Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 Solveig Magnúsdótt- ir - Minningarorð Fædd 24. maí 1958 19. september 1982 Utför systurdóttur minnar, Sol- veigar MaKnúsdóttur, verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, klukkan hálftvö. Klukkan hálftvö; lífi hennar lauk einnig um miðjan dag, en stundum er ekki um það spurt, — og svo fór hér. Solveig heitin fæddist í Reykja- vík 24. maí 1958. Enn man ég þann gleðidag. Hún lézt í Briissel hinn 19. september 1982. Foreldrar hennar eru hjónin Magnús Hjálmarsson og Ragn- heiður Þórðardóttir, sem vinna bæði hjá Ríkisútvarpinu. Faðir Magnúsar var Hjálmar, póst- og símstjóri á Hólmavík, Halldórsson (á Tindi í Miðdal) Hjálmarssonar í Tröllatungu (hann var kvæntur Sigríði, dóttur Halldórs, prests í Tröllatungu), Jónssonar, og munu nú áhuga- menn um ættfræði vera farnir að kannast við þessi góðu nöfn. Móðir Magnúsar er Solveig, dóttir Magnúsar trésmiðs á Hólmavík (bróður Daða, gullsmiðs í Ameríku) Halldórssonar á Hrófá (Ennisætt). Gaman og fróðlegt er að rekja þessa ættstofna, en þess er eigi kostur hér, og get ég ekki vísað mönnum í betra hús en hið mikla og nákvæma ritverk séra Jóns Guðnasonar, „Strandamenn". Faðir Ragnheiðar var Þórður, doktor í lögum og hæstaréttar- dómari, sonur Eyjólfs, bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, Andrés- sonar (Magnússonar, Andrésson- ar, alþingismanns Magnússonar); Syðra-Langholtsætt austan úr Hreppum og Oddaverjar í beinan karllegg; og Guðrúnar Brynjólfs- dóttur frá Selalæk (Víkingslækj- arætt). Móðir Ragnheiðar er Halldóra Magnúsdóttir, skipstjóra, stýri- mannaskólakennara og útgerðar- manns (Alliance, Defensor o.fl.) Magnússonar, formanns í Nesi við Seltjörn, Guðmundssonar, en móðir Magnúsar skipstjóra („Manga lipra", sem svo var kall- aður vegna fimi í orði og æði) var Margrét (hin skurðhaga) dóttir Páls í Holti í Þingholtum í Reykjavík, og má rekja þá ættslóð langt aftur í aldir í Reykjavík og Effersey. Móðir Halldóru var Ragnheiður Guðmundsdóttir í Ofanleiti í Reykjavík (Ingólfs- stræti 7). Hún og Magnús, langafi Solveigar og afi minn, bjuggu í húsinu nr. 8 við Ingólfsstræti, sem Steingrímur smiður (tengdafaðir Hermanns, ráðherra, og afi Steingríms, ráðherra) byggði fyrir þau um aldamótin, eftir að þetta fólk hafði allt búið saman í hús- um, sem Steingrímur smíðaði, fyrst á Laugavegi 23 og síðast á Bergstaðastræti 9, en þar fæddist móðir mín, amma Solveigar. Syst- ur Ragnheiðar, ömmu minnar og langömmu Solveigar, voru Elín og Lára, „Ofanleitissystur", og þótti mér Solveig heitin líkjast Elínu sálugu talsvert. Móðir Ragnheiðar Guðmundsdóttur var Ragnheiður Árnadóttir, sonardóttir séra Hall- gríms Jónssonar í Görðum, og fer ættrakningin nú að vera fjöl- skrúðugri en svo, að hér komist fyrir. Solveig hét í höfuðið á sinni góðu ömmu. Hún fór í Landa- kotsskóla, Hagaskóla og Verzlun- arskóla íslands; stúdent 1978. Hún vann m.a. í Landsbanka íslands, í Sjúkrahúsinu á Húsavík, var í Bandaríkjunum um tíma, vann stuttan tíma í Myndlista- og handíðaskóla Islands, unz hún réðst til lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins. Þar starfaði Solveig þangað til hún hóf störf hjá