Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 Óeirðir í Póllandi: Táragasi og vatnsslöngum beitt gegn mannfjöldanum VarNjá, l'óllandi, 14. itept. AP. YFIRVÖLD í Póllandi tilkynntu í dag að óeiróir hefóu brotist út í fjórum borgum landsins í gær, en þá voru liónir tíu mánuóir frá setningu herlaganna. í Wroclaw særðust fjórir lögreglumenn og 59 manns voru handtekin. Talsmaður stjórnarinnar sagði í kvöld að friður væri kominn á *ð nýju og ekki hefði verið um mjög róttækar aðgerðir að ræða. Óeirðir þessar munu hafa orðið í oorgunum Nowa Huta, Wroclaw, Lodz og Szczecin. I öllum þessum borgum að Lodz undanskilinni kom einnig til óeirða þann 31. ág- úst síðastliðinn, þegar óháðu verkalýðsfélögin, Samstaða, höfðu boðað til „friðsælla mót- mæla“ til að minna á tveggja ára afmæli óháðu verkalýðsfélag- vnna. í gær mun ástandið hafa verið ilvarlegast í Wroclaw þar sem lögreglan handtók 59 manns, en þar var ráðist að lögreglustöð borgarinnar með grjótkasti. I Nowa Huta, sem er stáliðnað- arborg í nágrenni við Krakow, beitti lögreglan táragasi og vatnsslöngum til að dreifa mannfjölda er safnast hafði sam- an og verkamönnum er gengu í hópum að stáliðnaðarstöðinni í Krakow. Engin slys munu hafa orðið á mönnum þar þrátt fyrir harkalegar aðgerðir. í Wroclaw og Nova Huta voru hvað harðastir götubardagar þann 31. ágúst síðastliðinn og í Wroclaw lést einn maður. Þrátt fyrir reiði yfirvalda vegna óeirðanna sagði talsmaður þeirra í dag að það að gera Sam- Ráðist til atlögu gegn her og lögreglu sem beitir táragasi sem vopni gegn „óeirðaseggjum". stöðu útlæga væri of öfgafull að- gerð, sem ekki væri í vændum. í tiikynningu sem birt var í dag segir einnig að pólsk yfirvöld hafi nú hafið viðræður við vestræna banka út af skuldum þeirra og hvernig þær verði greiddar. Pólski utanríkisráðherrann, Stefan Olszowski, snýr að öllum líkindum heim frá Sovétríkjun- um á morgun, en þar hefur hann átt viðræður við hinn sovéska starfsbróður sinn, Andrei A. Gromyko, en ekki er talið að hann muni hitta Leonid I. Brezhnev að máli. Ekkert hefur verið gefið upp um viðræður þeirra annað en að þær hafi verið mjög vinsamlegar. Talið er lík- legt að þar hafi verið fjallað að nokkru um hið róstusama ástand í Póllandi, en sovéska fréttastof- an TASS hefur þvertekið fyrir það. Flugslysið á Spáni: Flugstjórinn fullyrðir að þotan hafi verið í lagi Madrid, Malaga, Spáni, 14. september. AP. SPÆNSKI flugmaður DC-10 þot- -;nnar frá flugfélaginu Spantax, sem órst í Malaga í gær rétt eftir að hún tóf sig á loft áleiðis til New York, agðist í dag sannfærður um að vélin iafi verið í fullkomnu lagi. „Ég flýg ekki vélum sem ekki eru í fullkomlega öruggu ásig- komulagi. Ég er farþegi ekki síður en aðrir innanborðs," sagði flug- naðurinn Juan Perez á meðan að nn var leitað þeirra 27, sem sakn- að var, í flakinu. Tala látinna er nú komin upp í 50 manns, en snemma í morgun 'undust fjögur lík að auki. Enn er ieitað þeirra 27 sem ófundnir eru i>g 49 eru á sjúkrahúsum, þar af 9 i lífshættu. Bandaríska sendiráðið í Madrid hefur staðfest tölur látinna, en segir að ekki hafi enn verið hægt að bera kennsl á öll líkin og marga sem liggja mikið slasaðir á sjúkra- húsum. Talsmaður sendiráðsins segir að 210 bandarískir ríkisborg- arar hafi verið um borð í vélinni þegar hún fórst á mánudag með 380 farþega innanborðs og 13 manna áhöfn. Flugmálayfirvöld á Spáni hafa leitt að því getum að um vélarbil- un hafi verið að ræða í þotunni, en sem fyrr segir neitar flugmaður hennar þessum getgátum algjör- lega og segir slíkt hafa verið óhugsandi. Einnig hefur verið leitt að því getum að þotan hafi verið ofhlað- I Gelli með falsað ■ vegabréf og litað hár (iení, 14. Neplember. AP. | I.K'IO Gelli, sem eitt sinn var dýnusali með fasíska fortíð, en er nú I mikilvæg persóna í fjármála- og