Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 Sjómannafélag Reykjavíkur: Verkfallsheim- ild samþykkt VERKFALISHEIMILI) var samþykkt í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en atkvæðagreiðslu um verkfallsheimild lauk í gær, og hafði hún þá staðið frá 4. september til 14. september. Atkvæði féllu þannig, að af þeim 159, er atkvæði greiddu, voru 149 með verkfallsheimild, 9 voru á móti og 1 seðill var auður. Á far- skipaflotanum eru 240 stöðugildi, og eru þá ekki talin með varðskip- in, hafrannsóknaskipin og sand- dæluskipin. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að í kvöld væri boðað til fundar stjórnar og trún- aðarmannaráðs, þar sem ákvörðun yrði tekin um hvert framhaldið yrði. Brynjólfur Sveinsson fv. yfirkennari látinn Brynjólfur Sveinsson, fyrrverandi yfirkennari við Mcnntaskólann á Akureyri, er látinn, 84 ára að aldri. Brynjólfur fæddist að Ásgeirsbrekku í Viðvíkurhreppi í Skagafirði 29. ág- úst 1898, sonur hjónanna Sveins Benediktssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Brynjólfur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Hann kenndi við Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1927 til 1930 er hann hóf kennslu við Menntaskóla Akureyrar og kenndi þar um langt árabil. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður stjórnar KEA, bæj- arfulltrúi 1942—46, í yfirkjör- stjórn Norðurlandskjördæmis eystra og í stjórn Fjórðungssam- bands Norðurlands um langt skeið. Brynjólfur var ötull þýðandi og einnig voru gefin út verk eftir hann. ■ -: ■« ■•■•%- ■- *- ....w Ljósm. Mbl. Siguréur Asgeirauon. Það slys varð á þjóðveginum í Norðurárdal í Borgarfírði á fóstudag að lítil bifreið valt og fór einn og hálfan hring. Þrennt var í bifreiðinni, systkini sem sátu fram í og lítill drengur sem var í aftursætinu. Sluppu þau vel, litli drengurinn svo til ómeiddur og systkinin með lítilsháttar höfuðmeiösl og skrámur. Bifreiðin er mikið skemmd eins og sjá má á myndinni. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Hann kvæntist Jónu Þórdísi Haraldsdóttur árið 1928 og eign- uðust þau þrjú börn. Fjöldi skipa stöðv- ast á hverjum degi Smygluðu hassi og marijúana í gítar TVEIR 21 árs gamlir menn voru handteknir fyrir sex dögum og úrskurðaðir i gæzluvarðhald vegna smygls á kannabisefnum. Þeir fóru til Amsterdam í Hollandi og festu þar kaup á liðlega einu kílói af hassi og um 100 grömmum af marijúana. Þeir komu fikniefnunum fyrir í kassagítar og tókst þannig að smygla verulegiun hluta efnanna inn i landið. Hins vegar tókst þeim ekki að málið er talið upplýst. koma öllu fyrir í gítarnum. Þeir brugðu því á það ráð, að senda það sjálfum sér í pósti. Þá komst Fíkniefnadeild lögreglunnar í málið. Á fjórum mismunandi stöð- um í Reykjavík tókst að ná um 900 grömmum af hassi og 68 grömm- um af marijúana. Mennirnir voru látnir lausir á mánudag þar sem Á föstudag var gæzluvarðhald konu á þrítugsaldri framlengt um átta daga. Hún var handtekin á Keflavíkurflugvelli í byrjun mán- aðarins með liðlega kíló af hassi í fórum sínum. Verðmæti þessa magns, sem lögreglan hefur tekið á skömmum tíma, nemur um hálfri milljón króna. „ÞE’ITA