utan- ríkisráðuneytinu fyrir tveimur ár- um. Hún var ritari í Sendiráði ís- lands í Brussel, þegar hún hvarf og fannst látin. Horfin er af heimi mín yndis- lega frænka. Meðal fyrstu endurminninga minna um Solveigu er þegar hún, ljóst og brosandi barn, veifaði upp í eldhúsgluggann minn á Kapla- skjólsvegi 39. Síðast áttum við ánægjulega samfundi í Brússel á liðnu sumri. Ætti ég að lýsa Solveigu í einu orði, þætti mér helzt eiga við „art- arsöm“. Hún var svo einstaklega hjálpfús við alla, viðmót hennar svo þýtt og rótt og gott og hlýtt; hún hafði þennan sanna bjarnar- yl, að öllum leið vel nálægt henni. Hjartalag hennar var svo milt. Hún var mikil máttarstoð, þeg- ar á bjátaði. Hún færði styrk þeim sem leið illa. Öll systkin hennar heimsóttu hana í sumar. Þau vissu hvar uppörvun var að finna. Blessuð sé minning Solveigar Magnúsdóttur. Magnús Þórðarson Það hafði hélað á jörð um nótt- ina og kollur Esjunnar var hvítur um morguninn. Það leit út fyrir bjartan dag, eftir rigningartíð undanfarna daga. Að áliðnum þessum fallega degi barst mér símleiðis sú harma- fregn að hún Solveig væri dáin. Það var sem ískuldi ofurmagn- aðra örlaganna nístist í gegnum mig og skuggar síðdegisins yrðu lengri og svartari. Hvers vegna hún? Ung kona í blóma lífsins. Vefir örlaganna eru of flóknir fyrir okkur mannanna börn og til- gangurinn með lífinu oft torskil- inn. En Guðs er mátturinn og ein- hver er meiningin að Solveig, hin unga, fallega kona ætti ekki að lifa lengur. Ég þekkti Solveigu um nokkurt árabil, hún var bróðurdóttir konu minnar. Einnig vann hún stuttan tíma hjá mér á skrifstofu Mynd- lista- og handíðaskóla Islands. Hún fékk í gjöf frá Guði allt það er unga konu má prýða, fagurt út- lit, en þó fyrst og fremst einstætt viðmót, er bar með sér gæflyndi og góðmennsku, svo hún ávann sér ávailt góð kynni við samferðafólk sitt. Nú, þegar tekur að hausta og kalt verður í lofti, blómin sem voru svo falleg í sumar fallin, er Solveig, sem var eitt af fallegustu blómunum úr lífinu, borin til moldar í dag. Ég vil minnast hennar, sem tákn þess sem er hreint og fagurt. Guð blessi minningu hennar. Kinar Hákonarson, listmálari. Mig setti hljóða við þá hörm- ungarfregn, að Solveigu Magnús- dóttur hefði svo skyndilega verið hrundið burt af þessari jörð, sem hún þó átti rétt á að gista svo miklu lengur. Ég sá Solveigu fyrst smábarn með foreldrum sínum að ganga kringum jólatré í barnatíma út- varpsins. Ég tók eftir þessu blíð- lega barni með kopargyllta hárið. Síðar bjuggum við í sama húsi við Kaplaskjólsveginn í mörg ár. Við unnum líka saman við sömu stofn- un um tíma, þ.e. hjá Ríkisútvarp- inu, því að þar starfaði Solveig við sjónvarpið. Solveig hafði allt til að bera, sem prýddi unga konu. Hún var falleg, gáfuð og músíkölsk, — og umfram allt: Hún var hamingju- söm. Því er það, að manni finnst svo erfitt að sætta sig við, að þessi prúða, reglusama stúlka skuli vera horfin, vegna þess að manni finnst, að einhver hafi tekið fram fyrir hendurnar á sjálfum Drottni vorum og Guði. Kannski verður maður þó að reyna að minnast þess, „að vegir Drottins eru órannsakanlegir". Ég sendi foreldrum Solveigar, ættingjum og vinum, mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau