar Johnny Campell og var ætíö fullt út úr dyrum af allra þjóöa fólki. „Þetta sumar hefur veriö alveg dásamlegt og maöur hefur stundum veriö hálf máttlaus vegna þess hve fólk hefur tekiö manni vel,“ sagöi Haukur er blm. hitti hann á förnum vegi. „Jú, ég var geröur aö heiöursborgara í Winnipeg viö hátíölega athöfn, þar sem mér var afhent þetta líka fína skjal, meö stimplum og ööru fíneríi. Maöur varö eins og lítill, vængbrotinn fugl viö allar þessar frábæru móttökur. Þetta var ævintýri líkast. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Kanada, og fannst mér sérstaklega skemmti- legt aö blanda geöi viö þessa ís- lendinga í Vesturheimi, en margt af þessu fólki hefur aldrei komiö til islands, en talar þó ágæta ís- lensku. Þá þáöi ég boö margra um aö heimsækja heimili þeirra, en þaö býr margt svo reisulega aö maöur hefur vart séö annaö eins. Þetta er greinilega mjög duglegt fólk, býli meö jarðir upp á 10—15 þúsund ekrur og tækjabúnaöur eftir því,“ sagöi Haukur. Aöspuröur sagöi Haukur aö hann gæti vel hugsaö sér aö fara í aöra tónleikaför til Kanada seinna, enda heföu menn veriö mjög jákvæöir. Næsta sunnu- dagskvöld veröur Haukur meö tónleikahátíö í Broadway, sem veröur með svipuöu sniöi og tónleikahátíöin í Austurbæjarbíói í vor, en í vetur mun hann vænt- anlega, ásamt þeim Eyþóri Þor- lákssyni og Guömundi Stein- grímssyni, skemmta gestum í Esjubergi að Hótel Esju og þá er óupptaliö margt fleira sem hann hefur í deiglunni, en vill sem minnst um tala aö sinni. Söfnunin fengió góðar undirtektir Hér koma þeir Hannes Hafstein, framkvæmdastjórl SVFf og Haraldur Henrýson, formaöur, arkandi eftir Tjarnarbakkanum í Reykjavík aö lok- inni vel heppnaöri björgunarsýningu, sem Slysavarnarfélagiö og Land- helgisgæslan efndu til á Tjörninni siö- astliöinn fimmtudag. Slysavarnarfé- lagiö og hjálparsveitir í landinu hafa staðiö fyrir ýmsum uppákomum und- anfarna daga í tilefni landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar, en af- rakstri þeirrar söfnunar veröur variö til endurnýjunar á fjarskiptabúnaöi sveitanna, en endurnýjunin þarf aö fara fram vegna alþjóölegra reglna sem settar hafa veriö. Hannes Hafstein sagöi aö þetta framtak Hjálparstofnunar kirkjunnar væri lofsvert enda væri hór um kostn- aöarsama endurnýjun, sem værl hjálparsveitunum ofviða án almenns stuönings. Á vegum Slysavarnarfé- lagsins starfa 90 björgunarsveitir víös vegar um landiö og þarf hver þeirra nokkrar handstöövar í flokka sína, stöövar í bifreiöir, báta og slysavarn- arskýli. Að sögn Hannesar hefur söfn- unin gengiö ágætlega Píanóleikarinn Curzon látinn London, 2. september. AP. SIR Clifford Curzon, hinn kunni breski píanisti sem þekktur var fyrir túlkun sína á Mozart, Schubert og Beethoven, lóst í gær. Hann var 75 ára aö aldri og haföi átt viö mikil veikindi að stríöa um nokkurn tíma. Hann var aðlaður áriö 1977 fyrir píanóferil sinn og í Daily Telegraph segir í dag aö sir Clifford hafi verið „mest leiö- andi píanóleikari sinnar kyn- slóöar". Hljómplötur þær er sir Cliff- ford hefur leikiö inn á hafa ver- iö metsöluplötur í meira en tvo áratugi og hann fór víöa á hljómleikaferðalögum sínum, þar á meðal til Bandaríkjanna þar sem hann lék oft undir stjórn Bruno Walter á tímabil- inu 1948 til 1970. Vegna veikinda sinna varö hann aö fresta síöustu tónleik- unum er ráögert var aö hann héldi, en þaö var á hinum ár- legu sumartónleikum Lundúna. Nú hafa þessir ungu aveinar rekiö afðasta smiöshöggiö á bygg- ingar sínar á starfsvellinum viö Austurbæjarskólann og veröa aö bíöa meö frekari framkvæmdir til næsta sumars. Nú er veturinn aö ganga í garö og skólarnir óöum aö byrja, en ( skólunum er mikil- vægt aö nota orkuna til aö fylla á viskubrunninn ef úr honum á aö ausa aö vori. Aberdeen: Eggjum kastað að Margréti Thatcher Aberdaan, Skoftandi, 2. aaptambar. AP. STARFSMENN í heilbrigðis- þjónustu köstuöu í dag eggjum aö bifreiö Margrótar Thatcher er hún kom í heimsókn á sjúkra- hús þar á öörum degi Skot- landsheimsóknar sinnar, sem standa mun næstu þrjá daga. Lögreglan handtók þrjú ungmenni úr hópi eggjakastar- anna, en þaö voru u.þ.b. 1.500 manns sem tóku þátt í mótmæl- unum. Forsætisráöherrann virtist ekki láta þetta mikiö á sig fá og sagöi viö fróttamenn: „Þau trufla mig ekki mikiö .. . þeir sem hrópa hæst eru yfirleitt þeir er minnst hafa til málanna aö leggja.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.