Morgunblaðið - 05.09.1982, Side 28

Morgunblaðið - 05.09.1982, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 72 Ást er... ... að hlœja ekki að honum, þegar hann er í morgunleikfimi. TM tog U S Pat OH -ai rlphts rasarvad • 19*2 Loa Anpelas Tlmat Syndlcate Það borgaði sig ekki að setja blómabeðið á þakið! Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI » EfZTO A& FAfZA 'a &A€>5TKÖOPlNA f... EQA 'ER. pBTTA Þessi VEN3JLE6) 6EISL/^B^UGt«r,* Gleðst yfir að sjá þar mannlíf Pálína Hermannsdóttir skrifar: „Hinn 17. júní sl. birtist grein i Morgunblaðinu sem Svanhildur nokkur Halldórsdóttir skrifar um náttúruvernd á Þingvöllum og stækkun þjóðgarðsins. Það er svo sem gott og blessað að stækka þjóðgarðinn, en ekki svona óskaplega eins og hún leggur til. Bæði er það að við erum með þessi tvö önnur frið- lýstu svæði, Skaftafell og svæðið með Jökulsárgljúfri. Þó að ís- lendingum fjölgi held ég að þetta sé nú all nokkuð. Svo mikið af landi okkar er óbyggt og eigin- lega má segja að allt hálendið sé okkar sameiginlega friðland. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er um 3000 ha og markast af Ármannsfelli að norðan, að austan nær hann núna upp undir Hrafnabjörg eða að gjánni sem heitir Heiðargjá. Að sunnan er það lína sem dregin er úr há- Arnarfelli (eða þar sem það er hæst) yfir vatnið í stefnu beint á Kárastaði, en að vestan eru það samt gjárnar allar sem liggja í beinni línu norður/suður út und- ir Rauðukusunes (sem flestir eins og greinarhöfundur kalla Kárastaðanes), sem marka þjóð- garðinn. Gjárnar eru Hvannagjá sem næst er Skógarhólum og Snóka. Svo kemur Stekkjargjá, en í hana fellur öxarárfoss. Þá er það sjálf Almannagjá og þar næst Hestagjá, Lambagjá og Hrútagjá. Oft hef ég hugsað um það hvað margt væri hægt að gera til þess að fólk ætti auðveldara með að skoða þjóðgarð sinn og gæti not- ið betur náttúrufegurðarinnar og haft af meiri ánægju. T.d. væri hægt að merkja göngustíga að eyðibýlunum Skógarkoti og Hrauntúni sem reynar eru núna aðeins tóftir, en sérstaklega frá Skógarkoti er mjög víðsýnt og fagurt. Einnig eru til fornar og merkar hlaðnar tröppur sem heita Langistígur og liggja um Stekkjargjá en um þær fóru landnámsmennirnir. Svanhildur Halldórsdóttir hefur allt á horn- um sér. Það eru barrtrén sem hún er á móti, sumarbústaðir og þjónustumiðstöðin og skipulagn- ing tjaldstæða, sem sé fagur gróður, mannabústaðir og mannlíf yfirleitt. Furulundurinn Ennþá er ráðist gegn vesalings fallegu barrtrjánum. Það skeður alltaf við og við. Ræktun skógar í hvaða mynd sem er er alltaf til prýði og sérstaklega sóma barrtrén sér vel. Það er unaðs- legt að koma til Þingvalla að vetri til þegar allt er þakið snjó og sjá þessi sígrænu tré, og þar sem þeim var valinn staður skyggja þau ekki á fjallasýn eða landslag á nokkurn hátt, svo að það er aldeilis í lagi með þau. Þau má höggva segir konan og ber við að svo hafi maður hjá Skógrækt ríkisins sagt, en það finnst mér harla ótrúleg saga. Það væri hreint glæpaverk. Barrtrén eru að mér finnst orðin helg af því að hafa vaxið á þess- um stað. Þau verða jafn góður minnisvarði okkar tíma eins og búðatóftir lögréttumanna við Lögberg eru núna, ef líf heldur áfram hér á jörð. En með því að rækta skóg erum við að bæta það sem landnámsmennirnir eyddu og það þarf jafnt í okkar yndis- lega þjóðgarði. Sumarbústaðir Vitaskuld er það álitamál hvort leyfa átti byggingu sumar- bústaða innan þjóðgarðs og ekki má þeim fjölga. En byggð þarf ekki endilega að óprýða, sé smekklega byggt og þess sér- staklega gætt að áberandi litir stingi ekki í stúf við liti náttúr- unnar. Séu gömlu bústaðirnir í þjóðgarðinum skoðaðir, hvort heldur maður situr í báti úti á vatni eða gengur stíginn ofan við, þá er það hreint unaðslegt vegna þess hve mikið hefur verið ræktað og fegrað við bústaðina. Við getum verið þakklát þessu fólki sem fyrst varð til þess að auka á fegurð þjóðgarðsins. Þarna er bratt niður að vatninu og víðast aðdjúpt og getur verið hættulegt ókunnugum, svo að bústaðirnir eru, auk þess að vera til prýði, eins og vörn með vatn- inu. Göngustígurinn ofan við þá var mjög góð ráðstöfun. Bústað- irnir sjást varla frá þingstað (Lögbergi), svo að þeir ættu eng- um að vera til ama er þjóðhátíð er haldin. Þó nokkur læti urðu þegar úthluta átti sumarbú- staðalóðum í Gjábakkalandi og voru þau leyfi flest tekin til baka þegar ríkið keypti jörðina Gjá- bakka og hún bættist við þjóð- garðinn. Mér sýnist að þeir bú- staðir sem þar eru falli mjög vel inn í landslagið, þeir bókstaflega hverfa vegna þess að þar er kjarrið mjög hávaxið. Fólk leitar ekki á þær slóðir, það vill vera nær vatninu eins og í Vatnsvík- inni þar sem slétt er að vatninu og bæði hægt að dorga og fá vatn til brúkunar. Konan talar um að vatninu stafi ógn af sumarbústaðabyggð- inni. A hvern hátt ætti það að vera? Ég held að sumarbústaða- eigendur verndi landið einmitt með góðum girðingum sem sauð- kindin færi annars yfir óáreitt eins og hún gerir jafnvel í þjóð- garðinum sjálfum. Mesti skaði í seinni tíð er það að ráðamenn við Sogsvirkjun hringla með vatnsborðið með því að hleypa mismiklu úr vatninu og ógnar það lífríki vatnsins og gróðri. Litlir hólmar, sem al- þaktir voru gróðri, eru margir orðnir aðeins grjótsker. Það er mál fyrir náttúru- verndarmenn. Þjónustumiðstöð og tjaldstæði Það þriðja var þjónustumið- stöð og tjaldstæði; þessu var hún Svanhildur öllu á móti. I hvert skipti sem ég fer þarna um og sé allt svæðið þakið hjól- hýsum og tjöldum gleðst ég yfir því að fólk skuli nota þjóðgarð- inn. En það sem er sjálfsagt er að setja þarf mjög strangar regl- ur verðandi umgengni um hann og eftirlit þarf að vera gott. Nú hefur verið talað um að flytja tjaldstæðin inn að Svarta- gili. Þessu er ég mjög ósammála. Það hlýtur að vera þægilegra fyrir fólk að vera nær þjónustu- miðstöðinni. Allt eftirlit yrði mun erfiðara, auk þess, eins og ég áður sagði, eykur það á gleði að sjá þarna mannlíf."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.