og styðja nú og alltaf. Ingibjörg Þorbergs Nú þognuA t*r rödd, þornuÁ p4-nnafjoöur. Á tjörn má ég líta svani synda fimlega og nem þó engin hljóð — ég sit á bak við glerið og víðirunni tálmar sýn. Grænt laufið ber enn með sér vorsins angan, grænleitan kjól — fermingarvorið, glaðværa stúlku og blómarós. En í ár haust- ar snemma í hjartanu — harmur fyllir brjóstið og rödd hins spaka mælir: Andgustur einn eru allir menn. (Sl. 39.) Hér í holtinu nærri heimili frændsystkina stóð á árum fyrri bær nokkur, fýsilegur að kynnast og vorum eigi há í loftinu er stál- umst fyrsta sinni eitthvað út í móa að rannsaka heiminn. Og máske var veröldin stór, tryggara að haldast í hendur og þó hvergi yfir stíg að fara en þúfur og grjót. Já, vildum oftla hverfa úr augsýn eldhúsgluggans, týnast — og þó aðeins um stund. Kom þá og fyrir að stælt var um varning í lítilli búð en sættumst um síðir og geng- um í kringum tré um jól. Um sumar var skotist í Stíflisdal og áttu þar bústað afi og amma á Sólvallagötu. Og fyrr en varir eru liðin mörg ár — í huga mótast vonir og þrár. Nýlega ritar Solveig nöfnu sinni og ömmu hið hlýlegasta bréf og kveðst hlakka til að koma út um jólaleytið. Hversu fjarri er það nú veruleikanum að aldrei kemur vet- ur eftir þetta hinsta haust. Skammt er liðið þá dreyptum á freyðivíni í víðum glösum — stúd- entsprófið frá og hvar brá skugga langa vegu? — Þess var engin þörf að kíkja í hornin, þar tók til hendi og ævinlega fús að veita lið við verkin heima fyrir sem í hópi frænda — álit ömmu Sólveigar var: Lyndiseinkunn nöfnu ljúf léttir mér sporin. Fjarlægð frá heimahögum varð henni eigi þrándur í götu að hverfa heim, þá atvinna leyfði og hlúa að sárum skylduliðs ef svo stóð á. Nú húki ég sem í dimmum skúta — mæni í myrkur og eygi enga skímu við munnann, allt svo dæmalaust út í bláinn, snautt af allri merking — fegurð og sáttfúst hjarta slökkt, vonarvottur í skeyt- ingarlausum heimi atóms og súr- áls. Svo ung er sat tíma í frönsku í gær — er ei í dag og ég hirði eigi að líma postulínsstrákinn er datt nýverið ofan hillu í mask eða hvað? Vísdóms-prédikarinn vitnar um skammærð lífsins, hjákátlegan hégóma lífsins, að jafnvel arður dugnaðar og strits fellur öðrum í skaut en erfiðar — en mannorð lifir. Hann fárast eigi yfir hinstu rökum tilverunnar, þekkir tak- mörk sín, þykist lífsreyndur og segja mega: Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. (Pd. 3.) En bágt er að skilja hví svo hjólin snúast — að skjótlega hefir slitnað lífsins þráður og enginn fái leitt hönd hennar framar eður notið fylgdar á flugvöll sem í sumar, þá systur og bróðir sóttu heim. Hvar má ég hælist leita — skáldið frá Hvíta- dal á aðeins eitt skjól: l»að er einn, «em heyrir og aldrei neiUr, og hjálparvana mitt hjarta leitar til han.s, sem er Ijóaið og hjálpin manns. Kg byrgi mig niður og bið til hans. Skilningurinn er í molum og þó er hann einn Guð lífsins og dauð- ans, faðir drottins Jesú Kristi: Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni ... (Rm. 14.) Og sú er vonin, er faðir- inn hefur okkur gefið í syninum, að þrenging og eymd líðandi stundar skal eigi hafa síðasta orð- ið, hremma okkur greipum