stjórnmálahneyksli á Ítalíu, kom til Sviss frá Madrid á sunnudag, daginn áður en hann var handtekinn þar sem hann ætlaði að fara að taka út stórfé af „frystum" reikningi í voldugasta banka Sviss. Fyrir þetta tækifæri hafði Gelli litað hár sitt svart, en við komuna til Sviss framvísaði hann fdlsuðu argentínsku vegabréfi. Á um- ræddum reikningi í Sambandsbankanum í Genf eru milli 50 og 70 milljónir Bandaríkjadala, að sögn samstarfsmanna bankans. Ferill fjárins þykir grun- menn á flestum sviðum ítalsks samlegur í meira lagi, en það var tekið út úr hinu suður-ameríska útibúi Ambrosiano-bankans, sem stundum er kallaður „Guðs-banki“ yegna tengsla sinna við Vatíkanið, áður en það var lagt inn á reikning í Sam- bandsbankanum svissneska. Gelli hefur að undanförnu ver- ið í hópi þeirra scm ítölsk stjórn- völd hafa lagt mesta áherzlu á að góma vegna meintra afbrota. Hann hvarf frá Italíu í fyrravor eftir að á hann féll grunur um að eiga aðild að „frímúrarahneyksl- inu“ svonefnda, en þar er um að ræða leynilega frímúrarastúku er nefnist Propaganda Due. Að- ild að henni eiga margir forystu- þjóðlífs, svo sem stjórnmála, fjármála, blaðamennsku og viðskipta og innan hersins, en samtök þessi eru grunuð um að- ild að skattsvikum, samsæri og mútum. Svo miklum vandræðum olli þetta mál á Italíu þegar það kom upp, að þáverandi stjórn, sem var undir forsæti Forlanis, neyddist til að segja af sér. Búizt er við því að svissnesk stjórnvöld framselji Gelli í hendur ítölsku lögreglunnar í næstu viku. Heimkoman lítur ekki út fyrir að verða glæsileg, því að á Ítalíu bíða mannsins hinar og þessar ákærur, m.a fyrir njósnir og fyrir að hafa komizt yfir ríkisleyndarmál. in, en leikni flugstjórans hefur ekki verið dregin í efa og er talið að hann hafi unnið þrekvirki með lendingu vélarinnar. „Svarti kassinn“, eða segul- bandsupptaka af samtölum áhafn- ar og flugturns fannst í kvöld og er það mikil hjálp í allri rannsókn slyssins. Minningarthöfn um þá sem fórnst I þyrluslysinu í Mannheim á laugardag var gerð í dag, en þeir voru 46 að tölu. Símamynd - AP. Þyrluslysið í Mannheim eitt hið versta í sögunni Mannheim, V hýskalandi, 14. Neptember. AP. ^ Mannheim, V hýskalandi, 14. Neptember. AP. AÐ SÖGN v-þýsku lögreglunnar virðist svo sem einn maður, hugsan- lega flugmaðurinn, hafi reynt að henda sér út úr Chinook-þyrlunni, sem fórst við Mannheim á laugar- dag. Alls létu 46 manns, frá fjórum löndum, lífið í slysinu, en upphaf- lega var talið að 32 hefðu látist. A meðal þeirra sem létust voru tveir bandarískir sjónvarpsmenn, sem unnu að upptöku þáttar um fall- hlífarstökk. Þykir mildi að enginn vegfarenda á þjóðveginum, sem þyrlan hrapaði niður á, skyldi lát- ast í þessu þyrluslysi, sem er eitt hið mesta sem sögur fara af. Sjónarvottar bera að þeir hafi séð einn mann henda sér út úr þyrlunni þegar hún var að hrapa og ljósmynd í BILD, tekin þegar þyrl- an er á niðurleið sýnir mann, að því er virðist með óopnaða fallhlíf í loftinu. Lík hans fannst skammt frá þyrlubrakinu. Að sögn lögreglu var ógerningur að bera kennsl á mörg likanna, svo illa voru þau leikin. Seint í dag hafði rannsóknar- mönnum ekki enn tekist að komast að orsökum slyssins. Sjónarvottar hafa skýrt svo frá að þyrilblað hafi losnað af þegar þyrlan var í um 300 metra hæð. Flestir þeirra sem lét- ust voru franskir fallhlífarstökkv- arar, alls 23 talsins. Þá létust og 9 breskir fallhlifarstökkmenn auk 8 Bandaríkjamanna og 6 V-Þjóð- verja. Mesta þyrluslys, sem vitað er um, átti sér stað í maí 1977 þegar 54 ísraelskir hermenn létust er þyrla hrapaði á vesturbakka Jórd- anár. Eins og sjá má af þessari mynd var næsta iftió heillegt I þyrhmni er hún kom nidur á þjóðveginn rétt utan Mannheim eftir 300 metra fall. Mörg líkanna 46 voru nær óþekkjanleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.