Morgunblaðið - 07.09.1982, Side 21

Morgunblaðið - 07.09.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 29 fum“ sókn hennar hingað til Washing- ton,“ sagði hann á meðan hann beið komu forsetans. „Veðrið er alveg dásamlegt og borgin er sjaldan fallegri. Ég vona að fyrstu viðbrögð forsetans verði því já- kvæð,“ sagði hann brosandi. Stoessel var í fylgdarliði Richard Nixons, þegar forsetar Bandaríkj- anna og Frakklands áttu fund í Reykjavík 1972. Svæðið sem þyrla forsetans Við komuna á Andrews- flugherstöðina í Bandaríkj- unum. í fylgdarliði forsetans má meðal annarra greina: Hans G. Andersen, sendi- herra íslendinga í Banda- ríkjunum, Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, frú Sigríði Thorlacius og Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Konan við hlið forsetans er Selma Roosevelt, siðameist- ari í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. i.^smynd mw. óik.m. lenti á, var girt af, svo að vegfar- endur komust ekki stystu leið milli minnismerkjanna tveggja. Þó nokkur mannfjöldi safnaðist því saman og margir veltu fyrir sér, hvað til stæði. Brunaliðsbif- reiðir voru til reiðu. Lögregla og öryggisverðir voru á staðnum og floti sex svartgljáandi bifreiða beið augsýnilega komu einhverra mikiivægra. Ungur maður frá Texas spurði hvort utanríkisráð- herra Bandaríkjanna eða einhver álíka væri að koma. Nei, það var von á forseta íslands. „Ég trúi þér ekki,“ sagði hann furðu lostinn, en bætti svo við hróðugur, „þetta er þá íslenski fáninn ásamt hin- um bandaríska á fremsta bíln- um,“ og hnippti í kunningja sinn, sem hafði verið að velta fánanum fyrir sér. Vigdís forseti var klædd í ljós- græná dragt, með hatt í sama lit. Nokkrir klöppuðu, þegar hún steig út úr þyrlunni og hún brosti yfir götuna. Þegar bílarnir höfðu ekið burtu, spurði ung kona með undrun í rómnum: „Er forseti Is- lands kona?“ Það var staðfest og hún sagði: „Frábært, gott hjá ís- lendingum," og skokkaði leiðar sinnar. Menningarkynningin Scandin- avia Today, hefst ekki formlega fyrr en á miðvikudag. Forseti Is- lands mun þó tendra flugeldasýn- ingu í sambandi við kynninguna á þriðjudagskvöld við minnis- merkin og Reflecting Pool. Tón- list frá Norðurlöndunum verður leikin og þar á meðal nýtt verk eftir Jakob Magnússon, sem mun koma út á plötu í Bandaríkjunum í janúar. Útvarpsstöð í Washing- ton, sem flytur sígilda tónlist mun útvarpa beint frá flugelda- sýningunni. Forseti íslands hvíldi sig í Washington á sunnudag og mánu- dag. Á sunnudagskvöld sat hún kvöldverðarboð íslensku sendi- herrahjónanna fyrir forsetann og fylgdarlið hennar og á mánu- dagskvöld sótti hún móttöku sem sendiherrahjónin héldu fyrir ís- lenska þátttakendur í Scandin- avia Today. „Ef þetta eru íslensk þjóðlög, þá tekst kórnum að flytja land- ið hálfa leið til mín“ Wa.shington, 6. september. Frá Önnu Hjarnadóttur, frétlaritara Mbl. „ÞIÐ kunnið svo sannarlega að syngja,“ sagði Dennis Minshall, einn áheyrenda karlakórsins Fóstbræðra, þegar kórinn kom í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á mánudag. Kórinn söng á al- þjóðlegri barnahátíð í Wolf Trap-þjóðgarðinum skammt fyrir utan Washington. Hann söng íslensk og norræn lög. Dóttir Dennis Minshall, Jennifer, sem er þriggja og hálfs árs, hreifst af „Hani, krummi, hundur, svín“, stóð upp í sætinu og klappaði sam- an lófunum í takt við sönginn og kærði sig kollótta, þótt hún skildi ekki orð af því sem sungið var. „Ef þetta eru íslensk þjóðlög,“ sagði pabbi hennar, „þá tekst kórnum að flytja landið hálfa leið til mín.“ — sagði einn áheyr- enda á tónleikum karlakórsins Fóstbræðra Karlakórinn er kominn til Bandarikjanna til þess að taka þátt í opnunarhátíðarhöldum norrænu menningarkynningar- innar, Scandinavia Today í Wash- ington og Minneapolis. Kórinn mun síðan ferðast landleið til New York og halda tónleika á níu stöð- um á leiðinni. Dennis Minshall sagðist aldrei hafa átt von á að hlýða á íslenskan karlakór, en var augsýnilega hrifinn, eins og aðrir áheyrendur kórsins. „Þetta er gullfallegur söngur," sagði hann. Skúli Möller, fararstjóri kórs- ins, sagði, að það hefði verið ákveðið seint að þeir kæmu fram á barnahátíðinni í Wolf Trap og því hefði ekki gefist tími til að æfa sérstök barnalög, en það var auð- séð á Jennifer og fleirum, að það kom ekki að sök. Tapiola-barna- kórinn frá Finnlandi kom einnig fram á hátíðinni á mánudag. Börn frá Taiwan sýndu íþróttir og margt fleira var til skemmtunar. Hátíðin stóð í þrjá daga. Karlakórinn kom fram í svo- kölluðum Meadow Center, það er yfirbyggt útileikhús, sem var reist í hasti, þegar útisviðið í þjóðgarð- inum brann snemma í apríl. Wolf Trap-útileikhúsið er ákaflega vinsælt og peningar bárust víða að til að endurreisa gamla sviðið, en það er dýrt fyrirtæki og þótt yfir ein milljón dollara hafi þegar safnast og alríkisstjórnin hafi lof- að að bera helming kostnaðarins, er enn ekki séð fyrir lok verksins. Það eru 43 kórfélagar sem taka þátt í þessari ferð kórsins, en auk þess er Ragnar Björnsson stjórn- andi kórsins og undirleikari Jónas Ingimundarson. Með mökum kór- félaga er þetta í allt um 80 manna hópur. fer í ferð um luðurland arklaustur. Efnisskrá hljómleik- anna er nokkuð blönduð og reynt hefur verið að gera hana þannig úr garði, að hún höfði til sem flestra. Meðal verka sem flutt verða er sinfónía eftir Mozart, óperuforleikir, milliþáttaspil og aríur úr óperum eftir Verdi og Puccini. Þá eru einnig íslensk lög, ítalskar kansónur og vínarmúsík á efnisskránni. Það er alls 60 manna hópur sem þátt tekur í ferðinnni. Stjórnandi hljómsveit- arinnar verður Páll P. Pálsson og einsöngvari Kristján Jóhannsson, en hann kemur gagngert frá ítal- íu til þess að fara í þessa ferð. Frá æfingu sinfóníunnar í gærmorg- unn. Kristján Jóhannsson, sem syngur einsöng með hljómsveitinni, fyrir miðri mynd. Stjórnandi hljómsveitarinnar Páll P. Pálsson stjórnar. MorgnnblaAió/ Kristján Kinnrnnon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.