Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 Heimdallarfundur: Rætt um hagstjórn Thatchers og Reagans A Tundi Hcimdallar fimmtu- dauskvoldirt 23. septembcr var rætt um hagstjórn í Bretlandi og Banda- ríkjunum, cn þau Konald Kcagan og Margrcl Thatcher hafa cins og kunnugt cr vakiA athygli fyrir ýmsar nýjungar í þcim cfnum. Arni Sig- fússon, formaAur llcimdallar, stýrAi fundinum, cn þcir Hanncs H. Giss- urarson, scm stundar framhalds- nám i Oxford-háskóla í Knglandi, og dr. Vilhjálmur Kgilsson hagfræAing- ur, scm cr nýkominn frá margra ára námi í Bandaríkjunum, voru fram- sögumcnn. Hannes II. Gissurarson talaði fyrstur. Hann lýsti í upphafi þróuninni í vestrænum iðnríkjum frá 1970, verðbólga hefði aukist samfara atvinnuleysi, ríkið hefði þanist út og skattar hefðu hækk- að, cn hagvöxtur minnkað. Hann sagði, að mcginorsök þessarar þróunar væri sú, að ríkið hefði vaxið á kostnað markaðarins. En spurningin væri sú, hvers vegna ríkið hcfði vaxið. Guðfeður þess- arar þróunar væru tveir. Annar væri Otto von Bismarck, sem hefði lagt grundvöllinn að velferð- arríkinu með „félagsmálalögum" sínum 1881. Hinn væri Keynes lá- varður í Bretlandi, sem hefði fært rök fyrir því, að stóraukin ríkis- afskipti af atvinnulífinu væru nauðsynleg. Við þetta tvennt væri því að bæta, að leikreglur lýðræð- isins hefðu auðveldað þessa þróun. Hannes sneri sér síðan að þróuninni í Bretlandi. Bretar hefðu verið verr á vegi staddir ár- ið 1979, þegar frú Thatcher tók við völdum, en flestar aðrar iðnaðar- þjóðir. Meginástæðan til þess hefði verið sú, að breskan iðnað hefði skort aðlögunarhæfni, ferskir vindar samkeppni hefðu ekki fengið að leika um hann vegna gjaldeyrishafta, og vinnu- markaðurinn hefði verið njörvað- ur niður vegna ofurvalds verka- lýðsfélaganna. Frú Thatcher hefði í rauninni haft fjögur atriði á stefnuskrá sinni: að selja ríkisfyr- irtæki, að beita aðhaldi í pen- ingamálum, að beita aðhaldi í ríkisfjármálum og að hætta að fylgja svonefndri launastefnu (income policy), en sú stefna hefði á Islandi stundum gengið undir nafninu „þjóðarsátt", þ.e. að ríkið ákvæði kaup og kjör í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hannes sagði, að ríkisstjórn frú Thatchers hefði náð betri árangri en margar aðrar stjórnir vest- rænna iðnríkja. Hún hefði að minnsta kosti ekki orðið að hverfa frá stefnu sinni, áður en eitt ár hefði verið liðið, eins og Francois Mitterand í Frakklandi. Verðbólg- an væri að hjaðna í Bretlandi, og útflutningsatvinnuvegirnir væru bærilega staddir. Hitt væri annað mál, að atvinnuleysið væri mikið, þótt það væri reyndar minna en t.d. í Belgíu. En menn yrðu að hafa tvennt í huga í því sambandi. Annað væri það, að í raun hefði þar verið áður um dulbúið at- vinnuleysi að ræða, fyrirtæki hefðu verið ofmönnuð. Hitt væri það, að rekja mætti atvinnuleysið að miklu leyti til þess, að verka- lýðsfélögin kæmu í veg fyrir, að vinnulaun gætu lækkað, svo að fleiri gætu fengið vinnu. Hannes sagði að lokum, að fremur mætti gagnrýna frú Thatcher fyrir að hafa gert of lílið en að hafa gert of mikiA. Milton Friedman teldi t.d., að hún hefði átt að selja fleiri ríkisfyrirtæki og beita aðhaldinu í peningamálum með öðrum hætti, og Friedrich Hayek teldi, að koma hefði átt lögum yfir verkalýðsfé- lögin, svo að þau gætu ekki beitt ofbeldi í vinnudeilum. Dr. Vilhjálmur Egilsson tók næstur til máls. Hann sagði, að 1976 hefði maður að nafni Jimmy Carter náð kjöri í