óslökkvandi örvæntingar — nei, ógnin ríkir að sönnu í heiminum og hefur þó lotið í lægra haldi með því að frelsarinn hefir sigrað heiminn, bölið skal um síðir end- anlega víkja og í vissu þess eigum við hina einu hughreysting og lausn úr tökum heljar. Því þráir og postulinn að hverfa hið fyrsta til Kristi — én um leið er hann sér áskynja samfélagslegrar ábyrgðar sinnar, að ber að hjálpa öðrum þá í nauðum eru staddir og kalla til Kristi svo megi eiga hlutdeild í hinu nýja, er þegar er tekið að rofa fyrir. Það var og dæmigjört fyrir Solveigu að flýja ei örðug- leika — en koma til móts og upp- örva og slík hjálp skilur dýrmæti eftir. Ragnheiður, Magnús, systkini, ömmur og frændlið allt — ég vil gjöra orð postulans Péturs að bænarorðum mínum: Lofaður sé Guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefir endur- fætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, til óforgengilegrar, flekklausrar og ófölnandi arfleifðar, sem yður er geymd á himnum. Kraftur Guðs varðveitir yður fyrir trúna til þess að þér getið öðlast hjálpræðið, sem er þess albúið að opinberast á síðasta tíma. Jón Magnús Kveðja frá vinkonum í dag, 29. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík okkar kæra vinkona, Solveig Magnúsdóttir. Hún var fædd 24. maí 1958 og lést þann 19. þessa mánaðar, aðeins 24 ára gömul. Solveig var dóttir hjónanna Ragnheiðar Þórðardóttur og Magnúsar Hjálmarssonar, næst- elst fjögurra systkina. Hún ólst upp við einstaklega samheldið og ástríkt fjölskyldulíf og voru for- eldrar hennar jafnt vinir sem fé- lagar barna sinna. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1971, þegar við settumst í 1. bekk Hagaskóla. Fljótlega tókst með okkur órjúfanleg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Okkur er margt minnisstætt frá þeim þremur árum, er við vorum bekkj- arfélagar. Eitt atvik kemur upp í huga okkar, er einn kennara bekkjarins fræddi okkur um merkingu mannanafna. Hann sagði, að nafnið Solveig þýddi: sú sem sómir sér vel í sölum. Þetta var nafn, sem Solveig Magnús- dóttir bar með réttu. Hún var glæsileg stúlka og tíguleg í fasi, ávallt fallega klædd og bar sig með reisn. Hún hafði elskulegt viðmót og skemmtilega kímnigáfu. En þrátt fyrir allt, sem hún hafði til að bera, voru hógværð og lítil- læti hennar stærstu kostir. Eftir landspróf hóf Solveig nám í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1978. Að námi loknu starfaði hún hjá Sjón- varpinu þar til hún hóf störf í Utanríkisráðuneytinu. Fyrir rúmu ári fluttist hún til Brússel vegna starfs síns og hafði búið sér þar fallegt og hlýlegt heimili. Solveig var ætíð höfðingi heim að sækja, enda alin upp á rausnarheimili. Fyrir aðeins tveimur vikum töl- uðum við við Solveigu. Hún var hress og kát að vanda og hlakkaði til að koma heim um jólin og hitta fjölskyldu og vini. Fregnin um hinn hörmuleg atburð kom því sem reiðarslag. — Solveig er dáin. Nú er höggvið stórt skarð í vinkvennahópinn. Hún var traust- ur vinur og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Solveig var sú sem hélt hópnum saman og allar leituðu til ef eitthvað bjátaði á. Hún hafði einstakt lag á að láta okkur finna væntumþykju sína og gaf sér alltaf