þýðir að á meðan ekkert er gert til lausnar málsins, eru skip að koma inn til þess að landa aflanum og stöðva-st,“ sagði Kristján Ragn- arsson, formaður l.andssambands íslenskra útvegsmanna, þegar hann var í gær spurður að þvf hver væru áhrif þess að aðgerðir til lausnar rekstrarvanda útgerðarinnar drægj- ust enn meira á langinn en orðið er. Kristján sagði cinnig: „Það hafa fjöl- mörg skip stöðvast nú þegar og mál- ið er að spilast þannig upp að frá og með deginum í dag stöðvast fjöldi skipa á hverjum degi.“ Samkvæmt heimildum Mbl. hafa 6 útilegubátar frá Grindavík stöðvast nú vegna aðgerða LIU og í gær stöðvuðust a.m.k. 4 togarar, Akureyrartogari, Siglufjarðartog- ari, Reykjavíkurtogari og togari úr Garðinum. Kristján sagði þegar hann var spurður hvort uppsagnir á sjó- mönnum væru hafnar, að almennt segðu útgerðarmenn þeim upp með 7 daga uppsagnarfresti þegar skipin stöðvuðust. Þeir færu þá strax út af launaskrá, vegna ákvæða í kjarasamningum þar sem kveðið er á um að útgerðar- mönnum sé heimilt að stöðva skipin í 7 daga án launagreiðslna. Kristján sagði að í sumum tilvik- um hefðu sjómönnunum verið sendar uppsagnirnar út á sjó. Af- tur á móti hefðu yfirmenn á skip- unum yfirleitt lengri uppsagnar- frest enda væri þeim skylt að vinna við skipin væri þess óskað og fengju greidd sín laun. „Þessi stöðvunaraðgerð er neyð- arúrræði," sagði Kristján að lok- um, „og kemur hún sér mjög illa og meðal annars fyrir þá sem standa okkur næst, okkar sjó- menn.“ Sölur fiskiskipanna erlendis: Enginn hefiir beð- ið um þennan físk * r — segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU NÍTJÁN skip hafa sótt um leyfi til að selja erlendis í næstu viku, fimmtán bátar og fjórir togarar, og liggja umsóknirnar á borði viðskiptaráðherra til ákvörðunar, að sögn Kristjáns Ragnarssonar formanns landssambands íslenzkra útvegsmanna. Kristján sagði að leyfin yrðu væntanlega ekki afgreidd fyrr en á fimmtudag en þá verða þau skip farin af stað, sem þurfa að ná mánudagsmarkaði. Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra gaf hins vegar út fjögur leyfi til sölu í þessari viku i fjarveru Tómasar Árnasonar viskiptaráðherra. „Að ætla að þröngva þessum mönnum til að landa aflanum heima eftir að þetta hefur verið frjálst undanfarin ár finnst okkur óeðlileg íhlutun sem á ekk- ert skylt við stöðvunaraðgerðirn- ar sem slíkar,“ sagði Kristján þegar álits hans var leitað á þeirri kröfu sjávarútvegsráð- herra, Steingríms Hermannsson- ar, þegar hann kom heim frá út- löndum, að sölur skipa erlendis yrðu stöðvaðar. „Þetta er ekkert frábrugðið því sem verið hefur. Við höfum selt 40 til 50 landanir í september undanfarin ár og er því ekkert óvenjulegt við sölurnar nú. Skipin sem sigla eru fyrst og fremst skip í eigu einstaklinga, sem ekki eru háð fiskvinnslu, og mjög lítið um togara í þeim hópi. Misskilningur Steingríms Her- mannssonar er sá að halda að með þessu séum við að valda ein- hverju atvinnuleysi í landi. Ef skipin yrðu látin landa hér heima þýddi það ekkert annað en aukna yfirvinnu þangað til flotinn stoppar. Það framlengir ekki vinnuna í frystihúsunum þó þessi skip landi heima því að það verð- ur að vera búið að vinna aflann innan ákveðins tíma. Frystihúsin koma til með að hafa næg verk- efni út næstu viku, flest hver. Það hefur enginn fiskvinnsluaðili beð- ið okkur um fisk af þessum skip- um. Við skiljum þess vegna ekki af hverju menn mega ekki reyna að bjarga sér ef þeir telja þetta heppilegra. Þeir fá hærra verð, þeir fá ódýrari olíu og þeir sjá eitthvert ljós í þessu sem þeir sjá ekki í því að landa heima.