Bandaríkjun- um. Þá hefði verðbólga verið um Konald Rcagan Bandaríkjaforseti og Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands fá storminn í fang- ið í tilraunum sinum til að stöðva þróun síðustu ára. Ilannes H. Gissurarson flytur framsöguerindi sitt. 4%, atvinnuleysi verið lítið, vextir lágir og þjóðarframleiðsla að aukast. Fjórum árum síðar hefði verðbólgan verið um 12%, at- vinnuleysi hefði stóraukizt, vextir hefðu verið háir og þjóðarfram- leiðsla að minnka. Það, sem hefði í raun og veru gerst í Bandaríkj- unum, hefði verið það, að hag- stjórn i anda Keynes lávarðar hefði orðið gjaldþrota. Vilhjálmur benti einnig á, að samsetning ríkisútgjalda hefði breyst mjög á hinn verri veg á síðustu 20 árum í Bandaríkjunum. Útgjöld til varn- armála hefðu verið um 9% af þjóðarframleiðslu árið 1960, en um 5% af þjóðarframleiðslu árið 1980. Á sama tíma hefðu útgjöld til fátækrahjálpar vaxið úr um 3% af þjóðarframleiðslu í um 8% af þjóðarframleiðslu. Vilhjálmur sneri sér síðan að skipulagi fátækramála í Banda- ríkjunum. Hann rakti með tölum, hvernig gert væri hagkvæmara að þiggja fátækrahjálp en reyna að vinna fyrir sér víða í Bandaríkj- unum. Alla hvatningu vantaði til þess að fara út á vinnumarkaðinn og reyna að bjarga sér, þótt fólkið væri fullhraust. Að sjálfsögðu vildu menn heldur sitja fyrir framan sjónvarpið og glápa á glæpaþætti á framfæri ríkisins en að standa allan daginn og steikja hamborgara í gildaskálum eða vinna önnur óþægileg störf og illa launuð. Hann rakti einnig, hvern- ig hjónaskilnuðum hefði fjölgað og fjölskyldur þannig leyst upp vegna fyrirkomulags fátækra- hjálpar, því að einstæðar mæður fengju miklu hærri bætur en ef þær lifðu í sambúð. Við þetta bættist síðan, að mikið af því fé, sem færi í fátækrahjálp, rynni aldrei til fátæklinganna sjálfra, heldur staðnæmdist í þeim stofn- unum, sem komið hefði verið upp til þess að berjast við fátæktina. Vilhjálmur lagði áherslu á það, að fólk gæti ekki efnast nema það legði eitthvað á sig, en fátækra- hjálpin læsti fólkið í rauninni inni í gildru fátæktarinnar, því að með henni yrði svo óhagkvæmt að vinna. Menn hefðu verið tilbúnir til þess að reyna nýjar lausnir á þessum vanda árið 1980. Þess vegna hefðu þeir snúið sér frá Carter til Reagans. Ekki mætti heldur gleyma því, að Bandaríkja- menn hefðu orðið fyrir hverri auðmýkingunni af annarri á al- þjóðavettvangi, í Víetnam, Iran og Afganistan, svo að dæmi væru tekin. Vilhjálmur spurði, hvort menn héldu, að Kremlverjar hefðu hörfað í Kúbudeilunni, ef hún hefði orðið árið 1980, en ekki árið 1962. Stefnuskrá Reagans hefði verið mjög róttæk. Verðbólgan átti að hjaðna með takmörkunum á vexti peningamagns, treysta átti varnir landsins og virðingu Bandaríkja- manna á alþjóðavettvangi, af- nema hefði átt ýmis boð og bönn og reglugerðafargan, sem hefði gert atvinnulífinu erfitt fyrir án nokkurs sjáanlegs ávinnings fyrir neytendur, draga hefði átt úr kostnaði við fátækrahjálpina og tryggja það, að hún lenti í vösum þeirra, sem þyrftu í raun og veru á henni að halda en ekki hjá efn- uðu fólki eða skriffinnum ríkisins, og svo mætti lengi telja. Reagan hefði einnig lofað miklum skatta- lækkunum til þess að örva fjár- festingu og framleiðslu einstakl- inga og fyrirtækja. Á því hálfa öðru ári, sem Reag- an hefði haft til að stjórna þessu, hefði honum tekist að fá þingið til að lækka skatta, en þingið hefði verið miklu tregara til að lækka útgjöld. Afleiðingin