Morgunblaðið - 26.09.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 26.09.1982, Síða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 £y kluk.k&n virkUega ab uer&a f<mm p" HÖGNI HREKKVISI ^ „GERÐU OKKUt 6g£\9A...GEFEXJ |»SEKKl FlEA/M !" Höfum ekki efni á að leyfa þessa vitlevsu Ó. skrifar 14. september: „Velvakandi Ég sé að óskað er eftir því að lesendur láti í sér heyra um hin ýmsu mál, og það hef ég gert einstöku sinnum, m.a. til að gera tillögu um það sem mér hefur fundist betur mega fara. Mig langar til að gera rall- akstur og torfæruakstur að um- ræðuefni í þessum pistli. Ég hef séð myndir frá keppni í þessum „íþróttagreinum“ og hreint ofboðið eyðilegging á gróðri og röskun á jarðvegi, að ég tali ekki um augljósa slysahættu, sem svona glæframennska hefur í för með sér og óheppileg uppeldis- Þessir hringdu . . . Ógerlegt að fylgja þessum hámarkshraða M.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Eg hef lengi furð- að mig á því fyrirkomulagi að takmarka hámarkshraða á hluta Miklubrautarinnar (sbr. skilti við Lönguhlíð) við 50 km á klst. Það liggur í augum uppi að ógerlegt er að fylgja þessum hraða í þeirri þungu umferð sem fer um götuna og yrði ekki til annars en þess að þeir sem á eftir kæmu þytu fram úr manni, og eru þá lögreglubílar ekki undanskildir; ég hef marg- falda reynslu af því. Þarna gerast því þúsundir ökumanna lögbrjótar á degi hverjum (lögreglumenn líka) og sér hver maður að slíkt fyrirkomulag er ekki hafandi. Góð hugmynd Stefán J. Björnsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil taka undir þá skoðun H.Þ. í síðasta Sunnudags-Velvakanda að athugandi sé að reisa kæfu- verksmiðju hér á landi til stór- framleiðslu þessarar vöru og út- flutnings. Mér finnst þetta góð hugmynd og ekki síst með tilliti til þeirra markaðserfiðleika sem hrjáð hafa kjötútflutning okkar. í þessu sambandi vil ég sérstak- lega benda á kæfuframleiðslu hjá Kjötbúðinni Borg. Kæfan sem þar er framleidd og seld er að mínu mati mjög góð og yrði útgengileg hvar sem væri í heiminum. Ég hef sjálfur farið með þessa vöru úr landi og þótti hún hnossgæti, ekki síður en hangikjöt og nýtt kjöt, sem ég hef einnig haft í farangri mín- um. Hvernig stendur á þessu? Hrafnhildur hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Hvernig stendur á því að tímar í jazzballett eru miklu dýrari en kennsla í almennum dansi? Þar sem ég hef hug á hvoru tveggja, leitaði ég mér smá upplýs- inga. ónafngreindir þrír kennslustaðir Upprisa mannsins Svanlaug Löve skrifar: „Vegna þess að ég er Guðstrúar- maður, er það venja mín að hlusta á útvarpsmessur á sunnudögum, sem nú í seinni tíð valda mér þó oft vonbrigðum. Ekki svo að skilja að guðsþjón- ustur séu almennt talið lakari en þær áður voru, menn játa þar trú sína og er ekkert nema gott um það að segja. Astæðan er að veru- legu leyti sú, að mér líkar ekki breyting á trúarjátningunni, sem nýlega hefur verið gerð og í því felst, að nú er þar ekki talað um að trúa á „upprisu dauðra", heldur einungis “upprisu mannsins“. Þetta orðalag skil ég þannig, að ekki sé ætlast til né ráð fyrir því gert að aðrar lífverur en maður- inn, sem er þó ekkert annað en ein tegund spendýranna, lifi líkams- dauðann. Þykir okkur leik- mönnum það heldur ótrúlegt, að skaparinn geri þannig upp á milli barna sinna, og í sannleika finnst mér fátt bera gleggri vott um hroka mannsins en einmitt þessi orð. Ég er ekki Bibiíufróð, en veit þó að þar stendur að laun syndarinn- ar séu dauði. Og þar sem allir munu geta verið sammála um það, að maðurinn sé eina lífveran sem syndgar, þá hlýtur hann einnig að vera eina lífveran sem á það á hættu að deyja í þeim skilningi sem Biblían meinar, og skilst mér að þá sé fyrir þeim hinum sömu ekki um neina upprisu að ræða. Jörðin er mjög auðug af lífi, eins og allir vita. Dýr og margskonar gróður prýða umhverfi sitt og eru til yndis og ánægju öllum þeim sem ganga með opin augu. En í húsi föðurins, sem Kristur sagði okkur frá, er nú orðið svo fátæk- legt að þar er aðeins um eina dýrategund að ræða, þ.e. manninn. Hvílík eyðimörk! Þá kysi ég fremur að vera hér á jörðu, þar sem ég er agnarlítill hlekkur í hinni fjölbreyttu líf- keðju, sem Guð hefur skapað." iHvernig væri að reisa kæfu [verksmiðju? H.Þ. hringdi og hafði eftirfar-l ndi aðsegja: 1 — Ég hef verið að leaa um það il löðunum, að við íslendingar eig-l m svo mikið kjðt og ættum aðl ■efa eitthvað af því til fátækra anda. Mér fyndist svo sem ekkert I ið því, ef við mættum einhvers í niasa en mér hevrist á flestumaðj LVísa vikunnarl Fiskvinnslunni var heitið 2% gengissigi* „ÞKHHI 4% rwkverðshækkun verður ekki hæll á nokkurn annan háll en með gengÍHlækkun, aem nemur um 2% eða sambærilegri koatnaðarlækkun Við teljum okkur hafa loforá fyrir (engianigi ng það mjög Hjótlega. Okkur var lofaá því aé þeaai hækkun vrði hælt aá fullu og það verður ekki gert á annan hátt." aagði eiaa af r„ lll „.„m - « ' >»Mi U.nn eftir k vinnslunni yrði bætt hækk unin að fullu. Ég held að það hefði fyrit og fremat verið túlkað sem svo, að við værum að taka fram fyrir hendurnar á lil bess kiörnum fulllrúum llla leikin krónan er hjá kommúnistum; fellur, sígur, hrapar hralt; hörmulegt — en er þó satt. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.