Morgunblaðið - 25.09.1982, Side 39

Morgunblaðið - 25.09.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Suður-Afríkumaðurinn er markahæstur BRIAN Stein, miðherji Luton Town, er markahœsti leikmaöur deildarinnar ensku, þegar sex umferðum er þar lokið. Stein hef- ur skorað 6 mörk. Næsti maöur hefur skorað 5 mörk, Bob Latch- ford, hinn síungi öldungur hjá Swansea. Síðan koma margir leikmenn sem hafa skoraö 3—4 mörk hver, en röð markahæstu manna er þessi: Brian Stein, Luton 6 Bob Latchford, Swansea 5 Peter Eastoe, WBA 4 Ally Brown, WBA 4 Norman Whiteside, Man. Utd. 4 lan Rush, Liverp. 4 Dave Moss, Luton 4 Gordon Cowans, A. Villa 4 Luther Blissett, Watford 3 Nigel O’Callaghan, Watf. 3 Peter Withe, A. Villa 3 Bryan Robson, Man. Utd. 3 Dave Hodgeson, Liverp. 3 Paul Walsh, Luton 3 Colin Walsh, Forest 3 John Deehan, Norwich 3 John Robertson, Forest 3 Paul Maguire, Stoke 3 Grótta vann sann- gjarnan sigur á Þór V. GRÓTTA vann sanngjarnan sigur á Þór V. í gærkvöldi í 2. deild í gærkvöldi, 29—23. i hálfleik var Simonsen til Englands? ANNARRAR deildar liðiö Charlt- on Athletic hefur mikinn áhuga á aö kaupa danska knattspyrnu- kappann Alan Simonsen frá FC Barcelona. Charlton Athletic hef- ur eins og fleiri lið í Englandi átt við það vandamál að stríöa, að áhorfendur eru sárafáir á heima- leikjum liðsins og ætlar aö auka aösóknina með því að kaupa stjörnuleikmann. Að sögn forráðamanna Charlt- on hefur náðst samkomulag viö Simonsen persónulega, en upp- hæð sú sem Barcelona vill fá fyrir kappann stendur í stjórnar- mönnum Charlton. staðan jöfn, 11—11. Leikur lið- anna var góður. Mikill hraöi var í leiknum og barátta. Framan af leiknum voru liðin jöfn en er líöa tók á seig Grótta framúr. Bestu leikmenn liöanna voru markmennirnir, Ragnar Hall- dórsson hjá Gróttu og Sigmar Þröstur hjá Þór. En hann varöi yfir 20 skot i leiknum. Mörk Gróttu skoruöu Sverrir Sverrisson, 8, Gunnar Þórisson, 6, Jóhannes Benjamínsson, 4, Svafar Magnússon, 3, Axel Friöriksson, 3, Karl Eiríksson, 2, Reynir Erlings- son, 2, Jóhann Pétursson, 1. Mörk Þórs V. skoruöu Gylfi Birgisson, 10, Lars Göran, 6, Þór Valtýsson, 4, Óskar Brynjarsson, Karl Jóns- son og Gestur Matthíasson, 1 mark hver. — ÞR. Breiðablik tókst að jafna á síðustu stundu BREIÐABLIK og KA lóku í 2. deild íslandsmóteins í handknattleik í gærkvöldi aö Varmá í Mosfells- sveit. Liðin skildu jöfn, 19—19. í hálfleik var staöan 9—7, fyrir Breiðablik. Leikur liðanna var frekar slakur allan tímann. Heldur var þó liö Breiðabliks skárra, ef eitthvaö var. Breiöablik var meö forystuna allan fyrrl hálfleikinn og komst í 16—12 þegar 14 mínútur voru liönar af síöari hálfleik. En þá kom 10 mínútna kafli hjá Breiðabliki þar sem liöiö skoraöi ekkert mark. KA tókst þá aö jafna leikinn, 16—16, og komast yfir, 17—16. Síðustu mínútur leiksins voru æsispenn- andi. Hart var