hefði orðið miklu meiri halli á rikissjóði Bandaríkjanna en gert hefði verið ráð fyrir. Það hefði síðan valdið því, að með því að þessi halli er fjármagnaður með lánum á al- mennum lánamarkaði, að vextir hefðu haldist hærri en þeir hefðu ella orðið (því að eftirspurn eftir fjármagni hefði verið meiri en ella). Vilhjálmur nefndi að vísu einnig aðra skýringu á hinum háu vöxtum, sem væri sú, að einka- framtakið eða markaðurinn treysti ekki, að stefnu Reagans yrði fylgt tii lengdar, menn óttuð- ust það, að peningaprentvélar ríkisins yrðu aftur settar af stað að tilstuðlan stjórnmálamann- anna í þinginu. Hallinn á fjárlögunum hefði síðan verið minnkaður að nokkru leyti með nýsamþykktum skatta- hækkunum og hertum reglum um greiðslu skattfjár. Markaðurinn hefði þá tekið við sér og vextir væru að lækka. Því væri spáð, að hagvöxtur verði neikvæður á þessu ári, en að strax á næsta ári verði hann jákvæður. Vilhjálmur sagði, að svartsýnustu spár, sem hann hefði séð um hagvöxt á næsta ári, gerðu ráð fyrir um 2% hagvexti. Hann lagði að lokum áherslu á, að Bandaríkin væru að- alviðskiptaland okkar og að við yrðum því að fylgjast vel með framvindunni þar. T.d. hefði hátt gengi Bandaríkjadals vafalítið framlengt líf stjórnar dr. Gunn- ars Thoroddsen mjög. En ekki skipti síst máli, ef við gætum lært eitthvað af Bandaríkjamönnum um lausn þessa vanda, sem við væri að glíma á íslandi. Fundurinn var fjölmennur, og urðu fjörugar umræður að lokn- um framsöguerindunum tveimur. Rætt var um hugmynd Milton Friedmans og fleiri hagfræðinga um „neikvæðan tekjuskatt" eða tekjutryggingu, um verkalýðsfé- lög, sölu ríkisfyrirtækja og breyttar leikreglur í lýðræðisríkj- unum. Að umræðum loknurn sleit Árni Sigfússon fundinum og þakkaði framsögumönnum fróð- leg erindi og fundarmönnum kom- una. Krá heilsuvikunni á llúsavík. Heilsuvika llúsavík, 22. september. HEILSUVIKll á Húsavík er nú aftur boðið upp á á Hótel Húsavík og hefst starfscmin um næstu helgi og hefur starfsemin verið skipulögð fram í april á næsta ári. í fyrra var gerð tilraun með slíka heilsuviku og voru boðnir til hennar nokkrir Reykvíkingar, svona til að sannreyna dagskrána. Líkaði þeim vistin vel, léttust mik- ið bæði andlega og líkamlega og töldu þetta lofsvert framtak, sem þeir töldu að gæti átt framtíð fyrir sér. Nú er þessi starfsemi að hefjast að nýju og verður þar um að velja, hvort þátttakandinn vill leggja áherslu á megrun og hvíld, sem verður fyrsta vikan, í annarri vik- unni er lögð áherzla á megrun og Brostinn Eftir Hjálmar Ólafsson Flugsamgöngur milli Islands og Vestur-Grænlands voru rofnar í byrjun septembermánaðar fyrir- varalítið. SAS, sem annast þetta flug og hefur raunar einkaleyfi á flugi til Grænlands til ársins 1985, þótti henta að fara að með þessum hætti. Félagið hafði raunar látið spyrj- ast að það mundi sækja um til danska samgönguráðuneytisins að fella niður millilendingar á ís- landi á leiðinni Narssarssuaq til Kaupmannahafnar á vetraráætl- un sinni sem gildir frá 27. sept.