“ Vísað frá í borgar- ráði að BÚR hætti stöðvunaraðgerðum MEIRIHLUTI borgarráós vísaði frá á fundi sínum i gær, tillögu frá Sigurjóni Péturssyni, borgarfulltrúa AlþýAubandalagsins, en hún laut aA því aó BæjarútgerA Reykjavíkur hætti þátttöku í stöóvunaraAgcrAum LÍÚ. I tillögu Sigurjóns segir, að til- sérstaklega ætlaðar til þess að knýja gangur stofnunar BÚR hefði verið sá að tryggja atvinnuöryggi verkafólks í Reykjavík, en stöðvun togaranna myndi þýða atvinnuleysi. I tillög- unni er hins vegar tekið undir kröfu til stjórnvalda um að tryggður verði eðlilegur rekstrargrundvöllur fyrir togaraútgerðina í landinu. Davíð Oddsson borgarstjóri lagði fram frávísunartillögu á tillögu Sig- urjóns, og var hún samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1, en fulltrúi Kvennaframboðs sat hjá. í tillögu Davíðs segir, að viðurkennd sé nauð- syn þess í tillögu Sigurjóns Péturs- sonar, að tryggja verði eðlilegan rekstrargrundvöll togaraútgerðar- innar. Nauðvarnaraðgerðir LIÚ séu á um þetta. Það væri óforsvaranleg afstaða af hálfu borgaryfirvalda, sem stórs rekstraraðila í togaraút- gerð að rjúfa samstöðu útgerðarað- ila. Síðan segir í tillögu borgarstjóra: „Því fer fjarri að Reykjavíkurborg geti verið eini útgerðaraðili landsins, sem staðið getur undir rekstri tog- ara við núverandi aðstæður. Verði ekkert að gert blasir hrun fyrirtæk- isins við. Slíkt myndi kosta viðvar- andi atvinnuleysi starfsfólks BÚR. Með hliðsjón af þessu er ljóst, að tillöguflutningur Sigurjóns Péturs- sonar beinist í raun gegn þeim, sem síst skyldi, starfsfólki Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur." Deilt um síldarsöltunarskemmu Heyðarfirdi, 14. september. Hér á staðnum er hafinn mikill undirbúningur hjá síldarsaltendum, vegna komandi síldarvertíðar. DugnaAarmaAurinn Gísli Þórólfsson er einn þeirra. Gísli hefur að undanfornu staðið í stækkun stöðvar sinnar, Kóps sf. og ýmiskonar lagfæringum. MeA í þessum framkvæmdum er bráðabirgðaskýli, sem Gísli hefur látið slá upp. Skýli þetta hefur Gísli boðist til að fjarlægja með þriggja daga fyrir- vara, ef það verður fyrir öðrum framkvæmdum hreppsins. Hrepps- nefnd Reyðarfjarðar hefur hins veg- ar látið stöðva undirbúning við sölt- unarstöð Kóps sf. vegna þessara framkvæmda, og er það gert vegna ummæla eins alþýðubandalags- mannsins á síðasta fundi hrepps- nefndar, hinn 11. þessa mánaðar. Gísli segir þessar aðgerðir hrepps- nefndarmanna óskiljanlegar, enda muni þrjátíu manns á Reyðarfirði missa atvinnu sína ef söltun stöðv- ast vegna þessa máls. Kveðst Gísli vera að velta því fyrir sér að höfða mál vegna þessara aðgerða, og gera hreppsnefnd þannig ábyrga gjörða stnna. — Gréta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.