Morgunblaðið - 07.09.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.09.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 41 fclk í fréttum ÞÝZKAN Málaskólinn Mímir vill vekja athygli á þýzkukennslu skólans. Talmáliö er þjálfað allt frá byrjun. Málfræöin er kennd meö æfingum og þannig gerö auöveldari. Sími 10004 og 11109 (w. 1-5 e.h.> Vinsældir forsetafrúa Banda- ríkjanna... + Sagnfræðingar hafa gefíð Kleanor Roosevelt hæstu einkunn bandarískra forsetafrúa og Mary Lincoln hina lægstu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Meira en hundrað sagnfræðingar tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var af tveimur prófessorum við háskóla nokkurn í New York. Prú Roosevelt, eiginkona Franklin D. Roosevelt, trónar efst á þessum lista hinna 42 forsetafrúa Bandaríkjanna með 93 stig, en næst henni á listanum er eiginkona John Adams, Abigail, með 84 stig. Eiginkona Lyndon Johnsons hlaut síðan þriðja sætið, en þeir sem stóðu fyrir könnun- inni segja úrslitin leiða það helst nýtt í ljós að þær eiginkonur er ekki fóru troðnar slóðir í embætti forsetafrúar hafi átt mestu fylgi að fagna. James Bondí uppsialingu hjá tveimur framleiöendum... + Sean Connery mun nú hafa tekið tilboði um að leika í enn einni James Bond-myndinni, en sú ákvörðun hans leiðir til þess að nú verða á markaðn- um tvær myndir um hinn sívinsæla 007. Albert Broccoli er nefnilega að framleiða myndina „Octopussy" með Roger Moore í aðalhlutverki, á meðan Warner er með myndina „Never Say Never Again" í uppsiglingu með hinum upprunalega James Bond, Sean Connery, í aðalhlutverki. Og þá er bara að bíða og sjá ... Roger Moore og Sean Connery kampakátir á góðri stundu. COSPER Nú er ég næstur. Verðlaunahafi Eileen Ford- keppninnar + Þessi sautján ára gamla danska stúlka vann nú nýverið til eftir- sóttra verðlauna sakir fegurðar sinnar, en það var í New York í síðasta mánuði er Eileen Ford valdi úr stórum hópi stúlkna eina sem hentaði fyrirtæki hennar í sýn- ingarstörf. Reneé Toft Simonsen hefur nú snúið aftur til Danmerkur með atvinnusamninginn upp á arm- inn, en hann er ætlaður móður hennar til undirskriftar. Hún mun síðan bráðlega halda aftur út í hinn stóra heim til sýn- ingarstarfanna. Drukknir menn verða „edrú‘‘ + Nú gæti farið að rofa tl hjá þeim er eiga erfitt með að hafa hemil á drykkju sinni, en þrá að láta renna af sér. Svíar og Bandaríkjamenn hafa nefnilega í samvinnu hafið til- raunir með nýja gerð af pillum sem aðstoða menn við að ná úr sér áhrifum áfengis á skottíma, en hjálparmeðal þetta ber nafnið „Sober-Aid“. Nýlegar rannsóknir sýna að vðbrögð þeirra sem hafa tekið „Sober-Aid“ til að losa sig við áhrif áfengis eru til muna sneggri en þeirra er ekki hafa tekið pillurnar. En það skal skýrt tekið fram, til að spara starfsfólki lyfjaversl- ana sporin, að enn mun vera töluvert langt í að pillur þessar verði komnar á almennan mark- að til neyslu. Rýmingar- sala á vörubílahjólbörðum, nýj- - um og sóluðum, bæði Diagonal og Radial. Verö á 1000x20 frá kr. 2.750.-. Verð á 1100x20 frá kr. 2.870.-. Verö á 1200x20 frá kr. 4.620.-. BARÐINN HF. Skútuvogi 2, Reykjavík, sími 30501. Vantar þig? vetraríbúð og/eða sumarhús ? Við kynnum hér stór v-þýsk hjólhýsl sem eru þannig frágengln aö hægt er aö búa i þeim bœöi sumar og vetur. Humin eru óvenju löng og Húsin eru byggö úr svokölluöum „Sandwich'-einingum, sem þýöir afar góö einangrun, þau eru meö tvöföldu gleri og mjög góöum ofni sem blæs heitu lofti eftir sérstökum hitakanölum um allt húsiö. Húsln eru yflr 6 metra löng og 2,30 á breidd, með svefnplássi fyrir 6 manns í þrem aöskildum hlutum. Klósettklefi, fullkomió eldhús meó ískáp, gufugleypi, innbyggðu útvarpi og fleiru. Húsin eru útbúín þannig aó bæöi er hægt aö nota 12 volt (t.d. bílgeymi) og 220 volt. Húsin eru byggö á galvaniseraöa grind og tvöfaldan öxul (4 hjól). Hugmyndin er aö húsin séu notuö að sumarlagi sem sumarhús en aó vetrarlagi sem íbúö t.d. fyrir skólafólk. Gísli Jónsson & Co. hf., Sundaborg 41, sími 86644. Eldhusiö er afar vel búiö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.