—3. mars nk., en svo mikið lá á að ekki dugði að bíða þess tíma. Grænlandsráðuneytið í Kaup- mannahöfn andmælti umsókn SAS, einnig hafa borist andmæli frá forsætisnefnd norrænu félag- anna, sem fundaði í Stokkhólmi 8. og 9. september sl. Þá hefur sam- gönguráðuneytið islenska einnig látið til sin heyra í málinu. Engu að síður er svo að skilja sem SAS verði að ósk sinni um niðurfell- ingu lendinga hérlendis. Það kem- ur sannarlega á ská við allt tal um aukið samstarf norrænna þjóða og Grænlendinga að rjúfa þessar samgöngur. í framhaldi hátíðahaldanna í sumar í minningu Eiríks rauða, á Húsavík snyrtingu og þar verða m.a. til að- stoðar snyrtifræðingar frá Sothys með ýmsar nýjungar. I fjórar vik- ur er kjörorðið: Hættu að reykja og verður þá sérfræðingur til leiðbeiningar, og svo mætti lengi telja. En allar „vikurnar“ bjóða upp á gistingu á góðu hóteli, góðan mat með misjafnlega mörgum hitaein- ingum, læknisskoðun, sund, gufu- bað og heitan pott, leikfimi, nudd og gönguferðir, kvöldvöku o.fl. Hámarksfjöldi í hverjum viku- hóp verður 20 manns. Ert þú feitur, stressaður, eða þarfnastu hvíldar og tilbreyt- ingar? Ef svo er, er þá ekki tilvalið að dvelja eina viku norður á Húsa- VÍk. Fréllaritari. hlekkur þar sem Grænlendingar stóðu að hinum glæsilegasta fagnaði, er þessi ráðstöfun mikið áfall fyrir þá og okkur Islendinga sem drýgsta þátttöku Norðurlanda- þjóða áttum í þessu merkisafmæli. Framhald á menningartengsl- um okkar og Grænlendinga í haust höfðu þegar verið ráðin. Dr. Ólafur Halldórsson ætlaði að halda til Grænlands til fyrir- lestrahalds um landnám íslend- inga á Grænlandi í þessum mán- uði. Hugmyndin var að hann heimsækti skóla og félög og tæki ferðin um hálfan mánuð. Þá er ætlunin að fá hingað af Græn- landi tvær ágætar sýningar, aðra um landnám Eiríks rauða í Brattahlíð og hina um byggðina á Herjólfsnesi. Ríkisstjórn Islands hefur boðið formanni landsstjórn- arinnar, Jonathan Motzfeldt í heimsókn og hugmyndin var að hann opnaði þessar sýningar. Grænlensk listakona, Kristat Lund, hefur í huga að sækja okkur heim og koma með málverk sín með sér, sem mörg hver eru for- kunnar fögur. Öllu þessu er stefnt í voða þegar millilendingum hér er hætt og fara verður um Kaupmannahöfn til þess að komast frá Grænlandi til Islands og frá íslandi til Græn- lands. Við svo búið má ekki standa. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Noröurlandi eystra: Þörf er á gjörbrey tt- um stjórnarháttum ÍMORGUNBLAÐINU hefur borizt ályktun kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Norðurlandi eystra um atvinnu- og iðnaðarmál. Þar segir m.a.: í ljósi þess ástands er ríkir í atvinnumálum kjördæmisins telur þingið brýna nauðsyn á mikilli uppbyggingu iðnaðar á svæðinu og frekari fullnýtingu á þeim hráefn- um, sem fyrir hendi eru. Til þess að hrinda í framkvæmd slíkum áformum telur þingið þörf á gerbreyttum stjórnarháttum. Hraðað verði framkvæmdum í undirbúningi og uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Eyjafjarð- arsvæðinu. Fylgt sé eftir rannsókn þeirri er stendur yfir um trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík. Leitað sé eftir nýjum möguleik- um í íðnaði sem viðast í kjördæm- inu. Þingið krefst þess að iðnaði verði tryggð rekstrarskilyrði og að allur útflutningsiðnaður sitji við sama borð svo sem í fjármagns- fyrirgreiðslu og skattlagningu. Kjördæmisþingið fagnar fram- taki Kaupfélags Svalbarðseyrar í útflutningi á kjötvörum. Jafn- framt telur þingið bráða nauðsyn á opinni umræðu og endurbótum á sölumálum og markaðsöflun fyrir útflutningsvörur okkar. Kjördæmisþingið fordæmir vatnaflutninga á hálendinu, sem þegar hafa verið framkvæmdir og eru fyrirhugaðir á vegum Lands- virkjunar. Þingið telur nauðsyn- legt að fram fari forrannsóknir áður en til slíkra verka er gengið og leitað heimilda hjá réttum aðil- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.