tíma til að hlusta og ræða málin. Yndisleg stúlka í blóma lífsins hefur verið tekin frá okkur. Það er ofar mannlegum skilningi. Minningin um fallega brosið og hlýjuna, sem streymdi frá henni, mun ylja okkur um alla framtíð. Megi Guð stykja foreldra hennar og systkini og alla sem eiga um sárt að binda við fráfall elsku vinkonu okkar. Sigrún Halla, Unnur, Sigrún og Þórunn. Laust eftir 1960 fluttist Solveig með foreldrum sínum og systrum á Kaplaskjólsveginn og þá upphóf- ust í sandkassanum kynni okkar og mikil vinátta sem varað hefur æ síðan. Solveig var óvenju vel gerð stúlka, einstaklega vönduð, vandvirk, traust og trygg. í einu og öllu var hægt að treysta henni. Engu máli skipti þótt langur tími liði milli funda, þegar við hittumst voru miklir fagnaðarfundir og vináttan alltaf jafnmikil og áður. Líklega líður nokkur tími til næsta fundar, og við söknum Sol- veigar af heilum huga. Foreldrum hennar, systkinum og öðrum ást- vinum sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Tóta og Dóra. Kveðja frá gömlum vini Þegar mér barst fréttin um hið hörmulega dauðsfall Solveigar Magnúsdóttur, úti í Brússel, setti mig hljóðan. Tel ég mér skylt að senda henni hinstu kveðju mína, því ég á henni margt að þakka. Hún var tvímenningur við börn mín og dvaldi oft á heimili mínu sem barn. Og það var gott að hafa hana með fjölskyldunni, því hún var ljúf í skapi, viljug og rösk til allra verka. Dætrum mínum tveim, sem voru henni nær jafn- aldra var hún driffjöður í leikjum og líka sáttasemjari, því í félags- skap með henni hvarf öll misklíð og leiðindi, já hún gerði allt um- hverfi sitt svo miklu betra. Það er sárt þegar ungur deyr og ekki síst slík stúlka sem Solveig var. Við samferðafólk hennar stönd- úm eftir fátækari og frændgarð- urinn hefur misst ágæta stúlku, sem miklar vonir voru bundnar við. Ég sendi ástvinum hennar, systkinum og foreldrum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð hugga þau í sorginni. Þórarinn Þórarinsson, Skúlagarði. Solveig Magnúsdóttir var ekki há í loftinu þegar kynni okkar hóf- ust. Þá var hún sex ára, hlédræg og hljóðlát lítil stúlka, sem gladd- ist mest þegar hún gat gert öðrum gott. Um árabil var umgengnin dagleg því að við bjuggum í sama húsi og fjölskyldubönd voru milli heimilanna. Frá fyrstu tíð og til hinzta dags einkenndu áreiðanleiki, samvizku- semi, nákvæmni og hlýja allt dagfar Solveigar. Þau voru ófá sporin sem hún tók af mér, iðulega óbeðin, og það er á engan hallað þótt rifjað sé upp, að þegar á þurfti að halda vildu synir mínir, Andrés og Kjartan, allrahelzt fá Solveigu frænku sína til að líta eftir sér. Sviplegt fráfall þessarar góðu stúlku er þyngra en tárum taki, en þó er huggun að þeim ljúfu minn- ingum sem hún skilur eftir hjá þeim sem hana þekktu. Hún ólst upp umvafin öryggi og ástríki góðra foreldra, systkina og ann- arra skyldmenna, sem nú eiga um sárt að binda. Hún gekk á guðs vegum og það mun hún einnig gera nú þótt úr sjónmáli sé um stundarsakir. Áslaug Ragnars í dag er kvödd hinstu kveðju Solveig Magnúsdóttir ritari í utanríkisþjónustunni, sem andað- ist í Brussel 19. þ.m. Solveig var fædd 24. maí 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.