barist og ekki mátti á milii sjá hvor myndi sigra. Þegar 30 sek. voru eftir af leiknum, var staöan 19—18 fyrir KA, en meö harðfylgi tókst Kristjáni Halldórs- syni aö jafna leikinn, 19—19, áður en flautaö var til leiksloka. Bestu menn Breiöabliks voru Stefán og Kristján. En hjá KA léku best Guömundur Guömundsson línumaöur og danski leikmaöurinn Flemming Bevensen. MÖRK Breiöabliks: Krlstján Hall- dórsson, 5, Stefán Magnússon, 4, Brynjar Björnsson, 3 v., Andrés Bridde og Björn Jónsson, 2 mörk hvor. Aðalsteinn Jónsson, Ólafur Björnsson og Þóröur Davíösson, 1 mark hver. MÖRK KA: Guömundur Guö- mundsson, 5, Kjell Mogensen, 4, Friöjón Jónsson, 4, Flemmlng Bevensen 3 v., Jakob Jónsson og Kristján Óskarsson, 1 mark hvor. — ívar/ ÞR Skekkjur í einkunna- gjöfinni leiðréttar ÞAD SLYS átti sér stað er birtar voru lokatölur efstu manna í stigakeppni Morgunblaðsins eftir íslandsmótið í knatt- spyrnu, að tveir menn voru sagðir meö hærri meðalein- kunnir en þeir í raun fengu. Þessi skekkja breytir því ekki að Árni Sveinsson frá Akranesi sigraöi í eínkunnagjöfinní, en röð næstu manna breytist nokkuð frá því sem áöur var birt. Þaö voru þeir Þorsteinn Bjarnason ÍBK og Gústaf Bald- vinsson sem voru reiknaðir skakkt, rétt röð 12 efstu manna er sem hér segir: Árni Sveinsson, ÍA 7,00 Ögmundur Kristinsson, Vík. 6,55 Stefán Halldórsson, Vík. 6,44 Gústaf Baldvinsson, ÍBÍ 6,41 Þorsteinn Bjarnason, ÍBK 6,38 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 6,38 Siguröur Grétarsson, UBK 6,37 Ómar Jóhannsson, ÍBV 6,25 Heimir Karlsson, Vík. 6,20 Siguröur Björgvinsson, ÍBK 6,17 Ámundi Sigmundsson, ÍBÍ 6,16 Þórður Marelsson, Vík. 6,13 • Það er jafnan hart barist þegar FH og Víkingur leika í Hafnarfirði. En í dag mætast liöin þar í íslandsmót- inu. Þessi mynd er tekin úr leik liðanna í fyrra er Víkingar náöu að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn eftir hörkuleik gegn FH. Tekst FH að sigra Víking í Hafnarfirði? UM ÞESSA helgi verður mikið um að vera í handknattleiknum. is- landsmótið er hafið af fullum krafti og á næstu dögum rekur hver leikurinn annan enda leikið mjög þétt í upphafi mótsins. En 1. deildar liðin leika nú 26 leiki hvert lið áöur en mótinu lýkur. f fyrra léku liðin hinsvegar aöeins 14 leiki. í dag mætast fslands- meistarar Víkings og FH í Hafnar- ffiröi kl. 14.00. Er þetta sá leikur sem athyglin beinist mest aö. Víkingar hafa nú sigrað í is- landsmótinu slðastliðin þrjú ár og ef miöaö er viö styrkleika liðsins nú í upphafi mótsins bendir allt til þess að liðinu takist aö ná fjóröa titlinum í röð. Flestum 1. deildar liöunum virðist skorta herslumuninn til að geta sigraö Víkinga. En þó er aldrei að vita nema aö lið eins og FH, KR eöa Valur geti komiö á óvart. Leikir helgarinnar í íslandsmótinu í handknattleik eru þessir: Laugardagur 25. sept.: Laugardalshöll kl. 14.00 1. d. ka. Fram—Þróttur, 15.15 2. d. ka. Ármann—Þór Ve. Hafnarfjörður kl. 14.00 1. d. ka. FH—Víkingur. Ásgaröur kl. 14.00 2. d. ka. HK—KA Sunnudagur 26. sept.: Laugardalshöll kl. 14.00 1. d. ka. KR—Stjarnan. Mánudagur 27. sept.: Laugardalshöll kl. 20.00 1. d. ka. Víkingur—ÍR. Hafnarfjöröur kl. 20.00 1. d. ka. FH—Þróttur. — ÞR Landsliðið í badminton: Oruggir sigrar gegn Færeyjum og Grænlandi ÍSLAND sigraöi Færeyjar og Grænland örugglega í þriggja landa keppni landsliða í badmint- on í fyrrakvöld, en leikirnir fóru fram í íþróttahúsi TBR. Hvorki Færeyingum eða Grænlending- um tókst að vinna lotu gagn fs- lendingum og í innbyrðis viöur- eign þeirra sigruðu Grænlend- • Þórdís Eðvald lék vel f lands- keppninni. ingar, enda virkuðu þeir að sögn mun sterkari en Færeyingar. Báöir landsleikirnir enduöu sem sé 7—0. Gegn Færeyjum sigruðu Broddi Kristjánsson, Víöir Braga- son og Siguröur Haraldsson mót- herja sína í einlióaleik, Broddi 15—0 og 15—2, Víöir 15—1 og 15—2 og Siguröur 15—9 og 15—8. Kristín Berglind vann einn- ig í þessum flokki 11 —1 og 11 — 1. Sigfús Ægir Árnason og Haraldur Kornelíusson sigruöu keppinauta sína í tvíliðaleik 15—4 og 15—2 og í tvíliöaleik kvenna sigruöu Elísabet Þóröardóttir og Þórdís Edvald mótherja sína 15—2 og 15—3. Loks sigruöu þeir Þor- Knattspyrnulið ÍBV á langt ferðalag fyrir höndum er þaö fer til Póllands á sunnudaginn til aö leika síöarí leik sinn í Evrópu- keppninni. Leikmenn þurfa að vera 10 daga í burtu, þar sem aö- ekis er flogið tvisvar í viku til Varsjá frá London. Leikmenn ÍBV halda utan á sunnudag en leika ekki í Posnan fyrr en á miöviku- dag. Síðan komast leikmennirnir ekki frá Póllandi fyrr en á sunnu- dag. Þess má geta að þaö er fimm klukkustunda akstur frá Posnan til Varsjá. Af þessu má sjá að ÍBV er ekki á leiö í neina skemmtiferð. Fyrir utan þann steinn P. Hængsson og Inga Kjart- ansdóttir í tvenndarleik, unnu fær- eyska parið 15—7 og 15—2. Broddi, Víðir, Þorsteinn og Kristín Magnúsdóttir sigruöu keppinauta sína örugglega í einliöaleiknum gegn Grænlandi, Broddi vann 15—4 og 15—4, Víöir 15—9 og 15—0, Þorsteinn 15—9 og 15—8 og Kristín 11—8 og 11—4. Sigfús Ægir og Siguröur Haraldsson kepptu í tvíliöaleik karla og unnu 15—1 og 15—5, en Stínurnar, Berglind og Magnús- dóttir, unnu mótherja sína í tvliða- leik kvenna, 15—0 og 15—0. Þá kepptu Þórdís Edvald og Haraldur Kornelíusson í tvenndarleik og unnu 15—0 og 15—5. mikla kostnaö sem svona langt ferðalag býður uppá — ÞR. Námskeiö hjá KKÍ Körfuknattleikssamband fs- lands gengst fyrir A-stigs þjálf- aranámskeiði í Hvassaleitisskóla í Reykjavík dagana 8.—10. októ- ber nk. Þá verður minnibolta- námskeið á sama stað 10. októ- ber. Nánari upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu KKÍ í síma 85949. 10 daga feróalag framundan hjá IBV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.